Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 Iþróttir________________________________ Evrópumótin 1 handbolta: Erfiðir mótherjar hjá FH og Haukum - Haukar gegn Braga og FH mætir GOG Þórshamarfékk flestverðlaun Þórshamar áttl ílesta sigurveg- ara á íslandsmótinu í shotokan- karate sem hatóið var í Víöistaöa- skóla í Hafnarfirði um síöustu helgi. Ásmundur ísak Jónsson sigraði í kata karla, Ingibjörg Júlíusdóttir í kata kvenna, Hjalti Ólafsson í kumite karla, Edda Blöndal í kumite kvenna, A-lið Þórshamars í hópkata karla og Ö-lið Þórshamars í hópkata kvenna. Michael Madsen frá Akranesi sigraöi í „kata 8.-4. kyu“ og „Jarðýturnar" sigruðu í liðakeppni karla i kumite. Bröndbystal hausttitlinum Bröndby vann stórsigur á AaB, 6-2, í lokaumferð fyrri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina. Bröndby rændi þar með haust- meistaratitlinum af AaB, sem var búið að leiða aUt tímabilið. Átta efetu liðin leika um meist- aratitilinn eftir vetraríriið en það eru Bröndby, AaB, OB, Lyngby, Silkeborg, Næstved, FC Köben- havn og AGF. Tvö neðstu liðin, Ikast og Fremad Amager, leika ásamt sex efstu liðum 1. deildar um tvö sæti í úrvalsdeildinni. Ástavarðönnur íSvíþjóð Ásta Halldórsdóttir náði öðru sæti á alþjóðlegu móti í svigi, FlS-móti, sem fram fór í Duved í Svíþjóð á laugardaginn. Hún varð samtals 3/10 úr sekúndu á eftir breskri stúlku, Emmu Carrick- Anderson, sem sigraði. í sænsku blaöi var fjailaö um mótið og sagt að stúlkur frá eyríkjum þar sem aðstæður til skíðaiðkunar væru slæmar hefðu skotið mótherjum sínum frá skíðaþjóðum á borð við Svíþjóð og Austurríki ref fyrir rass. Ennfremur er sagt að Asta stundi nám við háskólann í Öst- ersund svo kannski megi þakka árangur hennar sænskum þjálf- urum! Eggertnáði nítjándasæti Þrír íslendingar kepptu á al- þjóðlegum svigmótum í Tárnaby í Svíþjóð um helgina. Á fyrra mótinu varð Eggert Óskarsson frá Ólafsfirði i 19. sæti og Ólafur Sölvi Eiríksson irá ísaflrði i 35. sæti af 50 sem luku keppni. Á því síðara varð Eggert í 32. sæti, Sveinn Brynjólfsson frá Dalvik í 37. sæti og Ólafur Söivi í 45. sæti af 55 sem luku keppni. Daníelvarð aftarlega Daníel Jakobsson keppti á heimsbikarmóti í 10 km skíða- göngu í Kiruna í Sviþjóð á sunnu- daginn og var með síðustu mönn- um, eða 84. af 89 keppendum. Hann varð 3,43 mínútum á eftir Norðmanninum kunna, Birni Dæhlie, sem sigraði. Þjálfararáð- stefnahjáKSÍ Aðalfundur og þjálfararáð- stefna KSÍ verður haldin aö Hótel Sögu laugardaginn 10. desember og hefst klukkan 9.30. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðal- fundarstörf og lagabreytingar og Logi Ólafeson, Ásgeir Elíasson og Bjami Stefán Konráðsson flytja erindi. Ráðstefnugjald er krónur 1900 fyrir félagsmenn og 3500 fyr- ir utanfólagsmenn. Þátttáka til- kynnist til Bjama S. Konráösson- ar i s. 91-30533 eða Bjarna Jóíiannessonar í s. 91-668566. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar eiga fyrir höndum erfiða leiki í 8-liða úrshtum Evrópumótanna í hand- knattleik, enda þótt mótherjar þeirra, GOG Gudme frá Danmörku og Braga frá Portúgal, virðist ekki ógnvekjandi við fyrstu sýn. GOG Gudme, mótherji FH í Evr- ópukeppni bikarhafa, er í öðru sæti dönsku 1. deildarinnar, með jafn- mörg stig og Kolding en lakari markatölu. Liðið hefur lengi verið í fremstu röð í Danmörku og komst 1 8-liða úrslit í sömu keppni í fyrra. Með GOG leika þrír lykilmenn úr danska landsliöinu sem lék hér á landi á dögunum, skyttan Claus Jacob Jensen, hornamaðurinn öflugi, Nikolaj Jacobsen, sem er fjórði markahæsti leikmaður dönsku 1. deildarinnar, og línumaðurinn Rene Boeriths. Ennfremur var mark- vörður GOG, Sören Hágen Andreas- en, þriðji markvörður Dana í ís- landsferðinni. GOG sigraði Maccabi Rishon Le Zion í 1. umferð keppninnar og síðan Bámbach-Köflach frá Austurríki í „Þetta var besti drátturinn sem við gátum hugsað okkur. Maður þorði varla að láta sig dreyma um hann. Við FH-ingar erum búnir að leika 72 Evrópuleiki og þetta er í fyrsta sinn sem við mætum dönsku félagsliði. Það verður gaman að kljást við Dan- ina, en þetta var annað af þeim tveimur Uðum sem við höfðum óskað okkur, hitt var spænska liðið Barcel- ona,“ sagði Jón Auðunn Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtah við DV í gær. „Við hefðum getað veriö heppn- ari,“ sagði Svavar Geirsson, vara- formaður handknattleiksdeildar Hauka, þegar ljóst varð að Haukarn- ir mæta portúgalska liðinu Braga í borgakeppni Evrópu. Svavar sagði vegalengdina'nokkuð langa tfl Portú- gals og ferðalagið þangað dýrt. Mót- herjar okkar er tvímælalaust sterkir og segir það sína sögu að liðið fór alla leið úrsUtaleik í Evrópukeppn- inni á sl. vori. „Metnað okkar að komast áfram í 16-Uða úrslitum. Braga lék úrslita- leikinn í fyrra Þó Braga komi frá Portúgal, sem hefur ekki verið framarlega í hópi handknattleiksþjóða til þessa, skip- aði félagið sér í fyrravetur í hóp bestu félagsUða Evrópu. Braga kom veru- lega á óvart í Evrópukeppni meistar- aliða með því að komast alla leið í úrslitaleikinn, fyrst portúgalskra liöa, og tapaði þar fyrir Teka frá Spáni. Til aö komast í úrslitaleikinn þurfti Braga að sigrast á Badel Zagreb frá Króatíu, Sandefjord frá Noregi og Nimes frá Frakklandi í riðlakeppni í 8-liða úrslitum og það sýnir styrk- leika Uðsjns best. Braga er boriö uppi af rússneskum leikmönnum og port- úgölskum landsliðsmönnum og verður því greinilega erfiður biti fyr- ir Haukana. Braga sló út Komloi Banyasz Tribu frá Ungverjalandi í 1. umferðinni í haust og vann síðan Karvina frá Tékklandi í 16-Uða úrslitunum. FH-ingar eiga fyrri leikinn heima en Jón Auðunn sagði að ef Danirnir vildu leika báða leikina hér á landi væru FH-ingar tilbúnir að skoða þann möguleika. „Ég hef nú samt ekki trú á því og er viss um að Dan- irnir stefna langt í keppninni. Það ætlum við einnig að gera og erum ákveðnir að leika okkar heimaleik í Kaplakrikanum," sagði Jón Auðunn. Jón Auðunn taldi möguleika FH- inga að komast áfram nokkuð góða. keppninni setjum við ofar íjárhagn- um og allar okkar aðgerðir miðast að því aö komast áfram. Ég á svona í fljótu bragði von á því að við leikum okkar heimaleik í Hafnarfirði. Það var því að mörgu leyti betra fyrir okkur að eiga útileikinn fyrst og mynda því góða stemningu um síðari leikinn í Hafnarfirði. Við þekkjum þessa mótherja mjög lítiö en munum í framhaldi reyna að afla okkur upp- lýsinga um þá,“ sagaði Svavar Geirs- son. Ovæntur sigur IS gegn Grindavík tngibjörg Hinriksdöttír sknfar: „Við vorum búin aö tapa naum- lega fyrir þeim tvisvar og það má segja að þessi leikur hafi verið upp- gjör milli þessara liða,“ sagði Birg- ir Mikaelsson, þjálfari IS, eftir óvæntan sigur hans stúlkna gegn Grindavík í gær, 37-41. Staöan í hálfleik var 24-21 fyrir Grindavík. Hafdís Helgadóttir var stígahæst í liði ÍS, með 11 stig og Hafdís Haf- berg skoraði 10 stig. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir skoraði 12 stig fyrir Grindavík. • Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum með ÍR í Seljaskóla í gær og sigraði 38-85. Penni Peppas skoraöi 35 stig fyrir Breiðablik og Gréta Grétarsdóttir 13 stigfyrirÍR. • KR vann Njarövík með mikl- um yfirburðum, 29-87. Helga Þor- valdsdóttir skoraði 20 stig íyrir KR og Auður Jónsdóttir 9 stig fyrir Njarðvík. NISSAN-DEILDIN ÍH-KR í kvöld kl. 20.00 í íþróttahúsinu v/Strandgötu Seldar verða bökur frá Jóni Bakan fyrir leik og í hálfleik. Áfram ÍH!!! FH-ingar eru himinlif andi „Á von á leik í Firðinum" Tim Hardaway, bakvörður Golden State, reynir að komast framhjá Pooh Richardson NBA-deildinni í nótt. Golden State knúði fram sigur í framlengingu og Clippers tapa Evrópumótin í handbolta -8-liðaúrslit Meistaradeildin: A-riðill: Teka (Spáni), Badel Zagreb (Króa- tíu), Kolding (Danmörku) og Veszprem (Ungverjalandi). B-riðill: Kiel (Þýskalandi), Vitrolles (Frakklandi), Dukla Prag (Tékk- landi) og Bidasoa (Spáni). Evrópukeppni bikarhafa: FH - GOG (Danmörku) Luzem (Sviss) - Mednescak (Kró.) Kausnik (Rús.) - Wallau M. (Þýs.) Elektromos (Un.) - Barcelona (Sp.) EHF-bikarinn: Hameln (Þýs.) - Zaporozhje (Úkr.) Granollers (Spáni) - Alzira (Spáni) Prato (Ítalíu) - Velenje (Slóveníu) Chetiabinsk (Rús.) - Szeged (Ung.) Borgakeppni Evrópu: Varteks (Kró.) - N’wurzbach (Þýs.) Braga(Portúgal) - Haukar Essen (Þýsk.)-US Ivry (Frakk.) Galdar (Spáni) - Slask (Póllandi) Meistaradeildin er leikin heima og heiman frá 17. janúar til 21. mars en 8-liða úrslitin að öðru leyti á tímabilinu 17. til 26. janúar. Stigahæstir í körfuboltanum: Jonathan Bow hefur skorað grimmt fyrir Valsmenn í síðustu leikjum liðsins í úrvais- deildinni í körfuknattleik og sækir nú hart að Keflvikingnum Lenear Burns á toppi stiga- lista deildarinnar. Burns hefur haft afgerandi forystu en nú munar aðeins 0,3 stigum á meðalskori hans og Bows. Eftirtaldir leikmenn hafa skoraði 15 stig eða fieiri að meðaltali í leik í vetur: Lenear Burns, Keflavík..........424/15 28,3 JonathanBow.Val.................364/13 28,0 Herbert Arnarsson, ÍR...........377/15 25,1 John Torrey, Tindastóli.........374/15 24,9 Kristinn Friöriksson, Þór.......298/13 22,9 Raymond Hardin, Snæfelli........309/14 22,1 Davíð Grissom, Keflavík.........264/13 20,3 Péturlngvarsson.Haukum..........301/15 20,1 Rondey Robinson, Njarðvik.......299/15 19,9 Alex Ermolinskij, Skallagrimi.. 270/14 19,3 Sigfús Gizurarson, Haukum.......288/15 19,2 Guðjón Skúlason, Grindavík......271/15 18,1 Sandy Anderson, Þór.............254/14 18,1 Jolm Rhodes, ÍR.................268/15 17,9 Guömundur Bragason, Grindavík.. 266/15 17,7 Valur Ingimundarson, Njarðvík...230/13 17,7 Teitur Örlygsson, Njarðvik......263/15 17,5 Hinrik Gunnarsson, Tindastóli...259/15 17,3 Brynjar K. Sigurðsson, Akranesi.... 188/11 17,1 Falur Harðarson, KR.............236/14 16,9 Henning Henningsson, Skallagr...211/14 15,1 BárðurByþórsson, Va)............225/15 15,0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.