Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
41
Fréttir
Leikhús
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra:
Séra Hjálmar
hafði betur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég fór í þessa baráttu til aö hafa
árangur og vann vel að því aö kynna
mig og minn málstað. Ég þekki
marga og fann smátt og smátt að
minn málstaður hafði hljómgrunn,"
segir Hjálmar Jónsson, sóknarprest-
ur á Sauðárkróki, sem sigraði í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins á Norður-
landi vestra um helgina. Hjálmar bar
sigurorð af Vilhjálmi Egilssyni þing-
manni í baráttu þeirra um 1. sæti
framboðslistans og sá sigur var af-
gerandi.
Pálmi Jónsson, sem leitt hefur lista
flokksins í kjördæminu, hættir þing-
mennsku í vor og gaf ekki kost á sér.
í kosningunum 1991 var Vilhjálmur
í 2. sæti hstans en Hjálmar Jónsson
í 3. sæti og hefur verið varaþingmað-
ur á yfirstandandi kjörtímabili.
Mjög góð þátttaka var í prófkjör-
inu. Alls greiddu 1641 atkvæði, eða
svipað og Sjálfstæöisflokkurinn fékk
í kosningunum 1991. Hjálmar fékk
832 atkvæði í 1. sætið og 1420 at-
kvæði alls. Vilhjálmur fékk 626 at-
kvæði í 1. sætiö, 810 atkvæði í 1.-2.
saetið og alls 1272 atkvæði.
í þriðja sæti varð Sigfús Jónsson,
Hvammstanga, með 633 atkvæði í
1.-3. sæti og 1443 alls. Þóra Sverris-
dóttir, Húnavatnssýslu, fékk 914 at-
kyæði í 1.-4. sæti og 1429 alls. Friðrik
H. Guðmundsson, Reykjavík, fékk
1126 atkvæði í 1.-5. sæti og 1334 at-
kvæði alls. Runólfur Birgisson,
Siglufirði, var með 1260 atkvæði í
I. -6. sæti og 1366 atkvæöi alls en lest-
ina rak Ágúst Sigurðsson, Húna-
vatnssýslu, með 1329 atkvæði í 1.-7.
sæti. Niðurstaðan var bindandi fyrir
öll þessi sæti.
„Þetta var fyrst og fremst jákvæð
barátta. Ég notaði alla þá jákvæðu
þætti sem prófkjör getur veitt með
því að vera í sambandi viö fólk víðs
vegar um kjördæmiö. Ég og mínir
stuðningsmenn lögðum áherslu á að
gæta þess að kynna fyrst minn mál-
stað og min sjónarmið en ekki fara
út í neinn hanaslag," segir Hjálmar.
Hann segist hafa verið búinn að
ganga frá því við biskup og sóknar-
nefnd að ef svona færi myndi hann
fá frí frá starfi sóknarprests á Sauö-
árkróki í 4 ár. Um samstarf við Vil-
hjálm Egilsson sagðist hann ekki
hafa ástæðu til aö ætla annað en það
yrði gott. „Ég hef ekki kastað að hon-
um nokkrum steini, fjarri því,“ sagöi
Hjálmar.
Vatnsflóð í Hlíðunum
Slökkvihðsmenn í Reykjavík
höfðu í nógu að snúast aðfaranótt
laugardags vegna vatnsveðurs og
roks. Vatn flæddi inn í íbúö í Hlíðun-
um en þar urðu skemmdir ekki mikl-
ar. Þá stíflaðist þakniðurfall við
Steindórsprent við Síðumúla. Vatn
Tilkyimingar
Jólakort Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna
UNICEF, eru komin í verslanir. UNICEF
hefur selt jólakort til fjáröflunar fyrir
starfsemi sína allar götur síðan 1949. Hér
á íslandi eru þaö Kvenstúdentafélag ís-
lands og Félag íslenskra háskólakvenna
sem sjá um sölu jólakorta Bjamahjálpar-
innar. Skrifstofa þeirra er að Hallveigar-
stöðum, Túngötumegin og er opin fram
að jólum milli kl. 16 og 18. Kortunum
hefur einnig verið dreift í allar helstu
bókabúðir landsins.
Listaklúbbur Leik-
húskjallarans
Mánudaginn 28. nóv. munu Vísnavinir
standa fyrir vísnakvöldi í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans. Dagskráin hefst um
kl. 20.30 og er fjölbreytt aö vanda. Flytj-
endur verða Hörður Torfason, Olga Guð-
rún Ámadóttir, Anna Pálína Árnadóttir,
Gunnar Gunnarsson, Hreiðar Gíslason
og Sveinn Óskar Sigurðsson, ljóskáld auk
hljómsveitar Jarþrúðar.
