Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1995, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995
Fréttir
Allar líkur á meirihluta krata og Jóhanns G. Bergþórssonar:
Vill að bærinn kaupi móð-
urtölvu Hagvirkis-Kletts
- rætt um óflokksbundinn kratabæjarstjóra eða jafnvel Guðmund Aml Stefánsson
Afdrifaríkar sviptingar hafa verið
í bæjarmálum í Hafnarfirði vegna
ágreinings Jóhanns G. Bergþórsson-
ar, fyrrverandi forstjóra Hagvirkis-
Kletts, og annarra bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins um ráðningu í
stöðu bæjarverkfræðings. Tabð er
að myndun nýs meirihluta alþýðu-
flokksmanna og Jóhanns sé í upp-
siglingu og taki við völdum í bænum
innan viku. Búist er við að alþýðu-
flokksmenn leggi til á bæjarstjórnar-
fundi í dag að fundinum verði frestað
og fjárhagsáætlun tekin fyrir í næstu
viku.
Glatt var á hjalla í herbúðum Al-
þýðuflokksins í Hafnarfirði eftir að
ljóst varð á sunnudagskvöldið að
engir möguleikar væru á því að full-
trúar Sjálfstæðisflokksins gætu náð
samkomulagi viö Jóhann G. Berg-
þórsson í deilunni um hvort hann
fengi að gegna samhliða stöðu bæjar-
verkfræðings og bæjarfulltrúa.
Kratarnir hittu Jóhann eftir fundinn
með Sjálfstæðisflokknum og komust
að þeirri niðurstöðu að fuli ástæða
væri til að fara í formlegar samn-
ingaviðræður.
Ágreiningur
blossaði upp
Rekja má rætur ágreiningsins innan
Sjálfstæðisflokksins talsvert langt
aftur á síðasta kjörtímabil þó að
hann hafi ekki blossað upp af fullum
krafti fyrr en í meirihlutamyndun-
inni í fyrra og svo aftur í fjárhags-
áætlunarvinnunni síðustu vikur og
mánuði. Á síöasta kjörtímabili bar
nokkuð á óánægju meðal sjálfstæðis-
manna með samvinnu Jóhanns, þá-
verandi oddvita Sjálfstæðisflokksins,
og meirihluta Alþýðuilokksins.
Þorgils Óttar Mathiesen, þáverandi
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
gagnrýndi oddvitann fyrir samvinn-
una viö kratana og var missættiö
milli Þorgils Óttars og Jóhanns slíkt
Góður andi í viðræðunum
Jóhann G. Bergþórsson sagði í sam-
tah við DV í gær aö góður andi hefði
verið í viðræðum við Alþýðuflokkinn
fram til þessa og því héldu viðræður
áfram. Hann sagðist leggja meginá-
herslu á aðhald í rekstri bæjarins í
samningaviðræðunum. Ekki væri
gert ráð fyrir miklum sparnaði í fjár-
hagsáætlun Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðubandalags.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Jóhann G. Bergþórsson einkum lagt
til að sparaö verði í rekstri Áhalda-
húss Hafnarfjarðar og hafa uppsagn-
ir jafnvel veriö nefndar. Jóhann hef-
ur lagt til að bæjarsjóður kaupi hús-
eignina að Skútuhrauni 2 fyrir em-
bætti bæjarverkfræðings og Áhalda-
hús og hætt verði við kaup á tölvu á
bæjarskrifstofurnar og móðurtölva
Hagvirkis-Kletts keypt í staðinn, en
ekki er ljóst hvort þetta kemur til
greina af hálfu krata.
„Ég hef bent á þennan möguleika
og get ekki séð neitt óeölilegt við það
að bærinn kaupi þetta hús þó að ég
hafl einu sinni verið þarna með at-
vinnurekstur. Það er ljóst að það er
hægt að gera ýmislegt áður en farið
verður í uppsagnir í Áhaldahúsinu.
Meginatriðiö er sparnaður í rekstr-
arútgjöldum bæjarins. Ein af leiðun-
um er að selja eignir bæjarins. Bær-
inn á fullt af fasteignum úti um allar
trissur," sagði Jóhann í gær.
Alþýðuflokksmenn hafa verið
óánægðir með meirihlutastjórn Al-
þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks
síðustu sjö mánuði. Þeir telja meiri-
hlutann hafa einbeitt sér að því að
níöa niður Alþýðuflokkinn og hans
verk með ótal endurskoöendaskýrsl-
um í stað þess að stjórna bænum.
