Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995
15
Sannaðu þörf fyrir bætur
Tveir menn misstu vinnuna fyrir
tveim árum. Annar var bifvéla-
virki á þrítugsaldri en hinn blaöa-
maður um sextugt. Báðir gátu látið
skrá sig atvinnulausa og sá yngri
valdi þann kost en sá eldri leitaði
eftir lausaverkefnum til þess að
framfleyta sér á þar til hann fengi
fast starf ef það á annað borð væri
í boði. Sá yngri fékk atvinnuleysis-
bætur og komst fljótlega í „svarta"
vinnu sem hann hafði með bótun-
um. Hann hló að hinum fyrir gam-
aldags siðferðisóra að nýta ekki
svona galopnar glufur í kerfmu,
sjálfum sér til hagsbóta.
Synjunin stóð
Þeim eldri gekk sæmilega að fóta
sig, framan af, og hafði heldur
skárri tekjur en sem svaraði at-
vinnuleysisbótum, kannski svona
meðal sjúkraliðalaun, en fast starf
lá ekki á lausu enda maðurinn
kominn langt yfir þann aldur sem
atvinnurekendur sækjast eftir.
Þegar líða tók á nýliðið ár dró úr
tekjunum og síðustu mánuðina
mátti heita að hann væri tekjulaus
en þráaðist þó við að gefa upp von-
ina um að geta staðið á eigin fótum.
Þar kom þó um síðir aö allt var upp
urið og ekki varð lengur komist hjá
að leita eftir atvinnuleysisbótum.
Stéttarfélag hans vísaði honum
frá: „Þú ert verktaki og átt að snúa
þér beint til Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs." Hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði var sagt: „Nei.“
Ekki: „Því miður,“ heldur: „Nei,“
og þar við sat. Eftir nokkrar spurn-
ingar og svör kom þó: „Það eina
KjáOarinn
Sigurjón Valdimarsson
blaðamaður
sem við getum gert fyrir þig er að
visa þér á Félagsmálastofnun."
Hann spurði hvort forsjá þjóðar-
innar kysi að menn tækju aðferð
bifvélavirkjans frarn yfir sjálfs-
bjargarviöleitnina, en fékk skýrt
svar um að þetta væri bara helv...
kjaftæöi, svoleiðis væri ekki hægt
að gera. Synjunin stóð.
Rökin fyrir synjuninni eru bund-
in í landslögum og þýða á venju-
legu mannamáli þetta: Missirðu
launavinnu skaltu strax fara á at-
vinnuleysisbætur og láttu þér ekki
detta í hug að reyna að spara sam-
félaginu þau útgjöld. Ef þú gerir
það og mistekst, verður þér
grimmilega refsað. Þó áttu útleið,
þá að getir þú sannað að þú þurfir
ekki á atvinnuleysisbótum að
„Missirðu launavinnu skaltu strax fara
á atvinnuleysisbætur og láttu þér ekki
detta í hug að reyna að spara samfélag-
inu þau útgjöld. Ef þú gerir það og
mistekst, verður þér grimmilega refs-
að.“
Skyldu alþingismenn vita hvaða lög þeir skópu?" spyr greinarhöfundur.
halda, getur þú fengið þær, séu
rökin á hinn bóginn þau að þú þurf-
ir á bótum að halda færðu litlar eða
engar.
Sanngjarnt, ekki satt
Lögin eru þessi: Um leið og mað-
ur sem misst hefur vinnuna tekur
að sér lausaverkefni er hann orð-
inn verktaki og heyrir undir lög
um sjálfstæöan atvinnurekstur. Þá
er hann um leið orðinn skyldugur
til að greiða 6,5% af innkomnum
tekjum í tryggingagjald. Nái hann
viömiðunartekjum sinnar starfs-
greinar, sem í tilfelli blaðamanna
eru tæplega kr. 105.000 á mánuði,
og borgar af þeim kr. 6.825 trygg-
ingagjald mánaðarlega í eitt ár, á
hann rétt á fullum bótum. Hafi
hann minna og borgi þar af leið-
andi minna tryggingagjald, fær
hann samsvarandi minni bætur og
hafi hann engar tekjur og borgi
ekkert tryggingagjald fær hann
engar bætur. Þá skiptir engu að
hann hafi verið launamaður í 45
ár og skattar og skyldur þeirra ára
í fullum skilum.
Með öðrum orðum: Hafirðu 105
þúsund krónur á mánuði í tekjur
máttu hætta og færð fullar at-
vinnuleysisbætur, 46.388 krónur.
