Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 Fréttir Stuttar fréttir dv Rúmlega 20 björgunarsveitarmenn björguðu 11 hrossum úr sjálfheldu: Erfiðar aðstæður enalttgekkvel - höfðu fælst við flugeldasprengingar og héldu sig á klettasyllu Rúmlega tuttugu björgunarsveit- armenn og bændur björguðu 11 hrossum við erfiðar aðstæður úr sjálíheldu í Skarðshyrnu á Skarðs- heiði í gærdag. Það var í birtingu á ellefta tíman- um í gærmorgun sem björgunar- menn héldu á 6 tonna íjallatrukki og nokkrum jeppum í ausandi rigningu frá Tungu í Svínadal og upp á Skaröshyrnu. Hrossin höfðu fælst frá bænum Tungu á nýársnótt við flugelda- sprengingar og þvælst upp á heiði. Strax á nýársdag fóru Samúel Ólafs- son, bóndi í Tungu, og nokkrir ungir drengir til leitar en fundu ekkert annað en slóð hestanna. í fyrradag fór Samúel svo ásamt nokkrum bændum, í blindri stórhríð, til leitar og fundu þeir þá hryssu úr hópi hest- anna en hún hafði hrapað og slasast nokkuð en sloppið óbrotin. Tók það dýralækni á þriöja tíma að gera að sárum hennar. Auðvelt reyndist að finna hina hestana eftir að hryssan hafði fundist. Hrossin, nítján vetra reiðhestur, níu trippi og folald, voru á um 30 til 40 fermetra klettasyOu í um 750 metra hæð, um hálfs annars tíma erfiða gönguleið á mannbroddum frá þeim stað þar sem björgunarmenn þurftu að skilja bíla sína eftir. Af syllunni var þverhnípt á tvo vegu en á þriðja veginn var snarbrött hlíðin og var um 150 metra leið að hrossun- um á þann staö þar sem fýsilegast var að leiða þau niður. Mikil snjó- koma var uppi á heiðinni og þegar björgunarmenn, ásamt blaðamanni og ljósmyndara DV, voru komnir áleiðis tók að hvessa þannig að skyggni var mjög slæmt um tíma, Mokað var einstigi í hjarnið en ofan á því lá blautur snjór og voru kaðlar strengdir eftir einstiginu og múlar Veður var mjög slæmt á þeim stað sem hrossin héldu sig. A myndinni má sjá leiðina sem hrossunum var valin til að komast niður. Þau voru stygg og áttu erfitt með að fóta sig á hjarninu. Samúel, bóndi i Tungu, teymir Þorra, 19 vetra reiðhest, eftir einstiginu. DV-mynd ÞÖK fyrstu hestanna kræktir þar í. Fyrsta hrossið, reiðhesturinn, var látið síga niður snarbratta hlíöina þegar það hafði verið teymt eftir einstiginu og látið marka leiðina. Trippin og fol- aldið voru síðan teymd sömu leið en sum höfðu fengið róandi sprautur frá dýralækni sem var með í fór. Aðeins eitt trippanna missti fótanna og rann um 15 metra leið niður hjarnið áður en það kom undir sig fótunum og náöi að feta sig aftur upp á einstigið. í ljósaskiptunum var svo aftur komiö að bílunum eftir vel heppnað- an björgunarleiðangur, hálfum sjötta tíma eftir að haldiö var af stað. „Þetta var alveg frábært. Mér leist illa á þetta áður en ég fór upp en þegar ég sá aðstæður vissi ég að þetta tækist þótt erfitt yrði. Ég hafði helst áhyggjur af því að hrossin færu að stimpast, því að trippin hafa aldrei verið teymd, og einnig að þau eru ekki vön að lesta sig eins og tamdir hestar, en svo fór ekki,“ sagði Samú- el, annar eigandi hrossanna, en tengdasonur hans, Guðni Þórðarson, sem einnig býr í Tungu, á hrossin meö honum. Gunnar Örn Gunnarsson, dýra- læknir á Hvanneyri, sagði að hrossin væru vel á sig komin miðað við að hafa hafst við í hálfan þriðja sólar- hring á syllunni. Það væri þó ber- sýnilega aíþeim dregið og eitt þeirra heíði kvefast. Lódir fyrir Irving Oil Borgarráð ákvað i gær að heim- ila borgarstjóra að semja við Ir- ving Oil um sölu á 3 lóðum undir bensínsölur, viö Eiðsgranda, Stekkjarbakka og Bæjarháls. Lánsþörf ríkissjóðs Lánsfjárþörf ríkissjóðs næstu þijá mánuðina er 18 til 19 millj- arðar. í næsta mánuði þarf ríkið að leysa út tæplega 10 milljaröa vegna sparisMrteina frá 1990. Mbl. greindi frá þessu. Skólastjóri í leyfi Fræðslusljórinn í Reykjavík hefur sent skólastjóra Austur- bæjarskóla í timabundið leyfi. Kennarar höfðu áður krafist þess að skólastjórinn viki meðan stjómsýsluúttekt á skólanum fer fram. Tíminn greindi frá þessu. Tekistáum ÚA íslenskar sjávarafuröir og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna tak- ast á um hlut Akureyrarbæjar í Útgerðafélagi Akureyringa. Sjón- varpið greindi frá þessu. Kaldarkveðjur Besta nautakjötið er selt úr landi en lakara kjötið er selt hér innanlands. Þetta segja kjötverk- endur kveðjur frá kúabændum til