Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 Fréttir Þjóðvakafólk hugar að framboðsmálum í öllum kjördæmum: Farið að spá í nöf n í efstu sæti listanna - leiðtogar Þjóðvaka hyggja á yfirreið um kjördæmin á næstu vikum „Næstu skrefin eru aö virkja það fólk úti um allt land sem hefur verið að melda sig til okkar. Menn vildu halda þennan kynningarfund og kynna málefnagrundvöllinn í gróf- um dráttum áður en meira yrði að gert. Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri sem unnið hafa að undirbúningnum munu á næstu vikum, eða fram að landsfundi í lok janúar, fara í yfirreið um kjördæmin og koma málunum af stað. Nú er unnið aö stofnun félaga vítt og breitt um landið,“ sagði Þor- lákur Helgason sem verið hefur hægri hönd Jóhönnu við undirbúninginn að stofnun Þjóðvaka frá byijun. Þorlákur viðurkenndi að kosninga- undirbúningur væri haflnn og menn famir að spá í það hveijir leiða muni lista samtakanna í hinum ýmsu kjör- dæmum. Hann vildi ekki nefna nein nöfn enda væri ekkert ákveðiö og fólk aðeins að spjalla og spá. Samkvæmt öðrum heimildum DV úr Þjóðvaka er þegar fariö að nefna nöfn leiðtoga listanna. Það er sjálf- gefið að Jóhanna leiðir hstann í Reykjavík. Síðan koma mörg nöfn til greina í næstu sæti á eftir en þar munu mál stutt á veg komin. Tahð er nokkuð öruggt að Ágúst Einarsson prófessor skipi efsta sæti listans í Reykjaneskjördæmi. í Suð- urlandskjördæmi hefur nafn Þorláks Helgasonar verið nefnt en hann er ekki viss um að hann gefi kost á sér vegna anna. í Austurlandskjördæmi er mikill áhugi á að fá Hermann Ní- elsson á Egilsstöðum til að taka efsta sætið. Hann er varaþingmaður Al- þýðuflokksins nú en er tahnn standa nærri Jóhönnu í póhtíkinni. í Noðurlandskjördæmi eystra er ekki sjálfgefið að Svanfríður Jónas- dóttir á Dalvík leiði listann. Fleiri nöfn eru nefnd í því sambandi, þar á meðal nafn Gísla Baldvinssonar á Akureyri. Jón Sæmundur Siguijóns- son er nefndur til sögunnar í Norður- landskjördæmi vestra. Það mun þó alls ekki víst að hann fari fram þar. í Vesturlandskjördæmi þykir lík- legt að Runólfur Ágústsson, lektor á Bifröst, skipi efsta sætið. Á Vestfjörð- um er það Sigurður Pétursson sem oftast er nefndur. Hann er sonur verkalýðsleiðtogans Péturs Sigurðs- sonar, forseta ASV og varaþing- manns Alþýöuflokksins. Tahö er mjög líklegt aö Pétur styðji Þjóðvaka og munar um minna fyrir samtökin. Sprengjuhótun: Vorum rekin út með hraði „Þaö var um þriðjungur far- þega kominn inn í flugvéhna þeg- ar allir voru reknir út með hraði. Þegar viö komum inn í flugstöð- ina var okkur sagt að einhver hefði hringt inn og hótað að sprengja flugvéhna í loft upp. Flugstjórinn talaði viö farþegana þegar við komum inn og hað þá að gefa sig fram sem hefðu gert þetta en mér skilst að grunsemdir hafi verið um að einhverjir far- þeganna heföu gert þetta þar sem í Ijós kom að hringt var úr neyð- arsíma í flugstöðinni, svo var þó ekki,“ sagði farþegi fuhbókaðrar Flugleiðavélar sem ætlaö var að flytja íslenska ferðalanga frá Bretlandi til íslands í íyrrakvöld. Gunnar Olsen, stöðvarsfjóri Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, staðfesti í samtali við DV í gær að sprengjuhótun hefði borist. Samkvæmt upplýsingum DV átti vélin, sem var í leiguflugi fyrir ferðaskrifstofuna Alís, að fara frá Newcastle klukkan 21 í fyrra- kvöld og voru farþegar ekki komnir heim til sin fyrr en á fjórða timanum í gærmorgun. Stuttar fréttir Lóðs smíðaöur í Eyjum Vestmannaeyjabær hefur und- irritaö samning við Skipalyftuna í Eyjum um smíði á nýjum lóös. í lokuöu útboði í sumar var th- boði frá Skipalyftunni hafhað en þá átti Þorgeir og Ehert á Akra- nesi lægsta tilboðið. Jakinn saklaus Guömundur J. Guömundsson segist saklaus af því aö vera aö ganga til liös við Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Alþýðublaðið haföi þetta eftir honum. Smugurvestanhafs Samdráttur í fiskveiðum Kanadamanna hefur opnað ís- lendingum ýmsar nýjar smugur á mörkuðum vestanhafs. RÚV greindi frá þessu. Hestamenn senda ekki Fjölgun