Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Iþróttir unglinga Fjölliðamót 10. flokks karla í körfuknattleik á Akureyri: KR-ingar höfðu betur - eftir tvísýnt einvígi gegn Þórsurum frá Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sex bestu lið landsins, sem skipa a-hóp 10. flokks karla í körfuknatt- leik, áttust við í 2. hluta íslandsmóts- ins á Akureyri um helgina. KR-ingar urðu sigurvegarar eins og í 1. mótinu í haust en nú eftir hörkukeppni við heimamenn úr Þór. Keppnisfyrir- komulagið í 10. flokki er þannig að liðunum er skipt í a-, h- og c-flokka Umsjón Halldór Halldórsson eftir styrkleika og eru leikin fjögur íjölliðamót áður en til úrslitakeppn- innar kemur í vor. Fjögur efstu liðin í a-flokki leika þá um íslandsmeist- aratitilinn, lið nr. 1 við lið nr. 4, lið 2 og 3 innbyrðis og sigurvegaramir úr þessum leikjum leika úrslitaleiki um titilinn. í keppni a-liðanna á Akureyri voru liö KR og Þórs í nokkram sérflokki. Bæði liðin töpuðu einni viðureign, Þórsarar í innbyrðisleiknum viö KR en KR-ingarnir töpuðu fyrir ÍBK. KR sigraði hins vegar í mótinu vegna innbyrðisúrslita gegn Þór. Það kom hins vegar nokkuð á óvart að Vals- menn, sem eru íslandsmeistarar í þessum aldursflokki, töpuðu öllum leikjum sínum nú. Strákarnir í þessum liðum eru í 10. bekk grunnskóla og því 15 ára gaml- ir. Það er þó ljóst að margir þeirra eru búnir að ná góðum tökum á grundvallaratriðum körfuboltans og þá er það ekki síður ánægjulegt að í liðunum er talsvert um hávaxna leikmenn en það lofar góðu um fram- tíðina. Annars voru það bakverðir liðanna sem oft voru bestu leikmenn þeirra og hafa margir þeirra náð góö- um tökum á því sem þeir eiga að eera. En lítum bá á úrslit leikianna: KR-ÍBK ‘. .' 40-45 KR-Þór .. ..44-39 KR-Valur 56-32 KR-UMFG 46-45 KR-Haukar 45-42 Þór-UMFG 69-54 Þór-ÍBK 62-33 Þór-Valur 53-50 UMFG-Haukar 53-56 UMFG-ÍBK 50-34 UMFG-Valur ... 54-43 ÍBK-Valur . 52-47 ÍBK-Háukar 47-26 Haukar-Valur 50-34 Lokastaðan: KR...............5 4 1 232-203 8 Þór..............5 4 1 284-217 8 ÍBK..............5 3 2 211-225 6 Haukar...........5 2 3 210-240 4 UMFG.............5 2 3 256-249 4 Valur............5 0 5 206-265 0 Sigurlið KR. Aftari röð f.v.: Ásberg Jónsson, Agnar Möller, Davíð Unnsteinsson, Baldur Ólafsson, Steinar Kaldal, Jóhann Eiríksson, Kristinn Vilbergsson þjálfari. Fremri röð f.v.: Eyþór Eyþórsson, Sævar Sveinsson, Sveinn Sche- ving, Snorri Jónsson, Dagur Bjarnason, Ari Vilbergsson og Finnur Vilhjálmsson. DV-mynd gk - sögðu Þórsaramir Elvar og Sigurður Gylfi Kriatjánsson, DV, Akureyií: „Viö getum verið ánægðir meö 2. sætið. Við töpuöum bara fyrir KR en sá leikur var jafn. Við vorum yfir framan af en það kom okkur e.Lv. á óvart hvað við stóðum í þeim-envið vorum ekki undir það búnir að klára dæmið,“ sögðu Þórs- ararnir Elvar K. Valsson og Sígurð- ur G. Sigurðsson sem voru bestu menn Þórs í mótinu. „Við eigum að hafa góöa mögu- leika á að standa okkur vel í vor þegar úrslitakeppnin verður og verðum vonandi í baráttunni, sennilega ásamt KR og Keflavík. í fyrra vorum við í 3.-4. sæti í 9. flokki óg komumst í undanúrslit í bikarkeppninni. Annars höfum við lengst af veriö í b-flokki eða alveg þángað til í fyrra. Nú erum við í liðinu farair að þekkja hver annan betur og við ætlum að standa okkur vel í vetur og vor,“ sögöu þeii* félag- arnir. ' Þórsararnir Eivar og Sigurður. DV-mynd gk Gunnar Stefánsson, fyrirliði ÍBK. DV-mynd gk Gunnar Stefánsson, ÍBK: Þokkalega ánægður Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er þokkalega ánægður með árangur okkar í mótinu,“ sagði Gunnar Stefánsson, fyr- irliði ÍBK, eftir leiki liðs- ins á Akureyri. „Nú tókst okkur t.d. að vinna bæði KR og Hauka sem við töpuð- um fyrir í fyrsta mótinu en við töpuðum hins vegar fyrir Þór sem við unnum þá. Mér finnst að við eigum alla möguleika á að bæta við okkur og veröa ofarlega í vor þegar úrshtin verða. Þá skiptir það okkur miklu máli að fá eitt mótið á okkar heimavöll. Við vit- um ekki hvort það verður en við höfum ekki fengið heimaleiki í tvö ár,“ sagði Gunnar. Gylfi Kristjánssctn, DV, Akuxeyri: „Við erum vanir að vera í efstu sætunum og vonandi verðum við það áfram," sögöu KR-ingarnir Finnur Vilhjálmsson og Snorri Jónsson eftir sigurinn í mótinu á Akureyri um helgina. Finnur og Snorrri eru búnir að iðka körfuboltann i nokkur ár og þeir eru ánægðir með fyrirkomulag mótsins, „Við höldum að þetta sé besta fyrirkomulagið og við fáum marga leiki yfir veturinn. Við urð- um Islandsmeistarar í 8. flokki og í vor þegar úrslitakeppnin hefst veröum við vonandi bestir. Annars veröur úrslitakeppnin örugglega spennandi og Haukar og Grindavík verða án efa sterk þar. Við erum inns vegar hissa á að Valur skyldi tapa Öilum leikjunum hér á Akur- eyri en liðið var meistarar í fyrra," sögðu Finnur og Snorri að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.