Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 25 Afmæli Sigurður Albertsson Siguröur Albertsson, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, Ásgarði 2, Keflavík, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist á Ólafsfirði. Hann lauk unglingaprófi og fór ung- ur í fiskvinnslu. Hann stundaði síð- an ýmis störf, starfaði hjá varnarlið- inu um skeið, var leigubílstjóri, langferðabílstjóri og stundaði fisk- verkun. Hann hóf störf hjá Toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelh 1967 og hefur starfað þar óshtið síðan. Sigurður keppti í knattspyrnu með ÍBK á árunum 1956-70 og hefur starfað með félaginu. Hann hefur verið félagi í Golfklúbbi Suðurnesja frá 1970 og setið þar í stjórn í nokk- ur ár. Þá hefur hann veriö meölimur í Karlakór Keflavíkur í árafjöld og virkur í Frímúrarareglunni um ára- bh. Sigurður hefur setið í nefndum á vegum Keflavíkurbæjar fyrir Al- þýðuflokkinn, er trúnaðarmaður tollvarða á Keflavíkurflugvelli, sat í stjóm Tohvarðafélags íslands um árabil og var varaformaður þess í nokkur ár. Hann er núverandi öld- ungameistari íslands i golfi. Fjölskylda Sigurður kvæntist 5.10.1957 Er- lendsínu Marín Sigurjónsdóttur, f. 22.7.1936, verslunarmanni við Skó- búðina í Keflavík. Hún er dóttir Sig- uijóns Sumarliðasonar, sem lést 1942, ogMargrétar Guðleifsdóttur Sigurður Albertsson. húsmóður. Börn Sigurðar og Erlendsínu eru Margrét, f. 3.5.1957, verslunarmað- ur og húsmóöir í Keflavík, gift Aðal- steini Björnssyni stýrimanni og út- gerðartækni og eiga þau fjögur börn, Sigurð, f. 24.9.1980, Katrínu, f. 1.4.1983, Freydísi, f. 24.9.1988, og BirnuMarín, f. 31.10.1989; Elínborg, f. 13.1.1959, kennari í Keflavík, í sambúð með Kristjáni Björgvins- syni slökkvhiðsmanni og á hún einn son, Hauk Gunnarsson, f. 3.11.1981; Sigurður, f. 1.8.1963, starfsmaður íþróttahúss Keflavíkur. Foreldrar Sigurðar: Albert Guð- mundsson, f. 24.12.1913, frá Ólafs- firði, og Elínborg Sigurðardóttir, f. 19.10.1913,úrFljótum. Sigurður er að heiman á afmælis- daginn. Brenda Wilkinson Brenda Wilkinson fiskvinnslukona, Ólafsbraut 36, Ólafsvík, er fimmtug ídag. Fjölskylda Brenda er fædd í South Shields í Englandi og ólst þar upp. Hún nam við The William Booth Memorial Cohege til starfa við Hjálpræðisher- inn. Brenda starfaði sem bókari hjá ýmsum fyrirtækjum í Englandi. Hún söng með þekktum kórum í Englandi. Brenda flutti th íslands á síðasta ári. Eiginmaður Brendu er Ian Whkin- son, f. 15.2.1953, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Ólafsvíkur. Börn Brendu og Ians: Lisa Mich- ehe Whkinson, f. 1975, fóstra í Eng- landi; Carl Philip Wilkinson, f. 1976, þjónníEnglandi. Brenda á þrjá bræður og tvær systur. Einn bróðirinn býr í Ástralíu Brenda Wilkinson. en hin systkinin eru öll búsett í Englandi. Foreldrar Brendu: Hanze Banks, látinn, bókari í South Shields, og Ehsabeth Banks hjúkrunarkona. Tilkyrmingar Hafnargönguhópurinn Tjaldhóll-Lambastaðir. í þriðja áfanga í gönguferð umhverfis gamla Seltjarnar- nesið í kvöld, miðvikudagskvöldiö 30. nóv., fer HGH frá Tjaldhóli eftir stígum og fyrirhuguðum stígum með strönd Skerjafjarðar að Lambastöðum. