Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Fréttir VerkfáU Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá Atlanta tekur gildi í dag: Stuðningur félagsins við FÍA liggur ekki fyrir - segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur Hér tekur Halldór Blöndal samgönguráðherra á móti Tryggva Baldurssyni, formanni FÍA, en fulltrúar FÍA áttu fund með ráðherranum i gær. Um helg- ina ætlar Halldór að ræða við fulltrúa Atlanta. DV-mynd ÞÖK Verkfallið sem Félag íslenskra at- vinnuflugmanna, FÍA, hefur boðað á öllu flugi Atlanta flugfélagsins í Mos- felisbæ, tekur gildi í hádeginu í dag. Verkfaflið hefst í skugga þess að öll- um starfsmönnum flugfélagsins, 82 að tölu, hefur verið sagt upp störfum og eigendur félagsins telja allar líkur á að starfsemin flytjist úr lcmdi. Að auki hggur fyrir að þau verkalýðsfé- lög á Suðumesjum sem FÍA óskaði eftir stuðningi frá við verkfahið hafa haldiö að sér höndum og ekki lýst yfir neinum stuðningi. Þvi virðist sem FÍA standi eitt í baráttunni ef undan er skihð stuðningsloforð Norræna flutningamannasambandsins. Þrýstingur frá Flugleiðum? Allir flugmenn Flugleiða em félag- ar í FÍA, enda er flugfélagið bundið af því að ráða eingöngu félagsmenn FÍA. Eigendur Atlanta hafa gefið það í skyn að Flugleiðir stæðu á bakvið aðgerðir FÍA til að knésetja fyrirtæk- ið. Þeir telja það óeðlilegt að stéttar- félag eins fyrirtækis geti þannig haft áhrif á rekstur samkeppnisaðilans og komið honum úr landi. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, sagði þetta hreina íjarstæðu. „Máhð er að FÍA er samningsaðili við flesta flugrekendur á Íslandi og Flugleiðir eru bara einn af þeim. Við höfum íslandsflug, Flugfélag Norð- urlands, Flugfélag Austurlands, Landhelgisgæsluna, Flugtak, Leigu- flug ísleifs Ottesen og fleiri. Viö skul- um hafa í huga að sá flugrekstrarað- hi sem FÍA hefur oftast verið í dehum við er Flugleiðir. Þá hafa minni flug- rekstraraðhar setið th hliðar og beð- ið,“ sagði Tryggvi. FÍA telur uppsagn- irnar ólöglegar Um uppsagnir starfsmanna Atlanta sagði Tryggvi að þær hefðu í rauninni komiö sér á óvart. „Þetta er náttúrlega ákvörðun stjómenda Atlanta. Hvað varöar mína félagsmenn þá tel ég mjög lík- legt að þetta sé ólögleg aðgerð gagn- vart þeim. Lög um stéttarfélög og vinnudeilur gera ráð fyrir að það sé ekki hægt að segja upp fólki sem er í verkfahsaðgerðum. Ég trúi því ekki að það sé verið að segja upp öhu starfsfólki vegna þess að það sé gerð krafa um að 6 flugmenn gangist inn á sömu kjör og hafi sama rétt th vinn- unnar og 23 flugmenn sem nú þegar er búið að gera samning fyrir. Tal um að forgangsákvæði sé hindrun er tyh- iástæða. Ef uppsagnimar em nokk- urs konar áróöursbragð þá finnst mér það mjög óviðeigandi gagnvart öðra starfsfólki," sagði Tryggvi. Atlanta með tvö verkefni í gangi Atlanta er með tvö verkefni í gangi um þessar mundir. Annars vegar er flug á mhli íslands og írlands fyrir Samvinnuferðir-Landsýn og hins vegar leiguflug fyrir þýska félagið Lufthansa á mihi Þýskaiands og nokkurra Norðurlanda. FÍA ætlaði að fara formlega fram á það í gær- kvöldi við