Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1994, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994
15
Á þjóðin ekki betra skilið?
Stofnun Háskóla íslands 17. júní
1911 á aldarafmæli frelsishetju
okkar Jóns Sigurðssonar var mik-
ilvægur þáttur í sjálfstæðisbaráttu
íslendinga. Menn gerðu sér grein
fyrir því að menntun var lykill að
sjálfstæði þjóðarinnar, sjálfstrausti
hennar og sjálfsvirðingu; í mennt-
un fæhst frelsi. Því væri mikilvægt
að stofna háskóla.
Á fyrstu starfsárum Háskóla ís-
lands var lögð stund á íslensk fræði
sem er ein undirstaða sjálfstæðis-
vitundar okkar og þar gátu emb-
ættismenn fullvalda ríkis hlotið
menntun sína. Nú þurfti ekki leng-
ur að sækja nám í þeim greinum
út fyrir landsteinana, en það höíð-
um við gert um áraraðir og þá helst
til þeirrar þjóðar sem við vorum
að reyna að brjótast undan. Stofn-
un Háskóla íslands var því eitt
þeirra stóru skrefa sem stigin voru
á leið okkar til sjálfstæðis.
Kjallariiin
Sigrún Aðalbjarnardóttir
prófessor í uppeldis- og mennt-
unarfræöi við félagsvísinda-
deild Háskólans
„Ég vil ekki trúa því að þeir sem ráða
fjárveitingu til Háskóla íslands geri sér
ekki ljóst að kennsla og rannsóknir við
skólann fela í sér sókn til framfara.“
Á milli kynslóða
Uppeldis- og menntunarhlutverk
Háskóla íslands er enn í dag að
standa vörð um sjálfstæði þjóðar-
innar. Þetta hlutverk rækir hann
með því að hlúa að menningararf-
leifðinni og flytja hana á milli kyn-
slóða. Það gerir hann einnig með
þ\ú að skapa nýja þekkingu og
tendra ný ljós í menningar- og at-
vinnulífi þjóðarinnar.
Þjóðfélagsbreytingar hafa orðið
örar á stuttum starfsferli skólans,
örari en nokkru sinni fyrr í sögu
okkar og þær eiga vafalaust eftir
að verða enn róttækari með hhð-
sjón af myndum æ stærri efnahags-
samtaka og stórfelldum hræring-
um í samskiptum þjóða og heims-
álfa. Þjóðfélagsbreytingarnar hafa
kahað á fjölbreytta atvinnuhætti
og fjölskrúðugt mannlíf. Krafan
um aukna þekkingu og tæknikunn-
áttu vex stöðugt. Og við erum sí-
feht minnt á mikhvægi þess að
standa vörð um menningu okkar.
Kall tímans
Landsmenn ætlast til þess af Há-
skóla íslands að hann svari kalli
tímans og gegni forystuhlutverki í
breyttu samfélagi. Þangað sækir
þjóðin menntun í hugvísindum, fé-
lagsvísindum, raunvísindum og
læknavísindum, en hvert þessara
vísindasviða skiptist í margar
greinar. Sérhver grein leggur
áherslu á kennslu og rannsóknir
sem hafa þann megintilgang að efla
menntun og menningarlíf þjóöar-
innar og stuðla að framforum í at-
vinnulífi okkar.
í kennsluþættinum er annars
vegar lagt kapp á að búa nemendur
undir tiltekin störf í þjóðfélaginu
og hins vegar að búa þá undir fram-
haldsnám þar sem rík áhersla er
lögð á þjálfun til vísindastarfa. í
rannsóknum sínum hafa fræði-
menn Háskólans treyst stoðir
þekkingar á hinum ýmsu sviðum,
farið inn á nýjar brautir í leit að
auknum skilningi á þjóðfélagi okk-
„í menn'un felst frumkvæði og sköpunarmáttur þjóðar," segir Sigrún
m.a. i grein sinni.
ar og veriö frumkvöðlar á ýmsum
rannsóknarsviðum sem stuðla að
nýsköpun, þróun nýrra atvinnu-
greina og betra mannlífi. Háskóh
Islands menntar því fólk til hugar
og handa, fólk sem sinnir margvís-
legum ábyrgðar- og vísindastörfum
í þjóðfélagi okkar og hefur áhrif á
hugmyndir, gildismat og viðhorf
þjóðarinnar.
Sókn tilframfara
Þjóðin gerir þá kröfu til Háskóla
íslands að hann sé í fararbroddi á
sviði menntunar og vísinda og sé
virkt afl í að styðja og styrkja þjóð-
ina í baráttu hennar fyrir tilvist
sinni; baráttu hennar fyrir auðugri
menningu og góðum lífskjörum.