Ný antikverslun
Antikverslunin Munir og minjar var
opnuð nýlega að Grensásvegi 3. Munir
og minjar bjóða upp á mikið úrval af
antikhúsgögnum, s.s. borðstofuhúsgögn-
um og sófasettum. Munir og Minjar er
ein stærsta verslun sinnar tegundar á
Norðurlöndum. Opnunartími verður frá
kl. 12-18 alla daga.
fór inn á gólf en pappír skemmdist
ekki þar sem hann stóð á brettum.
Slökkviliðsmenn voru einnig kall-
aðir út í tæka tíö vegna vinnupalla
sem fóru af stað á tveimur stöðum í
borginni að morgni laugardags.
Leikfélag Þórshafnar
Föstudagskvöldið 25. nóv. frumsýndi
Leikfélag Þórshafnar leikritið „Hafið"
eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn
Steinunnar Jóhannesdóttur. Leikarar
em 13 en alls starfa u.þ.b. 30 manns viö
sýninguna. Sýnt verður 4 sinnum í Þórs-
veri á Þórshöfn, auk þess sem sýnt verð-
ur á Húsavík 3. des., i Skúlagarði 4. des.
og á Vopnafirði 10. des.
Nýtt jólakort Rauða
kross hússins
Út er komið jólakort Rauða kross hússins
1994 og er að þessu sinni á því mynd af
steindum glugga í Fáskrúðarbakkakirkju
á Snæfellsnesi eftir Benedikt Gunnars-
son listmálara. Hægt er að fá kortin í
þremur útgáfum: án texta, með textanum
„Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár“
og „Season's Greetings" á ensku, þýsku,
frönsku og spænsku. Pantanir er hægt
að gera í síma RK-hússins: 91-622266, fax
91-622235.
ÞJÓÐLEIKHÚSID
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
VALD ÖRLAGANNA
eftir Giuseppe Verdi
Á morgun, þrd., nokkur sæti laus, föd.
2/12, örfá sæti laus, sud. 4/12, nokkur
sæti laus, þrd. 6/12, laus sæti, fid. 8/12,
nokkur sæti laus, Id. 10/12, uppselt.
GAUKSHREIÐRIÐ
eftir Dale Wasserman
Fld. 1/12, föd. 13. jan.
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Simonarson
Mvd. 30/11, uppselt, Id. 3/12,60 sýn. upp-
selt, föd. 6. jan. Ath. Fáar sýningar eftir.
SNÆDROTTNINGIN
eftir Evgeni Schwartz
Byggt á ævintýri H.C. Andersen
Sud. 4/12 kl. 13.00 (ath. sýnlngartima,
mvd. 28/12 kl. 17.00, sud. 8. jan. kl. 14.00.
Litla sviðiðkl. 20.30.
DÓTTIR LÚSÍFERS
eftir William Luce
Fid. 1/12, næstsiðasta sýning, Id.
3/12, siðasta sýning.
Ath. aðeins 2 sýningar eftir.
Smiðaverkstæðið kl. 20.00
SANNAR SÖGUR AF
SÁLARLÍFISYSTRA
eftir Guðberg Bergsson í leikgerð
Viðars Eggertssonar
Fid. 1/12, föd. 2/12, sud. 4/12, næst síð-
asta sýning, þrd. 6/12, siðasta sýning.
Ath. aðeins 4 sýningar eftir.
Gjafakort i leikhús-
sígild og skemmtileg gjöf.
LISTAKLÚBBUR
LEIKHÚSKJALLARANS
Vísnakvöld með vísnavinum -
mánud. 28/11 kl. 20.30.
Miðaverð kr. 500, kr. 300 fyrir félags-
menn.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og
fram að sýningu sýningardaga. Tekið á
móti símapöntunum alla virka daga frá
kl. 10.00.
Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00.
Sími 1 12 00-Greiðslukortaþjónusta.
Silfurlínan
Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borg-
ara alla virka daga frá kl. 16-18. Sími
616262.
Gull- og silfurbúðin Erna
, hefur hafið framleiðslu á 3. jólasveina-
skeiöinni. Á eftir Steklgarstaur og Gilja-
gaur er það Stúfur sem prýðir skeiðina
í ár. Skeiðin er smíðuð úr 925 sterhng
silfri. Allar 3 skeiðamar eru fáanlegar
, hjá Emu hf. að Skipholti 3 og hjá ýmsum
skartgripasölum og verslunum um allt
land sem selja íslenskan listiðnað.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Litla svið kl. 20.00
ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR)
ettir Jóhann Sigurjónsson
Laugard. 3/12.
Föstud. 30/12.
Stóra svið kl. 20.
