Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 Skoðanakönnun DV um verkföll heilbrigðisstétta: Standa vörð um verkfallsréttinn - innan við Qórðungur vill skerða réttindi heilbrigðisstétta Verkfallsréttur heilbrigðisstétta - afstaöa kjósenda samkv. skoðanakönnun DV - Fréttir Norðurlandvestra: Kemstfyrsta konan á þing? Gylfi Kristjánaaan, DV, Akureyri: „Kona úr þessu kjördæmi hefúr aldrei verið kosin til setu á Al- þingi og auðvitað er stefna okkar að á því veröí breyting. Þaö hlýt- ur að vera markmiðiö meö fram- boðisegir Anna Dóra Antons- dóttir, kvennalistakona á Norð- urlandi vestra. Eins og víðast annars staðar í herbúðum Kvennalistans verður sá háttur hafður á við uppröðun á framboðslista á Norðurlandi vestra að fram fer forval og síðan raðar nefhd á listann eftir niöur- stöðum þess. í kosrúngunum 1991 var Guðrún Lára Ásgeirsdóttir í 1. sæti Kvennalistans á Noröur- landi vestra en þá, eins og í kosn- ingunum 1987, fékk listinn ekki mikið fylgi og vantaði mikið upp á að fá konu kjöma á þing. Vinsældir og óvinsældir Guðmundar Áma 5% Stefánssonar - samkv. skoöanak. DV - Grœna súlan sýnir -20% niðurstööur síðustu skoðanak. DV sem var í október síðastliðnum. DV Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinn- ar er hlynntur rétti heilbrigðisstétta til verkfallsaðgerða. Um fjórðungur kjósenda er hins vegar andvigur verkfallsrétti þessara stétta. Þetta kom fram í skoöanakönnun sem DV framkvæmdi um síðustu helgi. Af þeim sem afstöðu tóku í skoð- anakönnun DV reyndust 73,6 prósent fylgjandi verkfallsrétti heilbrigðis- stétta en andvíg voru 26,4 prósent. Ekki reyndist marktækur munur á afstöðu kjósenda eftir kyni né heldur eftír búsetu. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Hringt var 1 fólk og það spurt: „Ertu fylgjandi eöa andvígur verkfallsrétti heii- brigðisstétta?" Skekkjumörk í könn- un sem þessari eru um þrjú pró- sentustíg. Sé tekið mið af svörum allra í úr- takinu urðu niðurstöðurnar þær að 65,8 prósent sögðust fylgjandi verk- Verulega hefur dregið úr óvin- sældum Guðmundar Ama Stefáns- sonar, varaformanns Alþýðuflokks- ins, meðal kjósenda eftír að hann sagði af sér sem ráöherra í byrjun mánaðarins. Á hinn bóginn hefur stuðningsmönnum Guðmundar Árna fækkað verulega frá því í okt- óber. Þetta kom fram í skoðanakönn- un um vinsældir og óvinsældir stjórnmálamanna sem DV birti í vik- unni. í könnuninni naut Guðmundur faUsrétti heilbrigðisstétta en andvíg sögðust 23,7 prósent. Óákveðnir reyndust 8,8 prósent úrtaksins og 1,7 Ami stuðnings 1 prósents úrtaksins en í könnun DV í byrjun október reyndist hann hafa 3,2 prósenta fylgi. Óvinsældir hans mældust nú 7,5 þró- sent en í október sögðust 18,7 prósent hafa minnst álit á Guðmundi Árna. Sé einungis tekið mið af þeim sem afstöðu tóku hafa 1,4 prósent kjós- enda mest álit á Guömundi Árna um þessar mundir en 10,2 prósent hafa minnst álit á honum. í byrjun októ- ber sögðust 5,0 prósent þeirra sem afstöðu tóku hafa mest álit á Guð- prósent neituðu að gefa upp afstööu sína. mundi Arna en 25,9 prósent sögðust hafa minnst álit á honum. Úrtakiö í þessum könnunum DV var 600 manns í hvort skipti. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggöar og höfuðborgarsvæöis. Spurt var: „Á hvaða stjórnmála- manni hefur þú mest álit um þessar mundir?" og „Á hvaða stjórnmála- manni hefur þú minnst álit um þess- ar mundir?" fékkeinaog Hálfa milljón Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyir Stjóm Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit hefur ákveöið að greiöa starfsfólki fyrirtækisins um eina og hálfe milljón króna vegna verulegra bættrar afkomu fyrir- tækisins á árinu. Að sögn Friðriks Sigurðssonar framkvæmdastjóra Kísiliöjunnar má líta á þessa greiðslu sem þakklætisvott til starfsfólksins fyrir vel urrnin störf. Greiðslum- ar nema 28 þúsund krónum fyrir hvern starfemann miðað við heilsársstarf og hlutfail af því sé um minna starf að ræða. Starfs- menn fyrirtækisins eru um 50 talsins og upphæöin nemur þvi samtals um 1,5 milljónum króna. Þótt fullnaðaruppgjör liggi ekki fyrir er ljóst aö afkoma Kísiliðj- unnar veröur mjög góð á árinu og árið veröur eitt Iiið besta í sögu fyrirtækisins. Söluaúkning á kís- ilgúr frá fyrirtækinu á árinu verður t.d. um 20% miðað við síð- asta ár. Flutningi Landmælinga ennfrestað Gaiðar Gudjónssoti, DV, Akranesi: Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra hefur frestað því að taka ákvörðun um aö flytja Landmælingar íslands frá. Reykjavík til Akraness. Ástæðan er tillaga nokkurra þingmanna um skipun