Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994 Viðskipti Þorskur á fiskm. Kr/ _____________________________ K8 s Þri Mi Fi Fö Má Þingvísit. hlutabr. Þri Mi Fi Fö Má Alverö erlendis Vt°nn þri Mj Fj Fö Má þrj Sterlingspundiö Þri Mi Fi Fö Má Kauph.í London FT-SE . íoo Þ r i M i Fö Má Olgaá álmarkaði Þorskur á fiskmörkuöum seld- ist að meðaltali á rúmar 130 krón- ur kílóið á mánudag sem er nokkru betra meðalverð en fékkst í síðustu viku. Þingvísitala hlutabréfa náði sögulegu hámarki sL fóstudag en lækkaði lítillega á mánudag og mældist 1018 stig. Viðskipti hafa verið frekar lífleg. Ólga ríkir á álmarkaði vegna spákaupmennsku íjárfesta og ál- verð sveiflast upp og niður. Stað- greiðsluverðið var 1824 dollarar tonnið í London í gærmorgun. Gengi pundsins gagnvart ís- lensku krónunni hefur verið á uppleið síðustu daga. Sölugengið var 107,21 króna í gærmorgun. Stöðugleiki hefur komist á hlutabréfaviðskipti í London eftir umrót í síðustu viku. FT-SE 100 stóð í 3047 stigum á mánudag. Rekstur GSM-farsímakerfa á íslandi: Samkeppni er raunhæf ur kostur - segir Heimir Þór Sverrisson verkfræðingur Rafmagnsverkfræðingafélag Is- lands stóð fyrir fundi á dögunum þar sem fjallað var um hvort samkeppni í rekstri GSM-farsímakerfa á íslandi væri raunhæfur kostur. Fyrirlesari var Heimir Þór Sverrisson, verk- fræðingur hjá Plúsplús hf„ en það fyrirtæki hefur unnið í ráðgjöf fyrir NAT hf. sem hefur sótt um leyfi til samgönguráðuneytisins um að reka GSM-farsímakerfi hérlendis. Aðeins Póstur og sími hefur slíkt leyfi í dag. Heimir sagði í samtali við DV að sam- keppni í rekstri GSM-farsímakerfa væri sannarlega raunhæfur kostur. Heimir sagði að ýmislegt kæmi þar til. í fyrsta lagi væru kerfin tækni- lega uppbyggð og hönnuð með sam- keppni í huga. Kostnaöur við upp- byggingu kerfisins er háður stærð þannig að stofnkostnaðurinn er ekki svo gífurlegur ef Þyrjað er með htið kerfi. „Svo spyr maður sig af hverju sam- keppni gæti ekki verið á íslandi eins og víða annars staðar. Það eru bara þrjú lönd á EES-svæðinu sem ekki hafa leyft aukaaðila í rekstri GSM- kerfisins. Auk íslands eru þaö Lúx- emborg og Belgía. í Noregi eru t.d. fleiri en einn rekstraraðili. Þar er mikið dreifbýh og aðstæður svipaðar og á íslandi. Málið er að rekstur GSM er aukaþjónusta, í rauninni aukafar- símaþjónusta. Við erum ekki að tala um grunnþjónustu eins og með venjulega vírsíma," sagði Heimir. Mikil farsímanotkun á íslandi Farsímanotkun á íslandi er mikil miðað við önnur lönd, t.d. sú mesta á Norðurlöndum. Hér er notkunin um 15% af allri símanotkun saman- borið við 10% hlutfall í Bretlandi. Heimir Þór Sverrisson verkfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að rekstur GSM-farsimakerfa á íslandi sé raunhæfur kostur. Hér er hann að sjálfsögðu með GSM-farsíma við höndina. DV-mynd GVA Heimir sagði að vöxtur í farsíma- notkun væri gríöarlegur í Evrópu og það væri óeðlilegt að Póstur og sími fengi einn rekstraraðha að taka við slíkri stækkun. Heimir hefur frá áramótum verið að undirbúa rekstur GSM-kerfis fyr- ir NAT hf. Viðskiptaáætlun liggur fyrir sem sýnir að reksturinn er raunhæfur, að sögn Heimis. Umsókn um rekstrarleyfi liggur inni hjá sam- gönguráðuneytinu. Heimir sagði að í EES-samningi væri rekstur GSM háður leyfi og ráðuneytinu bæri að veita leyfi þar sem hér væri ekki um grunnþjónustu að ræða. „Ráðuneytið má bara ekki setjast á þetta mál því timinn vinnur með Pósti og síma. Stofnunin situr ein að markaönum og nær þannig inn við- skiptavinum á meðan. Það furðulega við þetta er að margir virðast gefa sér það að Póstur og sími hafi einka- leyfi og ekkert þýði að keppa við stofnunina. Það gengur náttúrlega ekki,“ sagði Heimir Þór Sverrisson. Þingvísitala hlutabréfa: Náði sogulegu hámarki Þingvísitala hlutabréfa náði sögu- legu hámarki sl. föstudag þegar talan fór í 1020,46 stig. Fyrra met var htlu lægra og var sett nokkrum dögum áður. Viðskipti með hlutabréf í síð- ustu viku voru ekki svo