Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1995, Qupperneq 24
24
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995
Sviðsljós
Rod hjálpar
fátækum
Breska poppstjarnan Rod Stew-
art hefur veriö lánsamur maöur
um ævina, að minnsta kosti ef
maður notar peningamælistik-
una. Hann hefur nú ákveðið aö
liggja ekki einn á gullinu, heldur
leyfa öðrum að njóta þess meö sér
á nýju ári. Hann ætlar því aö
halda ókeypis tónleika í Ríó de
Janeiro á hinni frægu Copaca-
bana baðströnd og eiga áheyr-
endur að koma meö mat sem síð-
an veröur gefinn heimilislausum.
Cybill í nýrri
þáttaröð
Leikkonan Cybill Shepherd
sýndi það og sannaði í sjónvarps-
þáttunum Moonlighting aö hún
getur verið prýðileg í gaman-
myndum. Eigendur CBS sjón-
varpsstöðvarinnar virðast vera á
sama máli því frúin sú er nú kom-
in meö eigin gamanþátt sem heit-
ir í höfuöiö á henni. Þar leikur
hún konu á fimmtugsaldri sem
er að verða amma.
Grafinn, ekki
gleymdur
Bandaríski kvikmyndaleik-
stjórinn Sam Peckinpah, höfund-
ur mynda á borð við Straw Dogs
og Wild Bunch, er kannski graf-
inn en hann er þó langt því frá
að vera gleymdur. Fjölskylda
hans og vinir komu nýlega saman
á uppáhaldskaffihúsinu lians til
að minnast þessa mikilhæfa
kvikmyndastjóra sem var farinn
að gera blóði drifnar myndir þeg-
ar Quentin Tarantino var enn í
leikskólanum. Tíu ár eru liðin frá
því Peckinpah lést.
Talaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
ASPRAUTUN
Varmi
Auðbrekku 14, sími 64 21 41
Ofurfyrirsætan Christie Brinkley gengin út:
Gifti sig í
skíðabrekkunni
„Ef maður ætlar sér að ganga
að eiga fallega konu er eins gott
að það sé gert á fallegum stað,“
sagði milljónamæringurinn og
olíugróðaerfinginn Ricky
Taubman þegar hann og ofur-
fyrirsætan Christie Brinkley
höfðu verið pússuð saman í
skíðabrekkum Telluride í Kól-
óradó skömmu fyrir jól.
Mörg hundruð manns fylgd-
ust meö því þegar skötuhjúin
voru gefin saman, bæði klædd
í skíðabúninga frá fjórða áratug
aldarinnar. Slegið var upp
veislu eftír athöfnina en hjóna-
kornin voru þögul sem gröfln
um hvert þau ætluðu í brúð-
kaupsferðina.
Christie og Ricky eru miklir
skíðaunnendur en við lá að sú
ástríða yrði þeim að aldurtila
þegar þyrlan hans hrapaði í
fjallshlíðunum í Telluride síð-
astliðinn vetur. Þau sluppu lif-
andi, svo og fjórir aðrir farþeg-
ar um borð í þyrlunni, en Ricky
brotnaði þó illa á nokkrum
stöðum.
Christie er fertug og var áður
gift popparanum Billy Joel og á
með honum dóttur. Ricky er 47
ára, fráskilinn og á einn son.
Þau dvelja ýmist í húsi hans
nærri Telluride eða á óðalssetri
hans á Hawaii.
Christie Brinkley og Ricky Taubman skælbrosandi á leið i hjónavigsluna í brekk-
um Telluride skíðabæjarins í Kólóradó. Simamynd Reuter
Pymim kona Ringos látin
hún þjáðist af hvítblæði. Maureen
var 47 ára gömul. Hún bjó í Beverly
Hills í Kaliforníu síðustu árin með
eiginmanni sínum, Isaac Tigrett, en
hann er helst frægur fyrir aö hafa
stofnað veitingahúsakeðjuna Hard
Rock Café.
Maureen var fædd í bítlaborginni
Liverpool og var aðeins 17 ára þegar
hún tók saman við Ringo en þá voru
Bítlarnir þegar orðnir heimsfrægir.
Þau bjuggu saman í 11 ár og skildu
árið 1975. Hún tók þá strax saman
við Isaac Tigrett og giftu þau sig síð-
ar. Með Tigrett átti Maureen eina
dóttur sem nú er sjö ára gömul. Með
Ringo átti hún þrjú börn sem öll eru
uppkomin og nýlega varð hún amma.
Bowie og
Iman eiga
von á bami
Popparinn David Bowie og kona hans,
sýningarstúlkan sómalska, Iman, eiga von
á barni næsta vor en þá eiga þau þriggja
ára brúðkaupsafmæli.
