Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 63 27 00 Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. &8 LAUGARDAGS- 0G MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óhaö dagblaÖ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994. Miðhúsasilfiirsjóðurmn: Danirætlaað skoða silfrið Danska þjóðminjasafnið hefur tek- ið jákvætt í málaíeitan þjóðminjar- áðs um að danska þjóðminjasafnið verði fengið til að rannsaka silfur- sjóðinn frá Miðhúsum. Efasemdir vöknuðu um aldur nokkurra muna í silfursjóðnum í kjölfar skýrslu dr. James Graham- Campells, sem rannsakaði sjóðinn. Að sögn Lilju Ámadóttur, safn- stjóra Þjóðminjasafnsins, hefur enn ekki verið ákveðið hvenær silfrið fari utan þar sem óráðiö er hvemig verkið verði unnið. Rúmenarnir á gistiheimili Rúmenska parið sem kom til lands- ins sem laumufarþegar í Bakkafossi á þriðjudag er enn á landinu. Bakka- foss fór utan í gærkvöld en talið var líklegt að Rúmenamir færu með skipinu. Það var hins vegar vilji Eim- skipa að parið færi með flugi og því vai- ákveðið aö það færi frá borði. Þau halda nú til á gistiheimili á kostnað skipafélagsins á meðan út- lendingaeftirlitið fullafgreiðir mál þeirra. Beðið er þess að svör berist erlendis frá og verða þau send utan hið fyrsta, einnig á kostnað skipafé- lagsins. Eldur í upptökusal: Hlupumtilogrif- umsegliðniður - segir Helgi Bjömsson „Eitt augnablik hefði getað farið illa. Fyrst sáu menn einhvern smáeld í einu horni tjaidsins og trommarinn okkar kallaði og sagði að það væri kviknað í. Menn biðu bara rólegir og héldu að sviðsmenn ætluðu að grípa inn í enn ekkert gerðist. Síðan hljóp einhver til þegar eldurinn magnaðist. Þá fyrst, þegar eldurinn teygði sig upp í loftið, áttuðu menn sig á því hvað þetta var alvarlegt. Ég og KK, sem var með okkur þama, hlupum og rifum niður seghð ásamt einhverjum sviðsmanni Sjónvarps- ins og stöppuðum á því og slökktum hann,“ segir Helgi Bjömsson, söngv- ari í hljómsveitinni SSSól. Við stórslysi lá í gærdag í sjón- varpssal þegar eldur kom upp í dúk í sviðsmynd á tónleikum hljómsveit- arinnar. Upptökur stóðu yfir þegar ljóskastarar sem lágu við dúkinn sem var nokkuð stór og úr þunnu máluðu efni, kveiktu í honum. Helgi segir eldinn hafa verið nokkuð mik- . inn eitt augnablik og þá hefði Uka, skapast hætta en greiðlega hefði; gengið að slökkva hann. LOKI Þetta hafa verið brennheitir tónleikarhjá Helga! 800keyptu fyr ir 201 milljón A nlunda hundrað aðilar, mest einstaklingar, keyptu hlutabréf að andvirðí 201 milljón króna af Lyfja- versiun ríkisins sem ríkissjóður bauð til sölu í gær. Hlutur hvers var aö meðaltah 240-250 þúsund krónur. Flestir fengu 4/5 hluta kaupverðsins lánaða fyrir kaupun- um, samkvæmt upplýsingum Bjama Ármannssonar, forstöðu- manns fjárvörslu og markaðssviös Kaupþings, í morgun. Kaupin eru einstök í sinni röð fyrir þær sakir að kaupendur greiddu margir aðeins 1/5 hiuta kaupverðsins út en njóta engu að síður skattafsláttar að fuiiu þegar talið verður fram i janúar. Þannig greiddi sá sem keypti 200 þúsund króna hlutabréf 40 þúsund krónur í gær en fær síðan 160 þúsund krón- ur lánaðar vaxtaiaust og óverð- tryggt til tveggja ára. „Þetta er ein af fáum leiðum einstakUnga til að lækka sína skatta. Viö áUtum að bréfin séu öil seld og erum að fá tölur inn,“ sagði Bjami. Ríkissjóö- ur afhendir ekki bréfm fyrr en þau eru greidd að fuilu en skattafrá- drátturinn nýtist engu að síður að fullu allan greiðslutímann, að sögn Bjarna. Til að fa sem flesta kaupendur var ákveðiö að selja