mikil í krón- um talið en engu að síður hfleg. Þau námu alls tæpum 29 mihjónum króna og á mánudag bættust við við- skipti upp á 1,7 milljónir en vísitalan lækkaði eilítið. Mest var keypt af hlutabréfum Hampiðjunnar, Flugleiða, Síldar- vinnslunnar, íslandsbanka og Olíu- félagsins en alls uröu viðskipti með hlutabréf 17 fyrirtækja. Frá áramót- um hafa viðskipti á hlutabréfamark- aði numið 1,2 milljörðum króna. Ágæt skipasala Tveir togarar seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku og fengu ágætis verð. Viðey Rlínáði betri sölu þegar togarinn fékk 18 milljónir fyrir 120 tonn, aðallega karfa. Meöalverðið var tæpar 150 krónur. Á fóstudag seldi Már SH 98 tonn fyrir 13,6 millj- ónir. í gámasölu í Englandi seldust 389 tonn fyrir rúmar 60 milljónir. Spákaupmennska með álið Eins og kemur fram hér til hliðar ríkir nokkur ólga á álmarkaðnum vegna spákaupmennsku fiárfesta sem hafa snúið sér frá viðskiptum með hlutabréf yfir í hráefniskaup. Verðið fór upp fyrir 2000 dollara tonnið í síðustu viku en hefur lækkað jafnt og þétt, með sveiflum þó. í lok vikunnar ríkti hálfgerð taugaveiklun hjá álframleiðendum sem seldu og seldu og lækkuðu þar með verðið. DV Léleg arðsemi fyrirtækja „Arðsemi í íslensku atvinnulífi hefur verið afar léleg undanfarin ár, svo vægt sé til orða tekiö, hvort sem litið er á landið eitt og sér eða í samanburði við önnur lönd. Á árabilinu 1987-1992 var arðsemi eigin fiár í íslensku at- vinnulífi nánast engin, þ.e. 0,7%, en hagnaður i hlutfalli við tekjur var 0,2% að meðaltah,“ segir Hannes G. Sigurðsson hagfræð- ingur m.a. í úttekt í fréttabréfi Vinnuveitendasambandsins. Hannes bendir á að hagnaður fyrirtækja í OECD-ríkjunum hafi að meðaltali verið tæp 5% af veltu árin 1987-1992 og 11% af eigin fé. Hannes segir að heföi hagnaður hér á landi veriö svipaður og í OECD-ríkjunum næmi hann ár- lega á bilinu 18-35 milljarðar. Að jafnaði væri hagnaður í atvinnu- lífinu um eða yfir 20 mihjarðar sem er margfalt meira en at- vinnulífið á íslandi á að venjast. ESB meðráð- stefnuáíslandi Evrópusambandið, ESB, heldur ráðstefnu í samstarfi við ASÍ nk. föstudag sem hefst á hádegi á Hótel Sögu. Rætt verður um áhrif EES-samningsins fyrir íslend- inga, áherslur ASÍ í Evrópumál- um og spurningum velt upp um samvinnu íslands og Evrópusam- bandsins. Meðal ræðumanna verða Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra, Aneurin Rhys Hughes, sendiherra ESB á íslandi og í Noregi, og Benedikt Davíðsson, forseti ASI. Gæðaverðlaun til Mánabergs Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Frystitogarinn Mánaberg ÓF frá Ólafsfirði fékk á dögunum viðurkenninguna „The 1994 President’s Award" frá alþjóð- lega fyrirtækinu X-Sea-Lent í Bandaríkjunum. Viðurkenningin er veitt fyrir mestu og jöíhustu gæöi af þeim íslensku sjávaraf- urðum sem fyrirtækið kaupir. Stór bandarísk veitingahúsa- keðja hefur mikinn áhuga á að kaupa framleiðslu Mánabergs. Keðjan selur fisk m.a. til Disney- World. Hlutabréfin í HB seldustupp Öll bréf í hlutafiárútboði Har- aldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi, HB, sem hófst í byrjun þessa mánaðar, seldust upp á forkaups- réttartíma. Um var að ræða aukningu hlutafiár um 80 millj- ónir að nafnverði en nýju bréfm voru boðin á genginu 1,63. Miðað við það var söluverðið um 130 milljónir. Kaupþing hafði umsjón með útboðinu sem var það fyrsta á þessu ári hjá hlutafélagi á Verð- bréfaþinginu. VÍB lánartil hlutabréfa- kaupa Verðbréfamarkaður íslands- banka, VÍB, býður nú einstakl- ingum óverðtryggð lán til kaupa á hlutabréfum í Hlutabréfasjóði VÍB eða öðrum fyrirtækjum sem skráð eru á Verðbréfaþingi ís- lands. Lánin eru til 12 eða 24 mánaða með mánaöarlegum af- borgunum og fyrstu greiðslu í mars 1995. Kaupandi bréfanna þarf einungis að greiöa 20-30% af kaupverði þeirra. Hjón sem kaupa fyrir 250 þúsund krónur eiga rétt á að fá endurgreiðslu frá skatti sem nemur 84 þúsundum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.