Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994
Neytendur_______________________________
Bandarískur sérfræðingur 1 næringarfræðum:
Breytt mataræði getur
læknað sjúkdóma
í slendingar neyta of mikillar fitu að bandarískri fyrirmynd
Dr. Shari Lieberman, doktor í næringarfræðum og líkamsæfingum sjúkra, hefur starfað við sérgrein sína i New
York sl. 12 ár, bæði við þekktar meðferðarstofnanir og sem sjálfstæður ráðgjafi. DV-mynd S
„Ég hef kynnt mér neysluvenjur
ykkar og þið eruð farin að borða eins
og Bandaríkjamenn, mikið af smjöri,
smjörlíki og osti og flestir nota feita
mjólk og borða mikið nautakjöt.
Bandarískir neysluhættir eru hins
vegar ekki góð fyrirmynd, nema ver-
ið sé að leita að fyrirmynd að sjúk-
dómum, því við erum sennilega feit-
asta þjóð heimsins," sagði dr. Shari
Lieberman, doktor í næringarfræð-
um sjúkra. Hún var ein íimm banda-
rískra sérfræðinga sem fluttu erindi
á opnum umræðufundi á Hótel Sögu
í síðustu viku en erindi hennar fjall-
aði um hlutverk næringar og fæðu-
vals í meðferð hjartasjúkra, gigtar-
sjúkra og eyönismitaðra. Dr. Lieber-
man hefur gefið út bók um vítamín,
ritað fasta dálka fyrir bandaríska
fjölmiðla, verið ráðgefandi heims-
þekktra tímarita og fyrirtækja og er
einn af ritstjórum eins helsta tíma-
rits þar í landi um heilsu- og heil-
brigðismál.
„Það eru til margar kenningar um
mataræði en mín er mjög einfold. Ég
hugsa um hvað hellisbúarnir borö-
uðu. Þeir borðuðu ekki eingöngu
eina fæðutegund á morgnana eða
fylgdu einhverjum reglum af því tagi,
þeir borðuðu það sem þeir fundu
hverju sinni og það sem þeir gátu
matreitt á skjótan, einfaldan hátt. Þið
þurfið að borða minna af þeim mat
sem forfeðrum ykkar bauðst ekki,
borða lítið unninn mat og eins fitu-
snauðan og þið getið. Forfeður ykkar
hlupu t.d. ekki út í búð og keyptu
matarolíu til að steikja matinn upp-
úr. Fólk sem ekki kynntist siömenn-
ingunni borðaði einungis þau dýr
sem það vann sér til matar og án
allra aukaefna. Lykillinn felst í því
að líta á hvemig mataræðið hefur
breyst með árunum, fjölgun þeirra
sem fá krabbamein og hjartasjúk-
dóma er hreint ótrúleg og það hefur
mikið með mataræði að gera,“ sagði
Dr. Lieberman.
Fitusnautt mataræði
Hún sagði mataræði okkar einnig
hafa breyst að því leyti að forfeöur
okkar fengu sína fitu úr villtum dýr-
um og fiski en við af húsdýrum. Fitan
af húsdýrum væri bæöi meiri og mun
óhollari. „Rannsóknir hafa sýnt að
fitulítið mataræði sé heilbrigðasta
mataræðið með það fyrir augum að
minnka líkur á hjarta- og æðasjúk-
dómum, krabbameini, sykursýki og
u.þ.b. flestum algengustu nútíma
sjúkdómum sem forfeður okkar
þekktu ekki. Best er ef hámark 20%
kaloríuinntökunnar sé fita, eða u.þ.b.
jafnmikil og hjá forfeðrum okkar.
Það er alls ekki svo erfitt, það þýðir
að þú hættir að nota smjör og ohur,
drekkur undanrennu og borðar
létfjógúrt. Nú er fita 40% kaloríuinn-
tökunnar hjá meðal Bandaríkja-
manni og því óhætt að segja að hún
sé aðalóvinurinn," sagði Dr. Lieber-
man.
Sjúkdóma má lækna
með mataræði
„Það er hægt að lækna svo marga
sjúkdóma með einhveiju eins ein-
fóldu og að breyta mataræðinu og
eingöngu með því. Læknum er hrein-
lega ekki kennt að nota þessa aðferð
og vita hreinlega ekki að hún er til.
Áherslan er alltaf á lyf og sjúkdóma,
það er því ógrynni upplýsinga sem
þeir fá ekki aðgang að. í sumum til-
fellum er búið að rannsaka þessar
náttúrulegu vörur meira en lyfin
sem verið er að gefa,“ sagði Dr. Lie-
berman sem í starfi sínu hefur lagt
áherslu á sjúkdóma sem lyf vinna
ekki á, þ.e. eðlilega íhlutun matar-
æðis á þá sem sýkst hafa af HIV-
veirunni, hafa gigt eða þjást af hjarta-
og æðasjúkdómum. „Lyfjagjöf fyrir
þá sem sýkst hafa af HÍV-veirunni
og alnæmi hefur t.d. ekki reynst ár-
angursrík og er í mörgum tilfellum
jafnvel hættuleg og hefur eitrunar-
áhrif. Það eru til mjög ítarlegar rann-
sóknir á ákveðnum plöntum, plöntu-
hlutum, karótíni og C-vítamíni sem
sýna að það geti hjálpað við að stöðva
eftirmyndun veirunnar, þ.e. afritun
hennar. Þaö er því nauðsynlegt að
kynna þessar niðurstöður jafnt fyrir
læknum sem almenningi til aö eyða
þessari þröngsýni," sagöi hún.
