Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1995, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995
7
dv_____________________________________________________________________________________Fréttir
Litla stúXkan sem skaðbrenndist í heitum potti:
Góðar vonir um f ullan bata
- segir Bjami Júlíusson, faðir bamsins
„Þær gengu út saman og voru að
kíkja á pottinn, á svipstundu gerðist
það að Klara var dottin ofan í hann.
Konan mín stökk ofan í á eftir og
lyfti henni upp og kallaði á mig. Hún
hefur ekki verið nema á að giska 5
sekúndur í sjóðandi heitu vatninu.
Það var ekki mikið vatn í pottinum
en nóg til þess að hún fór á bóla-
kaf,“ segir Bjarni Júlíusson, faðir
litlu stúlkunnar sem brenndist ilia í
heitum potti við orlofshús í Ásabyggð
skammt frá Flúðum á sunnudaginn.
Bjarni og Þórdís Bridde, kona hans,
dvöldu ásamt Klöru dóttur sinni í
bústaðnum, sem er í eigu Kennara-
sambandsins, yfir helgina. Atburð-
urinn sem Bjarni lýsir varð eftir há-
degið á sunnudag. Hann segir að þau
hafi ekki gert sér grein fyrir því strax
hversu heitt vatnið í pottinum var.
„Við vissum að potturinn væri
heitur en ekki að hann væri 70 gráð-
ur eins og reyndin var. Þegar konan
mín kallaði hljóp ég út og tók bamið
í fangið og fór meö það inn í sturtu
til að láta renna á það kalt vatn. Ég
var byijaður aö klæða hana úr, þegar
kona sem er hjúkrunarfræðingur
kom aðvífandi. Hún var í næsta húsi
og það var mikil mildi þvi þar með
fékk Klara hárrétta meðferð strax frá
upphafi. Þegar hún sá hversu alvar-
legt þetta var kallaði hún strax eftir
þyrlu og sjúkrabfi. Maður er auðvit-
að græningi í svona löguðu og ég
ætlaði að kæla þetta og hringja svo
á sjúkrabfi en henni þótti ástæða til
að kalla á þyrluna og það var að-
dáunarvert hvað þeir voru fijótir að
bregðast við. Þyrlan var komin
klukkutíma eftir að slysið varð,“ seg-
ir Bjami.
Batahorfur góðar
Hann segir að batahorfur Klöm
séu góðar og að þau vilji segja sögu
sína öðrum til viðvörunar og í þeirri
von að úrbætur verði gerðar á örygg-
ismálum við heita potta.
„Þetta horfir sem betur fer ekki
illa. Þetta em ekki djúp sár og lækn-
amir gefa vonir um að hún nái sér
alveg að fullu. Það var svo fljótt sem
móðir hennar náði að snara henni
upp úr. Ég vil úr því að ekki fór verr
vekja athygli á þessum öryggisþætti.
Heima hjá manni þar sem eru venju-
leg blöndunartæki, þar gilda alls
kyns staðlar og það em settar kröfur
um alla hluti. í sumarbústöðum þar
sem vitað er að böm em aö leik virð-
ast engar kröfur gerðar. Mér skildist
á lækni sem kom á vettvang frá Sel-
fossi að brunar séu mjög tíðir á svæð-
inu og nánast daglegur viðburður.
Það verður að stemma stigu við
þessu,“ segir Bjami.
Einar Þorsteinsson hjá Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins
hefur unnið að rannsóknum á hita-
kerfi þessara potta. Hann segir engar
reglugerðir vera til mn öryggismál í
heitum pottum í einkaeign.
„Það er vafalaust þörf á reglugerð
því þessi slys em alltof stór tfi að
hægt sé að líta fram hjá þeim. Þaö
er ekki hægt að bæta úr þessu nema
menn almennt bæti úr stýrikerfi
potta sinna. Það þarf að gefa út leið-
beiningar til fólks um það hvemig
bæta má öryggi. Við gáfum út leiö-
beiningablað fyrir hálfu öðru ári þar
sem við vömðum við ýmsum atrið-
um,“ segir Einar.
Hann segir að erlendis þekkist ekki
að hitastig sé yfir 65 gráðum og hér-
lendis megi hiti ekki vera yfir 50
gráðum samkvæmt byggingareglu-
gerð þar sem um er að ræða almenn-
ingsstaði.
„Það er mikið um húðbruna hér-
lendis vegna heita vatnsins og full
ástæða til að sinna öryggisþáttum
vegna þess vel,“ segir Einar.
-rt
íslandsmót í parasveitakeppni í bridge:
Æsispennandi lokaumferðir
Lokaumferðimar á íslandsmótinu
í parasveitakeppni vom æsispenn-
andi og þegar upp var staðið voru
tvær sveitir efstar og jafnar og varð
að grípa til reglugerðar til að ákveða
sigurvegara. Sveit Ljósbrár Baldurs-
dóttur hreppti fyrsta sætið vegna
þess að hún hafði spilað við sterkari
andstæðinga en sveit Hörpu Jóns-
dóttur hafði gert.
í sveit Ljósbrár eru auk hennar
Sigurður Sverrisson, Sverrir Ár-
mannsson, Anna Þóra Jónsdóttir og
Ragnar Hermannsson. í sveit Hörpu
spfiuðu Guðný Guðjónsdóttir, Jón
Hjaltason, Soffia Guömundsdóttir og
Jón Ingi Björnsson. Alls tók 21 sveit
þátt í keppninni, sem fram fór um
síðustu helgi, og voru spilaðar 7
umferðir eftir Monradkerfi.
