Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblaö 200 kr. m/vsk. Ringulreið til góða Jóhanna Sigurðardóttir og fylgismenn hennar héldu kynningarfund í gær. Þar var vel mætt og mörg kunnug- leg andht sem áður hafa sést í póhtísku starfi, einkum á vinstri væng stjómmálanna og undir merkjum annarra flokka. Ljóst er að Jóhanna mun sækja fylgi og stuðning úr ýmsum áttum og höggva skarð í fylgi fleiri flokka heldur en Alþýðuflokksins eins þegar kemur að fram- bjóðendum og kjósendum. Hér hefur áður verið bent á að hugsanlegt og væntan- legt fylgi Jóhönnu Sigurðardóttur mun verða samsafn þeirrar óánægju og undiröldu sem ríkir í þjóðfélaginu og beinist að stjómmálunum almennt. Hún mun fiska í því gmgguga vatni. Ringulreiðin mun aukast. Reynslan verður síðan að skera úr um það hversu langlíf þessi fylking verður, með hhðsjón af þeirri stað- reynd að hér er um lausafylgi að ræða, óánægju sem beinist í ólíkar áttir en sækir ekki styrk sinn í hugsjón eða málstað, nema þá sem sveiflast frá einum degi til annars, frá einni skoðun til annarrar. Nú, þegar ljóst hggur fyrir að Jóhönnu Sigurðardóttur er alvara með framboði um aht land, mun það verða áhtlegur hópur sem greiða mun hinum nýja flokki henn- ar atkvæði sitt. Samkvæmt skoðanakönnun, sem DV birtir í dag, er fylgi hennar umtalsvert meira heldur en annarra vinstri flokka sem þó sækja allir meira og minna á sömu mið. Ef Framsóknarflokknum er bætt við og Kvennahstanum munu að minnsta kosti fimm flokkar sækjast eftir fylgi svokahaðs félagshyggjufólks. Ekki mun Sjálfstæðisflokkurinn heldur sleppa við þá múgsefjun sem nýjum flokki fylgir. Með öðrum orðum, Jóhanna og hennar nýi flokkur mun sækja atkvæði í ahar áttir. Það sannar enn einu sinni hversu mörkin milh flokka eru óljós og hversu úrelt flokkaskipanin er. Það jákvæða við framboð Jóhönnu Sigurðardóttur hggur kannski fyrst og fremst í þeim árangri að það mun brjóta upp flokkakerfið og flýta fyrir þeirri þróun að það verði stokkað upp. Það er enginn vafi á því að sá fjöldi kjósenda, sem finnur til sameiginlegra hagsmuna og sam- stöðu í póhtík, mun auka þrýsting og kröfur til að flokk- amir rugh saman reytum sínum og myndi eina breiðfylk- ingu í stað þess klofnings sem nú tvístrar kjósendum í ahar áttir. Ef það verður niðurstaðan er framboð Jóhönnu rétt- lætanlegt. Staðnað og úrelt flokkakerfi er meðal annars og aðalástæðan fyrir þeirri kreppu sem nú ríkir í stjórn- málunum, þeim trúnaðarbresti sem ríkir mihi kjósenda og flokka og heldur hlífiskildi yfir þeim órétti sem við- gengst í atkvæðavægi hér á landi. Athygh skal vakin á því að uppstokkunin mun ekki verða með enn einum flokknum á Alþingi, eins og aht stefnir í með nýjum flokki Jóhönnu Sigurðardóttur. Sljómleysið og ringulreiðin mun aukast á næsta þingi og sá stöðugleiki, sem þjóðin þarf á að halda, mun svo sannarlega ekki myndast þegar vinstri flokkamir fara að bítast um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eða þá gera tilraun til sameiginlegrar stj órnarmyndunar. En vonin er sú að fáránleiki þeirrar stöðu sem kemur upp, þeir árekstrar sem flokkamir lenda 1 og sú krafa kjósenda að sameining komi í stað sundrungar flokka, knýi bókstaflega foringja flokkanna til að taka höndum saman í færri fylkingum. Það er það góða og jákvæða sem ringulreiðin í kringum Jóhönnu getur haft í fór með sér. Ehert B. Schram Samgöngur á höf- uðborgarsvæðinu Að undanfómu hafa verið um- ræður um úrbætur í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem þekkja umferðina í höfuðborginni vita að þar er þörf fyrir úrbætur. Hins vegar má um það deila hvau mörkin eiga að vera á milli fram- kvæmda sem eru á ábyrgð sveitar- félaga og þeirra sem kostuð eru úr ríkissjóði. Auk þess sem benda má á það að höfuðborgin hefur haft algera sérstöðu meðal sveitarfélaga um tekjuöflun og rekstur orkufyr- irtækja og hafnar sem hafa malaö gull í áratugi íbúunum til mikilla hagsbóta. Stækkun olíuhafnar Til þess að leysa umferðarvanda í höfuðborginni og draga úr slysa- hættu tel ég að þurfi að líta til lausna sem eru til frambúðar og að öðra leyti til hagsbóta og em til þess fallnar að nýta betur íjárfest- ingu og mannvirki. Við okkur blas- ir að nauðsynlegt er að gera svæð- isskipulag fyrir höfuðborgarsvæð- ið allt, Suðurnesin og Hvalfjarðar- svæðið einnig þar sem fjallað verði um samgöngukerfið sem heild, bæði vegi og hafnir. Við núverandi aðstæður