LEYNIMELUR13
eftlr Harald Á. Sigurðsson, Emil
Thoroddsen og Indriða Waage.
Laugard. 3/12, föstud. 30/12.
Stóra svið kl. 20.
HVAÐ UM LEONARDO?
eftirEvald Flisar.
Föstud. 2/12, allra síóasta sýning.
Litla svið kl. 20:
ÓFÆLNA STÚLKAN
eftir Anton Helga Jónsson.
Miövikud. 30/11, fáein sæti laus, fimmtud.
29/12.
Miðasala er opin alla daga nema
mánudagafrá kl. 13.00-20.00. Miða-
pantanir í síma 680680 alla virka daga
frá kl. 10-12.
Gjafakortin okkar
eru frábær jólagjöf!
Greiðslukortaþjónusta.
Lelktélag Reykjavikur-
Borgarleikhús
MÖGULEIKHÚSID
við Hlemm
TRÍTILTOPPUR
barnasýning eftir Pétur Eggerz
Þrl. 29/11, kl. 10, upps., kl. 14, upps.
Mlö. 30/11, kl. 10 og 14.
Fim. 1/12, ki. 10 og 14.
Fös. 2/12, ki. 10 og 14, upps.
Sun. 4/12, kl. 14, fá sætl laus, og 16.
Mán. 5/12, kl. 10, upps., og 14.
Þri. 6/12, kl. 10, upps., og 14.
Mlð. 7/12, kl. 10, upps., og 14, upps.
Fim. 8/12, ki. 10, upps., og 14, upps.
Fös. 9/12, kl. 10, upps., og 14, upps.
Sun. 11/12, kl. 14, upps., og 16.
Mán. 12/12, kl. 10, upps., og 14.
Þri. 13/12, kl. 10 og 14.
Mið. 14/12, kl. 10 og 14.
Fim. 15/12, kl. 10.30, upps., og 14.
Fös. 16/12, kl.10og14.
Miðasala allan sólarhringinn, 622669
Laugavegi 105 - 105 Reykjavík
Félagsvist ABK
Spilað verður í Þinghóli í kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Safnaðarstarf
Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað-
arheimilinu Lækjargötu 14a þriðjudag
kl. 10-12.
Fella- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur
kl. 20.
Hjallakirkja: Æskulýðsfundur í kvöld
kl. 20.
Keflavíkurkirkja: Fræðsla fyrir foreldra
sunnudagaskólabarna verður í Kirkju-
lundi kl. 20.30 mánudagskvöld 28. nóv.
Gunnar Finnbogason, uppeldisfræðingur
og kennari við Kennaraháskóla íslands,
flytur erindi um böm og uppeldi. For-
eldrakvöld með foreldrum fermingar-
barna verður í kirkjunni kl. 20.30 á
þriðjudagskvöld, 29. nóv. Gunnar Finn-
bogason, uppeldisfræðingur og kennari
við Kennaraháskóla íslands, flytur erindi
um unglinga og uppeldi. Kaffi í Kirkju-
lundi á eftir. Kirkjan er opin alla þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 16-18. Komið og
eigiö ykkar kyrrðarstundir í kirkjunni.
Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma
i Kirkjulundi.
Kópavogskirkja: Mömmumorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum þriðjudag kl.
10-12.
Neskirkja: Mömmumorgunn í safnaðar-
heimilinu kl. 10-12 á þriðjudag. Kafli og
spjall.
Seljakirkja: Mömmumorgunn, opið hús
þriðjudag kl. 10-12. KFUK fundir í dag,
vinadeild, kl. 17-18 og yngri deild kl.
18-19.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn
þriðjudag kl. 10-12.
ftíllA.
DV
9 9*17*00
Verö aðeins 39,90 mín
Fótbolti
2] Handbolti
3 [ Körfubolti
4| Enski boltinn
5 j ítalski boltinn
6 [ Þýski boltinn
7 [ Önnur úrslit
.8 j NBA-deildin
Vikutilboð
stórmarkaöanna
2 Uppskriftir
li col PTP<2 $]j@l
11 Læknavaktin
21 Apótek
31 Gengi
4
jý Dagskrá Sjónv.
g§ Dagskrá St. 2
[SJDagskrárásarl
4 j Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
5’ Myndbandagagnrýni
61 ísl. listinn
-topp 40
7[ Tónlistargagnrýni
5^11111
lj Krár
2 Dansstaðir
3[Leikhús
4 : Leikhúsgagnrýni
J5J Bíó
[6] Kvikmgagnrýni
JLJ Lottó
_2j Víkingalottó
31 Getraunir
Eœi1
9 9*1 7*00
Verð aðeins 39,90 mín.