Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1995, Page 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIOSLU: 563 2777 KL. 6-8 LAUGARÐAGS- OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1995. Samhugur í verki: Ríflega 205 milljónir „Aðstandendur söfnunarinnar eru þjóðinni þakklátir fyrir þann sam- hug sem hún sýnir í verki,“ segir séra Pálmi Matthíasson, talsmaður söfnunarinnar Samhugur í verki sem hrundið var af stað í kjölfar snjó- flóðsins í Súðavík á mánudaginn var. Alls höfðu í gærkvöldi safnast 205.316.840 krónur. Inn hringdu 21.481 með áheit um framlög eða greiðslu með kortum, en beinar inn- lagnir á söfnunarreikning voru 6.496. Söfnunin hófst á fimmtudag og hafa nærri 600 sjáltboðaliðar starfað fyrir hana og tekið á móti framlögum í gegnum síma, en 85 símar voru tengdir við söfnunarnúmerið þegar söfnunin stóð sem hæst. Söfnunarsímanúmerið 800 5050 verður opið næstu daga og þar getur fólk fengið upplýsingar um söfnun- ina og veitt framlög með greiðslu- kortum. Söfnunarreikningurinn númer 800 í Sparisjóði Súðavíkur verður áfram opinn fyrir tjárfram- lögum til 3. febrúar. Aðstandendur söfnunarinnar eru flestallir ijölmiðlar landsins, Póstur og sími, Rauði krossinn og Hjálpar- stofnun kirkjunnar. -kaa Fáskrúðsíjörður: Bíll gjörónýtur eftir veltu Toyota skutbíll er gjörónýtur eftir aö hann valt á veginum við Skálavík nálægt Fáskrúðsfirði um hálfsjöleyt- ið í gærkvöldi. Ökumanninn, sem var einn í bílnum, sakaði ekki. Bíllinn mun hafa lent á stórum steini sem virðist hafa hrunið úr fjallshlíðinni en ómögulegt var að sjá steininn í myrkrinu. Að sögn lögregl- unnar hefur það ekki gerst fyrr í manna minnum að grjót lendi á veg- inum á þessum stað enda um tals- verða vegalengd að ræða. Steinninn var engin smásmíði um 3^00 kíló að þyngd og lá hann á miðjum veginum. Mesta mildi þykir að ökumaður bíls- ins skuli hafa sloppið ómeiddur en toppurinn á bílnum lagðist niður við veltuna. Fjórirhandteknir Fjórir menn voru handteknir á Reyðarfirði aðfaranótt sunnudagsins eftir mikil slagsmál, skemmdarverk og rúðubrot á staðnum. Mennirnir voru ölvaðir og höfðu verið með ólæti áður á Egilsstöðum. Að sögn lögreglu voru þetta að- komumenn og fengu þeir að gista fangageymslur á Eskifirði þar til í gær er þeim var sleppt. LOKI Það verður gaman að sjá hvort Reykjaneskratarnir verða svona margir 8. apríl! Hættuástand enn víða á Vestfjörðum: Margir hafa verið að heiman í viku Hættuástand er enn á Isafirði, í Súðavík, Hnífsdal, á Flateyri, nokkrum hæjum í Önundarfirði og í Reykhólasveítinni. Fólk sem býr á þessum svæðum hefur margt ekki komist heim til sín i viku. Aðrir hafa fengið að skjótast heim og þurfa þá að láta vita af sér. Almannavarnanefnd á ísafirði mun gefa út nýtt mat á hættunni fyrir hádegi í dag fyrir ísafjörð, Súðavík og Hnífsdal. Á Flateyri er áframhaldandi hættuástand aö sögn Kristjáns Jó- hannessonar sveitarstjóra. Bæirn- ir Neðri-Breiðadalur, Kirkjuból í Korpudal og Veðrará hafa verið rýmdir og rúmlega ein gata á Flat- eyri; Olafstún, Hjallavegur 9 og hluti af Goðatúni. „Það bara fennir ogfennir hér og meðan svo er verð- ur þetta að vera svona en vissulega eru allir að verða þreyttir,“ sagöi Kristján. „Flest þetta fólk hefur verið að heiman í viku. Við höfðum rýmt fleiri götur og leyfðum nokkr- um að fara heirn á föstudag og laug- ardag en sumir þeirra hafa þurft að yfirgefa hús sín aftur.