Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 24
32 Sviðsljós Þessi myndarlegi hópur var í vinalegu skapi á föstudagskvöldið þegar haldið var svokallað vinaball I félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæ. Vinaball sem þetta hefur verið haldið seinustu ár og oftast verið eitt best sótta ball ársins. Venja hefur verið að bjóða einhverjum nágrannaskólanna að vera með. Að þessu sinni voru það nemendur úr Ölduselsskóla sem heiðruðu Árbæingana með nærveru sinni og tóku þátt í faðmlagakeppninni sem fólst i því að safna sem flestum faðmlögum á einum klukkutíma. . 63 27*00 BEINN SIMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA mmDkGsmmm'jj Á mánudögum verður DV komið í hendur áskrifenda á suðvestur- hominu um klukkan 7.00 að morgni og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Helgarblað DV berst einnig til áskrifenda á sama tíma á laugardögum. BREYTTUR AFGREIÐSLUTIMI: Blaðaafgreiðsla og áskrift: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Helgarvakt ritstjórnar: Sunnudaga 16-23 Smáauglýsingar: Laugardaga: 9-14 Sunnudaga: 16-22 Mánudaga - föstudaga: 9-22 Ath.: Smáauglýsing í helgar- blað verður að berastfyrir klukkan 17 á fóstudag. FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Meiming_______________________ dv Japanskur kraftur Tónlist Áskell Másson gerst ef hljómsveitin hefði leikið á „upprunaleg" hljóð- færi. Hljómsveitin lék hins vegar mjög vel og fylgdi einkar fallegu slagi Takuo Yuasa í hvívetna. Það var síðan samstarf hljómsveitarinnar og Japan- ans með sprotann sem dreif þessa tónleika í hæðir með flutningi á Sinfóníu nr. 3 í a-moll op. 44 eftir Ser- gei Rakhmanínov. Túlkun Takuo var kraftmikil en öguð; nákvæm en hrífandi rómantísk. Vonandi fáum við þennan ágæta hljómsveitarstjóra aftur til sam- starfs við hljómsveitina. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í gær- kvöldi voru þijú verk: Haflög Þorkels Sigurbjömsson- ar, Klarínettukonsert Mozarts og 3. Sinfónía Rak- hmanínovs. Haflög samdi Þorkell Sigurbjömsson fyrir rúmum tuttugu árum og var verkið fmmflutt í apríl 1974. Það hefst á greinilegum bylgjum og ölduróti, sem, smátt og smátt, breytist í saklaust gjálfur. Lítið er um átök í þessari sjávarmynd, sem er þó kunnáttusamlega skrifuð og lék hljómsveitin verkið þokkalega, undir sfjórn japanska hljómsveitarstjórans Takuo Yuasa. Það var Hans Rudolf Stalder frá Sviss sem var ein- leikari í konsert Mozarts. Lék hann verkið á bassett- horn. Leikur hans var um margt fágaður, en fulljafn og skorti tilþrif. Tónn hljóðfæris hans var flauelsmjúk- ur og skorti á tíðum skerpu eða kraft til þess að drukkna ekki í hljómsveitinni. Máske hefði þetta ekki The Kinks - To The Bone ★★★ XA: í og úr sambandi Það er í tísku að vera „Unplugged" eða úr sambandi um þessar mundir. MTV hratt skriðunni af stað og síðan hafa fleiri fylgt í kjölfarið. Sennilega biður eng- inn hljómsveitina The Kinks að vera rafmagnslausa í sjónvarpsþætti og því hafa Davies-bræður bmgðið á það ráð að búa til plötu með gömlu Kinkslögunum Mjómplötiir Ásgeir Tómasson órafmögnuðum. Á To The Bone em upptökur úr hljóð- veri þeirra, Konk. í sumum lögunum er einungis leik- ið á kassagítar og sungið, í öðrum eru fleiri hljóöfæri með og í upphafi og endi er keyrt á öllu útopnuðu á hljómleikum. To The Bone er ágætlega heppnuð. Kinksaðdáendur (og þeir em ófáir enn, að því er mér skilst) hljóta að taka plötunni tveim höndum og hlusta af athygli á þessar nýju útgáfur gamalla laga. Sérlega er gaman að heyra Apeman í kalypsótakti og sáraeinfaldar út- gáfur af Sunny Aftemoon, Dedicated Follower of Fas- hion og fleiri lögum. Þá er einfölduð útgáfa af Wat- erloo Simset áheyrileg. Minnstur fengur er í upphafs- og endalögunum All Day and All of the Night og You Really Got Me. Þau em ansi Mkt útsett og á