Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
Spumingin
Gefur þú stefnuljós?
Steinunn Sigurgeirsdóttir: Já, alltaf.
Ásgerður Gissurardóttir og Bjarni:
Já, alltaf.
Sigurlaug Guðjónsdóttir: Já.
Hildur Ingadóttir: Já, auðvitað.
Sólrún Elídóttir: Já, ef ég er að
beygja.
Aðalheiður Gunnarsdóttir: Já,
stundum.
Lesendur
Innflutningur á lambakjöti:
Ófullnægjandi
svör ráðamanna
Því þá ekki 1000 tonn af íslensku lambakjöti til Nýja-Sjálands? Þeirra mark-
aður er jú mörgum sinnum stærri.
Andrés Guðnason skrifar:
Það vekur athygli um þessar
mundir að frést hefur að Nýsjálend-
ingar séu að undirbúa markaðssetn-
ingu á kjöti hérlendis. Viðbrögð hér-
lendra manna, sem þessi mál heyra
undir, eru athyglisverð. - Landbún-
aðarráðherra segir að enginn inn-
ílutningur á hráu kjöti verði leyfður
hingað þótt GATT-samningurinn
komi til framkvæmda. - Formaður
sauöfjárbænda segir að búast megi
við að bændur hér þurfi að keppa
við innflutt kjöt, við því sé Htið að
gera annaö en að lækka framleiðslu-
verð og vanda betur vöruna.
Svör þessara tveggja manna eru
engan veginn fullnægjandi. í fyrsta
lagi gengur ekki haftastefna í frjáls-
um viðskiptum. í öðru lagi eru Ný-
sjálendingar þekktir að því að bjóða
kjöt sitt á erlendum mörkuðum langt
undir heimsmarkaðsverði. - Hér er
því um alvarlegt mál að ræöa sem
full ástæða er til að hyggja vel að.
Það má ekki eiga sér stað að íslensk
stjórnvöld séu að gera samninga við
önnur ríki um t.d. landbúnaðarvörur
án þess að hafa kannað til hlítar
hver samkeppnisstaða okkar er eða
getur verið á þessu sviði. Ef hingað
á að flytja erlendar landbúnaðarvör-
ur þá þurfum við lika að geta flutt
út landbúnaðarvörur fyrir ekki
smærri upphæðir. Og þá er grund-
vallarskilyrðið það sem oft vill
gleymast, að við keppum á jafnréttis-
grundvelli. Það er þetta sem allt
snýst um í viðskiptum; aö hafa eitt-
hvað að selja á móti því sem keypt
er og að sú vara sé samkeppnisfær.
Ég er næstum viss um að engum
íslendingi hefur dottið í hug að hægt
sé að selja íslenskt lambakjöt til
Nýja-Sjálands. En hvers vegna ætti
það ekki að vera mögulegt? Vegna
verðsins, myndu þá einhverjir svara.
- En verð er eitt, gæði og markaðs-
setning annað.
Ef Nýsjálendingar halda að þeir
geti selt u.þ.b. 250 tonn af lambakjöti
inn á þann htla markað sem hér er,
hvers vegna ættum við þá ekki að
geta selt inn á þeirra markað nálægt
1000 tonnum af íslensku lambakjöti?
Þeirra markaöur er jú mörgum sinn-
um stærri. Helsta vandamál ís-
lenskra framleiðenda er að geta boð-
ið neytendum vöruna eftir þeirra
smekk og matarvenjum. Og hvenær
ætla íslendingar að læra að selja eitt-
hvað annað en fisk?
Mataræði og upplyfting andans
Jóna Snæ skrifar:
Mér og vinkonu minni sem erum
þekktar fyrir að vera ofurlitið frjáls-
legar í mataræði datt í hug að sækja
fund konu einnar sem auglýsti:
„Breytum okkar neysluvenjum til að
efla ljósið í sjálfum okkur." - Undir
auglýsingunni var svo nafn konunn-
ar og starfsheitið „miðill".
