Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Útlönd FlokkurHelmuts Kohlsræðir kvennakvóta Búist er við heiturn urnræð- um um kvenna- kvóta hjá kristilegum; jaí'naðarmönn- um, flokki Helmuts Kohls Þýskalands- kanslara, en j>eir halda flokks- þing sitt í dag. Tillögur eru um að konur fái þriöjung allra starfa á vegum flokksins. Flokksformaðurinn Peter Hintze, sem er helsti baráttumað- ur kvótakerfisms, sagði í gær að hann væri nokkuð viss um að til- laga hans yrði samþykkt. Dollar í hættu vegnapeninga- falsara Mikil gósentíð er nú hjá glæpa- mönnum sem nota nýjustu tækni til að falsa peningaseðla. Dollar- inn er í mestri hættu þar sem hann er helsta myntin í heims- viðskiptum. Þetta kemur fram í grein í bandaríska tímaritinu US News and World Report. Þar segir að allt að tíu milljaröar dollara í fóls- uðum seðlum séu í umferð utan Bandaríkjanna. ReynirMónakó- fursti á batavegi eftiraðgerð Reynir Món- akófurstí er á góðum batavegi eftir að hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir helgi. Aö sögn starfs- manna í fursta- höllinni gat þjóöhötðinginn tekið á móti fiölskyldu sinni, snætt og lesið dagblöð strax á laugardag. Reuter Hlúum að börnum heims -framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI DV Þrír menn í haldi á Norður-írlandi fyrir kynferðisofbeldi: Meira en 100 börn misnotuð Þrír menn eru nú í haldi á Norður- írlandi vegna kynferðislegrar mis- notkunar á rúmlega eitt hundrað börnum, aðallega drengjum á aldrin- um átta til tólf ára. Á annan tug manna til viðbótar hafa veriö yfir- heyrðir vegna þessa en sleppt. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Bretlandi, að því er breska blaðið Observer sagði í forsíðufrétt í gær. Lögreglan á Norður-írlandi sagði í gær að saksóknari væri nú að rann- saka málskjölin. Observer sagði að rannsókn lög- reglunnar beindist að bæjarblokka- hverfi í Londonderry, norðvestur af Belfast. Meðal þess sem barnaníð- ingahringurinn hefur gert eru nauðganir og stóðlífi. Þá hefur einnig verið staðhæft að börnin hafi verið beitt ofbeldi og þeim hafi verið hótað brottnámi. Mennirnir eru sagðir hafa stundað iðju sína í mörg ár. Lögreglan staðfesti að hún hefði rannsakað misnotkun barna í Lon- donderry en vildi ekkert tjá sig um málið. Heimildir herma að fleiri en mennirnir þrír sem nú eru í haldi verði ákærðir. Observer sagði einnig frá óskyldu máli í Londonderry þar sem fjöl- skylda segir að kirkjan hafi verndað prest, sem réðst á dóttur þeirra með kynferðislegu ofbeldi, í þrjú ár. Reuter Tekur Lahnstein viðafGro? Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Andstæðingarnir taka ekki á sig ábyrgðina eftir kosningarnar," hefur Gro Harlem Brundtland þráfaldlega sagt nú í kosningabaráttunni. Svo gæti þó farið að hún hefði þar rangt fyrir sér. Höfuðandstæðingurinn, Anne Enger Lahnstein, hefur í það minnsta ekki vísað frá sér ábyrgð á landsstjórninni fari hún og nei- mennirnir með sigur af hólmi í dag. Lahnstein er eini stjórnmálamað- urinn úr andstöðuhðinu sem getur tekið við af Gro Harlem. Hún fengi þó aldrei meirihluta þingsins til að styðja sig. Lahnstein er klókari stjórnmálamaður en margir ætla. Hún hefur rifið Miðflokkinn upp úr mikilli lægð. í kosningabaráttunni nú hefur hún sannað að henni er ekki fisjað saman þótt stundum virð- ist sem yfirlýsingar hennar séu eins og