Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1994, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 15 Félagsaðild, til hvers? Þau undur hafa gerst að viö höf- um séð hverja yílrlýsinguna af annarri frá einstaklingum, sam- tökum og stofnunum um það að við þurfum að fara í aðildarsamninga við ESB til þess að vita hvað aðild feli í sér. Þó liggur allt þetta Ijóst fyrir í Rómarsáttmála frá 1957, Einingar- lögunum frá 1987, Maastricht-sátt- málanum frá 1993 og ESB-venju- rétti, sem mótast hefur frá því í ársbyijun 1958. Þar er að finna öll grundvallaratriði, markmið, skil- yrði og skyldur sem fylgja félagsað- ild. Undanþágur eru fáar og veittar einungis til skamms tíma, 3-5 ára. Þær skipta því ekki höfuðmáh við aðildarákvörðun. Markmið og skyldur Á meðal grundvallarmarkmiða ESB (og fyrirrennara) er að skapa eitt fríverslunarsvæði aðildarríkj- anna, án innri tolla og viðskipta- hindrana, en með sameiginlegum tollmúr og viðskiptastefnu gagn- vart utanbandalagsríkjum. Þannig myndist einn vemdaður sameigin- legur innri markaður með fijálsum iðnvöm- og þjónustuviðskiptum, fijálsum flutningi fjármagns- og vinnu innan svæðisins. - í megin- atriðum höfum við þegar bundið okkur þessum markaði með EES- samningnum. Kjallariim Dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra Önnur meginmarkmið ESB em sameiginleg stefna í efnahags-, gengis-, gjaldeyris-, landbúnaðar-, samgöngu-, og sjávarútvegsmálum og síðan 1993 skal stefnt að sameig- inlegri stefnu í utanríkis- og örygg- ismálum. Á öllum þessum sviðum er fullveldi ríkjanna takmarkað. Skulu lög og reglur ESB hafa for- gang fyrir lögum aðildarríkjanna og ESB-dómstóllinn vera æðsti dómstóll á samningssviðinu, ekki innlendir hæstaréttir. Þá fer ESB einnig með alla milh- „Við eigum að efla þátttöku okkar 1 GATT og alþjóðlegu viðskiptastofnun- inni sem er 1 burðarliðnum. Gera á grundvelli GATT fríverslunarsamn- inga við Bandaríkin, Japan, Austur- Evrópuríkin o.fl.“ Sameiginleg sjávarútvegsstefna leiddi til að ESB ákvæði fiskveiðikvóta við ísland, segir Hannes m.a. “ ríkjasamninga fyrir aðildaríkin á samningssviðinu, þ.á m. samninga á sviði tolla-, viðskipta- og sjávarút- vegsmála. Með aðild sviptum við okkur fullveldi til að gera fríversl- unarsamninga við t.d. Bandaríkin og Japan, svo og sjávarútvegs- samninga við Noreg o.fl. Af sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunni leiddi líka að ESB ákvæði fiskveiðikvóta við ísland. Öll aðild- arríkin fengju fuUan rétt til að veiða upp að 12 mílum, athafna sig í íslenskum höfnum eins og heima hjá sér og ávaxta fé í okkar sjávar- útvegi. Og árlegt aðildargiald yrði yfir 6 milljarðar króna auk milljarða í ferða- og fundakostnað vegna þátt- töku, m.a. í um 90 sérfræðinefnd- um, sem flestar fjalla um málefni okkur óviðkomandi. Betri valkostir Við eigum betri valkosti. Standa vörð um fullveldið og sjálfstæðið í efnahags-, viðskipta- og sjávarút- vegsmálum. Breyta EES-samn- ingnum í tvíhUða samning. Við eig- um að efla þátttöku okkar í GATT og alþjóðlegu viðskiptastofnuninni, sem er í burðarliðnum. Gera á grundvelh GATT fríverslunar- samninga við Bandaríkin, Japan, Austur-Evrópuríkin o.fl. Taka upp náið