Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Kl LLl IWOOD kraftur, gœði, ending
Ármúla 17. Revkiavík. sími 688840
TTTTTTTTTTTTTTTTTT^
Forysta ESAB
er trygging
fyrir gæðum
og góðri
þjónustu.
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SlMI 91-624260
Allt til rafsuðu
= HÉÐINN =
Dömuhanskar
m/kanínufóðri
Kr. 3.900.-
Herra-og
dömuhanskar
í gjafaumbúðum
belti-seðlaveski
regnhlífar
Fréttir
Halldór Ásgrímsson segir aö Húsnæðisstofnun, bankar og lífeyrissjóðir eigi að lengja lán:
Skuldbreytingar
bjargi heimilum
- skattur verði lagður á bankainnstæður og verðbréf
„Skuldir heimilanna í landinu eru
meiri en erlendar skuldir. Þær hafa
vaxiö óhugnanlega. Ef þetta heldur
áfram standa heimilin frammi fyrir-
upplausn og gjaldþrotum. Viö teljum
að með skuldbreytingum og lengingu
lána megi bjarga mjög mörgum. Viö
höfum beitt okkur fyrir skuldbreyt-
ingum í sjávarútvegi, margt af því
heppnaöist vel og viö teljum aö viö
þurfum aö gera þaö sama fyrir heim-
ilin. Húsnæðisstofnun þarf aö leysa
þetta að hluta til og bankarnir. Þaö
þýðir væntanlega að við þurfum að
nota meira fjármagn til skuldbreyt-
inga og gæti þýtt að hugsanlega færi
minna til nýbygginga um hríö. Láf-
eyrissjóðirnir veröa aö koma inn í
þessa mynd. Viö framsóknarmenn
getum hins vegar ekkert gert í þessu
fyrr en eftir kosningar. Það veröur
nánast ekkert samþykkt á þinginu í
vetur,“ sagöi Halldór Ásgrímsson í
samtali viö DV á ílokksþingi Fram-
sóknarflokksins.
Aðspuröur hvort loforö til heimil-
anna yröi helsta kosningavopn
flokksins sagöi HaUdór:
„Meginpunkturinn er vandi heim-
ilanna en stóra atriðið í okkar kosn-
ingastefnuskrá veröur atvinnumál.
Við ætlum okkur að auka hagvöxt
og lýsum því yfir að við ætlum ekki
að hækka skatta og ætlum að ná rík-
issjóðshallanum á nokkrum árum.“
Halldór sagði að Framsóknarflokk-
urinn vildi samræmdan eignaskatt-
stofn.
„Ef þú átt íbúö og bíl borgar þú
skatt af því. Ef þú átt bankabækur
og veröbréf greiðir þú ekki af því.
Okkur finnst ekki rök fyrir þvi þegar
maður, sem á 10 milljóna íbúð greiði
skatt á sama tíma og annar sem á
verðbréf og bankainnstæður fyrir
sömu upphæð greiði ekki skatt. Það
er tiltölulega einfalt að breyta þessu.
Síðan viljum við viðhalda þeim há-
tekjuskatti sem nú er. Við gerum ráð
fyrir að auðveldlega sé hægt að færa
3 milljarða til, ekki með því að hækka
skattana heldur með því að færa til
þeirra sem minna hafa frá þeim sem
hafa meira,“ sagði Halldór.
HaUdór Asgrímsson um kosningamar á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær:
Hætt verði aðtala um
fjandskap í garð kvenna
„Ég er ekkert að fara til Jóhönnu.
Það stendur ekki til hjá mér að fara
út í einhverjar sameiningarviöræð-
ur. Við þurfum hins vegar að mynda
ríkisstjórn að loknum kosningum.
Þá þurfum við að tala við allt gott
fólk, meðal annars Jóhönnu ef hún
vill með okkur starfa. Við þurfum
að sjá hvað út úr því kernur," sagði
Halldór Ásgrímsson í lokaræ'ðu sinni
á flokksþingi Framsóknarflokksins á
Hótel Sögu í gær.
Halldór sagði að flokkurinn hefði
ekki verið mjög hár í skoðanakönn-
unum að undanfórnu en á því væru
batamerki.
„Það hefur orðið mikil breyting í
forystu Framsóknarflokksins. Það
vill svo til að í framkvæmdastjóm
flokksins eru níu, fimm konur og
fjórir karlmenn. Það er mikil breyt-
ing og við karlarnir erum komnir þar
í minnihluta. Ég vona að þetta verði
að minnsta kosti til þess að hætt
verði að tala um að einhver fjand-
skapur sé í garð kvenna í flokknum.
Ég hef aldrei orðið var við það.“
Halldór sagöi að „sem betur fer“
væru konur að koma til miklu meiri
áhrifa en áður var. „Það er af hinu
góða,“ sagði Halldór.
