Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 Fréttir ÚA-menn hyggja að framtíð sinni varðandi aðM að Mecklenburger Hochseefischerei: Þjóðverjarnir stíf ir og taprekstur heldur áfram Tveir togarar þýska útgerðarfélagsins í höfn á Akureyri. DV-mynd Gylfi Forsvarsmenn Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. hafa unnið að þvi hörð- um höndum undanfama mánuöi að koma viðunandi rekstrargrundvelli undir þýska fyrirtækið Mecklenbur- ger Hochseefischerei. Þeir hafa jafn- an lýst því yfir að tvennt þurfi aðal- lega að koma til svo stöðva megi tap- rekstur fyrirtækisins sem hefur ver- ið gríðarlegur síðan ÚA keypti 60% af hlutafé fyrirtækisins að þýsku einkavæðinganefndinni fyrri hluta síðasta árs. Annars vegar þurfi hinir þýsku eignaraðilar að koma inn með aukið hlutafé í reksturinn, hins veg- ar, og það sé grundvallaratriði, samningar verði að nást við verka- lýðshreyfinguna um breytt launa- kerfi á togurum fyrirtækisins. Bæöi þessi atriði hafa staðið verulega í Þjóöveijunum. Eru því helst líkur á að ÚA notfæri sér heimild í samningi eignaraöila fyrirtækisins þess efnis að hveijum þeirra sé heimilt að slíta rekstri þess nemi tap fyrirtækisins 25% af eigin fé en það skilyrði var reyndar fyrir hendi strax á síðasta ári. Kjarakaup? Kaup ÚA í fyrirtækinu á síðasta ári þóttu ævintýraleg enda var um að ræða að kaupa 60% eignarhlut í fyrirtæki með 1250 milljóna króna eigið fé og greiða fyrir það 260 millj- ónir króna. Efasemdaraddir vökn- uðu strax en í viötali við DV sagði Halldór Jónsson, þáverandi bæjar- stjóri á Akureyri og stjómarformað- ur ÚA: „Okkur er ekki kunnugt um neitt grunsamlegt varöandi stofnun þessa fyrirtækis." Mecklenburger á 8 stóra togara fullbúna til að vinna og frysta aflann um borð og því ekki að undra þótt mönnum þætti ýmist sem ÚA hefði dottið í lukkupottinn eða að maðkur væri í mysunni og máhð var mikiö rætt manna á milli. „Það er erfitt að skýra í stuttu máh það verð sem ÚA greiddi fyrir eignarhlut sinn. Við höfum alla tíð sagt að kaupin hafi verið ÚA mjög hagstæð, þau eru það og því verður aldrei mótmælt," sagði Halldór Jónsson. Taprekstur strax Strax við mihiuppgjör á síöasta ári kom í ljós að geysilegt tap var á rekstri fyrirtækisins. í fyrstu var rætt um að tapið á árinu gæti orðið hátt í 300 milljónir íslenskra króna en þegar öll kurl komu til grafar nam tapið ríflega 400 mihjónum og fór nú að fara um ýmsa, auk þess sem þeir sem höfðu ávaht haft grunsemdir um kaupin færðust í aukana. Forsvars- menn ÚA lögðu hins vegar áherslu á að ÚA væri ekki að tapa peningum: „Viö viljum taka það skýrt fram að þótt um taprekstur sé að ræða hjá þýska fyrirtækinu hefur það engin áhrif á afkornu Útgerðarfélags Akur- eyringa. Það hefur komið greinilega fram hjá okkur að um svokallaö sam- stæðuuppgjör er ekki að ræða sem þýðir að afkoma Mecklenburger kemur á engan hátt inn í rekstur ÚA,“ sagði Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri ÚA, á blaöamanna- fundi seint á síðasta ári. „Ef menn sjá ekki fram úr þessu máli og stefnir í aukin vandamál samfara eignaraðild að fyrirtækinu á skhyrðislaust að nýta þann út- göngumöguleika sem er fyrir hendi og viðurkenna aö gerð hafi verið mistök. Það er áhyggjuefni, ekki síst fyrir eigendur ÚA að þurfa að vera að sannfæra sjálfa sig og aðra um að peningar séu ekki að tapast því það er þvert á það sem gefið var í skyn þegar farið var af stað,“ sagði Jakob Björnsson, þáverandi bæjar- fulltrúi, en núverandi bæjarstjóri á Akureyri. Þjóðverjar stífir ÚA óskaði strax um síðustu áramót eftir viðræðum við þýsku einkavæð- inganefndina um þá