Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHR'AM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Hinar vernduðu stéttir Ekki er nema rétt vika liöin síðan Guðmundur Ámi Stefánsson félagsmálaráðherra sagði af sér vegna meintra ávirðinga í starfi. Afsögn Guðmundar stafaði af mikilli opinberri umræðu um störf hans þar sem hverju blaði var flett og hvert skref mælt sem ráðherrann hafði stigið. Á sama tíma og þetta gerist koma upp tvö mál í þjóðfé- laginu sem snúa að embættismönnum. Þau varða sam- skipti borgaranna við umræddar stofnanir og starfsmenn þeirra. í öðru tilvikinu er um að ræða fræg viðskipti Lindu Pétursdóttur við lögregluna og í hinu tilvikinu er um að ræða orðaskipti Matthíasar Bjamasonar alþingis- manns og Sverris Hermannssonar Landsbankastjóra. Án þess að dómur sé lagður á málavexti í Lindumál- inu er athyglisvert að í fyrstu lotu ber lögreglan fyrir sig þagnarskyldu. Lögreglan segist hafa málsbætur en geti ekki sagt frá þeim vegna þess trúnaðar sem hvíli á störf- um lögreglunnar. Það er ekki fyrr en lögreglumaður legg- ur fram kæm á hendur Lindu sem lögregluskýrslur leka út. Og vel að merkja em þær skýrslur einhliða frásögn þeirra opinbem starfsmanna sem hafa í skjóli laganna og vemdarinnar beitt meintu ofbeldi gagnvart þeim borg- ara sem ber þá sökum. í deilu þeirra Matthíasar og Sverris bankastjóra hefur sá fyrmefndi haldið því fram að ríkisbankinn hafi mis- munað viðskiptavinum bankans. Hann fékk ráðherra í lið með sér til að hðka fyrir málinu á þeirri forsendu að bankinn hefði ekki gert rétt. En svar bankans var stutt og laggott: „Svo er ekki.“ Aðrar skýringar vom ekki gefnar og þegar Matthías lét stór orð faila um bankann og bankastjórana svaraði Sverrir Hermannsson því til að Matthías væri „geðillur og elliær“. Hér kemur í ljós að banki á vegum hins opinbera og í eigu almennings telur sig hafinn yfir gagnrýni. Hann er hafinn yfir aðhald. Meðan ráðherrar, sem kosnir em póhtískri kosningu, verða að sæta eftirhti og gagnrýni fólksins í landinu, em bankastjórar, sem em póhtískt skipaðir, vemdaðir fyrir sams konar umfiöhun og störf þeirra ósnertanleg leynd- armál. Bæði bankastjórar og lögreglumenn geta skofjð sér á bak við þagnarskyldu og lögverndaðan trúnað bg hvorki úölmiðlar né jafnvel kjörnir fuhtrúar almennings geta íjallað um viðkvæm mál þessara stofnana á málefna- legan hátt. Þegar borgarar, hvort heldur Linda Pétursdóttir eða aðrir, telja sig beitta harðræði og likamsofbeldi er það ekkert einkamál. Það snertir vinnubrögð og leikreglur sem gilda í samskiptum löggæslu og almennra borgara. Það varðar almenn mannréttindi, Ef lögreglan hefur sér málsbætur eiga þær líka að koma fram án þess að lögregl- an þurfi að vera bundin þagnarskyldu. Þegar Matthías Bjamason eða aðrir telja ríkisbanka mismuna viðskiptavinum eða fyrirtækjum á bankastjór- inn ekki að geta sett sig á háan stah, neitað að gefa skýr- ingar og svara með skætingi. í báðum tilvikum em mál þessi þannig vaxin að opin- berir starfsmenn, sem hlut eiga að máh, verða að svara með málefnalegum og heiðarlegum hætti hvort réttur sé brotinn á viðmælendum þeirra. Ef þjóðfélagið gerir þá kröfu til ráðherra að hann gæti siðferðis og réttlætis og láti ekki dómgreindarleysi ráða gerðum sínum má ekki síður gera þá kröfu til ann- arra þeirra sem gegna opinberri þjónustu. Ehert B. Schram „Eftir því sem lengur er barist eykst hatrið og beiskjan.“ - Tveir Bosníuhermenn kanna stöðu óvinanna fram- undan. Simamynd Reuter Aðaflétta eða af létta ekki Ósigurinn í þingkosningunum var ekki lengi að koma fram í utan- ríkisstefnu Clintons Bandaríkja- forseta. Hann ákvað að þóknast þinginu með því að hætta að fram- fylgja eftirliti með vopnasölubanni til múslíma í Bosníu, eins og vin- sælt er á þingi, og margt bendir til að nýja þingið ákveði eftir áramót að aflétta vopnasölubanninu. Það er pólitískt vinsælt og hem- aðarlega hættulaust fyrir Banda- ríkjamenn, en að sama skapi óvin- sælt og hættulegt fyrir þau ríki sem hafa friöargæsluíiöa í landinu, Breta, Frakka, Rússa og fleiri. Jafnframt eru Bandaríkjamenn að heimta meiri loftárásir NATO og meiri afskipti Sameinuðu þjóð- anna. Af öllu þessu er komið upp meira sundurlyndi innan NATO, milli Bandaríkjamanna og Evrópu- ríkjanna, en dæmi eru til áður, svo að í óefni