Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Page 6
6 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 Nýkrýndur heimsmeistari í skák, 20 ára og yngri: Hugsaði bara um hvað ég ætlaði sjálf ur að tef la - segir nýjasti stórmeistari íslands, Helgi Áss Grétarsson Fréttir Kaitislótenitur úr íslendingi Lögreglan í Keflavík hefur til rannsóknar líkamsárás sem átti sér staö á veitingastaönum Þot- urrni aðfaranótt laugardags. Vamarliðsmaöur sló til íslend- ings á salerni veitingastaöarins og brotnuðu tvær tennur í munni íslendingsins. Ekki tókst aö hafa hendur í hári varnarliösmanns- ins. Þá haföi lögreglan afskipti af íslendingi fyrir utan veitinga- staöinn þar sem hann hrópaði niðrandi orð að vamarliðsmönn- um. LaxááÁsum: Hrossnöguðu bíl Hross gerðu óskunda í Húna- vatnssýslu um helgina þegar þau nöguðu lakk af bíl laxveiði- manns. Veiðimaöurinn var í ekki ómerkilegri á en Laxá á Ásum og var úti í á að veiöa þegar hann sá hrossin vera að naga bíl sinn. Tilkynnti hann lögreglu um at- burðinn en bíllinn var töluvert rispaður. Skýrslutaka hafði ekki enn farið fram í málinu. Tvöduflrak áfjörur „Þetta er mjög sérkennilegt dufl og stórt og mikið um sig. Ég er nú enginn tungumálagarpur en það er torkennileg áletrun á því sem ég tel líklegt að geti verið rússneska," sagði Guðmundur Jónsson, hreppstjóri í Munaðar- nesi, i samtaU viö DV í gær. Guðmundur fann á dögunum sjórekið dufl í fjörunni heima hjá sér í Munaðamesi. Hann hafði samband við Landhelgisgæsluna og er von á sprengjusérfræðingi þeirra norður á morgun. Nóg mun verða að gera hjá Gæslunni norðan heiða á morgun því að annaö dufl fannst á reki út af Noröurfiröi og er ætlunin aö kanna það í leiðinni. Hársbreiddfrá þvíaðbakka íhöfnina Ekki mátti tæpara standa þegar ökumaður fólksbíls bakkaði bíl sínum næstum út fyrir bryggju- sporð Sandgerðishafnar um helg- ina. Afturhjól bílsins fóru út fyrir og vó þíllinn salt þar sem hann lá á „kviðnum'1. Björgunarsveitarmenn komu ökumanninum, sem reyndist vel við skál, til hjálpar og drógu bíl- inn upp á bryggjuna en hinn sein- heppni ökumaður var fluttur á lögreglustöð. Fiskabúr sprakk Lögreglan í Keflavik var kölluð að húsi þar í bæ í gær. Þegar að var komið kom í Ijós að 200 lítra fiskabúr hafði sprungið á efri hæð hússins sem var tvílyft og skildi timburgðlf hæðirnar að. Vatn úr búrinu streymdi í gegm- um gólfið niður á neöri hæðina með þeim afleiðingum að raf- magn sló út. Reiðhjólum stoliðá tjaldstæði Nokkuð hefur boriö á reiöhjóla- þjófnuðum ó tjaldstæði Keflvík- inga og Njarðvíkinga í sumar. Um helgina var stohö reiðbjóli frá útlendingi sem gisti næturlangt á tjaldstæöinu. Ekki náðist í þjóf- inn en feröamaðurinn hélt af landi brott reiðhjólalaus daginn eftir þjófnaðinn. „Já, þetta var mjög erfitt og strembið mót. Það voru þrettán um- ferðir og enginn frídagur. Ég bjóst ekki við þessu fyrir mótið en vonin var að ná áfanganum sem vantaði upp á stórmeistaratitilinn," segir Helgi Áss Grétarsson, nemandi á ööru ári í Verslunarskóla íslands, sem á dögunum varð heimsmeistari í skák, 20 ára og yngri, en mótið var haldið í Brasilíu. Heimsmeistarinn ungi kom til íslands um helgina eftir langt og strangt ferðalag og þegar DV kom á heimili hans í gær var þar stöðugur straumur gesta að óska honum til hamingju með frábæran árangur. „Þetta var mjög erfitt vegna þess að verður maður hafa fulla einbeit- ingu í 4-6 tíma á hverjum degi og það er ekki létt