Flokksþingið lagði til að fjárfest-
ingar yrðu auknar í atvinnulífinu,
Byggðastofnun yrði breytt í atvinnu-
þróunarstofnun sem yrði vettvangur
samstarfs ríkis, sveitarfélaga og að-
ila vinnumarkaðar um uppbyggingu
atvinnulífs. Flokkurinn vill einnig
beita sér fyrir því að leitað verði
samninga viö lífeyrissjóði um að
leggja 5-10 prósent af ráðstöfunarfé
sínu sem áhættufé út í atvinnulífið.
Hagvöxt skal auka um 2,5 til 3 pró-
sent á ári. Einnig var meðal annars
lagt til að fjárlög yrðu gerð til fjög-
urra ára.
Guðjón Ólafur Jónsson, formaður SUF, um kjör í framkvæmdastjóm Framsóknarflokksins:
Þetta eru bara miðaldra kerlingar
„Ungir framsóknarmenn eru mjög
óánægðir með kosningu til fram-
kvæmdastjómar. Þetta era ekkert
annað en miðaldpa kerlingar. Við
höfðum gert okkur vonir um að sam-
stæöa næðist um að fulltrúi frá okk-
ur færi inn i framkvæmdastjórnina,
sérstaklega í ljósi þess að við höfðum
ákveðiö nokkru fyrir þingið að fá
okkar fulltrúa í stöðu ritara eða
gjaldkera. Við einbeittum okkur þvi
að því að ná samstöðu um að fá ann-
aðhvort vararitara eða varagjald-
kera,“ sagði Guðjón Ólafur Jónsson,
formaður Sambands ungra fram-
sóknarmanna, viö DV á flokksþing-
inu á Hótel Sögu.
„Við gerðum okkur vonir um
stuðning kvenna í flokknum en hann
fékkst greinilega ekki. Það var kona
sem bauð sig á móti Óskari Bergs-
syni, okkar manni, og rauf þar með
þá sátt sem við töldum vera um mál-
ið. Þetta eru okkur ákaflega mikil
vonbrigði," sagði Guðjón Ólafur.
Halldór Ásgrímsson fékk 97 pró-
sent atkvæða í kjöri til formanns
flokksins en Guðmundur Bjarnason
fékk 83 prósent til varaformanns.
Ingibjörg Pálmadóttir var kosin rit-
ari, Unnur Stefánsdóttir gjaldkeri,
Þuríður Jónsdóttir varagjaldkeri og
Drífa Sigfúsdóttir vararitari.
Konur skipuðu einnig veglegan
sess þegar kosið var tfi miðstjómar
á flokksþinginu. í fjórum efstu sæt-
unum uröu þau Siv Friðleifsdóttir,
sem fékk 392 atkvæði, Haukur Hall-
dórsson með 341 atkvæði, Drífa Sig-
fúsdóttir fékk 311 atkvæði og Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk 298
atkvæði.
Þeir sem DV ræddi við á þinginu
voru mjög ósáttir við að Ásta Ragn-
heiður skyldi hafa setiö fund með
Jóhönnu Sigurðardóttur um svipað
leyti og úrslit kosninga til miðstjórn-
ar voru kynnt. „Hún sló á sátta-
hönd,“ sagði einn viðmælenda DV.
Vísað var til prófkjörs í Reykjavík
þar sem Ásta beið lægri hlut fyrir
„miðaldra körlum" eins og það var
orðað. Heimildarmenn DV innnan
flokksins sögðu að á laugardag heföi
verið rætt við Ástu Ragnheiði gagn-
vart kjörinu til miðstjórnar og hún
þá verið jákvæð. Því hefði það komið
fólki mjög á óvart að hún hefði setiö
fundinn með Jóhönnu.
Deila sjúkraliða og ríMsins:
Tilboði sjúkraliða um f lata hækkun haf nað
„Viö áttum fund með samninga- ar um flata krónutöluhækkun vera prósentá launahækkun. Viö létum
nefhd rikísins í gær þar sem tilboö einhverjar þær forsendur sem lik- þau hafa nokkur dæmi um hvernig
okkar um flata krónutöluhækkun legar eru til samninga eða hvort þeirra kröfur koma út í saman-
var til umræðu. Þeir höfhuðu til- viö eigum aö tala um prósentur,“ burði við samstarfshópa þeirra. Ég
boði okkar en voru ekki tilbúnir segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, vil ekkert segja um hugmynd
að segja okkur á hvaða forsendum formaður Sjúkraliðafélags íslands. þeirra um flata krónutöluhækkun.
þeir vildu halda áfram viðræðum. Deiluaðilar hittast á ný hjá Ríkis- Við munum svara því næstu daga,"
Ég vænti þess að þeir svari því í sáttasemjara í dag klukkan hálftíu. segir Þorsteinn Geirsson, formaður
dag hvort þeir telji hugmyndir okk- „Við höfnuðum kröfu þeirra um 20 samninganefndar ríkisins.