Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Side 13
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 13 Af hverju hefur mjólk- urbúum ekki fækkað? I framhaldi af landsfundi Lands- sambands kúabænda nú nýverið hafa forsvarsmenn samtakanna ijallað mikið um hagræðingu í mjólkuriðnaði. Orð þessara aðila er ekki hægt að skilja öðruvísi en þeir séu mjög hissa á því aö lítið hafi gerst í þessum efnum. Nú skyndilega krefjast kúabændur þess opinberlega að fleiri mjólk- urbú verði úrelt. Þátttaka ASÍ og BSRB í þessum málum í kjölfar samninganna 1990 ákváðu ASÍ og BSRB að hefja starf að landbúnaðarmálum aftur eftir langt hlé, þó með því skilyrði að unnið yrði ötullega að því að lækka verð á afurðunum og gera greinina hæfari til samkeppni, t.d. gagnvart mögulegum innflutningi. Um þær mundir var sjömannanefnd sett á stofn og var markmið hennar að vinna að endurskipulagningu á greininni. Starfið fór vel af stað, menn urðu að miklu leyti sammála um markmið og leiðir, en erfiðar hefur gengið með framkvæmdina. Síð- astliðið ár hefur nefndin nánast ekki starfað. Ég tel sjálfur að veru- leg tregða sé meðal aðila í landbún- aði að breyta nokkrum hlut. Menn geta orðið sammála um að leggja þurfi niður einhver mjólkurbú eða sláturhús, en það eru húsin og búin í næstu sýslu eða hinum megin á landinu. Hver á mjólkurbúin og sláturhúsin? I allri þessari umræðu hefur sú spurning vaknað hver eigi afurða- stöðvarnar. Ég hef t.d. ekki talið það galna hugmynd að neytendur eigi t.d. Mjólkursamsöluna í Reykjavík. Bygging núverandi húsnæðis og búnaðar var f]ár- mögnuð að verulegu leyti með til- færslufé sem neytendur borguðu með hærra mjólkurverði en ella hefði þurft. Aðilar í landbúnaði virðast hins vegar sammála um að bændur eigi afurðastöðvarnar. KjaHarinn Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ Mér flnnst því skjóta skökku við hvernig forystumenn samtaka kúabænda fjalla um þessi mál. Þeir krefjast úreldingar mjólkurbúa og eru hræddir um hrun landbúnað- arins vegna lélegrar samkeppnis- stöðu. Hverjir hafa í raun og veru staðið í vegi fyrir ítrekuðum kröf- um neytenda og annarra um breyt- ingar í greininni? Að minu áliti hafa það fyrst og fremst verið sam- tök fyrirtækja í greininni og bænd- ur. Ef bændur eru þeirrar skoðunar að fækka þurfi mjólkurbúum og ef þeir eiga auk þess búin sem á að fækka skil ég málið einfaldlega ekki. Mér fmnst að samtök bænda og mjólkuriðnaðurinn (sem bænd- urnir eiga) skuldi landsmönnum skýringu á því af hverju ekkert hafi gerst á þessu sviði undanfarin ár. Óhagræðið mun koma í Ijós Með gildistöku GATT-samnings- ins munum við þurfa að leyfa tak- markaðan innflutning á landbún- aðarvörum. í kjölfarið á þeim inn- flutningi mun koma berlega í ljós hvaða tolla og gjöld við þurfum að setja á innflutning til þess að vernda íslenska framleiðslu. Toll- arnir verða himinháir og gjöldin líka. Strax á árinu 1990 lögðu ASÍ og BSRB til að ganga þyrfti út frá þessum staðreyndum. Mikið væri í húfi og tíminn væri naumur. Ég tel að íslenskur landbúnaður hafi á undanförnum misserum reynt að tefja nauðsynlegar úrbæt- ur í greininni. Nú virðast sumir þeirra vera farnir að