gjalddaga Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsraálaráðherra hefur sett reglugerð um fjölgun gjalddaga á fasteignaveðlánum húsbréfa- deildar úr 4 í 12 á ári. Sjaldséð skeidönd Sjaldséö skeiöönd hefur dvahð á Reykjavíkurtjöm að undan- fömu. Skv. Mbl. étur hún ekki brauð heldur aflar sér fæðu úr Tjörninni. Þrir bílar skemmdust í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi við Hvammsvík um klukkan 20 i gærkvöld. Maður var fluttur á slysadeild skorinn í andliti en hann fékk að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum hans. Slysið vildi til með þeim hætti að bíl var ekið á kyrrstæðan bíl sem stóö á öfugum vegarhelmingi eftir að hestakerra sem hann dró hafði losnað aftan úr honum og oltiö á veginum. Menn, sem voru að ýta öðrum bilanna, rétt náðu að forða sér áður en bilarnir skullu saman. Þriðji bíllinn skall svo aftan á öörum fyrrnefndu bílanna. Litlar umferðartafir urðu af völdum óhappsins en tveir bílar voru dregnir af vettvangi með kranabíl. DV-mynd Sveinn Formaður Hestaíþróttasambandsins rasandi vegna Gýmismáls: Ódýrarasatt Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kaupa salt til hálkueyðingar fyrir 29,5 mihjónir í vetur. Kaup- in voru boðin út. Skv. Mbl. er verðiö 4% lægra en 1 fyrra. Tryggir framtíð EFTA Niðurstaða þjóðaratkvæöa- greiöslunnar í Noregi tryggir framtíð EFTA og EES aö mati Kjartans Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra EFTA. RÚV haföi þetta eftir honum. mál aftur til lögreglu - erlend blöð skrifa um úrræðaleysi íslendinga í lyfjamálum „Eg sé enga ástæðu til að senda mál sem þessi til lögreglu aftur. Sér- staklega þegar ekki er hægt að klára mál á skemmri tíma. Það hefur verið rætt um þennan seinagang í erlend- um hestablöðum - að þetta sé mál sem menn geta ekki eða vilja ekki Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hring/a í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. r ö d d FÓLKSINS 16 99 00 Er jólaundirbúningur í versl- unum of snemma á ferð? Aðelns þeif sem eru 1 stafræna kerflnu ofi eru me6 ténvalsslma geta teklb þýtt. klára. Maður er rasandi yfir þessu," sagði Jón Albert Sigurbjömsson, formaður Hestaíþróttasambands ís- lands, um Gýmisniálið við DV. Jón sagði að úr því sem komið er væri sennilega best að bíða eftir nið- urstöðu hjá lögreglu- og dómsmála- yfirvöldum í Gýmismálinu þó svo að ekki væri útht fyrir að niöurstaða fengist í máhnu fyrr en á næsta ári. Eins og fram hefur komið í DV sendi ríkissaksóknari máhð á ný til RLR í síðustu viku en það kom fyrst upp í byijun júlí. „Þaö er erfitt aö gera neitt fyrr en niðurstöður liggja fyrir þó svo að þetta mál hafi verið að þvælast fyrir lögreglunni. Ég vona að menn herði sig við að koma þessu frá sér. Þetta er alveg sérstakt held ég. Ég vona að það þurfi ekki að horfa upp á svona hluti aftur. Ég verð að segja að ég veit ekki hvaö er að vefjast fyrir lög- reglunni. Það hafa lítil svör fengist við því hvers vegna þetta dregst. Ef mál sem þessi koma aftur upp fara þau ekki sömu leið. Það em reglur fyrir hendi hjá Hestaíþróttasam- bandinu sem verður farið eftir. Á síðasta íslandsmóti tók hálfan mán- uð að fá niðurstöðu í lyfjamál," sagði Jón Albert. Reykbann í bíó frá morgundeginum Reykingar verða ekki leyfðar í kvikmyndahúsum frá og með morg- undeginum. Reykingamenn sem fara í bíó þurfa þó ekki aö vera alveg reyklausir aílan tíman því kvik- myndahúseigendur hafa ýmist gert ráð fyrir að þeir fari út í hléi eða fái séraðstööu í einhverri mynd. Halldóra Bjamadóttir, formaður tóbaksvamaráðs, sagði í samtali við DV í gærkvöldi að hún vissi ekki annað en máhð „væri frágengið“ við alla kvikmyndahúsaeigendur. Eins og fram kom í DV í síðustu viku höfðu sumir bíóeigendur „komiö af íjöllum" vegna málsins þegar það var upplýst aö 1. desember yrði reyk- bann í bíóum. Friðbert Pálsson sagði í samtali við DV að hvað varðaði Háskólabíó mundi ekki verða reykt þar frá og meö morgundeginum ef öh bíóin yröu samtaka um fram- kvæmdina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.