út úr kú. Bandaríkjaþing samþykkirGATT Bill Clinton Bandaríkjafor- setigeturandað rólegar þar sem allt bendir til að Bandaríkjaþing muni leggja blessun sína yf- ir - nýjan GATT-samning í vikunni. Óttast var að repúblikanar mundu koma í veg fyrir samþykki samningsins. Reuter Mikið var um dýrðir í Lundúnum í gær, á fyrsta sunnudeginum i aðventu, þegar heljarinnar skrúðganga fór þar um götur. í göngunni var meðal annars þessi fríði jólasveinn sem veifaði óspart til mannfjöldans. Þúsundir Lundúnabúa fylgdust með göngunni. Símamynd Reuter Varnirnar við Bihac-bæ eru að bresta Vamir stjórnarhers Bosníu við Bihac-bæ í samnefndu héraði eru um það bil að bresta og árásarsveitir Serba eru komnar í úthverfm, að þvi er talsmaður Sameinuðu þjóöanna sagði í gær. „Serbar eru farnir að þrengja að íbúðahverfunum," sagði Edward Joseph, talsmaður SÞ, og bætti viö að ástandið væri mjög alvarlegt. Aðeins eru 300 til 400 menn eftir til að verja bæinn. Serbar héldu uppi skothríð úr sprengjuvörpum, loft- varnabyssum og skriðdrekum. Harðir bardagar geisuðu í eins kílómetra íjarlægð frá yfirfullu sjúkrahúsinu. Friðargæsluliðar SÞ reyndu að verja sjúkrahúsið meö brynvörðum bílum. Nærvera þeirra virtist vera starfsliðinu og nærri 2000 sjúklingum einhver huggun. Ríkisstjórn Bosníu skýrði frá því í gær að hún hefði fallist á tillögu SÞ vopnahlé og vopnlaust svæði en þá yrði stjórnarherinn að flytja menn sína og bækistöðvar burt frá Bihac. Rcuter Stuttar fréttir Serbartóku gísla Serbar tóku um 150 breska og hollenska friðargæsluhða SÞ í gíslingu í Bosníu. Páfi meiddur Jóhanne&Páll páfi meiddi sig á litlafmgri ha>gri handar i gær þegar bíl- hurð skellöst á hann og kom hann með putt- ann vafinn í messu meö 30 kardínálum. Stjórnmálatengsl ísrael og Jórdanía hafa tekið upp stjórnmálatengsl í kjölfar friðarsamningsins. Fyrirsát á Vesturbakka Rabbíi lét líflð og ísraelskur lög- regluþjónn særðist þegar bíl þeirra hvolfdi eftir að skotið var á hann á Vesturbakkanum. TaiaðviðSinnFein Bresk stjórnvöld ætla að ræða beint viö Sinn Fein, pólitískan arm IRA. Meira ofbeldi í Alsír Alsírskar öryggissveitir hafa vegið tæplega áttatíu harðlínu- menn múslíma á einni viku. Pólskur togari tekinn Norska strandgæslan tók pólskan togara við ólöglegar veið- ar suðvestur af Stafangri. Saddamræðurferð Saddam Hussein íraksforseti hefur tekið við stjórn utanríkis- mála lands síns. AídaáEgyptalandi Ekki tókst að selja alla miða á frumsýningu á óperunni Aídu nærri bænum Lúxor á Egypta- landi um helgina. Skotíðárútu Óþekktur maður skaut úr bif- reið sinni á langferðabíl nærri Malmö í Svíþjóð á laugardags- kvöld. Skólastjórar mótmæla Þúsundir skólastjóra í frönsk- um framhaldsskólum mótmæltu naumum íjárframlögum og of miklu álagi. John Major hafði betur John Major, forsætisráð- herra Bret- tands, h;tfði tet- ur i glíinunni við andstæð- inga ESB innan eigin flokks en í dag verða greidd atkvæöi i þinginu um auk- in framlög til sambandsins. Tólf létust í rútuslysi Tólf manns fórust og átján slös- uðust þegar langferðabifreið fór út af þjóðvegi í Kólumbíu. Rcuter, NTB, TT Stimpilpenni merktur fyrirtækinu og/eða starfsmanninum og með þeim upplýsingum sem hver vill. - Glæsileg gjöf ! PDæÉStoss KRÓKHÁLSI 6* P.O. BOX 10280 SlMI 91 - 67 1900 • FAX 91 ■ 67 1901 • 110 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.