krefjast úr- bóta. Úrbætur varðandi mjólkur- búin ættu að veröa auðveldar því bændur segjast eiga þau. Spurning- in er hins vegar hvort sá tími sem tapast hefur varðandi þessar úr- bætur sé ekki endanlega tapaður og vinnist ekki aftur? Sá dagur sem innflutningur hefst nálgast óðum. Ari Skúlason „Meö gildistöku GATT-samningsins munum við þurfa að leyfa takmarkað-^ an innflutning á landbúnaðarvörum. I kjölfarið á þeim innflutningi mun koma berlega í ljós hvaða tolla og gjöld við þurfum að setja á innflutning... “ „Úrbætur varðandi mjólkurbúin ættu að verða auðveldar því bændur segjast eiga þau,“ segir m.a. í greininni. Áróður alræðishyggjumannanna íslendingar telja sig vera afkom- endur norskra víkinga sem flúðu undan ofríki og ofsköttun Haralds hárfagra. Þeir ættu því öðrum fremur að vera einstaklings- hyggjumenn. En nú rúmum 1100 árum eftir landnám íslands virðist sem sósíalísk viðhorf séu orðin ráð- andi í íslenskum stjórnmálum. í mínum huga krystallaðist þetta hugarfar i síðustu borgarstjómar- kosningum þegar að Sjálfstæðis- flokkurinn, sem hefur hingað til verið höfuðvígi einstaklingshyggj- unnar, tók á flótta frá fyrri stefnu og hugðist sigra í óvinnandi orr- ustu - að berjast við sósíalistana á heimavelli. Alræðishyggjumennirnir Alræðishyggjumönnum (betur þekktir sem félagshyggjumenn) hefur tekist að gera andstæðinga sína og baráttumál þeirra tor- tryggileg, meðal annars einkavæð- ingu. Hver er ástæöan fyrir þessu? í fyrsta lagi hefur íslendingum oft ekki tekist mjög vel upp við einka- væðingu - og jafnvel ekki skilið hvað einkavæðing er. Er SVR gott dæmi um slíkt. Þeir sem stóðu fyr- ir breytingu á rekstrarformi SVR virtust aldrei segja það sama tvo daga í röð, og auk þess tókst þeim aldrei að útskýra hvaða höfuðmáli það skipti hvort fyrirtækið væri Kjallariim Þorsteinn Arnalds háskólanemi rekið sem hlutafélag eða borgarfyr- irtæki ef það yrði enn í eigu borgar- innar. Einnig hefur BSRB varið miklum tíma og peningum (m.a. mínum) til að reka áróður gegn allri einka- væðingu. Hafa þeir í því augnamiði boðið ýmsum forsprökkum opin- berra starfsmanna í Bretlandi hingað til lands. Þessir menn hafa svo sagt frá því hversu hræðilega illa einkavæðing opinberra fyrir- tækja í Bretlandi hafi tekist. Er málflutningur þessara manna yfir- leitt mikið litaður af einkahags- munum þeirra - þ.e. að opinberir starfsmenn verði sem flestir áfram. „Breska hörmungin“ Bretar voru frumkvöðlar að mik- illi einkavæðingarbylgju sem reið yfir Vesturlönd á níunda áratugn- um en hefur varla náð til íslands. Hvaða leið fóru Bretar til að einka- væða fyrirtæki sem ekki áttu í sam- keppni og starfa á markaði þar sem erfitt er að koma upp samkeppni? Þeir leyfðu fyrirtækjunum að hækka verö vörunnar jafn mikiö og verðbólga að frádregnu ákveð- inni prósentu, x. Þetta hefur leitt til þess að frá einkavæðingu breska símans hefur verð á þjónustu hans hækkað um innan 10% meðan verðbólga hefur verið 60%. Svipaða sögu má segja af mörgum öðrum fyrirtækjum. En að hverju beinist þá gagnrýn- in? Annars vegar því að fyrirtækin hafa skilað miklum hagnaði! Þetta er merkilegt sjónarmið þegar tekið er tillit til þess að verð til notenda hefur líka lækkað. Allir hafa því hagnast. Hins vegar hefur áhersl- um í verðlagningu verið breytt. Fyrirtækin hafa mátt breyta verð- lagningu til að endurspegla kostn- að við þjónustuna, þó þannig að á heildina litið lækki verð um x pró- sent. