Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 25 dv___________________________Menning Bergur Thorberg 1 Portinu: Marglitt landslag og af- straktmyndir í jarðlitum Þegar Bergur Thorberg var í Portinu í fyrra sýndi hann myndir frá nokkurra ára tímabili. Þegar Bergur Thorberg hengdi verk sín í smærri salnum mátti greina í þeim nokkra þróun - frá sterkum og þungum form- um yfir í mannamyndir sem virtust viö það að leysast upp í afstraksjón. Nú sýnir Bergur í stærri salnum og myndirnar eru allar málaðar á þessu ári. Samt er þessi sýning ekki síður fjölbreytt en sú fyrri. Það eru einkum þrenns konar myndir sem Bergur sýnir núna, auk reyndar einnar sem minnir mjög á mannamyndirnar á sýningunni í haust. Fyrstar má nefna landslagsmyndir í grófum strokum og sterkum litum sem virðast við fyrstu sýn alls ekki til þess fallnar að töfra fram lands- lag. Engu að síður tekst Bergi að ná mikilli dýpt í þessar landslagsmynd- ir og laða fram viðkvæma birtu fjallanna. Myndimar eru ansi ólíkar lands- lagsmyndum annarra yngri listamanna, þeirra fáu sem nú mála lands- lag, en greinast hka að frá því hefðbundna landslagsmálverki sem við Myndlist Jón Proppé íslendingar höfum þekkt svo lengi. Bergur fetar hér einstigið milli mynd- ar og afstraksjónar líkt og hann gerði á sýningunni í haust, en nú ferð- ast hann af meira öryggi. Þar sem hann virtist áður vera að reyna að brjótast út úr einhverri viðtekinni framsetningu er nú eins og hann leiki sér að andhverfunum án þess að hirða um aðrar hugmyndir en þær sem kvikna í verkinu sjálfu. Þá eru á sýningunni nokkrar myndir þar sem Bergur leikur sér að konstrúktífri framsetningu, líkt og hann vilji prófa mátt htanna í sem einfóldustu málverki. Þó er hér ekki um að ræða neina eftiröpun á þeim stíl sem hér ríkti fyrir rúmum þremur áratugum, held- ur frekar eins konar tilraun, líkt og þegar skáldið prófar gamla hætti til að sjá hvernig þeir falla að hugmyndum sínum. í þessum myndum beitir Bergur mest mildum htum og gjarnan jarðlitum, öfugt við það sem hann gerir í landslagsmyndunum, og innan um hreina fietina má sjá ýmislegt sem aldrei' átti heima í gamla konstrúktífismanum: sól í einni myndinni og í annarri eitthvað sem minnir á hálfmótað dýr. Þriðja afbrigðið af myndhst Bergs er jafnframt það sem virðist standa í beinustu samhengi við myndirnar á síðustu sýningu. í þessum myndum hefur honum tekist að virkja upplausnina í eldri myndunum, en án þess að fórna teikningunni fyrir htinn og hina hreinu fleti. Allt í allt er þetta mjög skemmtileg og djörf sýning. Bergur sýnir okkur einfaldlega hvaða möguleikum hann hefur verið að velta fyrir sér undan- farna mánuði - hvaða leiðir hann sér sér nú færar. Að þessu leyti er sýningin í Portinu ekki ósvipuð vinnustofusýningu. En það sem er skemmtilegt við sýninguna er að Bergur virðist hafa styrkst verulega í málverkinu. (Vegna mistaka varð bið á því að þessi dómur birtist. Er beðist velvirðing- ar á því.) Amgunnur Ýr í Nýlistasafninu: Þokumyndir á silkidúk Arngunnur Ýr hefur malerískan stíl, eins og sagt var hér áður, en það þýðir í raun bara að hún hefur náð afar góðu valdi á efninu sem hún vinnur í og nýtir eiginleika þess vel í myndum sínum. Á ohumálverkum hennar höfum við hingað til oftast séð þykk lög djúpra tóna rauðra og rauðbrúnna hta þar sem hún virðist hafa lagt áherslu á að draga fram samspil htar og áferðar. Nú er aht annað uppi á teningnum: hturinn er þunnur og áferðin gegnir í flestum myndanna ekki greinanlegu hlut- verki. í stað strigans hefur hún valið silíd sem hún strekkir þétt á bhnd- rammann svo yfirborðið verður eins og stökkt skinn. Silkið skín víða Myndlist Jón Proppé í gegn og er hvítt efniö í raun grunnhturinn í flestum verkanna. Olíulitur- inn læðist síðan um flötinn eins og myrkur um mjólkurlitaða þokufláka. Myndirnar sem Amgunnur færir okkur núna eru afskaplega fahegar og eins konar stemningarmyndir. í þeim er ekkert sem áhorfandinn stöðv- ast við, engin miðja sem augað leitar fil. Myndirnar em frekar í ætt við mynstur, líkt því sem maður byggist við að sjá á gömlum, skítugum skjá. Það er ekki gott að segja nákvæmlega hvert Arngunnur ætlar sér í þess- um myndum. Þær eru miklu frekar