Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 15 Útflutningsleið í menntamálum Islendingar eru heimsfrægir snillingar í alþjóöasamningum. Eða svo segja þeir. Við tölum jú flestar heimsins tungur. Til að verða ráðherra mun vera skilyrði að tala tungum tveim og sitt með hvorri. Þar ku einkum vera átt við ensku og dönsku. Ráðsnilld og reisn Við brilleruðum aldeilis á dönsk- unni í samningum um sameiginleg- an menntamarkað á Norðurlönd- um. Norrænum stúdentum var þar tryggður jafn aðgangur að háskól- um hvarvetna á svæöinu. Og innan tveggja ára skal bætt um betur. Ef Dani sest á norskan skólabekk greiðir danska ríkið undir hann og öfugt. Þetta á svo við um alla Norð- urlandabúa, nema auðvitað okkur íslendinga. Vort íslenska göfug- lyndi birtist nefnilega í því að vér buðumst til að borga ekki krónu fyrir menntun íslendinga erlendis. Og fengum allt fyrir ekkert. Hin stolta þjóð Þessi undanlátssemi við íslend- inga er þó auðskilin. íslendingar skera sig jú algerlega úr hvað varð- ar framlög til æðri menntunar i Evrópu. Hinar Norðurlandaþjóð- irnar bera svo blessunarlega mikla virðingu fyrir séreinkennum þjóða og sérvisku minnihlutahópa. Eng- inn nema þær hefði hlíft okkur aumum við að horfast í augu við hvað raunverulega kostar að koma fólki til mennta. Enda hafa þær staðið undir framhaldsnámi ís- Kjállarinn Dagur B. Eggertsson formaður Stúdentaráðs HÍ lendinga um ár og öld. Og ekki við. Enda höfum við'ekkert viö náms- fólk að gera fyrr en að námi loknu. En þá er því líka eins gott að koma heim og standa sína plikt. Fjórflokkurinn Hinar Norðurlandaþjóðirnar komu sér saman um að skipta há- skólanámi í þrjá verðflokka, 500 þúsund krónur á ári verður lág- marksgjald fyrir einstakhng í' ódýru námi. Milliflokkur er prís- lagður á eina milljón króna og dýr- asta námið kostar 1500 þúsund. Þetta þriggja flokka kerfi er auðvit- að eins og hvert annað Fróðárund- ur í augum íslendinga. Á íslandi er aðeins að finna fjórða flokks „Vort íslenska göfuglyndi birtist nefni- lega í því að vér buðumst til að borga ekki krónu fyrir menntun íslendinga erlendis. Og fengum allt fyrir ekkert.“ „A Islandi er aðeins að finna fjórða flokks nám. Framlög okkar ná aðeins 75% af því sem önnur lönd áætla lágmarkskostnað til að bjóða upp á lágmarksframboð." nám. Framlög okkar ná aðeins 75% af því sem önnur lönd áætla lág- markskostnað til að bjóða upp á lágmarksnámsframboð. Útflutningsleiðin Hvernig væri að flytja alla ís- lenska háskólastúdenta af landi brott á einu bretti? Annars staðar á Norðurlöndum fá þeir allt fyrir ekkert og námsstyrki að auki. Svo væri hægt að lokka hingað í stað- inn vel upp alda Skandinava. Hinar Norðurlandaþjóðirnar borguðu mismuninn. Fyrsta flokks gjald fyrir fjórða flokks menntun. Laus- lega reiknað má áætla að Háskól- inn fengi 159% hækkun á framlög- um að óbreyttum nemendafjölda. Sum sé, menntun HÍ væri ekki metin á 1565 milljónir eins og nú er gert í fjárlögum heldur 4061,5 milljónir eins og í hinum nýja sam- norræna samningi. Hér er gert ráð fyrir að íslenska ríkið stöðvi alger- lega fjárveitingar til Háskólans í kjölfariö. Það mun raunar ekki vera ýkja fjarri því sem vonir manna standa til við næstu fjár- lagagerð. Dottaó og dúrað Á sameiginlegum menntamark- aði Norðurlandanna er færi fyrir íslendinga að lappa upp á halla rík- issjóðs, stórauka gjaldeyristekjur landsins og bjarga Háskólanum frá bráðum bana (hér talið upp sem kostur). Mest um vert er þó að þjóð- in fái að dotta og dúra, laus undan eilífu kvabbi og látlausu nöldri námsmanna um gildi menntunar, grundvallaratriði og framtíðarsýn. Og áður en svipu væri veifað verð- um við aftur orðin menningarþjóð, altalandi á dönsku. Og det vil bli dejligt. Dagur B. Eggertsson Letjandi líkingamál Stundum þegar menn skortir ít- arlega þekkingu á tilverunni verða þeim gömul eða ný máltæki og lík- ingar að haldreipum. Ennfremur þegar varpa þarf ljósi á flókin fyrir- bæri án mikilla málalenginga. Mörg þessara máltækja eru full- komlega úrelt og óviðeigandi nú á dögum þótt sum þeirra kunni ein- hvern tímann að hafa verið nothæf sem leiðarljós eða leiðartýrur. Önnur eru sýnilega vanhugsað rugl frá upphafi. Við líkingamálið og máltækin bætast síðan alls kon- ar viðhorf og hugmyndir sem eru svipaðrar gerðar. Samanlagt er allt þetta fyrr- greinda góss sambland af hálfsann- leika og hindurvitnum. Þekkingar- hækjur sem menn styðjast við þeg- ar annað betra er ekki tiltækt. Vits- munalega klunnalegar smíðar sem hafa mikil áhrif sakir kjarnyrtrar hnyttni en reynast illa vegna lé- legrar eða rangrar túlkunar veru- leikans. í stuttu máli eins