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verð til stórra kaupenda hefur lækkað meira en til einstakl- inga. Ekkert er óeðlilegt við það að stórir kaupendur njóti betri kjara en litlir - en eitt er víst að þeir sem notið hafa niðurgreiðslna láta þær ekki möglunarlaust af hendi. Al- kunna er að það er auðveldara að gefa hundi bein en taka það aftur af honum. Þorsteinn Arnalds „Ekkert er óeðlilegt við það að stórir kaupendur njóti betri kjara en litlir - en eitt er víst að þeir sem notið hafa niðurgreiðslna láta þær ekki möglun- arlaust af hendi.“ Meðog ámóti Miilíliðalaus sala á landbúnaðarafurðum til neytenda Hámenntaði stimplaaðall- inn óþarfur „íslending- ar verða oft aöhlátursefni erlendra ferðamanna sem fala til dæmis rrtjólk á sveitabæj- um. Þeir fá þau svör að slíkt sé bann- að. Hver er Kári Þorgrimsson, bóndi i Mývatns- sveit. hinn „ómengaði islenski hrein- leiki“ ef nýmjólkin úr kúnni er ekki neysluhæf án þess að vera fyrst tvöfólduð í verði í með- höndlun hins háskólagengna eft- irlitsaðals. Um borð í frystiskipunum er fiskurinn fullunninn. Við þá vöru sem þar verður til er vinnslan ósamkeppnisfær, hvort sem litið er á verð eða gæði. Sú reynsla sannar að öll afskipti þriðja aðila með stimplasett í hvítum slopp- vasa og gleraugu á nefinu eru óþörf og kostnaðarsöm. Enginn framleiðandi matvöru vill verða fyrir því að selja gallaða vöru. Enginn kaupandi matvöru vill kaupa -gallaða vöru. Boð, bönn og hámenntuð forsjá eru því óþörf í slíkum viðskiptum. Styðj- um því Halldór Blöndal í að ryðja úr vegi fáránlegum hömlum á fijálsum1 búvöruviðskiptum." Tryggja þarf öryggi neytenda „HoUustu- vernd ríkisins telur ekkert athugavert við það að bændur selji afurðir sínar beint til neyt- enda svo fremi að gild- andi lögum og reglugerðum sé fylgt. Um matvæli gilda ýmis lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja öryggi neytenda og heilnæmi matvör- unnar. í mjólkurreglugerö eru ákvæði um að ekki sé heinúlt að selja eða dreifa ógerilsneyddri mjólk. Ger- Usneyöing er gerð í þeim iilgangi aö sneyða vöruna lifandi örver- um og er tU þess aö vernda neyt- endur fyrir sýkingum sem geta borist með mjólk, til dæmis berklum og salmoneUu. Selji bændur mjólk beint verður hún því að vera gerilsneydd. í lögum og reglugerð um skoö- un, mat og meðferð sláturafurða eru ákvæöi um aö kjöt, sem ætlað er til sölu eöa neyslu, skuli vera af sláturfénaði sem slátrað er í löggUtu sláturhúsi og heUbrigöis- skoðað. Sé ætlunin að kjötsala fari fram á býlunum beint til neytenda verður aö uppfyUa þetta ákvæöi. í heUbrigöisreglugerð eru ákvæði um aö öU meöhöndlun og dreifing matvæla sé starfsleyös- skyld. HeUbrigðiseftirUt sveitar- félaga sér um útgáfu starfsleyfa og munu bændur því þurfa starfsleyfl hjá hedbrigðisnefnd- um tU sölu á afurðum sínum." Sigurborg Daöa- dóttir, Hollustu- vernd ríklsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.