Norræna flutningamanna- sambandið að það beitti sér fyrir stöðvun flugs Atlanta erlendis. Starfsmenn Atlanta sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna deflu fyrir- tækisins og FÍA. Eins og kom fram í DV í gær lýsa starfsmennimir yfir flhlum stuðningi við eigendur At- lanta þrátt fyrir að þeim hafi öhum verið sagt upp störfum. Starfsmennimir skora á forystu ASÍ og annarra launþegasamtaka að endurskoða afstöðu sína í málinu og síðan segir í yflrlýsingunni: „og Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atl- anta, er „í dyragættinni" með að hverfa úr landi með starfsemina. fóma okkur ekki, þrátt fyrir óánægju með stefnumarkandi dóm Félags- dóms.“ ASÍ hefur miklar áhyggjur „Ég hef auðvitað miklar áhyggjur. Það er mjög alvarlegt mál þegar fyrir dyrum stendur að yfir 80 manns missi vinnuna," sagði Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, við DV um upp- sagnir starfsmanna Atlanta. Um yfirlýsingu starfsmannanna sagði Benedikt að ASÍ hefði ekki tek- ið neina afstöðu til deilunnar. Mið- stjóm ASÍ hefði á sínum tíma sent frá sér ályktun þar sem aðeins hefði verið gerð athugasemd við stofnun Fijálsa flugmannafélagsins. „Við höfum ekkert skipt okkur af dehum þessara aðha um kjör. Það sem við höfum gert er að hlusta á frásagnir og viðhorf beggja aðha. Ef beiðni kemur um að við beitum okk- ur í máhnu þá munum við skoða það,“ sagði Benedikt. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, sagði við DV í gær að félagið hefði enn þá ekki tekið neina ákvörð- un um hvort samúðaraðgerðir yrðu boðaðar við verkfalhð. „Þetta hefur verið rætt á tveimur stjórnarfundum félagsins og síðasti fundur fyrir viku síðan ákvað að fylgjast með framvindu mál, ákveða ekkert og vísa þessu th fundar í stjórn og trúnaðarráði sem yrði hald- inn fljótlega vegna komandi kjara- samninga. Þessi stuðningur liggur því ekki fyrir. Þetta er viðkvæmt mál og menn hafa ekki vhjað taka af- stöðu,“ sagði Kristján. FÍ A fór ennfremur fram á stuðning við verkfahið frá Verslunarmannafé- lagi Suðurnesja en það hefur ekki tekið ákvörðun um aðgerðir. Samgönguráðherra bjartsýnn Halldór Blöndcd samgönguráð- herra átti síðdegis í gær fund með fulltrúum FÍA. Um helgina hyggst Hahdór ræða við fulltrúa Atlanta. „Ég er bjartsýnn á að deilan leys- ist. Eg hef í mínu starfi lagt mikið upp úr því að opna landamæri og víkka út þann hring þar sem íslensk flugfélög geta keppt á jafnréttis- grundvelh. Atlanta er gott dæmi um útflutning á þjónustu og verkefnum. í mínum huga er mikils virði að slík starfsemi búi við rekstrarlegt öryggi. Ábyrgðin er líka mikil hjá öðrum aðilum eins og stéttarfélögunum, að þau vinni í samræmi við þær venjur og starfsskilyrði sem era í nálægum löndum. Með sama hætti er auðvitað nauðsynlegt að atvinnurekendur sýni sanngirni og séu samvinnufúsir við sína starfsmenn og þeirra stéttar- félög," sagði Halldór. Tekjumunurinn að aukast meðal landsmanna: Vestfirðingar tekjuhæstir - skuldir heimilanna hafa stóraukist síðustu árin Atvinnutekjur eftir kjördæmum - 25 til 65 ára framteljendur - 1,548 1.550 þús. 1.500 — 1.500 11 1 | 1.401 | TD — C U uo § DV Meðalatvinnutekjur íslendinga á síðasta ári vora að jafnaöi 1.183 þús- und krónur, eða um tæplega 99 þús- und krónur á mánuði. Miðað við árið 1992 minnkaði kaupmáttur atvinnu- tekna á mann um 3,7 prósent. Tekju- munurinn hefur aukist og jöfnunar- áhrif á tekjudreifingu hafa minnkað vegna lækkunar skattleysismarka og bamabóta. Og mihi áranna 1992 og 1993 jukust skuldir heimilanna um 6,9 prósent. Þessar upplýsingar má meðal ann- ars lesa úr yfirliti Þjóðhagsstofnunar um tekjur og dreifingu þeirra árin 1992 og 1993. Yfirlitið byggist á skatt- framtölum einstakhnga sem era 16 ára og eldri. Fram kemur að á síð- asta ári vora tæplega 199 þúsund ein- staklingar framtalsskyldir. Minni munur á tekjum karla og kvenna A síðasta ári höfðu ahs 132.006 manns atvinnutekjur. Meðalat- vinnutekjur kvenna vora 806 þúsund krónur en hjá körlum 1.568 þúsund. Séu tekjur karla og kvenna bomar saman undanfarin ár kemur í ljós að munurinn hefur farið minnkandi. Árið 1980 voru konur th dæmis með 46,6 prósent af tekjum karla en í fyrra var hlutfahið 51,4 prósent. í úttekt Þjóðhagsstofnunar kemur fram að í fyrra voru atvinnutekjur hæstar á Vestfjörðum, eða að meðal- tali 1.548 þúsund. Lægstar voru tekj- ur manna á Norðurlandi vestra, 1.345 þúsund, og á Norðurlandi eystra, 1.391 þúsund. í Reykjavík voru með- altekjurnar 1.430 þúsund en sé tekið mið af landinu öhu vora þær 1.443 þúsund. í þessu sambandi má geta að meðaltekjur sjómanna í fuhu starfi vora 3.126 þúsund. Ahs töldu 183.976 þúsund fram ein- hveijar heildartekjur á síðasta ári. í hehd nam teKjuskattsstofninn ríflega 229 mihjörðum króna. Ahs 3.671 ein- hieypir og einstæðir foreldrar vora með mánaöartekjur yfir 200 þúsund krónum, eða 4,3 prósent þessara framteljenda. Þá vora 3.639 hjón með yfir 400 þúsund krónur á mánuði, eða 6,7 prósent hjóna. Vaxandi tekjumunur Sé tekið mið af tekjum fólks und- anfarin ár kemur í ljós að tekjumun- urinn hefur farið vaxandi. Sé t.d. tek- ið mið af þeim fimmtungi hjóna sem hæstar hefur tekjurnar og þau borin saman við þann fimmtimg hjóna sem er tekjulægstur kemur í ljós að mun- urinn í fyrra var 3,5-faldur saman- borið við 3-faldan mun árið 1986. í yfirliti Þjóðhagsstofnunar kemur fram að álagning skatta og greiðslur vaxta- og barnabóta jafna tekjudreif- inguna nokkuð. Tekjuskattsstofn efsta fimmtungs hjóna árið 1993 var þannig fjórfaldur á við neösta fimmt- ung, en margfeldið var 2,7 prósent þegar htið er til ráðstöfunartekna. Fram kemur að lækkun skattleysis- marka, einkum í fyrra, og lækkun barnabóta leiðir til minni tekjujöfn- unaráhrifa en áður. Úr skattframtölum hðinna ára má einnig lesa að skuldir heimilanna hafa vaxið með miklum hraða. Lætur nærri að skuldimar hafi 6-faldast frá 1980, eða úr því að vera 22 prósent af ráðstöfunartekjum í 116 prósent. Að sama skapi hefur þeim fjölgað sem skulda umfram eignir. Árið 1988 vora 11.212 framteljendur með nei- kvæðan eignarskattsstofn en í fyrra 20.509. Fólk á aldrinum 30 th 35 ára skuldar mest en hæstur er eignar- skattsstofninn hjá fólki um sextugt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.