Slík krafa til Háskóla íslands felur
í sér ábyrgð, þá ábyrgð að gera
skólanum fært að standa undir
þeim kröfum sem gerðar eru th
hans.
Á undanfomum árum hafa fjár-
veitingar th skólans gert honum
erfrttfyrir að standa undir þessum
kröfum. Nemendafjöldinn við skól-
ann eykst stöðugt en fjárveiting á
hvern nemanda hefur rýrnað að
sama skapi. Nú er svo komið að í
fjölmennustu deildum skólans er
nemendafjöldi á hvern kennara
margfalt meiri en eðhlegt getur tal-
ist í háskólanámi.
Fjárlagafrumvarpið sem lagt var
fram 1. október síðastliðinn boðar
því miður ekki betri tíð hjá Há-
skóla íslands. Er nema von að hér
sé spurt: Á þjóðin ekki betra skhið
á 50 ára lýðveldisafmæli sínu? Ég
vh ekki trúa því að þeir sem ráða
fjárveitingu th Háskóla íslands geri
sér ekki ljóst að kennsla og rann-
sóknir við skólann fela í sér sókn
til framfara.
í menntun felst mannauður þjóð-
ar. - í menntun felst frelsi þjóðar.
- í menntun felst sjálfsvitund þjóð-
ar, sjálfstraust og sjálfsvirðing. - í
menntun felst frumkvæði og sköp-
unarmáttur þjóðar. - í menntun
felst víðsýni, umburðarlyndi og
réttlætiskennd þjóðar.
Sigrún Aðalbjarnardóttir
Of verndaðir nashymingar
Tímaritið The Economist greindi
frá því í október á síðasta ári að
veiðiþjófnaður á nashyrningum í
Afríku færi vaxandi en þeir eru
eftirsóttir, vegna hornanna, sem
meðal annars eru tahn auka frjó-
semi. Ríkisstjórnir Afríkulanda
hafa reynt að sporna gegn þessu
með því að íjarlægja horn dýranna
en ekki haft erindi sem erfiði.
Tahð er að til séu miklar birgðir
horna á nokkrum stöðum í heimin-
um og eigendur þeirra hafi ekkert
á móti því að nashyrningnum verði
útrýmt og homin margfaldist þar
með í verði. Þess vegna geri þeir
veiðimenn út af örkinni th að drepa
dýrin.
Viðskiptabann á horn
Frá árinu 1977 hefur verið bann-
að að versla með horn nashym-
inga. Bannið var að sjálfsögðu sett
th að vemda dýrin en hefur haft
þveröfugar afleiðingar. Fátæk Afr-
íkuríki hafa engin efni á að vernda
nashymingana gegn veiðiþjófum
en viðskiptabannið hefur hækkað
verð hornanna og veiðiþjófar eru
thbúnir til að leggja meira á sig
fyrir vikið. En hvað er þá th ráða?
í Suður-Afríku er veiðimönnum
boðið upp á að skjóta nashyrninga
Kjallarínn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðingur
með deyfilyfjum fyrir allt að 7000
Bandaríkjadah og 1000 dah þurfa
þeir að reiða fram vilji þeir fá hom-
in af dýmnum, en þau vaxa á nýjan
leik. Þetta fé er notað th að hafa
hemh á veiðiþjófum, til að tryggja
nashyrningunum landsvæði og th
að vernda þá fyrir öðru áreiti
mannsins. ,
Hér er komið að kjama málsins.
- Til að nashyrningarnir lifi verður
að leyfa því fólki að gæta þeirra,
sem vhl hagnast á því að selja veiði-
mönnum með deyfivopn og forvitn-
um ferðalöngum aðgang að þessum
fomeskjulegu skepnum. Tryggasta
leiðin til þess er að koma dýmnum
í einkaeign. Rétt eins og hagnaðar-
vonin knýr eiganda laxveiöiár th
að nýta laxastofninn af skynsemi
og gæta árinnar fyrir óboðnum
gestum, getur gróðavon mannsins
gert gæfumuninn fyrir nashyrn-
inga.
Ántillits til efnahagslögmála
Ríkisstjórnir hafa bundist sam-
tökum th að vernda nashyminginn
og bannaö verslun með hom í því
skyni. Eins og svo oft áður hafa
þessi ríkisafskipti af náttúrunni
leitt th ófamaðar. Bændur hafa um
árabh verið hvattir og styrktir af
stjórnvöldum th að ræsa fram mýr-
ar og ryðja skóga undir landbúnað,
sem framleitt hefur langt umfram
eftirspum. Féð hafa stjómvöld tek-
ið af fólki sem hefði frekar varið
því th útiveru og sportveiði í landi
útivistar- og veiðifélaga.
