Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 3 Fréttir Séra Þórir Stephensen og Líkkistuvinnustofa Eyvindar Ámasonar: Þórir jarðsyngur ekki með Davíð Osvaldssyni / - i eitt skipti fundu ættingjar annan prest en aðrir höfnuðu Davíð „Þetta er alveg rétt. En mér þyk- ir þetta mjög leiðinlegt. Davíð hefur að mínum dómi verið með ósönn ummæli á hendur biskupi í við- tölum í blöðum með leiðinda hug- arfari. Jarðarfarir eru ákaflega viðkvæmar athafnir og ég legg áherslu á frið við þær. Ég hef þvi óskaö eftir að Davíð sættist við biskup og þá yrðu allir vegir opnir á milli okkar. Ég á erf- itt með að vinna með mönnum sem eru með reiði í huga. Þetta er eina ástæðan fyrir því að ég tók ákvörð- un um að jarðsyngja ekki þar sem Davíð Ósaldsson er útfararstjóri," sagði séra Þórir Stephensen við DV í gær. Að minnsta kosti þrjú tilvik hafa komið upp þar sem séra Þórir neit- aði ættingjum látinna að jarð- syngja við útfarir þeirra ef Davíð Ósvaldsson hjá Líkkistuvinnustofu Eyvindar Ámasonar yrði útfarar- stjóri. í eitt skiptanna ákváðu ætt- ingjamir að fá annan prest og halda Davíð en í tvö skipti var ann- ar útfararstjóri fenginn en Þórir var fenginn til að jarðsyngja. „Áður eft ég tók þessa ákvörðun fór ég margar ferðir til Davíðs. Ég fékk góðan vin Davíðs með mér til að reyna aö hafa áhrif á hann til að breyta yfir á veg kærleikans. Biskup er tilbúinn til sátta en því miður hefur Davíð ekki viljað fara þá leið. Mér þykir mjög vænt um Davíð og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Hins vegar skiptir þetta mjög litlu máli. Ég er nánast hætt- ur að jarðsyngja. Ætli það hafi ekki verið 7-8 slík tilvik í ár. En ég vil hafa alla hluti á hreinu og hef unn- ið af kærleika og góðum hug. Ég sagði Davíð að þetta hlyti að kosta þetta. Ég er ekki að reyna að eyði- leggja hans starfsemi á neinn hátt. Ég hef verið í góðu vinfengi við Davíð. Lengi vel framkvæmdi hann meirihluta af jarðarförum sem ég var beðinn um að annast. En þegar hann fór að verða dýrari en aðrir og lýsti óánægju með að kirkju- garðar greiddu niður útfarir var hann beinlínis að segja að það kost- aði að jarða hjá honum - þá fækk- aði jarðarförum hjá honum. En nú er það liöin tíð,“ sagði Þórir. Varðandi beiðni um fyrirgefn- ingu Davíðs gagnvart biskupi sagði séra Þórir að þar heföi verið um að ræða „leiðinda áburð á hendur biskupi vegna Kirkjugarða Reykja- vikur“ í tímariti á sínum tíma. Davíð Ósvaldsson vildi ekki tjá sig um þetta mál. Afkoma ríkissjóðs: Rekstrarhallinn 11,5 milljarðar Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær gerði Friðrik Sophusson íjármála- ráðherra grein fyrir aíkomu ríkis- sjóðs fyrstu niu mánuði ársins. Tekj- ur ríkissjóðs á tímabilinu urðu 77 milljarðar en útgjöldin 88,5 milljarð- ar. Rektrarhallinn nam því 11,5 millj- örðum króna en var 11,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. í gildandi fjárlög- um er gert ráð fyrir að rekstrarhalli ársins verði 9,6 núlljarðar. í greinargerð Friðriks kemur fram að tekjurnar fyrstu 9 mánuðina urðu 2,9 milljörðum meiri en en áætlað haföi veriö. Á móti kemur að útjöldin urðu 500 milljónum króna meiri en en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á þessu 9 mánaða tímabili nam hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs 18,2 milljörðum króna og heildarláns- þörfin 33,3 milljörðum. Lánveiting- arnar eru 4,7 milljörðum hærri en á sama tíma í fyrra. Fram kemur í greinargerðinni að veitt lán til Hús- næðisstofnunar ríkisins eru 3 millj- örðum umfram áætlanir en á móti vegur betri innheimta á viðskipta- reikningum. Að teknu tilliti til þessa eru lánveitingarnar 1,9 milljörðum hærri en áætlað var. Borgarráö ræöir verktakaval: Atelur Kópavog fyrir brot á samkomulagi