Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 5 Fréttir Afli íslendinga á Smugu- og Svalbarðamiðum þrefaldast í ár: Steff nir í verðmæti upp á fjóra milljarða - þegar hafa veiðst um 7 þúsund tonn Tálknafjörður: Innbrot í veitingahús Brotist var inn í veitingahús á Tálknaftrði og spilakassi brotinn upp. Innbrotiö uppgötvaðist í fyrradag og komust þjófamir, sem spenntu upp glugga á veit- ingastaðnum, á brott með tugi þúsunda króna. Lögreglan á Patreksfiröi annast rannsókn málsins sein er á frum- stigi. Smugu- og Svalbarðaveiðar eru orðnar stór þáttur í verðmætasköp- un þjóðarinnar. Þjóðhagsstofnun áætlaði í mars sl. að afli af þessum svæðum yrði sá sami og í fyrra eða tæp 11 þúsund tonn af þorski að verð- mæti 1,25 milljarðar. Nú þegar hafa veiðst upp undir 7 þúsund tonn eða 4 þúsund tonnum minna en í fyrra. Það er ljóst að endurskoða þarf þessar áætlanir Þjóðhagsstofnunar. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, sagði í samtali við DV að verið væri að vinna að nýrri áætlun í ljósi þess að miklu meira bærist nú á land úr Smugunni en áður. Hann segir líklegt að stofnunin muni áætla þennan afla á bilinu 30 til 50 þúsund tonn. „Ég sé það haft eftir Norðmönnum að þeir áætla að íslendingar veiði 50 þúsund tonn. Það er í sjálfu sér ekki ótrúleg tala. Ég á von á að þessi afli verði ekki undir 30 þúsund tonn- um,“ segir Ásgeir. Atvinna fyrir 250 sjómenn Ef 35 þúsund tonna þorskafli geng- Þýska útgerðarfýrirtækið: Allt bendir til aðÚAhætti þátttöku „Við höfum sett fram tvö skil- yrði sem verða að fást uppfyllt til þess að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi þátttöku okkar í þessu fyrirtæki," segir Björgólfur Jóhannsson, fjármálastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa og stjórnarmaður í dótturfyrirtæk- inu Mecklenburger Hochseefisc- herei, um frekari þátttöku ÚA í þýska fyrirtækinu. Heimildir DV herma að allt bendi til þess að ÚA muni draga sig út úr þýska fyrirtækinu þar sem ÚA er meirihlutaeigandi og krefjast skipta á eignum félags- ins. Afar litlir möguleikar eru sagðir á aö skilyrði ÚA um áfram- haldandi eignaraðild verði upp- fyllt, en þau eru annars vegar að tekið verði upp breytt launakerfi á togurunum og að inn í félagið komi ipjög aukið hlutafé frá hin- um þýsku eignaraðilum þess. Geysilegur taprekstur hefur verið á fyrirtækinu síðan ÚA kom þar inn sem meirihlutaeigandi. Tapreksturinn á síðasta ári nam um 400 milljónum króna og tap hefur orðiö áfram á yfirstandandi ári. Heimild er í samningi eigna- raðila um að hver þeirra sem er geti krafist riftunar fyrirtækisins nemi tap þess 25% af eigin fé, og tapið hefur verið miklum mun meira. Komi til riftunar félagsins hefur verið rætt um að ÚA fái í sinn hlut tvo eða þrjá af togurum fyrirtækisins. „Það er grundvallaratriði að tekið verði upp hlutaskiptakerfi á togurunum, það er númer eitt, tvö og þijú,“ segir Björgólfur. í dag eru skipverjar togaranna á fóstum launum burtséð frá því hvað aflast og eiga löng frí á milli veiðiferða. Verkalýðshreyfingin í Rostock hefur tekið illa í hug- myndir ÚA-manna um breytingu á launakerfmu en Björgólfur seg- ir hins vegar að dynmum hafi ekki verið lokað. Hvaðan kemur þorskurinn? Verðmæti - í milljöröum króna ftonnum ■ íslandsmið □ Smugan/Svalbarði