samstarf við nágranna okkar, Grænlendinga og Færeyinga, í efnahags- og viðskiptamálum. - Þetta eru betri framtíðarkostir en að fara að villast með hnappheldu inn í ESB. Hannes Jónsson UaI IvIgo og ámóti Náttúruvernd heim í héraö? Miðstýring hefur mistekist „Miðstýring náttúru- verndarhefur mistekist úti um allan heim og iúng- að hafa komiö fjölmargir að- ilar erlendis frá sem hafa _ _______ sannfært á Húsavik, áhugamaóur okkur um um "atlúruvernd það, m.a. menn frá. Ástralíu og Bretlandi. Þeir ráðleggja okkur að forðast miðstýringuna eins og við getum. Samt er það þetta sem viö þurfum að búa við. Menn á heimaslóð þurfa að hafa skoðanir á málunum og vita hvað þeir vilja en ef þeir fá aldrei að taka þátt í þessum málum og taka á þeim vita þeir aldrei neitt. Þetta mið- stýrða fyrirkomulag hefur orðiö til að hamla framkvæmdagleði manna. Þeir reyna að komast fram hjá þeim lögum og reglum sem í gUdi eru. Rökin fyrir mið- stýringunni hafa m.a. veríð þau að ekki sé hægt að manna þessi verkefni úti í byggðunum en það hefur aldrei fengið að reyna á þaö. Ég tel hins vegar að ef við fáum að stjórna þessum málum getum við boðið fólki upp á vinnu viö þessi störf en í dag fáum við ekki þá þekkingu heim í héruðin sem við viljum. Ég óttast ekki að við myndum lenda í erfiöleikum með að stjóma þessum málum. Hagsmunirnir eru orðnir það miklir að það ýtir á menn að þessi mál séu í góðu lagi. Þeir sem standa þessu næst og hafa hag af því að málin séu í góðu lagi vinna þetta vel. Ég mundi segja að það sé bara eftir að kasta rek- unum yfir Náttúruvemdarráð." Evrópusambandið Ávallt hefur íslenska þjóðin sóst eftir áhrifum þar sem örlög hennar ráðast. íslendingar vom inni á gafli norsku og dönsku hirðarma enda náfrændur húsráðenda. í Gaula- þingslögunum áttu frændur fram- færslurétt í 5. hð. Ekki töldu íslend- ingar heldur eftir sér að heimsækja páfann í Róm ef fulltrúi almættis- ins á jörðinni kynni að verða þeim að hði. Bjami Sívertssen stormaði sjálfur til London og fékk aflétt hafnbanni breska heimsveldisins á okkur þegar Danir höfðu flækst vitlausu megin inn í Napóleons- styijaldirnar. í Atlantshafsbandalaginu hafa íslendingar fuhan atkvæðisrétt á við hvaða ríki sem er og ráðamenn landsins sitja fundi með Banda- ríkjaforseta og leiðtogum stórveld- anna. Þjóðin hefur því aldrei látið smæð og efnahag aftra áhrifum sínum, ef við bara höfum haft tök á þvi. Fiskveiðistjórnun beggja vegna borðsins Langstærsti hluti útflutnings okkar fer th Evrópusambandsins. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr eru örlög okkar og afkoma mikið ráðin í Brussel. Afstaða bandalagsins til okkar, ákvarðanir þess í okkar málaflokkum og innri þróun þess, skiptir okkur því höf- uðmáli. T.d. það hvort það þróast að laustengdu fríverslunarbanda- KjáUaiiim Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur lagi eða að einu ríki. Sjálfsagt stæð- um við með Bretum í fríverslun- inni og værum fyrir löngu orðnir félagar í þessum samtökum V- Evrópuríkja ef ekki kæmi th auð- lindakrafa Rómarsáttmálans fyrir fuht markaðsaðgengi. Ahir vita að sjávarútvegur er for- senda velferðar á íslandi. Við höf- um einnig svo sannarlega verið í fararbroddi