Hjónakornin eiga bæði börn úr fyrri
hjónaböndum og þykja vera ansi frumleg
í nafngiftum og því má búast við að nýja
barnið verði að bera eitthvert skelfilegt
nafn. Bowie, sem er oröinn 48 ára gamall,
á 22 ára gamlan son sem heitir Zowie og
Iman á fyrir 15 ára dóttur sem heitir Zu-
lekha.
Óléttan hefur orðið til þess að Iman hef-
ur hætt við að leika í kvikmynd sem átti
að hefja tökur á bráðlega og Bowie hefur
flýtt upptöku næstu plötu sinnar svo að
hann verði örugglega frír og frjáls þegar
barniö kemur í heiminn.
Parið hefur verið á fullu að undanförnu
við að útbúa barnaherbergi á heimilum
sínum í Los Angeles, New York, Sviss og
á karabísku eyjunni Mustique.
Zulekha dóttir Iman er ekkert alltof kát
með fréttirnar. Hún hefur lengi ásakað
móður sína um að hafa veitt henni litla
athygli lengst af. Stúlkan býr með föður
sínum, Spencer Haywood, sem er fyrrum
stjarna úr bandaríska körfuboltanum.
David Bowie og Iman eiga von á barni i vor.
Maureen Cox Tigrett, fyrrum eig- gamlársdag í kjölfar erfiðleika sem
inkona Bítilsins Ringos Starrs, lést á upp komu eftir beinmergsflutning en
Itinifif ISiarr
skiljnr siff
ivONl'M'iN flixpro .Kx- Rnxlai}U Uu ati m Uall»«?n.
úoa’to i\ir.Kti &Utti utivil Ocíi )*& h*r Nnr»«y har soiu Mtt
iifí. efus r Uinfio.
Hitsina itu MaUf«i«rn. sc:n hán —- Xanc\ ocit }ísk »'•
íarl«' n:»r h«r» var buiu 17 ár, hár <X'i« M.*»ur«<*n «r lyckllg&St 1
át i lortúon :»«'•.! t.'<- t:arr.»r< lUnúard
rnvtian Rbfo ar : </■/■. Aitjick’s —• Ákt»'Msksí« :<r »'t» konstig
r»«.'*.l 'Í2- ártfii :ckar> Nar>- s«k. Dct Uutut í:t;;a Jsg
;•>' AttH;< v.:>. U \ r ít>r •.lay*,n J.«<: Iwr r»;r>;>
Ringo og Maureen þegar þau skildu.
Madonna
í 99. sæti
Það 'er ekki á hverjum degi sem
poppsöngkonan og kynímyndar-
sprengjan Madonna er í 99. sæti
á einhverjum listanum. Svo er
þó í nýútkominni hók vestur í
Ameriku þar sem taldir eru upp
100 áhrifamestu einstaklingarnir
meöal homma og lesbia. Ma-
donna er höfð með vegna þess aö
hún hefúr sprengt allar goðsagnir
um kynhlutverkin, að sögn höf-
undarins. í fyrsta sæti er heim-
spekingurinn Sókrates.
Samningur
um ástina
Leikkonan Sarah Jessica Par-
ker kemur til með að leika annað
aðalhlutverkanna í myndinni „If
Lucy Fell“ á móti Ben Stiller. Þau
leika ungt fólk í New York sem
gerir með sér óenjulegan samn-
ing um að verða ástfangið. Hermt
er að ástralska fyrirsætan Elle
MacPherson, sem sprangaði um
á Evuklæðunum í myndinni „Sir-
ens“, verði einnig meö i mynd
þessari sem Eric nokkur Schaef-
fer ætlar að stjórna.
Kraftaverk í
alvörurmi
Hún Mara htla Wilson, sjö ára
hnátan sem leikur í jólamyndinni
Kraftaverki á jólum, sem verið
er að sýna í Reykjavik, þótti
standa sig svo vel að kvikmynda-
félagið 20. aldar Fox hefur boðið
henni samning upp á 100 milljón-
ir króna. Það er allnokkur kaup-
hækkun þar sem stúlkan fékk
ekki einu sinni fjórtán milljónir
fyrir leikinn í Kraftaverkinu.
Wonder gegn
hungrinu
Poppparinn góðkunni Stevie
Wonder hefur löngum verið liö-
tækur í að styrkja litilmagnann
meö ýmsum hætti. Hann ætlar
ekki að hggja á liði sínu á nýju
ári því á gamlárskvöld hóf hann
tónleikaferð í samvinnu við sam-
tök sem berjast gegn hungri. Um
leið og Stevie styður gott málefhi
ætlar hann að kynna efni af nýrri
plötu.