í svona marga daga. Mót- ið var líka óvenjulegt vegna þess að Heitar umræöur urðu á fundi framkvæmdastjómar Sambands ungra jafnaðarmanna í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu í gær. Fram- kvæmdastjómin samþykkti ályktun þar sem úrsögn Jóhönnu Sigurðar- dóttur úr Alþýðuflokknum var hörmuð og lýst yfir að úrsögnin yrði hvorki Jóhönnu né jafnaðarstefn- unni til framdráttar þar sem Alþýðu- flokkurinn væri og yrði vettvangur jafnaðarmanna í íslenskum stjóm- málum. Samband ungra jafnaðar- manna ynni óhikaö áfram að fram- tefldar voru 13 umferðir envenjulega era þær 9,“ segir Helgi Áss en að hans mati voru aðstæður á keppnis- stað ágætar þótt nokkuð hafi skort upp á að skipulagsmál væru í lagi. „Eftir sex fyrstu skákirnar var ég með þrjá vinninga og svo fékk ég 6 )A vinning í síðustu sjö skákunum. Ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa í fyrstu skákunum en svo fór ég bara að hugsa um að tefla. Flestir skák- menn „stúdera" andstæðinginn og ég gerði það í fyrstu umferðunum og athugaði alltaf við hvern ég átti næst að tefla. Þetta hafði truflandi áhrif og ég hætti því. Það eina sem ég hugs- aði síðan um var hvað ég ætlaði að tefla og ég fór að mæta bara rétt fyr- ir hverja skák og sjá þá hver and- stæðingurinn væri. Það skipti mig mestu máli hvaö ég ætlaði að gera, hvað ég ætlaði að tefla, en ekki and- gangi jafnaðarstefnunnar a grund- velli stefnuskrár Alþýðuflokksins. Á framkvæmdastjórnarfundinum kom fram mun harðorðari og rætn- ari tillaga þar sem hnýtt var í Jó- hönnu og hún sögð hafa opinberað hentistefnu sína í stjórnmálum. Samkvæmt heimildum DV sagði í tillögunni að tal Jóhönnu um jafnað- arstefnu væri skram og yfirvarp eig- inhagsmunasinna. Ekki náðist sam- komulag um þessa ályktun né heldur lok tillögunnar þar sem fram kom að Alþýðuflokkurinn væri loksins stæðingurinn." Heimsmeistarinn segir að síðustu tvær umferðinar hafi verið mjög erf- iðar þótt ekki hafi hann verið að hugsa um fyrsta sætið. „Það skipti mjög miklu máli í þessum síðustu skákum aö hafa sterkar og góðar taugar. Ég einbeitti mér bara að því að reyna að tefla en hugsaði ekki um verðlaunasæti," segir Helgi Áss en undirbúningi hans fyrir þetta mót var svipað háttað og fyrir önnur. Hann viðurkennir að þessi sigur standi upp úr og að það sé góð tilfinn- ing að vera heimsmeistari. „Ég er á almennri braut í Verslun- arskólanum en á alveg eftir að taka ákvörðun um hvað ég geri. Framtíð- in er óráðin en ég tel líklegt að nú sinni ég skákinni meira," segir heimsmeistarinn og stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson. laus við „líkið úr lestinni". „Á fundinum var vissulega vilji fyrir harðorðara plaggi en ákveðið að sigla milli skers og báru til aö ná fullri samstöðu. Það er hvorki okkur né öörum til framdráttar að Sam- bandiö klofni í svona alvarlegu máli," segir Bolli Runólfur Valgarðs- son, varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna, SUJ. Rætt var um málefni Guðmundar Á. Stefánssonar félagsmálaráðherra á flokksstjómarfundi SUJ en ákveðið að bíða flokksstjómarfundar á laugardag. Helgi Ass með sigurlaunin ásamt foreldrum sínum, Grétari Ass Sigurðssyni og Sigrúnu Andrewsdóttur. DV-mynd JAK Friðrik Ólafsson stórmeistari: Þetta er stórkostlegt afrek „Þetta er mikill árangur. Ég hef fylgst með honum en þetta kemur kannski svolítið á óvart vegna þess að ég bjóst ekki við svona snöggu áhlaupi á titlana. En þetta er