hljómleika- plötunni One for the Road og bæta engu við það sem þar heyrðist. Höfundur með hugmyndaf lug Þær em fjölbreyttar bækumar sem gefnar em út og óhætt er að segja að þær beri sumar hverjar vitni um auðugt hugmyndaflug höfuridanna. Sem dæmf um bók þar sem höfundurinn hefur gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn er Gátuhjólið eftir Láms Hinriksson. Það er oft alveg sérstakt ánægjuefni að lesa bækur eftir nýja höfunda og því fylgir yfirleitt eftirvænting. Sú var raunin við lestur Gátuhjólsins. En því miður vaknaði vantrú strax við lestur formála höfundar. Þessi bók fjallar um vægast sagt dularfulla og óvenjulega atburði og virðist eiga að byggjast á trú á helgar vættir, álfa og aðrar verur sem venjulegt fólk skynjar ekki. Reyndar er það að verða þjóðaríþrótt á íslandi aö telja sig vera séifræðinga í dulrænum fyrir- bæmm og heimum sem erfltt er að henda reiður á. Sagan gerist á norðaustanverðu landinu ef marka má ömefni í henni. Söguþráður bókarinnar stekkur á milli þriggja kynslóða. Hann hefst í samtíðinni, en færist fljótt einhveija áratugi aftur í tímann og endar síðan í samtíðinni. Aðalpersónan er Sigurpáll, 19 ára piltur sem býr með afa sínum á stóru kúabúi. Sagan hefst á lýsingu á viðureign við naut eitt ógurlegt og síðan líður ekki á löngu þar til hann færist til æsku- ára afans, þegar óútskýranlegir atburðir eiga sér stað. Þar koma við sögu kynjaverur sem engan veginn er hægt fyrir mannlega menn með hefðbundinn reynslu- heim í heimanmund að skilja eða skynja. Og þessar vemr búa yfir kröftum sem mennskir menn geta eng- an veginn tekist á við með venjulegum hætti. Alltof langt mál yrði að gefa einhverja raunhæfa lýsingu á söguþræði bókarinnar. Til þess er hann of flókinn og óskUjanlegur. Það er í raun jafn erfitt að ætla að draga einhverja ályktun um hvers vegna sag- an var skrifuð. Hún virkar alla vega á undirritaðan eins og að höfundur sé að reyna að tengja saman áhrif frá þjóðsögum af fjölbreyttum tegundum álfa og teikni- myndasögum þar sem aöalpersónumar búa yfir ein- hvers konar yfimáttúrlegum mætti. Við lestur þessarar bókar þurfti ekki að fletta mörg- um blaðsíðum til að átta sig á því að mikið vantar á að sagan sé tilbúin til útgáfu. Hún er eins og frumhand- rit sem hugsanlega hefði verið rétt að sýna útgefanda með áframhaldandi úrvinnslu í huga. Mikið vantar á Bókmenntir Sigurður Helgason að textinn sé nógu vel unninn. Hann er í raun algjör andstaða við þann texta sem góðir rithöfundar telja að sé til fyrirmyndar. í staðinn fyrir knappan og skýr- an texta em höfð mörg orð um hlutina. Hann er þung- meltur og raunverulega tiltölulega erfitt að fylgja þræði. Því til viðbótar er eins og að enginn hafi lesið text- ann yfir fyrir útgáfu. Innsláttarvillur era mýmargar, margfalt fleiri en undirritaður hefur séð í bók um langt árabil. Útgefanda virðist skorta metnað til að ganga þannig frá útgáfu að talist geti höfundi og útgáfu til sóma. Láras Jakobsson hefur vilja til að skrifa sögu. Hann hefur hugmyndaflug og leitar fanga á miðum sem margir hafa tahð álitleg á síðari áram. í formálanum talar hann um höfuðkraftana og ýmsar tegundir steina sem búi yfir eiginleikum sem fæst okkar skilja hvern- ig á standi. En þetta er ekki nóg til að skrifa læsilega sögu. Til þess þarf mikla vinnu með textann og sögu- þráðinn. Sumir segja að góðir rithöfundar stytti texta sinn mikið og leggi minni áherslu á magn en gæði. Með vandvirkni og mikilli vinnu hefði án efa verið hægt að skapa úr þræði Gátuhjólsins laglega sögu. En því verki er hvergi nærri lokið. Fyrr hefur verið minnst á prófarkalestur eða skort á honum en við það má bæta að kápa bókarinnar er ekki líkleg til að hafa jákvæð áhrif á sölu hennar. Lárus Hinriksson: Gátuhjóliö. Akureyri, ÍS-EY 1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.