Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 13 KjaUarinn Haukur Helgason ritstjóri Úrvals komið fram á Alþingi, bæði frá sjálfstæðismönnum og framsókn- armönnum. Vonir ættu aö geta staðið til þess að hugarfarsbreyting verði á hinu háa Alþingi. Hinir öldruðu nái rétti sínum þótt seint sé. í tillögu til þingsályktunar frá Guðmundi Hallvarðssyni og tveim- ur .öðrum þingmönnum sjálfstæð- leggja fram frumvarp sem leiði til afnáms tvísköttunar af lífeyris- greiðslum ogjafnræðis í skattalegri meðferð vaxtahluta lífeyrisins. Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram frumvarp sem afnemur tvísköttun eða jafnvel margsköttun á iðgjaldagreiðslum lífyrissjóðanna. Nú er því tækifæri fyrir lífeyris- „í reynd eru lífeyrisgreiöslur ekki bara tví-, heldur beinlínis þrískattaðar þar sem þær eru skattlagðar í þriðja sinn þegar þær valda skerðingu á tekju- tryggingu frá Tryggingastofnun ríkis- ms. Aldraðir féflettir Illa er farið með hina öldruðu, líf- eyrisþega, í núgildandi kerfi. Al- þingi hóf tvísköttun lifeyrisins árið 1988 með breytingum á skattalög- um. Horfið var frá því að undan- þiggja iðgjöld launþega skattlagn- ingu að fullu. í staögreiðslukerfinu hefur því verið gengið stórlega á hlut lífeyrisþega. Þetta er ósvinna, vernduð með lögum. Lagst á tillögu Topparnir hafa komið sér vel fyr- ir og svífast einskis í því skyni. Umræða um óréttlætið sem þeir sæta, sem margir eru meðal „Utlu mannanna", hefur komist nokkuð í gang. Tillögur um úrbætur eru komnar fram á Alþingi. En þingið hefur til þessa dregið lappirnar. Samþykkt var fyrir heilum fimm árum tillaga frá Guðmundi H. Garðarssyni, þáverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem sagði að Alþingi ályktaði að fela fjár- málaráðherra að gera könnun á skattalegri meðferð lífeyrisspam- aðar og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar til að slíkur spam- aður njóti ekki lakari kjara en ann- ar sparnaður í landinu. Síðan hefur sáralítið gerst. Ályktun Alþingis hefur ekki valdið breytinguin til batnaðar. Það er því til skammar. Tvísköttun lífeyrisgreiðslna var tekin upp með staðgreiðslunni. Eft- ir breytinguna var tekjuskattur lagður á þær tekjur sem launþegi greiddi í lifeyrissjóö og síðan hefur lífeyririnn verið skattlagður að nýju þegar hann er greiddur út. Sem sagt tvísköttun. Ávöxtun sparifjár er yfirleitt skattfijáls, nema lífeyrissparnaðar sem með því móti er settur skör lægra. Margir lífeyrissjóðir standa illa en fólk er neytt til að leggja fé til þeirra með lögum um starfstengda lífeyrissjóði. Jafnframt því sem tvísköttun verði afnumin verður að gefa launþegum frelsi til að ávaxta fé sitt á sem hagkvæmastan hátt. Skattlagðar þrisvar í reynd eru lífeyrisgreiðslur ekki bara tví-, heldur beinlínis þrískatt- lagðar þar sem þær eru skattlagðar í þriðja sinn þegar þær valda skerð- ingu á tekjutryggingu frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Sem betur fer hefur umræðan að undanfornu vakið marga til með- vitundar um þetta ránglæti og þessa mismunun. Tillögur hafa ismanna segir að Alþingi skuli álykta að fela fjármálaráðherra að þega aö fylgja þessari hreyfmgu eftir. Haukur Helgason „Ávöxtun sparifjár er yfirleitt skattfrjáls, nema lífeyrissparnaðar," segir Haukur i greininni. íþróttir fyrir alla, alls staðar Seint mun ofmetið gildi íþróttaiök- unar í uppeldi barna og unglinga. Ekki síst hvað varðar líkams- og félagsþroska og mótun viðhorfa þeirra gagnvart heilbrigðum lifn- aðarháttum í leik og starfi. í þjóðfélagi örra breytinga, hraða og streitu, þar sem er gnægð mis- góðra afþreyingarefna fyrir þenn- an hóp, eykst jafnframt upplýs- ingaflóð til uppalenda um orsakir og afleiðingar sjúkdóma sem tengj- ast mataræði, hreyfingu og lífshátt- um. Hvatning til foreldra í velferðarþjóðfélaginu örlar á aukinni ógæfu sífellt fleiri ung- menna sem ánetjast óhollu félags- legu umhverfi. Þetta birtist m.a. í aukinni áfengis- og tóbaksneyslu unglinga, auknu framboði vímu- efna sem leiðir ósjaldan til afbrota og annarrar hægtbítandi sjálfstor- tímingar. Því vakna sífellt fleiri foreldrar til meðvitundar um forvamargildi íþróttaiðkunar barna sinna. Jafn- framt eykst framboð sveitarfélaga, íþróttafélaga og einkaaðila til þátt- töku sem flestra í íþróttum; hvort tveggja keppnis- og öðrum almenn- um greinum. En slikt kallar, líkt og margt annað, á aukna fjármuni af ráðstöfunarfé fjölskyldna. Vel KjaUariim Sveinn Þór Elinbergsson bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ og þáttt. í prófkj. Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi 19. nóv. upplýstir foreldrar eru hins vegar ekki í vafa um „forgangsröðun" fjármuna til íþróttaiðkunar barna sinna. Þeim fjármunum er vel var- ið og skila í flestum tilfellum „arði“. Jafnhliða eykst „útgerðarkostnað- ur“ sveitarfélaga og íþróttafélaga að sama skapi. Ójöfn aðstaða vegna búsetu Aðstaða til íþróttaiðkunar er mis- jöfn eftir búsetu og stærð sveitarfé- laga enda þótt viðhorf uppalenda séu þau sömu, óháð búsetu. Aðal- framkvæmda- og fjárfestingaraðil- ar þessara mála eru sveitarfélögin vegna fyrirhugaðs verkefnaflutn- ings frá ríki til sveitarfélaga. Þrátt fyrir sameiningu margra þeirra sem gera þau burðugri til að ráðast í þessi verkefni dugar þaö oft ekki til og kemur það til af mörgu. Sum hafa þegar fjárfest í ríkuleg- um skóla- og íþróttamannvirkjum á meðan önnur hafa þurft að sinna öörum verkefnum. Viö þau tíma- mót sem nú eru standa þau því misvel að vígi til gífurlegra fjárfest- inga á þessum sviöum. A sama tima gera foreldrar, skólar og íþróttafé- lög sterkari kröfur um bættari að- stöðu Úrbætur Við slikar kringumstæður sem nú ríkja verður löggjafinn því að setja sér þau markmið að jafna aðstöðu barna og unglinga til íþróttaiðkunar. Jafnvel íþrótta- hreyfingin sjálf verður ekki undan- skilin þátttöku í nýjum áherslum í þessu brýna máli því ljóst má vera að sveitarfélögin sjálf geta í mörg- um tilfellum ekki staðið ein og sér í slíku nema á óhóflega löngum framkvæmdatíma. Að undangenginni könnun verð- ur því aö koma til ný, fastmótuð heildarstefna um skjótar úrbætur. Færa verður þessa fjárfestingu framar í forgangsrööun verkefna hins opinbera. í því skyni verður að efla íþróttasjóð ríkisins ellegar færa hlutverk hans til Jöfnunar- sjóðs ríkis og sveitarfélaga ásamt tryggðum tekjupóstum. Sveinn Þór Elinbergsson „Vel upplýstir foreldrar eru hins vegar ekki í vafa um „forgangsrööun“ Qár- muna til íþróttaiðkunar barna sinna. Þeim fjármunum er vel varið.“ Björgunarþyrla á Egilsstöðum Öryggi sjó- mannaog Austfirðinga „Eg lít svo á að þyrlan á Egilsstöðum komi til með aö þjóna fyrst og fremst fiskiskipaflot- anum á miö- unum í kring- um Austur- land. Verði Helgi Halldórsson, baej* arstjöri á Egilsstöðum. hún staðsett hér veröur hún fljót að komast á slysstað eöa þar sem hjálpar er þörf. Við höfum gott flugskýh og góða flugvallarþjónustu. Ég tel auk þess að með þessu verkefni fáist reynsla fyrir því hvort ástæða verður til að hafa þyrlu hér til frambúðar. Þyrlur Land- helgisgæslunnar og varnarliös- ins þurfa lengri tíma til að kom- ast en þyrla sem er á Austur- landi. Jafnframt getur þyrla hér í einstökum tilfellum þurft að koma til bjargar á landi. Hún gæti auk þess veitt aðilum í sjáv- arútvegi og öðrum ýmsa þjón- ustu. Eftir sem áður lít ég fyrst og fremst á þyrluna sem öryggis- tæki en ekki þjónustutæki. Ég held að Austfirðingar leggi áherslu á aö björgunarþyrla verði hér á erfiðustu árstímunum vegna öryggissjónarmiða sjó- manna sem annarra. Við höfum fengið viðbrögö aðila eins og skip- stjóra- og stýrimannafélagsins hér fyrir austan og Sjómanna- samband íslands hefur einnig lýst yfir stuðningi við máliö. Þessi þyrla verður hins vegar ekki rek- in nema í samstarfi við Landhelg- isgæsluna - við bíðum svars frá þeim aðilum.“ Austfirðingar líti sér nær „Ég varð mjög hissa þegar þetta kom upp hvað varðaði slað- setningu þyrlu á Egils- stöðum. Það má vel vera að cinhvcrn tíma i fram- tíöinni geti slíkt verið kostur en eins og sam- göngum er háttað á Austfjörðum í dag held ég tæpast að bein þörf sé á þessu. Flugfélag Austurlands er á Egilsstöðum - félag með bak- vaktir fyrir sjúkraflug. Ef Egils- staöabær, sem ég held aö hafi ekki lagt mikiö fram til flugfé- lagsins, getur útvegað ll milljón- ir til flugfélags á Grænlandi held ég að menn þar hefðu átt að líta sér nær. Sveitarfélagiö heföi frek- ar átt að stuðla að lífdögum flug- félagsins heima í héraði. Hollur er heima fenginn baggi. Ég hefði í sjálfu sér ekkert á móti þyrlum en eins og þetta mál hefur verið kynnt, meðal annars sem al- mennt fraktflug, auk sjúkraflutn- inga, þá kemur slíkt ekki heim og saman við staðreyndir málsins - þyrlur eru fyrst og frerast björg- unartæki. Það geta alltaf komið upp atvik þar sem þessi tæki myndu nýtast vel. Þyrlur eru hreyfanleg tæki og það mætti haga staðsetningu þeirra meö hliðsjón af því hvar fiskiskipa- flotinn er hverju sinni, Á Aust- fjörðumn, út af Norðurlandi og svo framvegis, til dæmis á ísafirði eöa Akureyri." Hörður Guömundsson, Flugfélaginu Emi á Isaíirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.