eins og verk í vinnslu en endanleg framleiðsla. Aðferðin, sem í raun er slík að hún er ekki á færi nema fhnkra málara, er hér mikilvægust. Þó er greinilegt að Arngunnur er að vinna úr hugmyndum sínum og mun þessi nýja stefna eflaust skha sér. Það er aðeins vegna þess hve mikils maður væntir af þessum hstamanni að manni finnst sýningin ekki fullbúin. Engu að síður er hún ákahega skemmtheg og tvímælalaust með því betra sem okkur hefur boðist í sum- ar. Það er gaman að fylgjast með því hvernig Amgunnur styrkist í list- inni og vonandi mun hún halda áfram aö sýna okkur nýjar hhðar á sjálfri sér á sýningum hér heima, þótt sjálf búi hún og starfi erlendis. Fréttir Þráinn Traustason á bökkum Laxár á Refasveit með 4,5 punda laxinn sem var sá sjötugasti og fimmti í ánni á maðkinn á sumrinu. DV-mynd G.Bender LaxááRefasveit: 13 punda lax .handtekinn" - 75 laxar komnir á land „Það var gaman að veiða sjötug- asta og fimmta laxinn í ánni en hann tók maðkinn. Það má finna laxa á nokkrum stöðum í ánni og sumir þeirra eru vænir,“ sagði Þrá- inn Traustason um helgina, en hann á heiðurinn af 75. laxinum í Laxá á Refasveit þetta sumarið en fis'kurinn var 4,5 pund. Það má finna laxa víða um ána og þá marga væna mjög. í Göngu- mannahylnum eru 10 vænir laxar og neðar í ánni, eins og í Gjúfrabúa, eru feiknavænir laxar. En þessir laxar eru ekki nýir og erfitt að fá þá til að taka. Lítið hefur gengið af nýjum fiski á síðustu hóðum þrátt fyrir stóran straum. Gljúfra- búi hefur gefið langbest af veiði- stöðum í ánni eða 22 laxa og á ör- ugglega eftir að gefa fleiri hska. Það kemur fyrir að fólk sé hand- tekið en sjaldan laxar. Það gerðist þó fyrir skömmu í Laxá á Refa- sveit en þá handtók Lárus Bene- diktsson 13 punda lax í Stekkjar- hvammsál. Fiskurinn var víst orð- inn eitthvað slappur og þurfti í Göngumannahylnum i Laxá á Refasveit eru tíu laxar og eru sum- ir þeirra vænir. DV-mynd Þórunn Hinriksdóttir björgunar við. Svo að handtaka var nauðsynleg í þetta skiptiö. Stærstu laxarnir eru ennþá 20,5 punda og veiddust þær strax við opnun árinnar. Silungasvæðiö hef- ur gefið 10 shunga og hann er 2,5 pund sá stærsti. Fiskleysi og líka vatnsleysi „Þetta hefur verið rólegt en núna eru komnir um 400 laxar í Víði- dalsá. En það eru th vænir laxar í ánni og þeir eiga eftir að gefa sig seinna í þessum mánuði. Það eru stórir fiskar í ánni,“ sagði Lúther Einarsson á bökkum Víðidalsár um helgina. Það er ekki nóg með að lítið sé af hski í veiðiám eins og Vatns- dalsá, Víðidalsá, Miðfjarðará og Blöndu heldur hefur vatniö minnk- að mikið í mörgum þessum ám. Vatsmagnið í Víðidalsá er orðið skelfhega lítið og það sama má segja um Miðfjarðará og Hrúta- fjarðará og Síká sem er að þoma upp þessa dagana. Einhver hreyhng var í Laxá á Ásum um helgina og komu á einum degi 14 laxar. Áin er komin yfir 500 laxa. Tapad fundið Armbandsúr tapaðist Citizen gullúr tapaðist á fóstudags- eða laugardagskvöld í miðbæ Reykjavíkur. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja i síma 672912 eða símboða 984- 55581. Hjóli stolið Bláu Icefox 21. gírs fjallahjóli með svört- um doppum var stolið frá Stigahlíð 20 einhvem tímann á tímabilinu 6.-9. ágúst. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru vinsamlega beðnir að hringja í Sólveigu í s. 686547 . Jgheld ég gangi heim" Eftireinn -ei aki neinn yUMFEF^ Armband tapaðist Gullarmband tapaðist aðfaranótt sunnu- dags á leiðinni frá Gilsárstekk að Stekkj- arbakka í Breiðholti. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í s. 36104 eða 626114. Veski glataðist Aöfaranótt laugardags tapaðist svart veski í miðbæ Reykjavíkur. í veskinu vom myndir og skírteini sem eiganda þætti vænt um aö endurheimta. Finnandi er því vinsamlega beðinn að hringja í Halldór í s. 10856. Tilkynningar Barnavistun Upplýsingar í s. 38944, 674319 og 814535. Félagsheimili - Mötuneyti - Einstaklingar Tilboð óskast í 125 stk. rauða stálstóla, 20 stk. kringlótt borð á stálfæti, 7 ferköntuð borð á stálfæti, 28 stk. 3ja fóta stóla með trésetum. Tilboð óskast í allan pakkann eða einstakar einingar. Allar nánari upplýsingar í símum 37801 og 37810 milli kl. 9 og 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.