tel ég óeðiilega mikilli umferð beint inn í höfuðborgina. Þar á ég einkum við þungaflutniga og umferð einka- bíla sem tengjast viðskiptum við fyrirtæki sem eru staðsett viö höfn- ina og í hjarta borgarinnar. í fréttum í Morgunblaöinu 11. nóvember er sagt frá miklum fram- kvæmda- og íjárfestingaáformum Reykjavíkurhafnar. Stefnt er að því að auka umferð olíuskipa í að- alhöfninni og um leið auka enn- frekar flutninga um miðborgina vegna olíuflutninga. Þessi áform eru fullkomlega óeðlileg þegar tek- ið er tillit til þess að stór hluti oliu sem berst til landsins er síðan flutt- ur með bílum frá höfuðborgar- svæðinu og veldur hluta af þeim KjáUariim Sturla Böðvarsson alþingismaður Reykjavíkurhöfn. Verði það ekki gert er einsýnt að Reykjavíkurhöfn verður að taka þátt i gerð umferð- armannvirkja út úr borginni og með ströndinni innan borgarmark- anna. Afkoma Reykjavíkurhafnar hef- ur verið mjög góð, m.a. vegna þess að flutningar á sjávarafurðum sem er ekið til borgarinnar hafa aukist um leið og strandflutingar hafa dregist saman. Framlegð Reykja- víkurhafnar frá rekstri hefur verið um 200 milljónir á ári sem er mjög góð afkoma fyrirtækis sem ekki greiöir skatta af rekstrarhagnaði og hefur skapað höfuðborginni til- tekið svigrúm. Með göngum undir Hvalfjörð skapast mikilvægir möguleikar til þess að létta á umferðinni sem þarf nú að fara til Reykjavíkurhafnar. „Við okkur blasir að nauðsynlegt er að gera svæðisskipulag fyrir höfuð- borgarsvæðið allt og Suðurnesin einnig þar sem fjallað verði um samgöngu- kerfið sem heild, bæði vegi og hafnir.“ vanda sem er í umferöinni. Stækk- un olíuhafnar og um leið olíu- birgðastöðvar í Órfirisey og þá væntanlega í Laugarnesi mun leiða til þess að umferð mun aukast vegna flutninga með olíuvörur um meginumferðaræðar borgarinnar í átt til Vestur- og Suðurlands. Á Grundartanga eða Akranesi Mikilvægustu aðgerðimar til þess að bæta samgöngukerfið á þessu svæði eru að bæta umferðar- mannvirki inn og út úr borginni svo sem með mislægum gatnamót- um og draga úr flutningum um Með því að færa olíubirgðastöðvar að hluta upp í Hvalfjörð mætti landa þar öflum olíuvörum sem fluttar eru vestur og norður um land. í Hvalfirði er fullkomin olíu- löndunaraðstaða fyrir öll oliufélög- in. Þá mætti staðsetja flutninga- miðstöð fyrir skipafélögin á Grund- artanga eða á Akranesi vegna þess varnings, þeirra gáma sem ættu að fara vestur og norður um land með bílum eða skipum. Með slíkum aðgerðum mætti létta á umferðarþunga til höfuð- borgarinnar og færa þungamiðju byggðar og þjónustumannvirkja. Sturla Böðvarsson Skoðanir annarra Ungt ffólk til ríkisstarfa „Ungt fólk hefur streymt í stórum stíl í háskólanám sem einkum nýtist opinberum aðilum í stað þess að sækja í verknám til undirbúnings fyrir krefjandi störf í atvinnulífmu. Þetta á sérstaklega við um kon- ur en mikifl meirihluti háskólamenntaðra kvenna hefur séð hag sínum best borgið með því aö mennta sig til starfa hjá ríkinu. Mesta furöu vekur þó sú staðreynd að einungis lítið brot háskólamanna hefur ráðið sig til starfa í undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar, sjávarútvegi." KB í Viðskipta/atvinnulífi Mbl. 24. nóv. Linda og lögreglan „Það vonda við mál af þessu tagi er að það er ekki endilega víst, og jafnvel ólíklegt, að sannleikurinn komi nokkurn tíma í ljós - þrátt fyrir rannsókn þar tfl bærra aðila. Fullyrðing stendur gegn fullyrðingu og enginn til vitnis aðrir en beinir þátttakendur í atburðinum. Það er heldur ekki til bóta, að þegar hópur manna, í þessu tilviki Reykjavíkurlögreglan, telur að sér vegið þá hafa menn tilhneigingu til þess, af misskilinni stéttvísi, aö veija hver annan fram í rauðan dauðann." Úr forystugrein Morgunpóstsins 24. nóv. Lágt metin kvennastörf „Hvers vegna eru konur í láglaunastörfum? Það er af því aö þau störf sem konur hafa stundað um aldir og þeim finnst henta sér vel, eru lágt metin til launa... Konur ættu ekki aö miða kröfur sínar við aðra kvennahópa sem hafa búið við légleg laun, held- ur ættu þær að miða við að hafa möguleika á góðri afkomu fyrir eigin vinnu. Það er kannski ekki hægt að kaupa hamingjuna fyrir peninga, en ég tek heils hugar undir með Francoise Sagan þegar hún sagði: Það er skárra að gráta í Rolls-Royce en Volkswagen." Hólmfríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfr. í Mbl. 25. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.