hvetjum aðila hiutabréf að hámarki 500 þúsund. Þaö nýttu fæstir sér því flestir nýttu sér lánsréttinn og héldu sig við 200 þúsund króna lánshámark- iö og greiddu 1/5 hlutann. Bréfin vom á 150 miUjónir króna að nafn- virðí en vora seld á genginu 1,4. Aðspurður um skattafyrirkomu- lagið með hliðsjón af lánsréttinum sagði Bjarni: „Eg vona að fólk hafi verið að kaupa bréfm með arð- semissjónarmiö í huga. Almennt tíökast þetta ekki á verðbréfamark- aðinum en ríkissjóður lánaði þó kaupendum vegna sölu á hiuta- bréfum í SR mjöli. Ég þekki þó nokkur dæmi um ián þar sem stór- ar sölur fara fram en ekki svona beint tíi almennings," sagði Bjarni. „Þessi viðbrögð komu okkur á óvart. Aðsóknin var meiri en reiknað var með. Álag á starfsfólk var mikið í gær, bæði í Kaupþingi og á öðrum sölustöðum,“ sagði Bjami. Það fá væntanlega margir vatn í munninn og fara að hlakka til Þorláksmessunnar þegar þeir sjá þessa mynd sem tekin var í gær af skötu sem er verkuð með vestfirskum aðferöum. Lyktin af skötunni þótti lofa góöu en Helgi Helgason saup hreinlega hveljur þegar Július Baldvin Helgason rétti honum skötuna til að lykta af. DV-mynd S Veðrið á morgun: Hiti 0-5 stig Um morguninn verður allhvöss suðaustanátt norðaustanlands og þegar kemur fram á daginn verð- ur suðvestan stinningskaldi suð- austan til. Annars verður breyti- leg átt, gola eða kaldi. Norðaust- anlands verður slydda en skúrir eða slydduél annars staðar. Hiti verður á bilinu 0-5 stig, hlýjast suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Seltzer fer til Wales Breskir eigendur Seltzer-verk-1 smiðjunnar á íslandi hafa ákveðið* að flytja verksmiðjuna úr Þverholt- inu í Reykjavík til Wales í byrjunl næsta árs. Þar með hefur þrotlaus I vinna ýmissa íslenskra aðila aðv halda verksmiðjunni á íslandi runn- ið út í sandinn. Þrír af starfsmönnum verksmiðj-1 unnar flytjast til Wales, þar á meðal Hörður Baldvinsson framkvæmda- stjóri sem verður verksmiðjustjóri I ytra. Búist er við að hátt á annan tug I starfsmanna verksmiðjunnar missi vinnuna en einhverjir gera sér vonir | um að fá vinnu viö átöppunarverk- smiðju Ferskvatns hf. Samkvæmt heimildum DV hefur komið í ljós að bresku eigendurnir hafi allan tímann verið staðráðnir í að flytja framleiðsluna úr landi. Þeir hafi haft fría leigu á gömlu Sólar- verksmiðjunni frá því í sumar á meðan þeir voru að undirbúa flutn- inginn til Wales. Færeyjasvindlið: Ekki rannsakað á íslandi Magnús Möller, aðstoðarlögreglu- stjóri í Þórshöfn í Færeyjum, segir að húsleit hafi ekki verið gerð á ís- landi í tengslum við fjársvikamáliö mikla sem nú er rannsakað í Færeyj- um. „Þetta snýst bara um Færeyjar, Danmörku og Grænland. Við höfum engar áætlanir uppi um að rannsaka málið á íslandi," sagði Möller í sam- tali við DV i morgun. Danska fréttastofan Ritzau sagði í fréttaskeyti í morgun að rannsókn svindlmálsins teygði anga sína alla leið til íslands. Borgarstjóri: Ríkið hef ur frumkvæðið „Ríkið greiðir rekstrarkostnað Borgarspítala. Ef við semjum við sjúkraliða um kjör sem ríkið sættir sig ekki við verðum við að senda reikninginn þangað þannig að við höfum htið svo á að ríkið verði að hafa frumkvæði og forystu í þessum málum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um ályktun sjúkraliða en þeir samþykktu í gær aö skora á borgarstjórn að sýna frumkvæði og taka upp beinar við- ræður um nýjan kjarasamning. / Merkivélar / Tölvuvogir / Pallvogir / Pökkunarvélar RÖKRAS HF. Bíldshöfða 18 “S 671020 -L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.