Fyrir lokaumferðina hafði sveit
Hörpu eins stigs forskot á sveit Ljós-
brár og sveit Hörpu sigraði, 24-6, í
lokaumferðinni. En það dugði Hörpu
ekki því sveit Ljósbrár vann 25-3 og
jafn stigafjöldi nægði Ljósbrá tfi sig-
urs.
Lokastaða efstu sveita varð þannig:
1. Ijósbrá Baldursdóttir 135
2. Harpa Jónsdóttir 135
3. Svenni og félagar 129
4. Seka-sveitin 117
5. Suðurlandsvídeó 117
6. HJÁB 113
Sveitirnar, sem urðu í tveimur efstu sætunum: frá vinstri eru Sigurður Sverrisson, Sverrir Ármannsson, Anna
Þóra Jónsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Ragnar Hermannsson, Soffía Guðmundsdóttir, Jón Ingi Björnsson, Guðný
Guðjónsdóttir og Jón Hjaltason. DV-mynd JAK
Mikil vinna í Rússaþorski
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við höfum haft nóg að gera við
vinnslu á Rússaþorski síðan um ára-
mót og höfum það á næstunni," segir
Jóhann A. Jónsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar,
um vinnsluna í fyrirtækinu að und-
anfomu.
Rússneskur togari landaði 160
tonnum af þorski í desember sem
hefur verið unninn síðan um ára-
mót. Þetta hefur gert það að verkum
að í fyrirtækinu hefur verið hægt að
vinna annan fisk sem borist hefur í
söltuð flök sem skapar meiri verð-
mæti. í síðustu viku kom svo annað
rússneskt skip með 140 tonn sem
unnin verða eftir hendinni á næst-
unni.
„Við vinnum þennan þorsk von-
andi meðfram öðm á næstunni. Nú
reikna menn með að loðnan fari að
berast hvað úr hverju og við forum
þá í frystingu og hrognavinnslu. Það
er því næg vinna framundan hjá
okkur," sagði Jóhann.
Klara Bjarnadóttir, tveggja ára, ásamt Þórdisi Bridde, móður sinni, þar sem
þær liggja á Landspitalanum vegna brunasára. Klara fór á kaf ofan i 70
gráða heitt vatn í heitum potti. Móðir hennar brá skjótt við og náði henni
uppeftirörfáarsekúndur. DV-mynd BG
Útflutningsráð:
23 vilja fara til Moskvu
23 umsóknir bámst um stöðu við-
skiptafulltrúa í sendiráði íslands í
Moskvu þegar umsólmarfrestur
rann út nýlega. Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Útflutningsráðs,
hefur greint Sighvati Björgvinssyni
iðnaðarráðherra frá því hverjir hafi
sótt um stöðuna.
Samkvæmt áreiðanlegum heimfid-
um DV eru meðal umsækjenda Mar-
ía Ingvadóttir, starfsmaður Útflutn-
ingsráðs, og Guömundur Ólafsson
viðskiptafræðingur en hann var um
tíma í rússneskunámi í Moskvu.
Utflutningsráð og iðnaðarráðu-
neyti kosta stöðu viðskiptafulltrúa í
Moskvu tfi helminga og fulltrúinn
nýtur aðstöðu utanríkisráðuneytis-
ins í sendiráðinu í Moskvu. Fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs ræð-
ur í stöðuna og er búist við að ráðn-
ingin verði ljós í vikulokin.
Samkvæmt heimfidum DV vilja
viðskiptaráðherra og utanríkisráð-
herra að viðskiptafulltrúinn kunni
rússnesku og þekki til rússneskra
aðstæðna.
Matseóill
SÚpa: Koniakstánuö humarsúpa
með rjómatoppi
Aóalréttur: Lambapiparsteik meó
gljáöu grœnmeti, kryddsteiktum
jarðeplum og rjómapiparsósu
Eftirréttur: Grand Marnier (stoppur
meó hnetum og súkkuðlaöU
karamellusósu og ávöxtum
Verö kr. 4.600 - Sýningarv. kr. 2.000
^^aa|^^\Dansleikur kr. 800
Sértilboö á hótelgistingu
sími 688999
Bordapantanir
í 8Íma 687111
Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána
BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR
BJÖKGVIN IIALLDÓKSSON lilur yfir dagsu'rkirt scm dægurlagasönguiri á
htjómplötum í aldarfjórdung, og \id heyrum mrr 60 liig l'rá
gla'Stum l'erli - lrá 1969 til okkar daga
Næstu sýningar:
4. febr.
11. febr.
18. febr.
4. mars
11. mars
18. mars
25. mars
(irslasönfíutri:
SKiKÍDl K KKINTKINSDO'
l.eikiiiMHl leikstjorn:
IM()K\ (.. B.IOKNSSO.N
llljomswiinrsljorn:
(.1 WAK KOKDAKSON
asaml 10 mannn hl.jomsuMl
Kynnir:
J(j\ \\KI. ÓLAKSSO\
Danshörundiir:
HKI.K\A .J0\S1)0T! IK
Dansarar úr KA I Tl llokknnm