Þeir kratar sem DV ræddi við í gær
telja ágreininginn innan Sjálfstæðis-
flokksins sprottinn af óánægju Jó-
hanns með þetta.
Glatt á hjalla hjá Guðmundi Árna Stefánssyni og öðrum forystumönnum Alþýðuflokksins i Hafnarfirði í gær.
DV-mynd ÞÖK
að Jóhann forðaðist að kalla á vara-
manninn Þorgils Óttar í bæjarráð.
Samstarfið innan Sjálfstæðis-
flokksins hefur gengið brösuglega
það sem af er þessu kjörtímabili.
Flestir bæjarfulltrúar flokksins líta
á málefnaágreininginn við Jóhann
sem spurningu um það hvort hann
fái að gegna bæjarfulltrúastarfi sam-
hliða embætti bæjarverkfræðings þó
að Jóhann haldi sjálfur fram ágrein-
ingi um fjárhagsáætlun. Margir sjálf-
stæðismenn telja að bæjarfulltrúi
Fréttaljós
sem einnig er bæjarverkfræðingur
verði vanhæfur í bæjarráði því að
hann geti oft ráðið úrslitum um niö-
urstöðu í þeim málum sem hann
hefur unnið að.
Verulegar líkur eru því á að málið
verði kært til félagsmálaráðuneytis-
ins takist samningar milli Jóhanns
G. Bergþórssonar og kratanna um
að Jóhann verði bæjarverkfræöing-
ur og bæjarfulltrúi.
Erfitt hjá krötum
Alþýðuflokksmenn hafa átt erfitt
uppdráttar í Hafnarfirði undanfarna
mánuði þar sem meirihluti Alþýðu-
bandalags og Sjálfstæðisflokks hefur
kynnt hverja skýrsluna á fætur ann-
arri þar sem talað er um fjármála-
spillingu, nú síðast í skýrslu löggilts
endurskoðanda um fyrirgreiöslu
Hagvirkis-Kletts hjá Hafnarfjarð-
arbæ. í skýrslunni kemur meðal
annars fram að ábyrgðaveiting bæj-
arsjóðs upp á 43 milljónir króna er
talin lögbrot auk þess sem fyrirtækið
hefur verið með 30 milljóna króna
fyrirframgreiðslur upp í verk og hafi
fengið endurgreiddar rúmar sjö
milljónir vegna gatnagerðargjalda
lóöarinnar við Helluhraun 18 þó að
lóöin hafi verið slegin íslandsbanka
á uppboði.
Samkvæmt heimildum DV heyrast
raddir innan Alþýðuflokksins sem
vara við samstarfi við Jóhann G.
Bergþórsson vegna þess spillingar-
orðs sem hvílir á flokknum og brös-
ótts gengis Jóhanns í fyrirtækja-
rekstri undanfarin ár. Hætt er þó við
að viðvörunarraddir megi sín lítils
þegar foringi flokksins, Guömundur
Ámi Stefánsson, er á leið í prófkjör
og vill samstarf. Til umræðu er að
óflokksbundinn stuðningsmaður AI-
þýðuflokksins taki bæjarstjórastarf-
ið að sér eða að Guðmundur Árni
fári í bæjarstjórastólinn.
I dag mælir Dagfari
Nýjasti Hafnarfjarðarbrandarinn
Oft hefur verið hart barist í Hafnar-
firði. Sennilega eru hvergi jafn-
miklar væringar á milli íhalds og
krata sem í Hafnarfirði. Svo lengi
sem elstu menn muna hafa þessir
tveir flokkar skipt bænum upp í
tvær fylkingar. Önnur er rauð, hin
er blá.
í kosningunum í vor féll meiri-
hluti krata. Ekki þó þannig að Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi meirihluta
í staðinn, en með því að bjóða bæj-
arfulltrúa Alþýðubandalagsins
bæjarstjórastöðuna komst Sjálf-
stæðisflokkurinn í þá aðstöðu að
stjóma bænum og koma í veg fyrir
áhrif Alþýðuflokksins. Það má líka
segja það með sanni að þetta hafi
verið lífsspursmál fyrir íhaldið í
Hafnarfirði. Svo miklar ávirðingar
eru bornar á kratana og svo alvar-
legt mál er það fyrir Hafnfirðinga
ef kratar stjórna, nákvæmlega eins
og krötum finnst það óviðunandi
að íhaldið stjómi.