Sportveiðimenn og náttúruunn-
endur víða um heim kaupa nú vot-
lendi og aðra mikhvæga hlekki í
náttúrunni af bændum. Margir
bændur hafa einnig reynt að snúa
ríkisreknu eyðingarstefnunni við á
jörðum sínum með góðum árangri
og njóta afrakstursins. Borgarbúar
streyma th þeirra um helgar og í
fríum í leit að fjölbreyttri náttúru
sem stjórnmálamenn hafa reynt að
útrýma með ríkisstyrkjum, boðum
og bönnum. Og ekki síst mislukk-
aðri ofverndun einstakra dýrateg-
unda án nokkurs tihits th efna-
hagslögmála sem jafnvel veiðiþjóf-
ar skhja.
Glúmur Jón Björnsson
„Margir bændur hafa einnig reynt að
snúa ríkisreknu eyðingarstefnunni við
á jörðum sínum með góðum árangri
og njóta afrakstursins.“
„Ástæðan
fyrir því að ég
tel þörf á
stjómlaga-
þingi er að ég
telþaðséorð-
in nokkur
hneisa fýrir
Alþirígi og al-
þingismenn
að ekki skuli Jóhanna Sígurðardóttlr
haiá tekist alþingismaflur.
með skynsanhegum hætti að taka
á kosningalögunum. Ekki heldur
stjórnarskránni þrátt fyrir að set-
ið hafi í það minnsta finun nefnd-
ir í fjóra th fimm áratugi yfir
málinu. Síðast var skipuö nefnd
árið 1983, sú fimmta í röðinni, til
að endurskoða stjórnarskrána.
Vegna þessa alls tel ég rétt aö fara
þá leið að láta sérstakt stjórrhaga-
þing fiaha um málið. Við vitum
um það misrétti og ójafnvægi sem
er við atkvæöisréttinn. Síðast
þegar Alþingi breytti kosnmga-
lögunum skilaði það ekki th-
ætluðum árangri. Þaö misheppn-
aðist í raun vegna þess aö þing-
menn voru í því að reikna sig inn
og út samkvæmt þeim tillögum
sem lágu fyrir. Fyrir utan kosn-
ingalögin er hugmyndin að
stjórrhagaþing fialli um ráð-
herraábyrgð og landsdóm sem
fellur undir stjórnai-skrána, sem
og skráðar og óskráðar reglur
sem gilda um embættisfærslur
ráðherra eða opinberra starfs-
manna. Einnig um embættisveit-
ingar í æðstu störf og ráðstöfun
opinborra fiármuna og hvort
draga eigi úr stjórnmálalegiun
afskiptum. Þetta eru mál sem
snúa að þingmönnunum sjálfum,
og því heppilegra að aðrir en þeir
fialli um málið.“
„Breytingar
á stjórnar-
skrá Jýðveld-
isins hafa I
veriö gerðar I
öðru hvoru.
Það hefur
veriö unnið
að því sam-
kvæmt sér-
StÖkum Sam- M#mtlas Ðfaroason
þykktum, alþlngtemaður.
bæöí mannréttindakafla og fleira.
Ég held að sfiórnlagaþing hafi
ákafloga lítið aö segja annað en
aö liafa mikinn kostnað i fór með
sér. Varðandi endurskoðun
stjórnarskrárinnar þá koma þar
fiölmargir að. Endurskoðun
stjómarskrárinnar er lokið að
verulegu IcyH. Það er búið að
breyta kosningalögunum hvað
varðar framkvæmd kosninga.
Hins vegar eru uppi deilur um
hver eigi að vera fiöldi þing-
manna og ég held að þær verði
ekki leystar á sfiómlagaþingi,
sem stæði í nokkra sumardaga.
Það sem um er að ræða er að
sumir krefiast þess að í landinu
sé fullkomið vægi atkvæða. Sum-
ir vilja aö ísland verði eitt kjör-
dæmi. Ég hef verið að skoða
hvefnig inálin eru hjá öðrum
þjóðum. Ef við tökum Bretland
þá eru þar einmenningskjör-
dæmi, sem ég innst inni er
hlynntur. En þar hafa verið
stjómir áratugum saman sem
hafa Jiaft áberandi meirihluta á
breska þinginu en hafa ekki haft
meirihluta atkvæöa. Ef við tök-
um Bandaríkin þá vil ég benda á
að Washington hefur engan þing-
mamt. Það er litið svo á að borgin
hafi svo mikið í kringum sfióm-
kerfið að íbúar hennar hafi fríð-
indi fram yfir aha aöra. Sfióm-
lagaþing bjai’gar ekki þessum
málum hér.“