Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Fréttir Heff ur selt dósir fyr- ir milljón á 5 árum Ægix Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég hef fjármagnað utanlands- ferðir mínar síðustu árin með því að tína upp dósir og selt þær End- urvinnslunni. Ég hef farið í heilsu- bótargöngu og hirt dósir um leið. Ég hef svo gaman af þessu að þetta .er orðið að áhugamáh. Ætli ég stundi þetta ekki meðan fæturnir endast. Hingað til hef ég ekki þurft að kvarta og varla væri heilsan eins góð og hún er nú ef ég hefði ekki hreyft mig í þessi ár," sagði Sigurgeir Þorvaldsson, fyrrum lög- reglumaöur á Keflavíkurfiugvelli í 39 ár, í samtali við DV. Sigurgeir hefur hirt dósir og selt síðustu fimm árin og fengið fyrir þær eina milljón króna. Hann hætti sem lögreglumaður í fyrra vegna aldurs, varð þá 70 ára. Sigurgeir fer um öll Suðurnes við tínsluna og reynir að vera að fjóra tíma á dag. Skilagjald fyrir dós er 7 krónur. Hann heldur bókhald yfir allar dósir sem hann hefur selt - lagði fyrir fyrstu árin til að geta keypt sér tölvu með öllu. Sjónvarp og geislaspilara keypti hann fyrir skömmu á 70 þúsund krónur. Það tók hann 3 mánuði að safna dósum fyrir þeirri upphæð. „Ég þarf ekki að gera þetta pen- inganna vegna en ég hef áhuga á að hreyfa mig og hef gaman af að hiröa upp verðmæti sem liggja fyr- ir fótum manns á jörðinni. Ég fer alltaf með fullan bíl til Reykjavíkur þegar ég sel dósirnar. Það gerist oft að ég stansa í höfuðborginni og tíni dósir upp í bensínkostnaðinn við aksturinn til Reykjavíkur og vel það." Að lokum sagði Sigurgeir að eig- inkona sín hefði ekki verið hrifin af þessu framtaki hans í byrjun en væri nú farin að sætta sig við það. Stuttar fréttir Viljahrefnuveiðar Sveitarstjórn Vesturbyggðar sendi ríkisstjórninni áskorun í gær um að hún tæki nú þegar ákvörðun um að hefja hrefnu- veiðar. Þetta kom fram á RÚV, Risavaxinfiskverkun Fyrirtækið IceMac í Reykjavík er með áform um að reisa risa- vaxiö Sskverkunarhús á Austur- landi sem myndi tvöfalda fram- leiðslugetu fjóröungsins. Sam- kvæmt Stöð 2 yrði stofnkostna& ur 2,5 milljaröar. Vinsaelhlutabréf Hátt í eitt þusund manns keyptu hlutabréf J gær í Lyfja- versíun íslands fyrir ura 200 muljónir króna, Margir nýttusér boð um vaxtalaust lánfra ríkinu. 12e!nkavæðingar Á yfirstandandi yörtímabili hefur ríldsstjóra Davíðs Odds- sonar einkavætt 12 ríkisfyrirtæki sem er heldur minna en áæöanir gerðu ráð fyrir. Oftastíbíó íslendingar fara oftast í bíó af öllum Evrópubúum, eða yfir fimm sinman á ári. Það er tvisvar sinnum oftar en írar sem koma í öðrusætt. RÚVgreinólfráþessu. Lausnarkrafisi Atvinnumálanefnd Mosfells- bæjar hefur sent frá sér ályktun þar sem deiluaðilar í fiugmanna- deilunni, FÍA og Atianta flugfé- lagið, eru hvatttr tíl að setjast að samningaborði. ístilBandarikjanna Sveitarstjórn i Hornafirði hefur ákveöið að setía fjorar miUJónir króna í aukið hlutafé í Eöal-ís. Samkvæmt Mbl. aformar Eðal-ís að vinna ís úr Vatnajökli og selja til Bandaríkjanna svo þarlendir geti kæit drykki sína. Frá fundi Fétags frjálslyndra jafnaöarmanna á Kornhlöðuloftinu i gærkvöld um deilu Ailanta og Félags islenskra atvinnuf lugmanna. Fremst situr Þóra Guðmundsdóttir, stjórnarf ormaður Atlanta, og fylgist grannt með fundinum. DV-myndGVA Sigurður Líndal lagaprófessor um deilu FÍA og Atlanta: FÍA margbrýtur mannréttindi „Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, lætur sér ekki nægja félags- nauðung heldur krefst lögsögu yfir mönnum sem vilja vera utan þess. Það er mannréttindabrot að skylda menn til að vera í félagi. Að taka sér vald til að ráðskast með hagsmuni manna sem eru utan félaga. Hvað er það? Ég fæ ekki betur séð en að það er mannréttindabrot líka.Til þessara mannréttindabrota beitir FÍA verk- föllum, sviptir fjölda manna vinnu og fremur annað mannréttindabrot til viðbótar," sagði Sigurður Líndal lagaprófessor í samtali við DV en hann flutti erindi á fundi Félags NIÐURSTAÐA Á ríkið aðgreiða ferða- rái JqIMC kostnaðmakaráðherra? rULnolNo já 99-16-00 frjálslyndra jafnaðarmanna í gær- kvöldi um deilu Atianta og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sigurður sagðist draga þá ályktun, og studdist þar við Félagsdóm, að