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 niður á Miðbakka og síðan með Av. suður í Foss- vog að Tjaldhóli. Jólatréssala Land- græðslusjóðs í Fossvogi heimsótt í leið- inni. Allir eru velkomnir í ferð með HGH. Sunddeild Aftureldingar Bingó verður haldið á vegum sunddeildar Aftureldingar í Mosfellsbæ í Hlégaröi fimmtudaginn 1. desember 1994. Mikill fiöldi glæsilegra vinninga er í boði en aðalvinningurinn er málverk eftir Tolla. Bömin eru að safna fyrir æfingar- og keppnisferð til útlanda á næsta ári. Vitni óskast aö því þegar tveimur vetrardekkjum var stolið undan hvítri Daihatsu-bifreiö, ár- gerð ‘91. Þjófnaðurinn átti sér stað fyrir utan afgreiðslu innanlandsflugs Flug- leiða mánudaginn 28. nóvember, milli kl. 18 og 20. Ef einhver hefur orðið vitni að þessum þjófnaði er hann beðinn að hafa samband við Halldór í síma 644305. Sundlaug Seltjarnarness Vinsamlega athugið að opnunartími Sundlaugar Seltjamamess er eftirfar- andi: Virka daga kl. 7-20.30. Um helgar kl. 8-17.30. Þessi opnunartími gildir allt árið. Ný verslun Nýlega var Tískuhúsið Cabaret opnað að Laugavegi 76. Eigandi verslunarinnar er Eygló Gunnþórsdóttir. Mun hún selja fatnaö fyrir unglinga og konur á besta aldri. Mikið úrval er af kjólum, sam- kvæmisbuxum, blússum, peysum, bolum skotapilsum o.fl. Kiwanisklúbburinn Setberg, Garðabæ, fékk til hðs við sig kennara og nemendur í Hofsstaðaskóla til að koma með teikningar aö jólakorti til að gefa út. Þátttaka var mjög góð og komu ná- lægt 200 tillögur og margar mjög góðar, þannig að erfitt var að velja úr þær bestu. Dómnefndin valdi að lokum tvær teikn- ingar eftir þær Ragnheiði Gröndal og Ólöfu Einarsdóttur og em þær á jólakort- unum í ár. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til styrktar góðra málefna. Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Föd. 2/12, uppselt, sud. 4/12, nokkursæti laus, þrd. 6/12, laus sæti, fid. 8/12, nokkur sæti laus, Id. 10/12, uppselt. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Á morgun, föd. 13. jan. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson í kvöid, uppselt, Id. 3/12,60. sýn., upp- selt, föd. 6. jan. Ath. Fáar sýningar eftir. SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Sud. 4/12 kl. 13.00 (ath. sýningartíma), mvd. 28/12 kl. 17.00, sud. 8. jan. kl. 14.00. Litlasviðiðkl. 20.30. DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Á morgun, nokkursæti laus, næsts- íðasta sýning, Id. 3/12, siðasta sýn- ing. Ath., aðeins 2 sýningar eftir. Smiðaverkstæðið kl. 20.00. SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson i leikgerð Viðars Eggertssonar Á morgun, föd. 2/12, sud. 4/12, næstsíð- asta sýning, þrd. 6/12, síðasta sýning. Ath., aðeins 4 sýningar eftir. Gjafakort í leíkhús - sígild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Sími 112 00 - Greiðslukortaþjónusta. MÖGULEIKHÚSIO við Hlemtn TRÍTILTOPPUR barnasýning eftir Pétur Eggerz Mið. 30/11, kl. 10 og 14. Fim.1/12, kl. 10og14. Fös. 2/12, kl. 10 og 14, upps. Sun. 4/12, kl. 14, fá sæti laus, og 16. Mán. 5/12, kl. 10, upps., og 14. Þrl. 6/12, kl. 10, upps., og 14. Mið. 7/12, kl. 10, upps., og 14, upps. Fim. 8/12, kl. 10, upps., og 14, upps. Fös. 9/12, kl. 10, upps., og 14, upps. Sun. 11/12, kl. 14, upps., og 16. Mán. 12/12, kl. 10, upps., og 14. Þrl. 13/12, kl. 10og14. Mlð. 14/12, kl. 10og 14. Fim. 15/12, kl. 10.30, upps., og 14. Fös. 16/12,kl.10og 