stefnir. Króatar Margir kættust yfir þvi að músl- ímar hafa að undanfómu unnið vemlega sigra á Bosníu-Serbum og náð af þeim umtalsverðum land- svæðum, fyrst og fremst vegna þess að króatískt herhð gekk í lið með þeim. Þetta hefur orðið vatn á myflu þeirra sem vilja aflétta vopnasölubanninu en líka orðið til þess að múshmar em tæpast til viðræðu um friðsamlega lausn. Nú vilja þeir berjast til sigurs og heimta að NATO og Bandaríkja- stjóm hjálpi sér. Til þess er tals- verður vilji á nýju Bandaríkjaþingi sem kemur saman í janúar. En Króatar leika tveimur skjöld- um. Enda þótt þeir hafi hjálpað múslímum við að vinna svæði, þar sem Króatar eru mikill hluti íbú- anna, er Tudjmann forseti í makki við Milosevic Serbíuforseta. Króat- KjaUarirm Gunnar Eyþórsson blaðamaður ar em að nafninu til í ríkjasam- bandi við Bosníu en í raun er þeim meira í mun að ná samningum við Serba um þann þriöjung landsins sem er á þeirra valdi eftir striðið sem legið hefur niðri síðan í árs- byijun 1992. Ýmislegt bendir til þess að Milo- sevic, sem þegar hefur snúið baki við Bosníu-Serbum, sé nú reiðubú- inn að losa sig við Serba í Króatíu líka, til að losna endanlega undan viðskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna. Fari svo munu Króatar aö öllum líkindum snúast á sveif með Serbum gegn múshmum Bosníu, enda eiga Króatar landakröfur þar líka. Serbar í Krajinahéraði em þegar famir að semja við Króata. Friðarvilji Aht er þetta ískyggilegt og utan- aðkomandi aðhar em máttiausari en nokkm sinni fyrr. Loftárásir NATO hafa hingað til aðeins vakið fyrirhtningu enda eru loftárásir gagnslausar nema sem stuðningur við öflugan her á jörðu niðri. Ef vopnasölubanninu verður aflétt eftir áramót, sem margt bendir th, er fjandinn laus. NATO mun þá endanlega klofna. Friðargæsluhðið mun hverfa á braut, hungursneyð er þá skammt undan og bardagar munu breiðast út, jafnvel út fyrir núverandi átakasvæði. En þetta mun létta á samvisku Bandaríkjaþings, sem vhl að sjálfs- vamarréttur múslíma sé virtur en er ekki th viðtals um raunhæfar aðgerðir, sem væri hundrað þús- unda manna herhð NATO undir bandarískri forystu th að sthla th friðar í alvöru. Eftir því sem lengur er barist eykst hatrið og beiskjan. Friðarvhji er einfaldlega ekki fyrir hendi af hálfu neins stríðsaðha og meðan svo er er engra góðra tíð- inda að vænta. Gunnar Eyþórsson „Ef vopnasölubanninu verður aflétt eftir áramót, sem margt bendir til, er fjandinn laus. NATO mun þá endan- lega klofna, friðargæsluliðið mun hverfa á braut, hungursneyð er þá skammt undan... “ Skoðanir annarra Skammsýni LÍÚ „Við eigum að láta sveiflumar th sjávarins halda. áfram að kreista líftóruna úr því, sem eftir er af at- vinnugreinunum í landi, eins og gerst hefur hnnu- laust undanfarna áratugi. Við eigum að láta lífskjör fólksins í landinu smáfjara út og sætta okkur við að hafa ekki efni á því velferðarsamfélagi, sem við nú búum við - hvað þá öðra betra. Skammsýnin, þröng- sýnin - mér hggur viö að segja blindan - sem í þess- um viðhorfum felst er öldungis skelfheg. Hún vísar ekkert nema niöur á við.“ Jón Sigurðsson, framkvstj. íslenska járnblendifél., í Mbl. 17. nóv. Embættishugsjón Vesturlanda „Þegar farið er yfir helztu réttarheimhdir um stöðu ríkisstarfsmanna vakna ýmsar spumingar sem lúta að því hvert stefni í launa- og starfsmannamálum ríkisins.... Meðal ríkisstarfsmanna verður að kveða niður þann kjaradehu- og fjandskaparanda sem um langt skeið hefur verið ríkjandi, en efla í þess stað þann hohustu- og þjónustuanda sem mótaðist innan ríkis og kirkju á miðöldum og hefur þrátt fyrir allt löngum fylgt embættishugsjón Vesturlanda." Sigurður Líndal prófessor í 44. tbl. Vísbendingar. Fyrirtæki á sterum „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hve ólögleg lyfjanotkun íþróttamanna eyðheggur fyrir íþróttagreininni í hehd eða hversu óréttlát hún er þegar htið er th þeirra íþróttamanna sem leggja hart að sér th þess að ná árangri á löglegan hátt. Sú af- staða sem þeir em í jafnast á margan hátt á við sam- keppnisaðstöðu þeirra fyrirtækja sem standa skh á sköttum og gjöldum samanborið við þá aðha sem stinga undan skatti og stunda svokahaðan svartan atvinnurekstur." HKF i Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 17. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.