Við mættum með opinn huga og
þá von í brjósti að viö myndum án
nokkurrar áreynslu henda út ísskáp
með öllu því sem óhollt gæti tahst
og lifa svo björtu lífi upp frá því.
Þegar við höfðum beðið nokkra
stund í salnum þar sem viö áttum
að verða fyrir vitruninni kom frú X
inn. Við vorum þarna eitthvað um
20 manns. Og nú hófst hinn lang-
þráði fyrirlestur.
En því lengur sem þessi ágæta kona
talaði því meira undruðumst við og
okkur skildist fljótt aö engin upp-
ljómun myndi eiga sér stað á þessari
stundu. í þessum innihaldslausa fyr-
irlestri frúarinnar voru skilaboðin
einfóld: borða ætti lifandi fæðu, þ.e.
ávexti, ósoðið grænmeti, möndlur,
hnetur, ölger og þara. Allt annað var
„dauð“, ómerkileg og hvatalaus
fæða.
Eins og gefur að skilja urðu alhr
eitt spurningarmerki í framan. En
einn djarfur hlustandi spurði hvort
hún tryöi þessu í raun sjálf. Hún
svaraði játandi og sagðist hafa lifað
á þessu í tæp 9 ár. Og hún bætti um
betur: sagðist einnig hafa gefið börn-
um sínum þetta einstaka fæðuval en
því miður væri það svo hér að börn-
in þyrftu að vera haldin sjúkdómi til
þess að hún réði einhverju með
fæðuval þeirra á leikskólanum.
Nú fóru spumingar að streyma til
konunnar en fáum var svarað. - Litl-
ar eða engar staðreyndir setti konan
fram og flestir gengu út úr salnum
með signar axhr og vonbrigði í svip.
Ég held að fólk sem auglýsir svona
samkomur geri sér ekki grein fyrir
þeirri ábyrgð sem þaö tekur á sig
með því að lesa yfir fólki shkt og
þvilíkt, ekki síst um mataræði.
Sjávarsíðan við Ánanaust
Jón Þorsteinsson skrifar:
Það var tímabært að skrifa um
götufræsingar í borginni og sýna
mynd af verklaginu eins og á Hring-
brautinni. Máhð er nefnilega að í
vesturborginni, svokahaöa gamla
bænum, eru götur ákaflega illa farn-
ar og sömuleiðis gangstéttarhellur.
Einkanlega á gömlu götunum, Ásval-
lagötu, Sólvahagötu og víðar þar í
kring. Viðgerðir hafa sums staðar
farið fram til bráðabirgða en síðan
hætt viö. Það var Hitaveita, þá menn
frá Pósti og síma, en enginn sést frá
gatnamáladeildinni til að gera end-
anlega við götur og gangstéttir.
Svo er það sólarströndin við Ána-
naust. Þar kvað eiga að byggja dælu-
stöð. Gott og blessað. En svæðið í
grenndinni er nú orðið að einum
ruslahaug. Þó hafði verið gert átak
með að girða af meðfram sjávarkant-
inum með steinum á meðan á umrót-
inu stóð. Nú virðist vera komið þama
aftur í sama horfið, m.a. með vinnu-
skúmm og ahs kyns braki. Og m.a.
farið að stunda þama viðgerðir á
Nýleg svipmynd frá sjávarsíðunni við Ananaust.
umferðarljósum að því er best verð- stöö aðeins á einum stað. Helst að
ur séð. En sjón er sögu ríkari. Það ganga frá kantinum vestanvert að
hlýtur aö vera hægt að hafa sjávar- fullu, alveg að byggingarsvæði dælu-
síðuna snyrthega þótt byggð sé dælu- stöðvarinnar.
Smithætta,
fyrirhverja?