konar grjótmulningur í gírkassa skyn- seminnar. Oft er þessi varningur ekki til annars brúks en til skemmtunar. Svo meinlítilli notkun er þó ekki alltaf að heilsa. Hin úreltu spak- mæli og viðhorf eru iðulega ríkur þáttur í þeim grunni sem menn KjaUaiinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans hafa helstan undir veigamiklum ákvörðunum sínum og stefnu. Reköld efnahagslífsins Ein þessara líkinga er líkingin um efnahagslif sem dans fljótandi farartækja á öldóttu yfirborði sjáv- ar. Öldumar hugsa menn sem hin ytri skilyrði sem skammta afkom- una. Fleyin sem dansa á öldunum eru á hinn bóginn þjóðir, fyrirtæki og einstaklingar. Líkingin er svo sem ekki vitlaus með öllu þótt sveiflur efnahagslífs- ins hafi oft verið háðar sýnu meiri breytileika en öldur á úthafi. Gall- inn við umfjöllun sem byggist á þeirri hugmynd sem í líkingunni felst er annar. Hann er sá að þeirri hugsun er gefið undir fótinn aö þjóð og þegnar séu viljalítil reköld. Líkt og korktappar sem dansa ósjálfbjarga og stefnulausir á öld- um ytri skilyrða efnahagslífs sem skammtar þeim hæð hveiju sinni. Slíkar hugmyndir verða síðan að skaðvöldum þegar fólk sem ánetj- ast þeim lætur tímann líða í bið eftir því að næsta alda lyfti efnahag þess upp á við. Lífsstill þess ein- kennist því af athafnalítilli eða at- hafnalausri bið eftir björg sem kemur utan frá. Líkingamál athafnasemi í stað líkingamáls biðar og at- háfnaleysis þurfum við líkingamál og umfjöllun sem undirstrikar getu þjóðar og þegna til að spjara sig á nánast hverju sem gengur með ytri skilyrði. Slík umfjöllun gerir sí- virkri fyrirhyggju, framtaki og at- hafnasemi hátt undir höfði um leið og hún eyðir öllum hugmyndum um óvirka bið eftir betri tíð eða happ- drættisvinningum af ýmsu tagi. Líkingamál hvers tíma er að minni hyggju áhrifameira mótun- arafl en menn virðast gera sér grein fyrir. Því þarf að byggja það á gjörhugsuðum grunni sem sam- ræmist veruleika hvers tíma. Hér er ærin þörf á tiltekt. Jón Erlendsson „I stað líkingamáls biðar og athafna- leysis þurfum við líkingamál og um- fjöllun sem undirstrikar getu þjóðar og þegna til að spjara sig á nánast hverju sem gengur með ytri skilyrði.“ Meðog AGuðmundurArniað segjaafsér? „Ef Guð- mundi Árna Stefánssyni tekst ekki að koma með betri ekýring- ar á þeim ávirðingum sem á hann VHhjálmur hafa verið steinsson, vara- bornar en til form. Félags frjálsl. þessa tel ég að jafnaðarmanna honum sé ekki sætt í þeim emb- ættum sem hann er f nú, þing- mannssæti og ráðherrastól. Ég tel eðlilegt að flokkurinn taki þetta formlega fyrir og hann fái að verja sitt mál þar. Það er mjög margt sem mér þykir á vanta í þær skýringar sem Guðmundur Árni hefur verið með, bæði i greinum sínum í Morgunblaöinu sem og í viðtalinu í DV. Ég vil ekki fara efnislega út í hvað það er sem mér þykir vanta upp á en mun gera það á flokksráðsfund- inum. Ég vil þó benda á aö ráð- herrann hefur sjálfur sagt að í nokkrum þessara mála hafi gjörðir hans eftir á að hyggja ef til vill orkað tvímæUs. Það er því alveg lýðum Ijóst að hann hefur ekki svaraö öllu sem á hann hef- ur verið borið. Almennt þykir mér að siðferði í íslenskum stjórnmálum mætti vera betra og það vanti á að almenningur veiti stjómmálamönnum það aðhald sem nauðsynlegt er. Þess vegna held ég að ályktun Félags frjáls- lyndra jafnaðarmanna sé bara kall timans. Gömlu vinnubrögðin í pólitíkimii gangi ekki lengur." Siðbótin nái til alira stjórn- málamanna „Fyrir það fyrsta tel ég að áður en Guömundur Ámi Stefáns- son færi að segja af sér sem ráðherra verði að sann- ast, ogaðupp- lýst verði svo óyggjandi sé hvernig málum er háttað með hans embættisfærslu. Að mínum dómi vantar mikið á aö svo sé. Ég hef saknað þess mjög í um- ræöunni að sjá öfgalausar úttekt- ir á hans embættisfærslu og hans meintu mistökum í starfi. Þar hafa menn slegið fram ýmsu án nokkurra raka. Ég er þeirrar skoðunar, og hef verið það lengi, að það eigi að koma á fót ein- hvers konar umsagnaraöila, til dæmis siðanefnd, í íslenskum stjórnmálum. Sú siðanefnd á að mínum dómi að hafa umsagnar- vald. Hún á að leggja dóm á gerð- ir stjórnmálamanna og hún á að geta vítt'þá ef með þarf. Ég tel þetta í rauninni alveg nauðsyn- legt og ekki síst í ljósi þess að Alþingi íslendinga hefur ekki sinnt þessari skyldu sinni. Því ber að koma slikri nefnd á lagg- irnar, nefndsem þjóðin getur tek- ið mark á. Ég tel nefnilega nauð- synlegt að siöbótin í íslenskura stjórnmálum nái til allra stjóm- málamanna en ekki bara til Guð- mtmdar Áma Stefánssonar. Ólína Þorvarðar- dóttir fréttamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.