það væri i fyrsta lagi enginn kjarasamn- ingur í gildi viö Félag íslenskra at- vinnuflugmanna, FÍA. Frjálsa flug- mannafélagið væri löglegt stéttarfé- lag sem hefði gert löglegan kjara- samning við Atianta. Verkfallsboðun FÍA væri einungis lögleg gagnvart félagsmönnum þess. „Eftir októberlok, samkvæmt mín- um upplýsingum, þegar verkfall átti að koma til framkvæmda, eru engir menn úr FÍA starfandi hjá félaginu. í reynd er því ekkert verkfall hjá Atlanta. Þetta er nokkurs konar fræðilegt verkfall. Þar sem ekkert verkfall er í raun þá fæ ég ekki séð að hægt sé að boða samúðarverkfall. Ég fæ ekki séð að FÍA geti beitt verk- fallsrétti með skírskotun til 14. grein- ar laga um stéttarfélög og vinnudeil- ur þar sem félögum er heimilt að fara í verkfóll til að verja rétt sinn. FÍA hefur engan einkarétt til að gera samning fyrir alla flugmenn. Það hefur engan forgangsrétt til að gera samninga umfram löglegt stéttarfé- lag sem fyrir er. Það hefur engan rétt til að ryðja löglegu stéttarfélagi til hhðar og þröngva sínum samning- um upp á aðra," sagði Sigurður. Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Efþú stendurmeö F-^i Llndu ýtir þú é itd Efþú stendur meö f^\ lögreglunni ýtir þú á l£Í ,r ö d d FOLKSINS 99-16-00 Hvort stendur þú með Lindu Pétursdóttur eða lögreglunni? Aftelns þelr sem eru i stafræna kerflnu og eru me6 ténvalssíma geta tekia þátt. Salan á G. Ben.-Eddu: Hluiabréfin seldábak viðluktardyr „Við erum búnir að kaupa öest hlutabréfin. Prentstofa G. Ben.-^ Edda verður hlns vegar rekin áfram sem sjáfstætt fyrirtæki og á að spjara sig í samkeppni við okkur og aðra," segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðj- unhar Ctóda. í gær eignaðist Prentsmiðjan Oddi 91,5 prósent hlutabréfa í Prentstofu G. Ben.-Eddu hf. Seh- endur bréfanna voru Iðnþróun- arsjóður, Iðnlánasjóður (Stoð hf.) og Glítnir hf., en áður höföu þess- ir sjóðir keypt 45,7 þrósent hlut Jóns Steingrímssonar (Árstíðim- ar hf.) í félaginu. Með kaupunum hefur Oddi náð tökum á einum helsta keppinauti sínum og þar með náð yfirráðum á um 30 pró- sentum af .almenna prentmark- aðinum hér á landi. Neita að gefa upp söluverðiö Hiutabréfin voru ekki auglýst opinberlega til sölu og hefur mik- tí ieynd hvílt yfir sölunnl Stárfs- mönnum Odda yar hins vegar tíl- kynnt um kaupin í gærmorgun. Upplýsingum um kaupverð var hins vegar haldið leyndum. „Ég ætla ekki aö gefa upp neinar tölur iim þetta," segir Þorgeir. Bæði Snorri Pétursson hjá Iðn- þróunarsjóði og Kristján Óskars-: son hjá Ghtni neituðu i gær að gefa upp söluverð hlutabréfanna þrátt fyrir að um fjármuni í vörslu opinberra sjóða hafi verið áð ræða. „Það er ekki viðeigandi að gefa þetta upp," segir Krístján. ,^>að er kaupandans aö gefa þétta upp," segir Snorri. Bragi Hannesson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs,. neiter einnig að gefa upp sölu- verðiö. Aðspurður kveðst hann ánægður með söluna. „Meö þessu hðfum við styrkt prentíðnaðinn í landinu," segir Bragi. ívarðhaldí vegna f íknief na ogfölsunar GyHl Kiis^ánsaQn, DV, Akuteyii; Rannsókn á fjársvika- og fikni- efnamáli sem upp kom á Akur- eyri i síðustu viku stendur enn yfirogtæplegaþrítugurkarlmað- ur sem handtekinn var og úr- skurðaður i gæshivarðhald til 22. nóvember vegna málsins situr enn í fangageymslu. Maðurinn mun hafá dreift ein- hverju magni afmetamins á Ak- ureyri og hafa 6 aðilar viður- kennt að hafa keypt fikniefni af: honum. Hinn hluti málsins er í stuldur á fjórum ávísanaheftum í Reykjavík. Úr ávísanaheftunum fjórum var falsaður fjöldi ávísana og mun upphæð þeirra nálgast hálfa miUjón króna. Verslun 10-11: Adeins einn rek- innfyrirþjófnað í frétt DV á miðvikudag var greint fri því að þremur starfs- mönnum í verslunum 10-11 hefði verið sagt upp vegna þjófnaðar. Eftir samtöl D V í gær viö noWira hlutaðeigandi aöila sgm tengjast málinu hefur komið í h'ós að ein- ungis einum starfsmanni var sagt upp vegna þjófnaðar. Hinir rveir hættu af öðrum ástæðum - öðrum þeirra var sagt upp en hann fær greiddan upp- s^ÉSBarfrest en hinn kveðst hafá sagt sjálfur upp af persónuleguis ástæðúm. Rekstraraðili verslah- anna vildi ekki fjá sig um máliö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.