Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 5 dv_________________________Fréttir Sjúkrahús Blönduóss: Kratar f ara úr f lokknum - vegna skipunar 1 embætti stj ómarformanns „Sighvatur hafði lista með ákveðn- um mönnum sem við alþýðuflokks- menn mæltum með, en hann valdi Guðmund Theodórsson, tengdafoður Stefáns Gunnarsson á Hofsósi, sam- kvæmt tilvísun í gegnum Össur Skarphéðinsson en hann er kunningi hans. Okkur finnst óeðlilegt að prel- áti frá Hofósi sé að stjómast með stjómarstöðu hér. Okkur finnst það slettirekuskapur þó að við séum ekk- ert á móti Guðmundi. Fleiri en ég munu segja sig úr flokknum, til dæmis Hávarður Sigurjónsson, formaður Alþýðuflokksfélags Blönduóss, kratarnir á Skagaströnd eru einnig mjög heitir. Kona, sem ég vil ekki nefna á nafn, sagði sig úr flokknum í gær,“ sagöi Unnar Agn- arsson, meinatæknir á Blönduósi, viö DV. Unnar hefur sagt sig úr Alþýðu- flokknum eftir að ljóst þótti liggja fyrir að Sighvatur Björgvinsson, fyrrum flokksbróðir hans og heil- brigðisráðherra, mundi skipa al- þýðubandalagsmann sem formann stjómar sjúkrahúss Blönduóss. „Við alþýðflokksmenn vorum bún- ir að sættast á að Láms Ægir Guð- mundsson, framkvæmdastjóri á Orkubú Vestúarða: Býður starfs- fólkitil Dyflinnar Ríflega helmingur fastráðinna starfsmanna Orkubús Vestíjarða, eða tæplega 40starfsmenn og stjóm- armenn ásamt mökum, er um þessar mundir í fjögurra daga ferð í Dyflinni á írlandi. Starfsmannafélagið skipu- lagði ferðina og greiddi hana niður um tæpa eina milljón króna. Hugsan- legt er að 500 þúsunda króna menn- ingarstyrkur frá Orkubúinu hafi verið notaður til að greiöa hana nið- ur. Ferðin var boðin á 15-17 þúsund krónur fyrir flug frá Keflavík og gist- ingu í Dyflinni. „Fyrirtækið hefur veitt starfs- mannafélaginu styrk á bilinu 200 til 500 þúsurifl krónur öðru hverju en styrkimir hafa alls ekki verið veittir á hverju ári. í vor veittum við 500 þúsunda króna styrk til menningar- ferðar til Reykjavíkur en sú ferð var ekki farin vegna snjóflóðanna sem voru héma og þess vegna lá hann óhreyfður. Við gerum ekki athuga- semdir við það hafi styrkurinn verið notaður í þessa ferð,“ segir Kristján Haraldsson, orkubússtjóri á Vest- fjörðum. Lögreglustjóri: Ánægður með samþykktina „Ég er mjög ánægður með þessa samþykkt og tel að hún geti verið góður grundvöllur undir framtíðar- starf í þessum efnum. í samþykkt- inni er tekið undir það sem lögreglan hefur gert á undanfömum árum. Ákaflega náið samstarf þarf að vera mifli lögreglu og þeirra stofnana borgarinnar sem láta sig löggæslu- málefni varða," segir Böðvar Braga- son, lögreglustjóri í Reykjavík, um samþykkt borgarráðs í fyrradag þar sem skoraö er á dómsmálaráðherra að efla löggæslu í borginni. Skagaströnd, yrði formaður stjóm- að ákveða hitt, enda var Ossur þá arinnar. En þegar komið var á fund starfandi heilbrigðisráðherra," sagði um málið var tilkynnt að búið væri Unnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.