stöðu sem upp var komin í fyrirtækinu og síðar við verkalýðshreyfinguna um breytt launafyrirkomulag á togurum Meck- lenburger. Þar eru menn á fostum launum og eiga löng frí milli veiði- ferða. ÚA lagði áherslu á að tekið yrði upp hlutaskiptafyrirkomulag eins og viðhaft er á togurum íslenska flotans. í síendurteknum viðtölum við forsvarsmenn ÚA nær aht þetta ár hafa þeir verið sparir á stóru orð- in, en þó gefið fyhilega í skyn að þeir töluðu fyrir daufum eyrum, bæði um Fréttaljós breytt launakerfi og eins um að þýsk- ir eignaraðilar kæmu inn með nýtt hlutafé í fyrirtækiö. Litlu landað „heima“ Viö kaup ÚA á hlut í fyrirtækinu var því ekki síst haldið á lofti að tog- arar þess myndu að verulegu leyti landa afla sínum á Akureyri þar sem afhnn færi ýmist til frekari vinnslu eöa til útskipunar. Bent var á að þetta myndi skapa fjölda starfa á Akur- eyri, bæði myndi starfsfólk ÚA pjóta góðs af og eins myndu skipin sækja þjónustu og viðhald tU Akureyrar. Þetta hefur ekki gengið eftir nema að sáralitlu leyti. Stjómvöld hafa ekki verið tílbúin að losa hömlur af löndunum er- lendra skipa hér á landi ef þau veiða úr fiskistofnum sem ekki hefur verið samið um veiðar úr og ekki fengist til að Uta öðruvísi á Mecklenburger- togarana en önnur erlend skip þótt ÚA eigi meirihluta í þeim. Togarar Mecklenburger hafa aö mestu veitt úr óskiptum fiskistofnum t.d. út af Reykjaneshrygg og þá ekki fengið að landa hér á landi en hafi þeir t.d. verið að veiðum við GræiUand og veitt úr kvóta Evrópusambandsins hafa þeir landað hér. Þær landanir hafa hins vegar ekki síður verið á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri og það ekki verið tU að létta skap manna fyrir norðan. Enn er tap Þótt ýmsum aðgerðum tU hagræð- ingar hafi verið komið á í rekstri Mecklenburger hefur fyrirtækið ver- ið rekið með umtalsverðum haha aUt yfirstandandi ár og bætist þaö tap við ríflega 400 mUljóna króna tap síð- asta árs. Eignarhlutur ÚA í fyrirtæk- inu rýmar jafnt og þétt á sama tíma og htið virðist miða í viðræðum um grundvaharatriði fyrir áframhald- andi rekstri að mati forsvarsmanna ÚA. En samt sem áður hafa menn ekki verið tilbúnir að kveða upp úr með að nú sé nóg komið. Ingi Bjömsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri Mecklenburger snemma á þessu ári, með aðsetur í Rostok, og hann sagði í viðtali viö DV í júni sl.: „Það er áfram taprekst- ur, ég veit ekki hversu mikUl en hann er óviöunandi." Ingi sagði þá einnig að engin ákvörðun hefði verið tekin um að ÚA dragi sig út úr fyrirtæk- inu, hluthafamir myndu taka sér 2-3 vikur til að hugsa sinn gang. Og enn er beðið Vikurnar eru orðnar mun fleiri, en enn veijast forsvarsmenn ÚA allra frétta af gangi mála. Akureyrarbær er meirihlutaeigandi í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og bærinn á því mikiUa hagsmuna að gæta í málinu. Gísli Bragi Hjartarson, oddviti Al- þýðuflokksins í meirihluta í bæjar- stjórn, segist ekki hafa neitt um mál- ið að segja að svo komnu máli. „Ég veit ekki betur en það sé verið að vinna í málinu þessa dagana og bær- inn tekur ekki afstöðu fyrr en þær tihögur sem eru tU skoðunar hafa verið ræddar og niðurstöðurnar lagðar fram,“ sagði Gísli Bragi. í dag mælir Dagfari Notum útlenskt Iðnnemasambandið hefur legið undir ámæh að undanfornu vegna þess að sambandinu varð það á aö kaupa útlendar hurðir og innrétt- ingar í endurbætta Bjarnaborg. Bjarnaborg er eitt þekktasta hús- iö í Reykjavík, var í upphafi reist sem veglegt íbúðarhúsnæði, en eft- ir því sem árin hðu og tímans tönn setti svip sitt á það endaði Bjarna- borg sem athvarf fyrir