“ Bjarni P. Magnússon, sveitar- stjóri í Reykhólasveít, sagði að hættuástand væri- enn í sveitinni. „Það er á öllu Reykjanesi fyrir utan Stað og Árbæ sem eru vestustu bæirnir og eru yst í Þorskafirði. Allir bæir sem eru á sunnanverðu Reykjanesinu búa við hættu- ástand, það eru Grund, Skerðings- staðir I, en íbúar þar hafa flutt sig á Skerðingsstaði II, Miðjanes, en fólkið þar er flutt til Reykhóla, og íbúar á Hamarlandi eru núna á Staö. Á Höllustöðum er ekki hættu- ástand en þar fauk garnalt útihús, sem ekki var í notkun, og þakplötur skemmdu bil,“ sagði Bjarni. „Bændurnir hafa fengið að fara til gegninga því skepnurnar eru í útihusum en við höfum haft tal- stöðvarsamband við fólkið á meðan þannig að við vitum af því. Frá Gilsfjarðarmúla að Gilsfjarðar- brekku eru tólf snjóflóð fallin og það er hald manna að það muni taka mai-ga daga að moka. Við er- um því einangruð áfram. Læknir hefur ekki komiö hingað í hálfan mánuð og við ætlum að sækja hann með skipi frá Reykhólum yfir á Skarðsstöð í dag. Hér eru elli- og hjúkrunarheimili sem þurfa á lækni að halda,“ sagði sveitarstjór- inn. Bjarni sagði að fólki liði almennt vel, það hefði nóg að bíta og brenna. Hins vegar hefur veðrið verið þrúg- andi og enn er leiðindaveður. „Við höfðum þó yndislega bænastund í kirkjunni í dag og þar mættu marg- ir. Laxáí Aöaldal: Vatnsborð hækkaði um 1-2 metra Gifurleg stemning var hjá alþýðuflokksmönnum i Kópavogi í gærkvöldi þegar fyrstu tölur í prófkjörinu í Reykjanes- kjördæmi voru birtar. Hér fagna stuðningsmenn Rannveigar Guðmundsdóttur félagsmálaráðherra góðu gengi hennar í prófkjörinu. DV-mynd GVA „Þetta er mjög óvenjulegt og ég man ekki eftir að svona nokkuð háfi gerst fyrr. Það er eins og áin komi upp hér og þar utan farvegarins. Lík- lega hefði þetta getað farið verr því ef við gætum ekki stjórnað rennslinu hefði áin getað rutt sig og það hefði getað orðið alvarlegt í Laxárdal líka,“ sagði Eysteinn Sigurðsson, bóndi aö Arnarvatni í Mývatnssveit, í samtali við DV. Vatnsborðið í Laxá í Aðaldal hefur hækkað um 1-2 metra á stöku stað undanfarna daga eftir að stífla mynd- aðist í ánni sl. mánudag. Ekkert tjón hefur orðið vegna þess en áin flæddi yfir gamla þjóðveginn sem ekki er lengur í notkun. „Það var hér mikið stórhríðarveð- ur og þá myndaðist þessi krapastífla í ánni. Þetta var mjög óvenjulegt veður á þessum stað, sunnan og suð- vestan með miklu frosti og snjó- komu,“ sagði Eysteinn. 4 4 4 4 f 4 4 4 4 Veðrið á morgun: Létt skýjað syðra Á hádegi á morgun verður norð- austiæg átt á landinu, fremur hæg víðast hvar. É1 norðan til á landinu en léttskýjað syðra. Frost 2 til 7 stig, kaldast norðvestan til og á Vestfjörðum. Veðrið 1 dag er á bls. 44 QFenner Reimar og reimskífur Soðurlandsbraut 10. S. 680499. Lmwm alltaf á MiövikudögTun 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.