Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 i » » » I » I 1 I Fréttir Lestur unga fólksins á DV — eitthvað lesið í vikunni Mars '94 Okt. '94 Mars '94 Okt. '94 =^QH Ný fjölmiðlakönnun: Unga fólkið lesDV Ný könnun Félagsvísindastofnun- ar sýnir að lestur DV og Morgun- blaðsins hefur lítið sem ekkert breyst frá síðustu könnun í mars á þessu ári, miðað við meðallestur á eintak, eins og fram kom í DV í gær. Lestur DV minnkaði úr 46% í mars í 45% í október og Morgunblaðsins úr 58% í mars í 57% í október. Þegar litið er á lestur unga fólksins samkvæmt könnuninni kemur hins vegar í ljós að DV hefur aukið hlut sinn hjá 12-19 ára aldurshópnum úr 64% lestri í mars í 72% í október. DV hélt sínum hlut hjá 20-24 ára lesendum frá marskönnuninni með 74% lestur. Mistök urðu við gerð grafs sem fylgdi frétt DV í gær. Rétt gröf birt- ast hér á síðunni. Lesendur eru beðn- ir veMrðingar á mistökunum. s 60% Dagblaðalestur — meöallestur á eintak — Mars '94 Okt. '94 Mars '94 Okt. '94 jnra=J Aukning rækjukvótans: Leysir aðeins vand- ann að litlum hluta - segir framkvæmdastjóri Þuríöar hf. „Þessi aukning úthafsrækjukvót- ans leysir ekki vandann nema að litl- um hluta. Aukningin hefði þurft að vera að minnsta kosti 20 til 25 þúsund tonn," segir Sigurður Hafberg, fram- kvæmdastjóri Þuríðar hf., vegna aukningar úthafsrækjukvótans um 13 þúsund tonn. Þuríður rekur rækjuvinnslu og frystihús í Bolung- arvík. „Þetta leiðir að vísu til þess að það slaknar örlítið á mestu spennunni á kvótamarkaðnum. Ég er og hef verið á þeirri skoðun að þessi viðbót hefði átt að renna til Þróunarsjóðs sem síðan hefði selt hann rækjuverk- smiðjunum og öðrum. Það hefði ver- ið eina sanngirnin því 80 prósent af kvótanum eru í eigu annarra en þeirra sem veiða hann," segir Sigurð- ur. Nú er leyft að veiða alls 63 þúsund tonn af úthafsrækju á móti 45 þúsund tonnum í fyrra. Kvennanstinn á Noröurlandi eystra: Málmfríður í framboð? Gyifi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Ég gef engar yfirlýsingar um það fyrir fram hvort ég verð í framboði fyrir Kvennalistann," segir Málm- fríður Sigurðardóttir, fyrrum þing- kona Kvennalistans á Norðurlandi eystra. Málmfríður segir að kvennalista- framboð á Norðurlandi eystra hafi lítið verið rætt þar til um helgina að landsfundur listans ákvað að boðið skyldi fram í öllum kjördæmum landsins. „Við höfum haft þann hátt- inn á þegar boðið hefur verið fram að óskað hefur verið eftir tilnefning- um á listann. Síðan hefur hópur kvenna tekið að sér að ræða við þær sem tilnefndar hafa verið og listinn hefur síðan verið settur saman. Ég reikna með að þessi aöferð verði einnig viðhöfð núna," segir Málm- fríður en hún var þingkona fyrir Kvennalistann á árunum 1987-1991. fyrsti vinningur á laugardag! Landsleikurinn okkar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.