Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1994, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 11 Fréttir Minna skotið af rjúpu en áður var haldið: Skotveiðar hafa engin áhrif á stof nstærðina - er helsta niðurstaða rjúpnaráðstefnu Skotveiðifélagsins „Skotveiðimenn fagna því að nú skuli vera hafnar vísindalegar rann- sóknir á ijúpunni. Við væntum mik- ils af samstarfi við umhverfisráðu- neytið. Almennt eru veiðimenn fúsir að afla gagna fyrir ráðuneytið og stunda talningar á nýjum svæðum. Með ráðstefnu Skotveiðifélagsins vildum við afla upplýsinga um þenn- an helsta veiðifugl þjóðarinnar frá landnámi," segir Sigmar B. Hauks- son, stjórnarmaður Skotveiðifélags íslands. Meirihluti villidýranefndar hefur lagt til við Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra að rjúpnaveiði- tímabilið verði ekki stytt eins og í fyrra. Þá hefur sérfræðingur Nátt- úruverndarstofnunar í vistfræði ijúpunnar, Ólafur K. Nielsen, sagt að ekki væri þörf á styttri veiðitíma. Þetta kom fram í máli hans á ráð- stefnu Skotveiðifélagsins um síðustu helgi. Vegna þessa hefur stjórn fé- lagsins skorað á ráðherra að heimila veiðar frá 15. október til 22. desemb- er, eins og verið hefur nánast undan- tekningalaust frá árinu 1924. Á ráðstefnunni kom fram að frá því um miðbik aldarinnar hafa verið merktar um 3.800 ijúpur. Af þeim hafa um 11 prósent endurheimst; um 6 prósent verið skotnar en um 5 pró- sent drepist af öðrum orsökum. Þá kom fram að endurheimtur vegna skotveiði hafa farið minnkandi und- anfarna áratugi. Gestur ráðstefnunnar var dr. Hans Chr. Pedersen frá norsku náttúru- fræðistofnuninni en hann er talinn einn helsti sérfræðingur Noröur- landanna í lifnaðarháttum ijúpunn- ar. í máli hans kom fram að um 70 prósent rjúpunnar eru drepin á fyrsta ári, einkum af völdum fálka, refs og annarra dýra. Að hans mati hafa skotveiðar engin áhrif á vöxt og viðkomu stofnsins. í þessu sam- bandi gat hann þess aö í Noregi væri veiðitíminn þremur mánuðum lengri en á íslandi. Þar taka veiðimenn um 10 prósent af stofninum ár hvert en að mati vísindamanna er talið óhætt að veiða allt að 30 prósent. Að sögn Sigmars voru á árunum 1864 til 1942 íluttar út frá íslandi um 3,2 milljónir fugla. í könnun, sem Skotveiðifélag íslands gerði á árun- um 1992 og 1993 um neyslu lands- manna á ijúpum, kemur fram að nú eru að jafnaði borðaðar um 100 þús- und rjúpur á ári. Niðurstaðan sé því sú að nú sé mun minna veitt af ijúpu en verið hefur. Umferðarátak lögreglunnar: Athyglin beinist að skóiabörnum DV Fjöldi í bekkjardeildum: Ennbara drögað frumvarpi - segir Guðrún Hrefna „Menntamálaráðherra hefur tekið við frumvarpi frá nefnd um mótun menntastefnu og sent það til umsagnar, m.a. Heimilis og skóla, til að fá viðbrögð við því. Þaö er rétt að ekkert í frumvarp- inu takmarkar Qölda nemenda í bekkjum grunnskólans en í raun er gert ráð fyrir að hver sveitar- stjórn sjái um þessi mál í sínu byggðarlagi. Það getur skapað vandamál að setja of þröngar skorður því það sem er gott fyrir einn skóla getur verið slæmt fyr- ir annan. Að auki aettu foreldrar að hafa mun meira um máliö aö segja ef ákvörðunarvaldið er hjá sveitarstjórnum," segii' Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir i menntamálaráðuneytinu, að- spurð