íslenskra neytenda. Stöð tvö skýrði frá þessu. Bjartsýnir íslendingar íslendingar em meðal bjart- sýnni þjóða í fjölþjóðlegri könnun á vegum Gailups. Skv. könnun- inni búast íslendingar við betri hag á næsta ári en ófriði á vinnu- markaði. Mbl. greindi frá þessu. Ólgan í Alþýðubandalaginu í Reykjavík vex í kjölfar þess að ákveðið var að stilla upp fram- boðslista. Skv. Alþýðublaðinu íhugar Auður Sveinsdóttir vara- þingmaður að segja sig úr ABR. SH eykur útflutninginn Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna seldi sjávarafurðir til út- landa fyrir 28,4 milljarða á siðasta ári. Skv. Mbl. jókst útflutningur- inn um þriðj ung milli ára. -kaa Alþýðuflokkurinn í Reykjavik: Bændasamtökin sameinuðust um áramótin: Gef kost á mér í öll sæti listans verði próf kjör - segir Össur sem útilokar þar með ekki baráttu við Jón um 1. sætið „Ég kannast vel við þetta og mér bárust raunar fregnir af þessu þegar ég var í leiðangri lífs míns í Kólumb- íu. Að vonum varð ég ekki mjög glað- ur við. Ég hirði hins vegar ekkert um hverjir það eru sem standa fyrir þessu enda tel ég þetta fráleitt. Ef menn ætla að keppa við mig um sæti á listanum verða þeir að gera það í prófkjöri. Enn mun allt óráðið um að það fari fram opið prófkjör hjá flokknum i Reykjavík. Ég er í sjálfu sér ekkert trúaður á gildi próf- kjöra til aö búa til góöan lista. En ef það verður prófkjör gef ég að sjálf- sögðu kost á mér í öll sæti listans," sagði Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra vegna þess orðróms sem verið hefur á kreiki um að kratar í Reykjavík séu að leita eftir einhverri þekktri manneskju í 2. sæti listans. Þannig vonist þeir til að koma á óvart og ná auknu fylgi. DV hefur heimildir fyrir því að rætt hafl verið við Valgerði Bjarna- dóttur um að hún taki 2. sætið en hún hafnað því samstundis. Sam- kvæmt sömu heimildum er enn verið aö leita að manneskju til að koma á óvart með 2. sætið á listanum. Þeir sem fyrir þessu standa ætla að reyna að semja við Össur um málið. Sam- kvæmt viðbrögðum Össurar er hæp- ið að það takist. í- lögum Alþýðuflokksins er gert ráð fyrir aö einhvers konar prófkjör fari fram í Reykjavík. Það getur ver- ið meö ýmsu móti, alveg opið, aðeins fyrir flokksbundna alþýðuflokks- menn eða innan fulltrúaráðs Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Ekki er búið að ákveða hvaða leiö verður fyrir valinu né hvenær próf- kjörið fer fram. Sumir kratar sem DV hefur rætt við segja það vel geta komið til greina að fara fram hjá þessum reglum og hafa ekki prófkjör en láta uppstillingarnefnd þess í stað annast málið. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Nei zj r ö d d FÓLKSINS 99-16-00 Var áramótaskaupið of rætið? Allir í stafræna kerflnu meft ténvalsslma geta nýtt sér þessa þjónustu. Stef nt að hagkvæmni í yf irstjórninni - stiómsamtakannaverðurkosmímars Búnaðarfélag íslands og Stétta- samband bænda voru sameinuö í ein heildarsamtök um áramótin. Með sameiningunni er stefnt að því aö gera boðleiðir einfaldari og skapa grundvöll til samræmdari . og skjótari ákvarðanatöku en áður. Þá er þess vænst að aukin hag- kvæmni náist með einföldun í yflr- stjórn og með hagræðingu í skrif- stofuhaldi samtakanna. í upphafl fara stjórnir Búnaðarfé- lagsins og Stéttarsambandsins í sameiningu með þau verkefní sem þeim er faliö samkvæmt lögum eöa þar til ný stjóm hefur verið valin. Stjórn nýju samtakanna er skipuð þeim fulltrúum sem nú eiga sæti í Búnaðarfélaginu og Stéttarsam- bandinu. Fram til 15. febrúar verð- ur Haukur Halldórsson formaður nýju samtakanna en Jón Helgason mun síðan gegna formennsktmni fram að búnaöarþingi sem haldiö veröur 13. mars. Kosning á búnaðarþing fór fram í október og nóvember 1994. Alls voru kjömir 39 fulltrúar, þar af 28 af búnaðarsamböndunum og 11 af Haukur Halldórsson og Jón Helga- son á fundi í gær þar sem nýju bændasamtökin voru kynnt. DV-mynd BG búgreínasamböndnnum. Á þinginu verður endanlega gengið frá sam- þykktum fyrir sameinuö bænda- samtök og þeim kosin stjórn. Jafn- framt verður samtökunum gefið nafn en til þessa hafa þau gengið undir nafninu Bændasamtökin. Búnaðarþing er hugsað sem aðal- fundur nýju samtakanna og verður þar fjallað um hagsmunamál bændastéttarinnar og stefnumótun í málefnum landbúnaðarins. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.