Borgarráð Reykjavíkur hefur átal- ið harðlega val bæjaryfirvalda í Kópavogi á verktökum til þátttöku í lokuðu útboði á byggingu fimmta áfanga Hjallaskóla í Kópavogi. í ályktun borgarráðs segir að aðferðin sé skýlaust brot á samkomulagi for- svarsmanna sveitarfélaganna í fyrra þar sem samþykkt var að höfuðborg- arsvæðið væri sameiginlegur vinnu- markaður og að heimihsfesta fyrir- tækja réði ekki vali á verktökum. „Við höfum fengið kvartanir um að Kópavogsbúar séu látnir sitja fyr- ir í útboðum í Kópavogi. Við munum kynna bæjaryfirvöldum í Kópavogi afstöðu okkar og væntanlega taka þetta mál upp á næsta bæjarstjóra- fundi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri. „Ég veit ekki til þess að við séum að brjóta neitt samkomulag. Við höf- um bara tekið upp aðferðir Reykja- víkurborgar í útboðsmálum því að byggingaverktakar í Kópavogi eru mjög óhressir með að fá ekki að taka þátt í lokuðum útboðum í Reykja- vík,“ segir Gunnar I. Birgisson, form- aður bæjarráðs Kópavogs. Um er að ræða lokað útboð á 80 milljóna króna byggingu fimmta áfanga Hjallaskóla og voru sex verk- takafyrirtæki með heimilisfestu í Kópavogi vahn til þátttöku. Samþykkt borgarraös: Vill aukna löggæslu Borgarráð hefur samþykkt að beina eindregnum tilmælum til dómsmálaráðherra að efla löggæslu í Reykjavik, auka forvarnastarf á vegum lögreglunnar og hraða með- ferð afbrotamála á rannsóknar- og dómstigi og lýsir sig reiðubúið til samstarfs við embætti og stofnanir ríkisins. Borgaryfirvöld eru fús til samstarfs um lóða- og húsnæðismál lögreglunnar ef þannig mætti vinna aö frekari uppbyggingu hverfalög- reglu í borginni. Þá hvetur borgarráð til þess að unnið verði markvisst aö því að draga úr ofbeldi í íslenskum myndmiðlum. „Sífeht berast fréttir um aukin inn- brot í borginni og fleiri ofbeldisglæpi og jafnframt um að afbrotamenn séu settir jafnóðum út á götima aftur. Mjög góð reynsla hefur fengist af hverfalögreglu í Breiðholti og Graf- arvogi og við vhjum að dómsmála- ráðuneytiö hugi meira að þeim mál- um. Þetta er okkar útsph til dóms- málaráöuneytisins. Samstarfsnefnd lögreglu og dómsmálayfirvalda getur svo haldið þessari umræðu áfram,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. að ef við sofum 8 tíma að meðaltali á sólarhring þá þýðir það ca. 3000 tíma ári sem líkami okkar er í tengslum við dýnuna og því segir það sig sjálft að það er dýnan sem er mikilvægasta húsgagnið á heimilinu. Þú skalt því gera þá kröfu að dýnan þín veiti þér þá bestu hvíld og stuðning sem líkaminn þinn þarfnast til gera þér lífið auðveldara og skemmtilegra. Hér í Húsgagnahöllinni leysum við málin með því að eigá dýnuúrval og allt annað sem tilheyrir til að skapa fallegt og þægilegt svefnherbergi. Sænsku fjaðradýnurnar frá Scandisleep og Scapa eru alltaf jafn vinsælar vegna þess hvað þær gefa mikla möguleika. Við hjóðum upp á margar gerðir og stærðir og það skiptir t.d. ekki máli hvort hjón taka mismunandi dýnur því það er hægt að festa þær saman. Svona einfalt er það: 1) Fyrst er að velja þá dýnu sem hentar hverjum og einum og er þá helst miðað út frá Iíkamsþyngd. 2) Yfirdýnan er höfð til þæginda og hreinlætis og fylgir að sjálfsögðu öllum fjaðradýnunum. 3) Mikið úrval er til af fallegum höfðagöflum sem passa við £% dýnurnar í mismunandi ” stærðum. Eins passa dýnumar í flest öll rúm. 4) Að síðustu er hægt að velja undir dýnuna, lappir, sökkul eða meiða eins og myndin sýnir og fer verðið eftir hvað valið er. J Ef þú ert einn af þeim sem vaknar þreytt(ur) á morgnana þá er kominn tími til að líta til okkar og breyta um lífstíl. Við tökum vel á móti þér og leiðbeinum eftir bestu getu. Góður nætursvefn tryggir góðan dag Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.