auðnuleys- ingja og varð nokkurs konar afdrep fyrir hjálparvana Reykvíkinga. Svo kom að því að ákveðið var að endurreisa þetta fornfræga hús og iönnemar fengu þaö til afnota fyrir námsmannaíbúðir. Iðnnemar hafa unnið hörðum höndum aö lag- færingum á húsinu og eru komnir í tímaþröng með framkvæmdir. Auk þess eru iðnnemar blankir og veröa að horfa í hveija krónuna og þegar þetta tvennt fór saman, tímþröngin og blankheitin, gripu þeir tíl þess ráðs að flytja inn hurö- ir og innréttingar í húsið. Þau Kíarakaup hafa orðið tilefni gagnrýni. Iönnemar eru sakaðir um að sniðganga íslenska fram- leiðslu. Því er til aö svara að iðn- nemar og íslenskir iðnaðarmenn vita manna best aö íslensk fram- leiðsla er ekki samkeppnisfær við útlenda framleiðslu. Það er sosum í lagi og raunar eðhleg krafa að allur almenningur noti íslenskt og styrki þannig atvinnulíf í iðnaðar- framleiðslu hér á landi, en það er hins vegar ósanngjamt aö fara fram á að iðnnemar hlíti sömu kröfum. Iðnnemar geta ekki bruðlað með takmarkað fé sitt. Þeir hafa annað við peningana sína að gera en að kaupa rándýrar, íslenskar innrétt- ingar þegar þeir vita manna best að hægt er að kaupa aðrar erlendar og miklu ódýrari. Iönnemar hafa vit á þessum hlutum. Þeir vita hvað iðnaðarmönnum er borgað í laun og vilja að sjálfsögðu fá þessi sömu kjör og þess vegna eru þeir í raun- inni iðnnemar til að ná sveinspróf- um og samningum sem eru sam- bærilegir viö þá sem gilda hér á landi. En það er ekki þar með sagt að þeir geti borgað fyrir þessi laun með því að kaupa framleiðsluna og þess vegna taka þeir þeim kosta- kjörum sem best eru í boði. Þess vegna kaupa þeir úfienskt þegar mikiö hggur við. Þetta er ekki iðnnemum að kenna. Þetta er kjarasamningum að kenna og íslenskir iðnaðarmenn geta ekki ætlast til aö fá há laun fyrir vinnu sína á sama tíma og innréttingar eru framleiddar er- lendis fyrir miklu minni prís. Ef iðnaðarmenn ætlast tíl þess að bláfátækir iðnnemar kaupi rándýr- ar, íslenskar innréttingar þá er ekki annarra kosta völ en borga iðnnemum betri laun tU að þeir hafi efni á því að kaupa íslenska framleiðslu. Maöur getur ekki bæði haldið og sleppt. Það er ekki bæði hægt að halda launum iðnnema niöri og heimta svo að þeir borgi launin til iðnaðarmannanna sem framleiða hurðimar. Þar að auki hefur verktakinn bent á að hann hafi ekki náð því í tæka tíð að smíöa innréttingar. Það er meira en nóg að gera hjá honum, segir verktakinn. Þeir hafa ekki undan. Sem þýðir að það skortir ekki atvinnu hjá smiðunum. Það er meira að segja álag á þá og ónæði ef þeir þurfa að smíða innréttingar í Bjarnaborgina. Það er ekki á þaö bætandi og í rauninni eru iðnnem- ar að gera húsgagnasmiðunum greiða með því að kaupa útlenskt og létta af þeim vinnu, sem er meiri en nóg fyrir. Bjamaborgin mun rísa meö út- lendum innréttingum og iðnnemar munu flyfja inn á bak við útlenskar hurðir og svo munu þeir ljúka sínu námi og taka sín sveinspróf og halda út á markaðinn í leit að vinnu. Þá og þá fyrst geta þeir tek- ið undir þá þjóðlegu kröfu að al- menningur og íslenska þjóöin kaupi íslenskt, því þá verða þeir komnir á kaup sem er nógu hátt til að gera íslenska framleiðslu ós- amkeppnisfæra. Þá munu þeir höíða th hohustu og skyldurækni við íslenskt atvinnulíf, enda er al- menningur ekkert of góður aö kaupa það sem iðnnemar geta ekki keypt. Einhvern veginn verða iðn- nemar að lifa þegar þeir em orðnir iðnaðarmenn og þegar að kjara- samningum kemur og skella þarf hurðum þá þurfa þær hurðir að vera úr traustum viði og smíðaðar á íslandi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.