Árni Sigurjónsson skrifar:
Það er verið að khfa á því að
vegna „smithættu" megi ekki
taka áhættu á að leyTa innflutn-
ing erlendra búvara. Nú síðast á
kjöti frá Nýja-Sjálandi. Þetta er
m.a. haft eftir ráðherrum og þing-
mönnum. Fréttamenn láta ckki
svo lítið að kiyfja þetta til mergj-
ar og spyrja: Smithætta fyrir
hverja? Varla fyrir búfénað okk-
ar! Ekki borðar hann kjöt frá
Nýja-Sjálandi? Varla fyrir okkur
neytendur, sem hafa oftar en ekki
smakkað kjöt frá Nýja-Sjálandi
og ekki orðið meint af. Er ekki
þessí bábylja meö smithættuna
orðið nokkuð úrelt slagorð?
Útvarpsleikrit
í uppáhaldi
S.G.H. hringdi:
Mér er th efs að nokkurt út-
varpsefni hafi orðið vinsælla hér
á landi en gott útvarpsleikrit.
Efnisval og lilustun hefur breyst
með tímanum en hjá mér, og
áreiðanlega mörgum öðrum, eru
útvarpsleikrit í uppáhaldi. Nú er
eínmitt eitt prýðisgott hádegis-
lehcritið í gangi, Ambrose í París.
Ég minnist þess ekki að hafa
heyrt það áður, þótt það hljóti að
hafa verið flutt fyrr, og marka ég
það á leikurunum, eins og t.d.
Haraldi Björnssyni sem er látinn
fyrir alllöngu. En það eru einmitt
margir hinna eldri og jafnvel
gengnu leikara sem glæða þessi
leikrít enn meira lifi og fara frá-
bærlega með sinn texta.
Dollarinnhækk-
aðiheldurbetur
E.L. skrifar:
Hinn 26. ágúst sl. var sölugengi
dollarans skráö í Mbl. á 68,18. kr.
- í bankanum mínum keypti ég
sama dag 20 dohara og var þá
sölugengið orðið 68,92 kr. Látum
það nú vera. Þegar ég fékk dollar-
ana í hendur kostuðu þeir hins
vegar 1.568,40 kr. og því var doll-
aiinn kominn upp í 78,42 kr.!
Dollarinn hafði sem sé hækkað
um 10,40 kr. hjá bankanum mín-
um. Þetta voru vissulega hagstæð
viðskipti fyrir bankann en varla
fyrir þann sem verslar við hann.-
Ofan á allt þetta vilja svo bank-
arnir að menn greiði með ávísun
eða debetkorti til að gera viö-
skiptin enn „hagstæðari“ fyrir
sig. Einhvem tíma hefðu þessi
viðskipti veriö kölluð okur en það
raá víst ekki nefna snöru í hengds
manns húsi og því best að færa
bankanum sínum bestu þakkir
fyrir viðskiptin. - Ætti ég hins
vegar nokkur þúsund dchara
væri það mitt síðasta verk aö fara
með þá í bankann. Það hvarflaði
ekki að mér, hvað þá meir.
Margirlifa
ídraumheimi
Friðþjófur skrifar:
Manni heyrist að margir ís-
lendingar lifi í draumheimi hvað
varðar útgjöld hins opinbera.
Þanníg heyrðist mér margir
skólamenn andmæla hækkun
skólagjalda kröftuglega þótt eng-
in önnur leið sé fær i þeim málum
og mörgum öörum. Að hætta við
aö hækka skólagjöldin þýðir ein-
faldlega að skera verður niður
annars staðar í menntakerfinu.
Eða í heilbrigðiskerfinu. Hvort
er betra?
Gefum gamla kjötið
Sigfús hringdi:
Getum við fslendingar nú ekki
einu sinni látið verulega gott af
okkur leiða og gefið gamla kjötið,
sem fyhir allar frystigeymslur, til
þeirra sem enn búa við verulega
hungursneyð? Gefum nú öh eftir
og afskrifum kjötið að fullu og
öhu.