fiskvemdar og alþjóða- lög um 200 mhna fiskveiðhandhelgi í veröldinni má rekja th okkar bar- áttu. Bmssel dettur því ekki í hug að við follum frá stjórn fiskveiða okkar fyrir aðhd. Við fáum því var- anlegar undanþágur líkt og Norð- menn fyrir ohuna og reyndar er getum að því leitt að við munum í reynd stjóma þessum málum í Evrópusambandinu með Norð- mönnum og Dönum. Fyrir fuha aðhd að markaði ESB gáfum við í EES-samningnum 3000 tonn af karfa sem enginn hefur hirt um að sækja. Fengum reyndar líka á móti 30.000 tonn af loðnu. Af þessum samningum er mhlj- arða hagnaður fyrir okkur. Núna vildu allir Lhju kveðið hafa og ut- anríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sem tryggði þessa samninga, telur einmitt að þetta ásamt stuðningi Þjóðverja verði einmitt verðið fyrir fulla ESB-aðhd, þ.e. 30001 af karfa sem enginn hirð- ir um að sækja. Snjallir samninga- menn íslendinga í GATT-viðræðunum hélt ESB öllum rétti sínum til niður- greiðslna á landbúnaðarafurðum, útflutningsbótum, geymslustyrkj- um, rannsóknar- og nýsköpunarfé ásamt héraðsstyrkjum í byggðar- hættu. Lækkuðu þetta aðeins hth- lega. Allt þetta styrkjaflóð myndi koma okkar landbúnaði til góða við inngöngu í ESB og matvara lækka um helming. Nú þegar hefur ís- lenskur landbúnaður fórnað öhu þessu í GATT-samningunum, en horfir á erlent niðurgreitt verð sem hann getur ekki keppt við. Líkt og í sjávarútveginum þarf einfaldlega snjalla samningamenn og dettur nokkrum í hug að Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra sé ekki full- fær um að tryggja hagsmuni okkar í þessum samningum eins og hann hefur „brillerað" í sínum mála- flokkum undanfarið? Þá myndi aðhd aö ESB ein stórbæta vaxta- möguleika íslensks ferðaiðnaðar sem er einn glæshegasti vaxtar- broddur atvinnulífsins undanfarið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Fyrir fulla aðild að markaði ESB gáf- um við í EES-samningunum 3000 tonn af karfa sem enginn hefur hirt um að sækja. Fengum reyndar á móti 30.000 tonn af loðnu.“ breyting „t>að ekkert raun- hæft í nátt- úruverndar- málum nema almenningur verði sér meðvitandi um hvermg beri aö llaga Þröstur Eymundsson, sér gagnvart aasMarskóaræktar- náttúrunni, stjórl rfklslns. t.d, að sjómeim taki sjálfir um það ákvörðun að hætta að veiða frek- ar en setja þurfi á þá kvóta, að bændur beri sjálfir á því ábyrgö ef landið er illa farið, að almenn- ingur verði sér meðvitandi um hvaö verður um sorpið og svo framvegis. Hvort þessi mála- flokkur er vistaður hjá einhverj- um stofnunum á landsvísu, eins og híá Náttúruvemdarráöi eða HoUustuvernd, eða fluttur heim í héraö og vistaður hjá nefndum þar skiptir ekki höfuðmáh. Það er engin breyting heldur breyting á nefndum sem fást við verkefn- ið. Það er ekki þaö sem er vanda- málið að minu máti heldur það að almenmngur er ekki næghega meövitaður gagnvart umhverfi sínu. Ef þetta er flutt heim í hér- uðin og sveitarstjórnirnar eiga að bera ábyrgðina í stað ein- hverra stofnana í Reykjavík sé ég ekki aö það verði breyting í þá átt sem ég tel aö þurfi að verða þótt það myndi sjálfsagt hafa í för með sér einhveijar áherslubreyt- ingar,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.