um viðbrögð ráðuneytisins vegna gagnrýni samtakanna Heimilis og skóla á að ekki skuli vera neinar reglur um fjöldatak- markanir i bekkjardeildir grunn- skólans. Hún segir að rannsóknir sýni að það geti verið gott að hafa bekkjardeildir stórar og fleiri en eiim kennari komi frekar að þeim. Hitt sé lika skiljanlegt að foreldrar hafl áhvggur af því að farið veröi út i það að hafa bekk- ina allt of stóra. „Ráðherra hefur ekki gengið frá frumvarpinu eins og hann ætlar að skila þvi af sér til Alþingis og allar tillögur verða skoðaðar gaumgæfilega áður en það verður gert,“ sagði Guðrún Hreflia. „Ég vil beina því til ökumanna að fara varlega og vera vakandi fyrir því að bömin eru nú á ferðinni á morgnana og síðdegis, að og frá skóla,“ segir Ómar Smári Ármaims- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavik. Dagana 1.-7. september fer í gang sameiginlegt umferðarátak lögregl- unnar á Suðvesturlandi. Athyglinni verður sérstaklega beint að umferð í nágrenni við skóla. Lögreglan mun halda uppi eftirliti í nágrenni við skólana á næstu dögum. Það er ein- dregin von hennar að allir geri sitt til þess að draga úr líkum á slysum nú þegar skólar landsins hefja starf- semi sína að loknu sumarleyfi. Þá fjölgar ungum vegfarendum í um- ferðinni og skapar það aukna slysa- hættu. „Við ætlum að vera eftir því sem hægt er í nágrenni við skólana og fylgjast með hraðanum," segir Ómar Smári. Börnin hafa lagt sitt af mörkum til að öðlast reynslu í umferðarfræðslu. Þorgrímur Guðmundsson varðstjóri og Margrét Sturlaugsdóttir fræða bömin um umferðina á hveiju ári í skólunum og á leikskólunum. Að sögn Ómars reynir einnig á að for- eldrarnir fylgi yngstu börnunum fyrstu dagana og hjálpi þeim að finna öruggustu leiðina í skólann. Foreldr- um ber að hvetja börnin til þess að nota undirgöng eða merktar gang- brautir þar sem slíkt er fyrir hendi d§ sjá til þeSs að endurskinsmerkin séu á sínum stað. Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar. Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14. 2MíÁ>NOTAÐIR BIIAR 814060/681200 SIHXJKIANDSBHAL7T 12. LADA Úrval notaðra bíla MMC Galant GLSi 2000, árg. '91, ss., 4 d., vínr., ek. 61 þús. km. Verð 1.190.000 Daihatsu Charade 1300, árg. '93, 5 Toyota Touring XL 1600, árg. '91, 5 MMC Lancer GLXi 1500, árg. ’91, 5 g„ 4 d„ grænn, ek. 4 þús. km. g„ 5 d„ rauður, ek. 86 þús. km. g„ 5 d„ brúnn, ek. 42 þús. km. Verð 940.000 Verð 1.070.000 Verð 980.000 MMC Galant GLSi 2000, árg. ’90, 5 g„ 5 d„ grár, ekinn 65 þús. km. Verð 1.070.000 Lada station 1500, árg. '91, 4 g„ 5 d„ hvítur, ek. 47 þús. km. Verð 360.000 VW Golf 1600, árg. ’91, 5 g„ 3 d„ grænn, ek. 41 þús. km. Verð 790.000 VW Polo, árg. '90, 4 g„ 3 d„ hvítur, ek. 63 þús. km. Verð 400.000 Suzuki Fox, langur, 1300, árg. ’85, 5 g„ 3 d„ rauður. Verð 350.000 Lada Sport 1600, árg. ’89, 4 g„ 3 d„ l.gulur, ek. 57 þús. km. Verð 350.000 9-> 4 d„ Ijósgrænn, ek. 61 þús. km. Verð 790.000 Lada Samara 1500, d„ rauður, ek. 10 þús. km. Verð 520.000 5g„ 4 Lada Safír 1200, árg. ’92, 4 g„ 4 d„ blár, ek. 10 þús. km. Verð 370.000 Daihatsu Feroza, árg. '90, 5 g„ 3 d„ grár, ek. 55 þús. km. Verð 920.000 Chevrolet Monza 1800, árg. '87, 5 g„ 4 d„ hvitur, ek. 105 þús. km. Verð 320.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.