Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Síða 36
•'Om
F R E X X A
IC O X I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskríft - Dreifing: Simi €3 27 00
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994.
Ærðist á slysadeild:
Réðstá
starfsfólk
og
sjúklinga
Til átaka kom á slysadeild Borgar-
spítalans aðfaranótt laugardags þeg-
ar maður, sem fluttur var þangað
eftir átök, missti stjóm á sér.
Að sögn læknis þurftu bæði sjúkl-
ingar og starfsfólk að verja hendur •
sinar þegar maðurinn, sem er rúm-
lega tvítugur, réðst að öllu og öllum,
einnig mönnum sem reyndu að að-
stoða hann. Lögregla var kölluð til
og yfirbugaði hún manninn.
Mikið annríki var á slysadeild að-
faranótt laugardags þar sem margir
þurftu að leita aðstoðar eftir pústra
í miðbænum og víðar. Einn læknir
orðaði það svo að af áverkum að
dæma hefði mikið verið um skepnu-
skap í áflogum manna á milli.
• Þrír gistu fangageymslu lögreglu
um nóttina vegna líkamsárása.
Gæsluvarðhald:
ímorgun:
Þarf líklega að af-
sknfa 400 milhonr
Uttekt löggiltra endurskoðenda á
fjármáium Haínartjarðarbæjar
sýnir að heildarskuldastaða bæjar-
sjóðs var mun verri en talið var eða
samtals tæplega 3,2 milljaröar
króna að meðtöldum skuldum hol-
ræsasjóðs og leiguíbúðasjóðs. Upp-
gjörið miðast við mánaðamótin
júní/júli í sumar. 87 prósent af tekj-
um bæjarins fóru í rekstur og 22
prósent af tekjum fóru í aíborganir
lána. Samkvæmt heimildum DV
voru allar framkvæmdir fjármagn-
aðar með lánsfé.
Nýr meirihluti sjálfstæðismanna
og alþýðubandalagsmanna i Hafn-
arfirði fékk i sumar löggilta endur-
skoðendur til að fara yfir ijárhags-
stöðu bæjarins, leggja mat á lán,
hugsanlega skuldbreytingu lána og
koma með tillögur til úrbóta í fjár-
málum bæjarins. Tillögur til úr-
bóta eru ekki tilbúnar ennþá og er
að minnsta kosti nokkurra daga bið
í þær en skýrslan var að öðru leyti
lögö fram í bæjarráði Hafnarflarö-
ar i morgun.
Hugsanlegt er að bæjaryfirvöld
stofhi afskriftasjóð og neyðist til að
leggja allt að 400 milljónir í af-
skriftasjóð fyrir siðustu íjögur árin
þar sem mikið hefur veriö af kröf-
um á gjaldþrota fyrirtæki í reikn-
ingum bæjarins síöustu ár. Engin
ákvörðun hefur verið tekin i þessu
efni en ljóst er að bæjaryfirvöld
verða að hafa hraðar hendur þar
sem vinna við fjárhagsáætlun
næsta árs fer fljótlega í gang.
Samkvæmt heimildum DV stefna
bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að þvi
að koma skuldastöðu bæjarins í 70
prósent af tekjum en ekki er enn
ljóst hvenær og hvernig það tekst
þar sem það myndi þýða 20 pró-
senta niöurskurð í rekstri miðaö
við stöðuna í dag.
Búist er við að Guömundur Frið-
rik Sigurðsson, löggiltur endur-
skoðandi, skili fljótlega endurskoð-
un á bókhaldi Listahátiðar Hafnar-
fiarðar en hann var fenginn til að
fara ofan í saumana á því í sumar.
Samkvæmt heimildum DV vantar
fylgiskjöl fyrir umtalsverðum tjár-
hæðum inn í bókhaldið auk þess
sem önnur fylgiskjöl þykja vafa-
söm.
Barði konu
meðhamri
Karlmaður hefur verið úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald í hálfan mánuð
eftir fólskulega líkamsárás á konu,
sem hann kannaðist við, í Hafnar-
firði aðfaranótt laugardags.
Maðurinn braust inn í íbúð kon-
unnar og barði hana með tréhamri
þannig að hún hlaut mikla áverka.
Lögregla var kölluð til og var maður-
inn handtekinn og úrskurðaður í
gæsluvarðhald, eins og fyrr sagði.
Konan var hins vegar flutt á slysa-
deild og samkvæmt upplýsingum þar
var hún illa út leikin eftir manninn
og lögð inn. Hún mun þó ekki hafa
verið í lífshættu.
Ók á þrjá bíla
og stakk af
Ekið var á þrjá kyrrstæöa bíla á
Frakkastíg aöfaranótt laugardags.
Ökumaður bilsins, sem ók á bílana,
ók af vettvangi án þess að stoppa og
hafði lögregla ekki enn haft hendur
í hári hans í gærkvöld.
Bíllinn fannst hins vegar mikið
skemmdur á Nýlendugötu skömmu
seinna. Ekki hefur verið tilkynnt um
^að bilnum hafi verið stolið og veit
lögreglan hver eigandi hans er.
Kveikt var i húsi um helgina vegna töku nýrrar íslenskrar kvikmyndar. Hún er gerö eftir sögunni Benjamin dúfa
og verður frumsýnd næsta haust. Sagan fjallar að mestu um fjóra unga drengi sem berjast fyrir réttlæti í hverfinu
sínu og lifa í ævintýraheimi. í þessu atriði er verið að sviðsetja eldsvoða sem veldur ákveðnum kaflaskiptum í
lifi drengjanna.
Meintum vask-
svikara sleppt
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir manni sem
grunaður er um að hafa svikið út
virðisaukaskatt að andvirði 40 millj-
ónir króna. Rétturinn féllst ekki á
rök héraðsdóms en úrskuröaðí
manninn í farbann til 4. nóvember.
Sjálfstæöismenn vestra:
Kosið15.október
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum
ákváðu á kjördæmisþingi í gær að
viðhafa prófkjör 15. október til kom-
andi alþingiskosninga. Eins og DV
hefur áður skýrt frá tilkynnti Einar
Oddur Kristjánsson að hann gæfi
kost á sér. Einar K. Guöfinnsson,
Guðjón A. Kristjánsson, Ólafur
Hannibalsson, Hildigunnur Högna-
dóttir og Sigriður Hrönn Élíasdóttir
lýstu einnig yfir framboði.
Ekiðáhross
Ekið var á hross á Suðurlandsvegi
á móts við Hraungerði í Flóa í gær-
morgun. Aflífa þurfti hrossið á
staðnum þar sem það meiddist alvar-
lega. Töluverðar skemmdir urðu á
bílnum en engin slys á fólki.
LOKI
Misjafnterkratanna lán
- í Svíþjóð og á íslandi!
Veðriðámorgun:
Víða bjart-
viðri
Á morgun verður hæg norðan-
átt austanlands í fyrstu en annars
fremur hæg suðaustlæg eða
breytileg átt. Dálítil súld á ann-
nesjum norðaustan til en þurrt
að mestu í öðrum landshlutum
og víða bjartviðri. Hiti 7-13 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
Flexello
Vagn- og húsgagnahjól
PomIxpii
Suðurtandsbraut 10. S. 086490.