Á fundinum kynnti hún rannsókn-
ir sem sýna að til eru vítamín, stein-
efni, krydd og nauðsynlegar fitusýr-
ur sem við höfum greiðan aðgang að
t.d. í fiski, hákarli og fiskolíu og sem
hafa mjög jákvæð áhrif á ónæmis-
kerfið og bólgur eða þrota, t.d. í lið-
um. „Það góða er að það er hægt að
breyta mataræðinu jafnhliða lyfja-
gjöf og jafnvel í staðinn, sérstaklega
ef lyfjagjöf hefur neikvæð aukaáhrif
á sjúklinginn. Sú aðferð er algjörlega
án eiturefna samanborið við lyfin."
Gúmm ítékkar
kosta sitt
Þeir vita sem reynt hafa að það
kostar að skrifa innstæðulausa ávís-
un. Fyrir utan fasta kostnaðinn, sem
yfirleitt fer eftir upphæð tékkans,
reiknast dráttarvextir daglega af
mismuninum á tékkaupphæðinni og
innstæðunni, þ.e. skuldinni. Þetta
gildir um alla bankana, líka SPRON,
en í umfjöllun okkar í síðustu viku
fengum við rangar upplýsingar hjá
SPRON um að bankinn reiknaði
vextina af allri tékkaupphæðinni og
leiðréttist það hér með.
Við höfðum samband við Lands-
bankann, SPRON, Búnaðarbankann
og íslandsbanka og spurðum hvað
það kostaði að fara 12 þúsund krón-
um yfir á heftinu í 15 daga og sjást
upphæðirnar á grafinu hér á síð-
unni. Okkur var þó bent á það að
tékkar séu yfirleitt ekki innstæðu-
lausir lengur en í tíu daga því al-
menna reglan væri sú aö á 10. degi
væri reikningnum lokað og skuld
send lögfræðingi til innheimtu. Lok-
ast þá aðrir tékkareikningar eigand-
ans einnig, óháð banka eða spari-
sjóði.
Ekkert liggur á að taka kartöfl-
urnar upp fyrr en grösin eru fall-
in.
Kartöflu-
grösin há
og falleg
Nú er sá tími runninn upp þeg-
ar hætta fer að verða á nætur-
frosti við jörðu og borgar sig því
fyrir kartöfluræktendur að hafa
eyrun opin og fylgjast grannt með
veðurspátmi. Kartöflugrösin eru
víðast hvar óvenju há og falleg í
ár sökum hlýinda í sumar en eins
og fólk veit þá falla þau oft í fyrstu
næturfrostunum. Ef kartöflurnar
sjálfar frjósa verða þær oft svolít-
ið sætar á bragðið því kartaflan
myndar sætuefni úr mjölvanum
sem er nokkurs konar frostlögur
frá náttúrunnar hendi. Þetta get-
ur átt viö um þær kartöflur sem
liggja ofarlega og eru svolítið
grænar á litinn.
Kartöflurnar spretta svo lengi
sem grösín standa en þegar þau
falla hætta þær aö vaxa. Geyma
má kartöflurnar í jörðu svo lengi
sem ekki er frost í jörðu en að
öðrum kosti borgar sig að taka
þær upp og geyma á köldum og
dirnmum stað. „Hér á landi eru
kartöflumar í raun alltaf teknar
upp í fullri sprettu þar sem vaxt-
artímabilið er svo stutt. Það skýr-
ir þetta þunna hýði en í löndum
þar sem hlýindatímabiliö er
lengra er hýðið orðiö miklu þykk-
ara þegar þær eru teknar upp
fullvaxnar," sagði Hrafn Jó-
hannsson, bæjartæknifræðingur
á Seltjarnarnesi og umsjónar-
maður kartöflugarðanna þar.
Hrafn sagöi ekkert liggja á að
taka kartöflumar upp fyrr en
grösin væru fallin, það væri und-
antekning ef kartöflurnar
skemmdust sjálfar við fyrsta
næturfrostið. „Fólk er hins vegar
að taka upp kartöflur til neyslu
miklu fyrr. Ég hef t.d. verið að
taka upp kartöflur frá því 10. júlí
en það kemur m.a. til af því að
ég er með snemmsprottiö afbrigði
og flýtti fyrir því í vor með því
að forrækta í kassa.og breiða svo
akrýldúk yfir garðinn sem ég sáði
í,“ sagði Hrafti.
Kálmaðkur
Hlýindin í sumar hafa líka haft
sínar slæmu hliðar. Kálflugan
hefur haft gott viðurværi og víða
gert usla. Hún leggst á rætur
grænmetisins og eyðileggur þær
þanníg að kálið verður slappt og
laust í sér og eyöileggst að lokum.
Þegar svo er komið er of seint aö
grípa í taumana en ráð er að eitra
snemma fyrir hana.
Steinunn Árnadóttir, garð-
yrkjustjóri á Seltjarnarnesi, seg-
ist einnig hafa kynnt sér lifrænar
aöferðir við að eitra fyrir kálflug-
una en þær felast m.a. í þvi að
merja hvitlaúk út í vatn og vökva
grænmetiö eða setja tómatplöntu
út í vatnið sem vökva á með.
Hvort tveggja fælir kálfluguna í
burtu og akrýldúkur yfir græn-
metið gerir líka gagn.