Nú hefur það gerst í Hafnarfiröi
að einn helsti gúrú þeirra sjálf-
stæðismanna, Jóhann Bergþórs-
son, annar maður á lista og fyrrum
mikilvirkasti verktaki bæjarins, er
ósáttur við félaga sína í meirihlut-
anum vegna þess að þeir vilja ekki
framkvæma þá stefnu sem flokkur-
inn samþykkti. Jóhann segist þess
vegna vera í viðræðum við kratana
um myndun nýs meirihluta og
kratar eru tilbúnir að mynda þann
meirihluta enda gangi allt á aftur-
fótunum hjá núverandi meirihluta.
Aðspurður segir Jóhann að hann
sé enn ekki farinn aö ræða mál-
efnasamning, en bendir á að mál-
efnasamningur sjálfstæðismanna
liggi klár fyrir og svo framarlega
sem farið verði eftir þeim samningi
muni ekki standa á sér að mynda
meirihluta með krötum. Kratar
hafa sagt að það sé allt vinnandi til
aö koma núverandi meirihluta frá
og eru þar af leiðandi, tilbúnir til
að tala við einn úr meirihlutanum
til að mynda nýjan meirihluta á
þeim forsendum sem hann leggur
höfuðáherslu á. Það mun væntan-
lega verða málefnasamningur
sjálfstæðismanna.
Hér eru sem sagt þau tíðindi að
gerast suður í Hafnarfirði að kratar
komast í meirihluta með einum
sjálfstæðismanni til að fram-
kvæma málefnasamning íhaldsins,
til að koma í veg fyrir að íhaldið sé
í meirihluta til að framfylgja mál-
efnasamningi sínum. Sjálfstæðis-
maðurinn Jóhann Bergþórsson tel-
ur í þessu samhengi að meiri líkur
séu á því að málefnasamningur
sinna manna komist í framkvæmd
ef hann er framkvæmdur af kröt-
unum. Hann er sem sé þeirrar
skoðunar að íhaldið sé ekki fært
um að framkvæmda sinn eigin
málefnasamning og það sé betra
að fá kratana í meirihluta með sér
til að koma málefnum íhaldsins
fram.
í ljósi þeirra langvinnu átaka,
sem fram hafa farið í Hafnarfirði
milli erkifiendanna íhalds og krata,
eru þessir pólitísku atburðir býsna
merkilegir. Þeir eru merkilegir fyr-
ir þá sök að einn mesti og besti
sjálfstæðismaðurinn í Firðinum
telur kratana betur færa aö fram-
kvæma stefnu íhaldsins heldur en
íhaldið sjálft og kratarnir eru á
sama tíma orðnir svo óánægöir
með íhaldið í meirihlutanum að
þeir eru tilbúnir til að semja við
einn þeirra um að hrinda málefna-
samningi íhaldsins í framkvæmd!
Ekki verður dregin önnur niður-
staða af þessari atburðarás en sú
að Jóhann Bergþórsson hafi verið
á vitlausum lista og kratarnir hafi
verið með vitlausan málefnasamn-
ing. íhaldið lagði ofurkapp á að
fella kratana til að koma sínum
málum fram og þegar þaö tekst í
kosningum gengur einn íhalds-
maðurinn í lið með krötunum til
að hrinda stefnu íhaldsins í fram-
kvæmd.
Fólk spyr: Til hvers var verið aö
kjósa í vor? Svar: í fvrsta lagi til
að fella kratana og í öðru lagi til
að koma í veg fyrir að íhaldið réöi.
Niðurstaöan verður hins vegar sú
aö kratarnir komast aftur að til að
íhaldsstefnan ráði!
Síðan getur það vel gerst í Hafn-
arfirði aö einhver kratinn brjóti sig
út úr meirihlutasamstarfi við Jó-
hann Bergþórsson og myndi meiri-
hluta með íhaldinu til að koma
kratastefnunni í framkvæmd. Það
eru augljóslegamiklu meiri líkur á
því að stefna hvers flokks komist í
framkvæmd ef flokkurinn sem
stendur að henni er felldur úr
meirihluta.
Aðalatriðiö er að vera á móti sín-
um eigin flokki til aö stefna hans
nái fram að ganga.
Dagfari