14. Miðasala allan sólarhringinn, 622669 Liugavegi 105 • 105 Reykjavík Opið hús þjá Margréti Guðmundsdóttur myndlist- armanni að Tjamarbraut 27, Hafnarfirði, alla þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 16 og 18 eða eftir samkomulagi í síma 50206. Margrét vinnur í grafík, vatnsliti og oliu. Á þessu ári hefur Margrét sýnt grafík í Finnlandi, Hafnarborg og Port- inu, Hafnarfirði. Einnig hefur hún fengist við skjálist og hafa videomyndir hennar verið sýndar í Finnlandi, Danmörku og hér heima. Allir hjartanlega velkomnir. Tónleikar Bjöm Jörundur Friðbjörnsson heldur tónleika í Þjóðleikhúskjallaran- um fimmtudaginn 1. des. Bjöm Jömndur sendi nýlega frá sér sína fyrstu sólóplötu sem hlotið hefur góða dóma gagnrýnenda dagblaðanna. Bjöm hefur sett á laggirnar hljómsveit til að fylgja plöhmni eftir og er hún skipuð úrvalshljóðfæraleikurum, þeim Guðmundi Péturssyni gítarleikara, Birgi Baldurssyni trommuleikara og Þóri Viöar bassaleikara. Á tónleikunum mun hljómsveitin leika lögin af BJF og verður húsið opnað kl. 22. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Laugard. 3/12. Föstud. 30/12. Laugard.7. jan. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 ettir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Laugard. 3/12, föstud. 30/12, laugard. 7. jan. Stóra svið kl. 20. HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evald Flisar. Föstud. 2/12, allra síðasta sýning. Litla svið kl. 20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jonsson. Mióvikud. 30/11, fáein sæti laus, fimmtud. 29/12, sunnud. 8. jan. kl. 16. Söngleikurinn KABARETT frumsýning i janúar. Miðasaia er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða- pantanir i síma 680680 alla virka daga frákl. 10-12. Gjafakortin okkar eru frábær jólagjöf! Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Leikfélag Akureyrar BARPAR Tveggja manna kabarettinn sem sló í gegn á siðásta leikári! Sýnt i Þorpinu, Höfðahlið 1 AUKASÝNING laugard. 3. desember, kl. 20.30. Allrasiðastasýnlng. Gjafakort erfrábær jólagjöf! Miðasala i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartima. Greiðslukortaþjónusta. 0 Sinfóníuhljómsveit Islands sími 622255 Gulir tónleikar Háskólabíói fimmtudaginn 1. desember, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Ftetri Sakari Kórar: , Kór Islensku Operunnar Gradualekór Langholtskirkju Kórstjórar: Peter Locke Jón Stefánsson Efnisskrá Jón Leifs: Hinsta kveðja Gustav Mahler: Adagio úr Sinfóníu nr.10 Jón Leifs: , ,, Minni Islands Jon Leifs: Þjóðhvöt Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. )skii >tal >Iaðið KB Fýrir þá sem fylgjast með AgllAi DV 9 9*17*0 0 Verö aðeins 39,90 mín. Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn ítalski boltinn Þýski boltinn Önnur úrslit NBA-deildin ■311 Vikutilboð stórmarkaðanna ?2j Uppskriftir 11 Læknavaktin [2j Apótek H Gengi ; i| Dagskrá Sjónv. 2 j Dagskrá St. 2 31 Dagskrá rásar 1 1__í '4| Myndbandalisti vikunnar - topp 20 ; 5 j Myndbandagagnrýni 6 ísl. listinn -topp 40 .. 71 Tónlistargagnrýni 5 á&tefsiiiiii&nffs @Krár ;2| Dansstaðir 31 Leikhús j,4j Leikhúsgagnrýni 5 | Bíó Kvikmgagnrýni vmnmgsnumer 1[ Lottó 2| Víkingalottó 3| Getraunir píiIH{ dv 9 9*1 7 • 0 0 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.