Hafirðu engar tekjur færðu engar
bætur. Sanngjarnt, ekki satt?
Skyldu alþingismenn vita hvaða
lög þeir skópu?
Sigurjón Valdimarsson
Eflum dreifbýlið
Ég er einn þeirra sem vil sjá mitt
land bera merki þróttmikillar
starfsemi, hvert sem litið er. Að
ferðast um hinar nýju óbyggðir,
þar sem eyðijarðir mæta augum,
er í mínum huga tímabundinn ósig-
ur í þeirri sjálfsögðu viðleitni að
halda landinu öllu í byggð. Það
heyrist oft að ekki borgi sig að reka
búskap á hinum og þessum stööum
eða hafa þar yfirleitt búsetu. Slík
umræða ýtir undir undanhald á
landsbyggðinni í staðinn fyrir aö
rétta þar fólkinu örvandi hönd.
Ekki skil ég að hugsunarháttur
minn og annarra í þessum efnum
sé á nokkurn hátt árás á líf og hags-
muni þess fólks sem býr í mesta
þéttbýlinu. Hitt er staðreynd aö
jafnvægi búsetu eftir landshlutum
hefur mjög raskast á síðustu ára-
tugum en það atvinnuleysi sem
verulega hefur aukist á valdatíma
núverandi ríkisstjórnar leiðir m.a.
hugann að því hvort ekki sé tíma-
bært að reyna að snúa þróuninni
við og skapa fólki betri grundvöll
til þess að lifa sínu lífi um land allt.
Uggvænleg þróun
Þróunin í landbúnaði og sjávar-
útvegi landsmanna á síðustu árum
hefur verið uggvænleg. Flatur nið-
urskurður í landbúnaði hefur þeg-
ar fækkað bændum og valdið því
að tekjur þeirra sem áfram berjast
hafa lækkað um allt að 40%. Sér-
stök skilyrði til mjólkurframleiðslu
annars vegar og sauöfjárræktar
hins vegar þurfa að mínu mati að
nýtast betur en nú er eftir landnýt-
KjáUaiinn
Sigurður Kristjánsson
kaupfélagsstjóri
ingarstefnu sem bændur gætu
staðið að. Það gengur ekki að út-
hluta bændum vandanum og skipa
þeim svo fyrir að framleiða aðeins
til innanlandsneyslu.
Það verður að leita nýrra mark-
aða erlendis og viðhalda þeim eldri.
Hóflegar útflutningsbætur falla
eðhlega að okkaf aðstæðum en vel
má vera að vaxtarbroddurinn geti
að miklu leyti verið í hinni lífrænu
eða vistvænu framleiðslu sem
vissulega gefur mun hærra verð. í
sjávarútvegi er hrakningur og und-
anhald sem byggist í grundvallar-
atriðum á fækkun í fiskistofnum.
Á meðan slíkt ástand fiskistofna
varir er ekki síst ástæða til þess
að verðmætasköpunin geti verið
sem mest af þeim afla sem á land
berst. Sú vinnsla sem áður fór fram
í frystihúsunum, byggð á togara-
fiski, hefur mjög mikið færst út á
sjó en það sem við gæti tekiö í
mörgum frystihúsum er fullkomin
matvælavinnsla í neytendapakkn-
ingar.
Reglur um veiðar smábáta þurfa
meira að miðast við það að þessir
menn hafa beitt sér fyrir og hefur
víða miklu bjargað. Ferðaþjónustu
þarf tvímælalaust að efla og þar
gætu skapast mörg ný störf.
Iðnaður í erlendri samkeppni
hefur fremur verið á undanhaldi
og aðstoðina til uppbyggingar vant-
ar eins og á fleiri sviðum. í sjávar-
þorpunum, þar sem kvótinn er far-
inn og fólk sér fram á afkomuleysi,
er skjótra aðgerða þörf sem núver-
„Sjóði til aðgerða í atvinnumálum þarf
mjög að efla en til bráðabirgða þurfa
stjórnvöld að hafa meiri ráðstöfunar-
rétt á fiskveiðikvóta til úthlutun-
segirhérm.a.
ar
bátar fái að róa á þeim dögum er
til þess viðrar. Eins og nú horfir
er væntanlega óhjákvæmilegt að
stemma stigu við fjölda smábáta en
kvótaskerðingu bátanna þarf að
endurskoða, þeirra sem í rekstri
eru. Vetrarsókn smábáta er
áhyggjuefni á mörgum stöðum og
mikið spor aftur á bak í öryggis-
málum sjómanna.