stór- kostlegt afrek og það er gaman aö nú skuli enn einn stórmeistarinn bætast við. Góðum árangri ís- lenskra skákmanna má þakka að hér er unnið gott starf í skákhreyf- ingunni og ekki síst hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Helgi Ass er ekki nema 17 ára og þegar kominn meö þennan styrkleika og ég held að þaö megi búast við miklu af honum í framtíðinni," segir Friðrik Ólafs: son stórmeistari um heimsmeist- aratitil Helga Áss Grétarssonar. Heitar umræður á fundi ungra jafnaðarmanna um helgina: Harma úrsögn Jóhönnu Sandkom Nægt útsæði en... Barneignir eruekkieins miklarídagog þegaríslenskt þjóðfélagvarað byggjast upiu : kringumsíð- ustualdamót ogffamáþessa nkl. Algcngt varaðtiutil fnnmtán bóm kæmust á legg af kannski tuttugu sem komu í heíminn. En í dag þykir það undrun sæta ef foreldrar geta af sérfimm til sex böm, hvað þá fjögur! I Vestfirska segirafbóndaeinumí Bolungarvík sem eignaðist 16 börn með konu sínni. Eftir að það sextánda var komið var hann spurður hvort ekki væri von á fleiri bömum. Bóndi svaraði af sinni stóisku ró: „Ég á ennþá til útsæði en ég er hræddur um að garðurinn sé orðinn ónýtur." : Líkamsrækt- arstöðvarnar keppastnúna lr.erikappvið aðra um að lokkatilsin lúnaogfúna Frónhua. Með lækkandi vigt ■ érþéímlofað gullioggræn- umskógumog ekki síst lengra lífi. Einn kunningí sandkomsritara lét glepjast af þess- um auglýsingum og fór að púla. Hann var farinn að sprengja vigtina sökum hreyfingarleysis í skrifborðs- vinnunni en áöur púlaði hann á sjón- um í tugi ára. Fyrsti tíminn i, ,rækt- inni" var sögulegur því hann skjögr- aði leiðbeinandalaus um tækin og tók á h verj u sem á vegi hans varð. Eða eins og kunningi okkar orðaði það: Þetta var rosalegt. Ég vissi varla hvort ég ætti að sparka í þessi tæki eðahvað... Eins og Capone Umfáttann- aöerkjaftaðí skúmnskomm eneinbættis- ferilGuðmund- arArnaStef- v; ánssonar. Hann viröist : veraífullri vinnuþessa dagamniðað beraafsérsak- ir og skýra út fyrir almúganum að hann sé ekki skúrkurinn heldur allir hinir. Þessi umræða hefur náð til Víkurblaðsins á Húsavík. Þar segir um þá ákvörðun Guðmundar að ráða Björn Önundarson, fyrrum trygg- ingayfirlækni, til að gera úttekt á læknatekjum: „SúákvörðunGuð- mundar að fá fyrrverandi trygginga- y firlækni, mann sem hefur haft tug- millj ónir í árstekjur (og ekki greitt af þeim þaö sem keisaranum ber), til að gera úttekt á launakjörum lækna, er t.a.m. svo yfirgengilega undarleg að jafnvel skýrustu menn skflja ekkf Það hefði veriðsvona álíka gáfulegt á sínum tíma ef dómsmálaráöherra Bandaríkjanna hefði fengið A1 Cap- one til að gera úttekt.á skattamálum iguðseiginlandi." Rembingur Þaðeru varta stórfréttirieng- urþegarsmá- ílugvélaráleið milliEvrópuog Ameriku ienda ívandræöumí háloítunum vegnaisingar eðabensín- skortsogkom- ast niðuráís- lenska jörð með naumum hætti. Þetta verður ekki stórfrétt nema flugvél- amar farist eða annað hryllflegra gerist. Á dögunum varð gömui flug- vél, sera var að koma frá Grænlandi, næstum bensínlaus en hún lenti á síðustu dropunum í Keflavík og ailir komust heilir írá ævintýrinu. Bezta- blaðið í Keflavík greindi frá atburðin- um á forsiðu með eftirfarandi fyrir- sögn sem vaktí mikla athygli sand- kornsritara: „Gömul sjóflugvélrétt náðilandi". Ritaraerspurn: Hvaða rembingur var þetta? Fyrst þetta var sjóflugvél, af hverju lenti hún þá ekki baraásjónum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.