E3 Rússaflskur ur eftir má reikna með að sá afli gefi allt að 250 sjómönnum heils árs vinnu miðað við að aflinn sé unninn á hafi úti. Þá er ekki reiknað með margfeldiáhrifum í landi. Þar sem veiðiskipin eru ýmist frystitogarar, skip sem salta um borð eða ísfisktog- arar er ekki hægt að reikna þetta á einn veg. Það er ljóst að veiðarnar gefa sums staðar mikla vinnu í landi þegar um ísfisk er að ræða. í öðrum tilvikum er um að ræða fullvinnslu sem gefur fyrst og fremst beinar gjaldeyristekjur en margfeldiáhrif eru minni. Að samanlögðu má reikna með að veiðarnar gefi a.m.k. 4 millj- arða í útflutningstekjur. Ef gengið er út frá því að verð- mæti útfluttra þorskafurða verði 26,5 milljarðar má sjá að vægi þorsks úr Barentshafi er orðið mikið þar sem auk afla íslendinga þar bætist viö Rússafiskurinn sem viðbúið er að gefi 2,75 milljarða. Það má reikna með að þorskafli íslendinga á heima- miðum verði 175 þúsund tonn á árinu 1994. Þá er ekki verið að tala um fisk- veiðiárið sem lýkur 1. september heldur hefðbundið reikningsár. Áætlað hefur verið að allt að 25 þús- und tonn berist á land af Rússafiski og allt að 35 þúsund tonn af Smugu- /Svalbarðafiski. Þetta þýðir að 235 þúsund tonn af þorski berast á land á íslandi í ár. Þorskur úr Barentshaf- inu gæti sem sagt orðið 25 prósent af þeim þorski sem berst á land hér- lendis. Búið að veiða sjö þúsund tonn Nú þegar hafa verið skráð hjá Fiskistofu 1.500 tonn af þessum slóð- um. Um 32 skip eru við veiðar í Smugunni þannig að vægt reiknað er nú búið að veiða 7 þúsund tonn. Það ræðst svo af afrakstri Smugu- veiðanna hvort spár ganga eftir um þennan afla. Það verður þó að teljast mjög líklegt þar sem á þessum tíma í fyrra voru veiðamar ekki enn byrj- aðar og fyrstu skipin héldu til veiða í Smugunni í september sl. Það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir reglugerð Norðmanna um bann við veiðum á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða liggja leiðir íslensku skipanna þar um og líklegt er að veiðar verði stundaðar þar í hjáverkum. NUDDNÁM hefst 1. september næstkomandi. Hægt er að velja um dagnám eða kvöld- og helgarnám. Upplýsingar og skráning í símum 676612 og 876612 alla virka daga. Hinar vinsœlu Chicony far- og físfölvur oru komnar aftur. Chicony tölvurnar oru | afar vandaðar að allri gerð og eru framleiddar samlcvaamt ISO staðli. Chicony tölvumar gefa borðtölvunum eklcert eftir í aflcastagetu og tengimöguleikum. Allar tegundimar eru búnar Intel 486 örgjörvum fró 25 MHz- 66 MHz. Chicony tölvurnar eru afgreiddar með MS-DOS 6.2 og Windows 3.1 uppsettu. Einnig fylgir handtaska með hverri tölvu, spennubreytlr og handbœkur. Hægt er að tengja stóran skjá og lyklaborð beint við allar gerðir Chicony tölva. Auk þess gefst þér kostur á að nota PCMCIA kortin sem eru á stærð við greiðsiukort og gefa þér möguleíka á að tengjast hveijum sem er, hvar sem er - þ.m.t. fax / módemi eða netkerfum. Með tengikví (Docking Station) má svo með einu handtaki tengja Chicony fistölvuna við það tölvuumhverfi sem notað er á skrifstofunni, s.s. við stóran skjá, stórt lyklaborð og netkerfi. Tengikví (Docking Station) Hardsnuin hörkutól NÝHERJI SKAFTAhUÐ 24 - GlM 60 77 00 Alkaf skrefi á undtm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.