Aðgerða er þörf
Ef nærtækar og afgerandi lausnir
væru fyrir hendi í atvinnulífinu
væri þeim væntanlega tafarlaust
beitt og vandinn gerður viðráðan-
legri. Veiðar á fjarlægum miðum
er ein leið sem íslenskir útgerðar-
andi ríkisstjórn er ekki treystandi
til. Víða þar sem sveitarfélög eru
einhvers megnug reyna þau að
halda skipum og kvóta í heima-
byggð eins og frekast er kostur.
Sjóði til aðgerða í atvinnumálum
þarf mjög að efla en til bráðabirgða
þurfa stjómvöld að hafa meiri ráð-
stöfunarrétt á fiskveiöikvóta til út-
hlutunar til þeirra staða sem búa
við byrjandi eða viðvarandi neyð-
arástand í þessum efnum. Gjald-
þrotastefnunni á landsbyggðinni
verður þegar í stað að linna.
Sigurður Kristjánsson
Hundaskattur í Reykjavik
Fylgjandi
„Meðan
hundahald er
bamiað i
Reykjavík
nema með
sérstökum
undanþágum
erégfylgjandi
því aö leyfis-
gjald sé inn-
heimt af Guðrún Ögmundsdáttir
hundaeigend- boraartuiitrúi
um. Mér finnst í sjálfu sér að leyf-
isgjaldið eigi aö standa undir heil-
brigðiseförlitinu sem fylgir
hundunum en eigi ekki að fara
umfram það. Auðvitað má ræða
hvort leyfisgjaldið eigí að ná yfir
ketti líka, eins og hundaeigendur
hafa vifjað meina, en spuming
er hvort köttum fækkar með til-
komu nýju fjölbýlishúsalaganna.
Hundahald er bannað. Sumum
finnst það miður, öðrum ekki.
Annað gildir um ketti. Þeir hafa
gengiö um borgina frá örófi.
Aðstaða fyrir hundaeigendur
er mjög lítil í borginni og mér
finnst aö þaö megi skoða það
hvort hundaeigendur gætu fengið
aukna þjónustu fyrir peningana,
til dæmis útivistarsvæöi fyrir
hunda. Þannig vissu hundaeig-
endur að peningarnir feru í eitt-
hvaö raunhæft í þeirra þágu.
Þvi miður setja lélegu hunda-
eigendurnir svartan blett á þá
góðu og þetta er spuming um að
ná í skottið á þeim en ég er sam-
mála því aö hundaeftirlitskerfiö
sé skoðað af opnum huga.“
Óréttlátt
„Ég er á
móti hunda-
skatti þvi að
mér finnst
óeðlilegt að
hundaeigend-
ur, einirdýra-
eigenda, séu
látnir borga
gjöld fyrir dýr
sín. Viö telj-
um Óréttlátt (élagsislands
og ólöglegt að skattleggja gegnum
leyfisgjald þann hluta lands-
manna sem á hunda umfram
aðra. Hundaeigendur greiða 9.600
krónur fyrir hvem hund á ári í
borginni. Upprunalega átti þetta
gjald að standa undir kostnaði við
eftirlit með hundum i borginni.
Nú er svo komið að hundaeigandi
verður að greiða 7-8 þúsund
krónur fyrir að fá hund aftur
sleppi hann laus og næst af
hundaeftirlitsmannl. Flesth-
hundaeigendur fylgja reglum um
hundahald í hvívetna þannig að
borgin ber aldrei neinn kostnað
af hundum þeirra. Við teljum
eðlilegt aö leyfisgjaldið veröi fellt
niöur enda er ágóði af þvi fyrir
borgarsjóð. Við teljum rétt aö
>eir sem ekki fylgja reglum borg-
arinnar standi einir undir eftirliti
með sínum hundum og 7-8 þús-
und krónumar fari i að halda
hundaeftirlitinu uppi. Leyfis-
gjaldið hefur verið gert að tekju-
stofni sem skilar verulegum tekj-
um í borgarsjóö og nema tekjur
borgarinnar aö meðaltali 12,5
prósentum umfram kostnaö við
hundaeftirbt.
Viö höfum leitað til umboðs-
manns alþingis til að kanna hvort
leyfisgjaldið stenst lög. Við bíðum
eftir úrskurði og eigum von á
honum fyrir febrúarlok. Þá höf-
um við snúið okkur til borgar-
stjórnar vegna þessa máls og
störfum með fulltrúum borgar-
innar í nefnd til að endurskoða
reglur um hundaeftirlit og gjald-
heimtu vegna þess“