Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Blaðsíða 2
Fréttir
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994
Norsk merki fundin í síld við Beruflarðarál:
Stórkostlegt ef þetta er
norsk-íslenska síldin
- segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur
„Það er auðvitað stórkostlegt ef
þetta reynist vera síid úr norsk-
íslenska síldarstofninum. Við eigum
von á sýni úr farminum af Berki og
þá sjáum við þetta,“ segir Hjálmar
Vilhjálmsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun um þau tíð-
indi að nú veiðist síld við Berufjarð-
arál sem ber þess merki að vera úr
sameiginlegum síldarstofni íslend-
inga og Norðmanna.
Börkur NK fékk stórt kast af þess-
ari síld fyrir helgina þar sem öll síld-
in er að sögn stór og með svilum og
hrognum. Þá hafa fundist fimm
norsk merki í síldinni úr farmi Bark-
ar. Miðað við þetta er síldin kQmin
aftur eftir liölega 25 ára hlé.
„Ef skoðun okkar leiðir í ljós að
þama er um að ræða síld meö hrogn-
um og svilum er ljóst að um er að
ræða síld úr norsk-íslenska stofnin-
um. Þetta er mjög spennandi mál sem
ég vænti að við fáum niðurstöðu um
í dag. Þaö kemur okkur þó á óvart
að síldin finnist á þessum slóðum.
Miðað við reynsluna frá síldarárun-
um hefði hún átt að koma norðar eða
á Rauða torginu," segir Hjálmar.
Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á
Hólmaborg SU sem er að veiða síld
í vinnslu, segir að menn séu orðnir
spenntir að fá staðfestingu á því að
þarna sé um að ræða norsk-íslensku
síldina.
„Það era óyggjandi vísbendingar
um að norsk-íslenska síldin sé loks-
ins komin. Það er mjög góð veiði viö
Berufjarðarál en síldin er ýmist vor-
gotssád eða þessi stærri sem er með
hrognum og svilum. Það eru margir
að velta fyrir sér hvort kvótinn verði
ekki aukinn þegar það fæst staðfest
að þarna sé norsk-íslenska sOdin
komin aftur,“ segir Þorsteinn.
Þorsteinn segir að það taki þá á
Hólmaborginni aðeins frá einum og
upp í þrjá klukktíma að veiða það
sem þeir mega taka í túr.
„Við höfum verið að fara út um
hádegi og erum yfirleitt komnir að
um miönætti með skammtinn sem
er á bilinu 150 til 170 tonn. Við náum
þessu í einu til þremur köstum. Þetta
era bara dagróðrar," segir hann.
Tveirmenn
rændir
Ráðist var á rúmlega fertugan karl-
mann í Tryggvagötu í Reykjavík að-
faranótt laugardags. Árásarmenn-
irnir höfðu á brott með sér úr og
veski fórnarlambsins en í því voru
10-12 þúsund krónur í péningum auk
persónuskilríkja. Einn maður hefur
verið handtekinn vegna þessa máls.
Þá var ráðist á þrítugan karlmann
á Grettisgötu og af honum var einnig
tekið úr og peningaveski. Maðurinn
ber enga áverka eftir árásina og ekki
er vitað hveijir voru þarna að verki.
Póstur og sími:
TiuGSM-
símum stolið
Brotist var inn hjá Pósti og síma í
Kirkjustræti um helgina og þaðan
stolið tíu GSM-símum. Verðmæti
þeirra er um 600 þúsund krónur.
Þjófamir eru ófundnir.
17áraökuþór:
Tekinn á 151
km hraða
Lögreglan í Keflavík svipti einn
ökumann réttindum sínum um helg-
ina. Sá ók Reykjanesbrautina á 151
km hraða en akstursskilyrðin, þegar
þetta átti sér stað, voru slæm, myrk-
ur og þungbúið veður. Ökumaður-
inn, sem er 17 ára, var í bílnum við
annan mann.
Afsökunarbeiðni
fráOddatil
HallgrímsT.
Ragnarssonar
Síðasthðinn fóstudag birtist í DV
uppboðsauglýsing frá sýslumannin-
um í Reykjavík á eign HaUgríms T.
Ragnarsson að kröfu Prentsmiðj-
unnar Odda hf. Þessi auglýsing birt-
ist fyrir mistök. Af þessu tilefni skal
tekið fram að Hallgrímur hefur aldr-
ei skuldað Prentsmiðjunni Odda hf.
Þvert á móti er hann þekktur að
áreiðanleik. Hér með er Haligrímur
beðinn afsökunar á þessum mistök-
um og þeim óþægindum sem hann
hefur orðið fyrir.
Fyrir hönd Prentsmiöjunnar Odda hf.