rannsóknarnefndar vegna flutnings embættis veiði- stjóra til Akureyrar. í greinargerö með tillögunni er umhverfisráðherra sakaður um valdníöslu í garð starfemanna Landmælinga og því ráðleggur lögfræöilegur ráðunautur um- hverfisráðuneytisins, Eiríkur Tómasson, Össuri aö biöa meö ákvörðun um flutning uns tillaga þingmannanna hefur verið af- greidd á Alþingi. Skoðanakönnun DV: Afsögn sló á óvinsældir - Guðmundur Aml á sér færri stuðnlngsmenn en áður í dag mælir Dagfari Villi er ekki svekktur Hörð rimma fór fram hjá sjálfstæö- ismönnum á Norðurlandi vestra um síðustu helgi. Pálmi á Akri dró sig í hlé og séra Hjálmar og Vil- hjálmur hjá Verslunarráðinu tók- ust á um efsta sætiö. Til að fá úr því skorið var efnt til prófkjörs og svo brá við aö næstum jafnmargir kusu í þessu prófkjöri og kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu al- þingiskosningum. Þetta kom flatt upp á menn og sögusagnir eru uppi um að framsóknarmenn hafi flykkst á kjörstaöi. Þeir hafa kannski ekki áttað sig á því, bless- aðir, að það var íhaldið en ekki framsókn sem efndi til prófkjörsins enda er þeim vorkunn. Þaö er alls ekki einfalt að gera greinarmun á framsóknarmönnum eftir því í hvaða flokki þeir eru. Klerkurinn hafði betur og Villi lenti í öðru sæti. Hann segir reynd- ar frá því eftir prófkjörið að efnt hafi verið til þessara kosninga til að „henda mér út“. Það er skrítin fullyrðing vegna þess að yfirleitt eru prófkjör framkvæmd til aö koma mönnum að. En þeir hafa löngum verið sér á parti fyrir norð- an og Villi fór að minnsta kosti í slaginn þótt hann hafi vitað fyrir- fram að meiningin væri að „henda honum út“ í stað þess að kjósa hann. Vilhjálmur var í ööru sæti og lenti í öðru sæti. Hann er alls ekk- ert svekktur með þaö. Hann segir að þetta hafi veriö sigur fyrir sig, þótt það hafi ekki verið sigur. „í sjálfu sér vann ég engan sigur,“ segir Villi en þaö tókst ekki að henda honum út og hann er þar sem hann var þótt hann hafi viljað vera ofar. Miðað við að kjósendur hafi viljað henda honum út er þaö auðvitað litillæti hjá Vilhjálmi að taka fram að hann hafi ekíti unnið sigur, úr því að hann er kosinn í annað sætiö, þrátt fyrir allt. Ekki gat hann búist viö að verða efetur úr því að kjósendumir vildu henda honum út og efndu beinlínis til prófkjörsins til að koma honum af listanum! Þess vegna er Villi ekki svekktur þótt hann sé svekkt- ur yfir aö hafa lent á öörum stað á listanum heldur en bæði hann og kjósendur vildu að hann lenti. Vamarsigur ViUa er sá aö hann er á listanum en sóknarsigurinn náðist ekki af því að kjósendur vildu klerkinn í efsta sæti. Villi er að hugsa sig um hvort hann taki sætið. Ekki af því að hann sé svekktur eöa fúll heldur vegna þess að hann vill að listinn sé sem sterkastur og ef menn vilja ekki hafa Vfila í efsta sæti og sum- ir alls ekki á listanum þá er eðlfiegt að hann taki sér umhugsunarfrest og ráögist við sína stuðningsmenn. Út af fyrir sig vill Vifii gjarnan taka sæti á listanum, af því annars tekst það ætlunarverk óvfidarmanna hans að henda honum út, en af því að hann er ekki svekktur og alls ekki fúll þá þarf hann að athuga hvort það borgar sig að eyðileggja listann með því að vera á honum eða eyðfieggja listann með því að vera ekki á honum. Sjálfur er hann tfibúinn aö gera það sem best er fyrir flokkinn og Verslunarráðiö af því að hann vann út af fyrir sig sigur þótt hann hafi ekki unnið neinn sérstakan sigur og hann er alls ekki svekktur út af því einu og sér. Heldur þvert á móti er hann bæöi hrærður og glaður yfir þeim stuðningi sem hann fékk í sama sæti og síðast og hann var ánægður með að kjósend- um Sjálfstæðisflokksins tókst ekki að henda honum út og ekki heldur öllum framsóknarmönnunum sem kusu hann ekki. Það getur stundum verið erfitt að vera í pólitík. Þaö gera kjósend- umir sem sífellt eru að þvælast fyrir frambjóðendum og flokkum og koma í veg fyrir eðlfiegan frama. Kjósendur eru að setja menn í sæti sem þeir vfija alls ekki vera í og kjósa annaö fólk heldur það sem á að kjósa. Frambjóðendur eru ekki endilega svekktir yfir þessu en þeim leiðist aö taka þátt í þessu veseni af því að sigramir vfija vera öðru vísi en ætlast var tfi. Menn eru kannski ekki beint svekktir en þeir þurfa að hugsa sig um hvort rétt sé að láta kjósendur ráöa sætaskipan eða hvort þeir eigi að gefa þeim langt nef. Ekki af því að þeir séu beint svekktir heldur af hinu að þetta er aðallega fólk sem er að reyna að henda þeim út. Það finnst Villa að minnta kosti. Og þó er hann ekki svekktur. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.