Knútur Signarsson
Unglingamódel ársins verður valið í Reykjavík 10. nóvember næstkomandi. Hátt í 200 ungmenni á aldrinum 14 til
16 ára skráðu sig í keppnina sem Módel 79 stendur fyrir, en einugis 35 taka þátt í lokahlutanum, 10 drengir og
25 stúlkur. Mikil eftirvænting ríkir meðal keppenda enda eftir miklu aö slægjast, bæði frægð og frama. Og ef
heppnin er með getur leiðin legið til útlanda og uppskeran kannski orðið gull og gersemar. DV-mynd ÞÖK
Líf eyrissjóðir eiga
stóran hlut að máli
- „ekki rétt“, segir Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri SAL
Siglivatur Björgvinsson við- aö undanförnu og setur það í sam- erlendis. Þeir peningar sem koma
skiptaráðherra hefur upplýst að frá band við kaup þeirra á erlendum strax heim. Hér er um hin svo köll-
áramótum og til þessa dags hafi verðbréfum, uöu dollarabréf að ræða. Kaup líf-
íslendingar fjárfest fyrir rúmlega 6 „Þetta er ekki rétt samkvæmt eyrissjóðanna á þeim eru hins veg-
milljaröa króna erlendis. Sighvat- tölum sem ég hef fengiö frá Seöla- ar talin með fjárstreymi úr landi,“
ur var spurður að því hverjír það banka íslands og ná fram til 1. ág- segir Hrafn Magnússon fram-
væru sem stæðu í þessum fjárfest- úst síðastliöinn. Þar kemur í ljós, kvæmdastjóri Sambands almennra
ingum. ef við tökum tvo stóra liði, sem eru lífeyrissjóða (SAL).
Hann sagöist ekki vita það fyrir skuldabréf útgefin af erlendum að- Böðvar Þórisson í Seðlabankan-
visL Ljóst væri þóáð stórir fjárfest- ilum í erlendri mynt og hins vegar um sagði unnið væri að því að kort-
ar eins og lífeyrissjóðirnir ættu skuldabréfútgefinaferlendumaö- leggja það hveUir væra að fjárfesta
þarna án efa rúman hlut Einnig iium í íslenskum krónum, er sam- erlendis og hvað þáttur lífeyris-
stór fyrirtæki sem skulda í erlendri tals nema um 2,8 milljörðum króna, sjóðanna væru þar stór. Þess vegna
mynt og væru að íjáríesta i sömu aö lífeyrissjóðimir keyptu aðeins sagöi hann að engin leið væri að
mynt og skuldin er i til að forðast fyrir 130 milljónir króna. Síðan eru segja til um það á þessari stundu
gengissveiflur. skuldabréf útgefin af rikissjóði ís- hveriír væru að Ijárfesta erlendis.
Friörik Sophusson íjármálaráö- lands.semeraboðintilsöluerlend- Það muni hins vegar liggja fyrir
herra var sammála þessu. Hann is. Þar er um að ræða 2 milljarða eftir ekki langan tíma.
benti á að lífeyrissjóðirnir hefðu og þar keyptu lífeyrissjóðimir um-
dregið úr bréfakaupum innanlands talsvert. En það er engin fjárfesting
Verslunarráöiö:
Ellefu tillögur
um ríkissparnað
Verslunarráðið hefur sent fjár-
málaráðherra bréf þar sem fram
koma 11 tillögur um sparnað í ríkis-
rekstrinum. Einnig setur ráðið fram
10 tillögur um breytingar á stjórnun-
aratriðum úr einkarekstri sem ríkið
ætti að beita í rekstri þjóðarbúsins.
Meöal tillagna ráðsins er aö ríkis-
sjóöur fækki verkefnum sínum og
komi þeim í hendur einkaaöila,
stjómsýsla verði endurskipulögö
með 15% flötum niöurskurði, ráð-
herram, þingmönnum og sendiráð-
um verði fækkað og sýslumanns-
embætti, héraðsdómsstólar og skatt-
stofur sameinaðar.
Þá leggur Verslunarráö til að út-
gáfustyrkir verði afnumdir, styrkir
til félagasamtaka felldir niður og Uð-
urinn „ráðstöfunarfé samkvæmt
ákvöröun ráðherra“ verði felldur
brott í fjárlögunum, að fenginni
reynslu.
Stuttar fréttir
Hráefniðvantar
Loðnuverksmiðjur landsins
hafa verið verkefnalausar und-
anfama tvo mánuði. Skv. Mbl.
eru stjórnendur verksmiðja á
Austurlandi uggandi enda var
ráðist í kostnaðarsamar breyt-
ingar á verksmiöjunum í sumar.
Prentun símaskrárinnar verð-
ur boðin út árið 1996 en þá rennur
samningur úr milh Odda og Pósts
og síma. Skv. Mbl. krefst EES-
samningurinn útboðs vegna svo
stórs verkefnis.
Rannsakar MS-sjúklinga
Kári Stefánsson, prófessor viö
Harvard-háskólann, vinnur aö
rannsóknum á íslenskum MS-
sjúklingum. Skv. RÚV er ætlunin
að finna stökkbreytt gen sem
veldur sjúkdómnum.
Samkeppni í háloftunum
Cargolux hóf vöraflug um helg-
ina. Flugleiðir felldu niður fyrstu
ferðina til Bandaríkjanna því
þrátt fyrir 40% afslátt fékkst ekki
farmur. Mbl. greindi frá þessu.
Margir til kirkju
Kirkjuvika hófst í Reykjavík,
Seltjarnarnesi og Kópavogi um
helgina. Um 6 þúsund manns
sóttu helgihald í kirkjum Reykja-
víkurprófastsdæmis í gær. RÚV
greindi frá þessu.