Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 Fréttir „Vatnsberamaðurinn“ sem var ákærður fyrir 38 milljóna innskattssvik í 111 skipti: Sat í f angelsi þegar hann fékk greiðslurnar - skattayfirvöld fengu fyrst vitneskju um íjársvik og afþlánun frá DV1 gær Forsvarsmaður Vatnsberans hf., sem hefur verið ákærður fyrir 38 milljóna króna innskattssvik í 111 skipti á síðastliðnum tæpu tveimur árum, sat í fangelsi hluta af þessu tímabih þegar skattayfirvöld greiddu honum vikulegan tékka - að jafnaði 340 þúsund krónur í hvert skipti. Maðurinn var að afþlána sinn fimmta refsidóm fyrir fjársvik, fiár- drátt eða skjalafals frá árinu 1987. Hann sat einnig inni árið 1992 vegna innflutnings á fíkniefnum. Þrátt fyrir að skattayfirvöld hafi rannsakað hagi mannsins í lok síð- asta sumars, RLR fengið hann úr- skurðaðan í gæsluvarðhald í sept- ember og ríkissaksóknari gefið út ákæru á hendur honum í byrjun fe- brúar hefur skattayfirvöldum til þessa algjörlega verið ókunnugt um að maðurinn hafi setið inni í sumar, hvað þá fyrir fjársvik. Vitneskja um þetta barst ekki þangað fyrr en blaðamaður DV greindi skattrann- sóknarstjóra frá því í gær. Hinn ákærði maður lét þó ekki deigan síga því að eftir aö honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi í september og lögregluyfirvöld rannsökuðu inn- skattssvikin í framangreind 111 skipti, reyndi hann ítrekað að fá greidda fleiri tékka hjá skattayfir- völdum vegna innskatts - fyrir fyrir- tækið Vatnsberann vegna reikninga frá honum sjálfum, persónulega fyrir vinnu sem hann sagðist hafa innt af hendi fyrir Vatnsberann sem í raun var ekki í neinum rekstri. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV gat lögreglan ekki lagt hald á neitt af fjármunum né eignum frá manninum til að hafa upp í 38 millj- ónirnar sem nú virðast tapaðar enda býr maðurinn í leiguíbúð og virðist eignalaus. Hvemig hann eyddi öllum þessum milljónum er mönnum að mörgu leyti hulin ráðgáta en hann mun þó hafa gefið þær skýringar að hann hafi varið þeim í markaðsmál vegna vatnsútflutnings. Hvorki telj- andi rekstur né vatnsútflutningur hefur veriö framkvæmdur í þeirri tíð sem greiöslumar 111 bámst mannin- um. Hann hefur haldið því fram sam- kvæmt hinum „tilhæfulausu" inn- skattspappímm að hann hafi staðið að rekstri upp á vel á annað hundrað milljónir króna. Réttarhöld í máli mannsins hefj ast á morgun. -Ótt Skattrannsóknarstjóri: Skattkerfið ekki beint lekt eti hörð viður* lög nauðsynleg „Ég vil ekki taka svo sterkt til orða að þetta kerfi sé lekt en það eiga sér hins vegar stað skattsvik í þvi. Ég vil líka segja að menn í skattafram- kvæmdinni em orðnir meira vak- andi og skattstjórar fylgjast meira með málum af þessu tagi og eru í góðu sambandi við okkur,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson skattrann- sóknarstjóri aðspurður hvort skatta- kerfið væri ekki lekt og hhðhollt ein- staklingmn með sterkan brotavilja. Hér er skírskotað til máls Vatns- beramannsins sem fékk greiddar 111 „falskar" innskattsgreiðslur athuga- semdarlaust - meira að segja þó hann hefði setið í fangelsi hluta af svika- tímabilinu og verið með 5 fjársvika- og skjalafalsdóma á bakinu. „Það er aUtaf erfiðara að ná því til baka sem ranglega hefur verið tekið út,“ sagði Skúli um hina væntanlega töpuðu 38 milljónir. „Allt misferh sem þetta er mjög þýðingarmikið að sæti ströngum viðurlögum," sagði SkúUjafnframt. -Ott Sonur stakk föð- Karlmaður á fertugsaldri, sem á við geðræn vandamál aö stríða, situr nú í haldi Rannsóknarlögreglu eftir að hann stakk fóður sinn, sem er 71 árs, með hníf. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Fossvogi og handtók lögreglan í Reykjavík manninn á flótta í hverf- inu. Faðir mannsins var fluttur á slysadeild og samkvæmt upplýsing- um lækna er hann alvarlega slasaður en ekki með lífshættulega áverka. Sonurinn mun hafa stungið fóður sinn einu sinni. -pp Kennarar fjölmenntu á baráttufund í Bíóborginni í gær. Þar fluttu forystumenn kennara ávörp. Mikil samstaða var á fundinum. Fundur samninganefndar rikisins og kennara stóð rétt fram yfir miðnætti og annar fundur hefur ver- ið boðaður í dag. Verkfall kennara hefst á miðnætti náist samningar ekki fyrir þann tíma. DV-mynd ÞÖK Skoöanakönnun DV: Konur óákveðnari en karlarnir Ríflega 37 prósent kíósenda hafa ekki tekið afstöðu til einstakra flokka eða framboðsUsta samkvæmt skoð- anakönnun sem DV gerði í vikunni. Af þeim sem sögðust óákveðnir í af- stöðu sinni reyndust 62,2 prósent konur en 37,8 prósent karlar. Fram kom í könnuninni að 71 pró- sent af fylgi Alþýðuflokksins og 62 prósent af fylgi Framsóknarflokks- ins koma frá körlum. Um 58 prósent af stuðningsmönnum Alþýðubanda- lagsins og 55 prósent af stuðnings- mönnum SjáUstæðisflokksins eru karlar. Konur eru hins vegar í meirihluta þegar kemur að stuðningsmönnum KvennaUsta og Þjóðvcika. Um 55 pró- sent af fylgi Þjóðvaka og 75 prósent af fylgi Kvennalistans koma frá kon- um. Meðal þeirra sem neita að gefa upp afstöðu sína til flokka er hlutfaU kvenna 65 prósent en 35 prósent hjá körlum. -kaa Stuttar fréttir 10miiljarðaafgangur Viðskiptajöfnuöur við útlönd var hagstæður um 10 miUjarða króna á síöasta ári. Þetta er 9 miUjarða bati frá árinu 1993. Lítiiskinnasala Mjög Utið var selt af íslenskum minka- ogrefaskinnum á uppboði í Kaupmannahöfn á dögunum eða fyrir 2,8 milljónir króna. Srving gerir tilboð Irvirtg oliufélagið hefur gert tii- boð í nokkur stór íslensk fyrir- tæki en án árangurs. Stöð 2 greindi frá þessu. Íhúðiögðírúst Eigendur íbúðar í Vogum komu aö henni í rúst um síöustu helgi eftir að leigjendur höfðu eyðilagt mikinn hluta innbús ogskiUð eft- ir sig ljót ummerki. Þetta kom fram á Stöð 2. uuivxai, ug inatiimig UALtX keypt meirihluta hlutabréfa í Slippstöðinni-Odda á Akureyri fyrir 60 miUjónir króna. Kaupin skiptast jafnt á mílli fyrirtækj- anna sem öll tengjast SH. Hvalvelðaráný Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur lagt fram þingsályktun þess efnis aö hval- veiðar hefjist á ný á næsta ári. Eftirsðtt f lugmannsstörf AHs sóttu 165 manns um 8 flug- mannsstöður Tjjá Flugleiðum. Samkvæmt Mbl. gangast um- sækjendur næst undir próf. NýbHreiðaskoðun Ný bifreiðaskoðun, Athugun hf., tekur til starfa í næsta mán- uði. Þar með eru skoðunarfyrir- tækin oröin þrjú á markaðnum. Hörð gagnrýni á menntamálanef nd á Alþingi Svavar Gestsson hóf í gær utan- dagskrárumræðu um grunnskóla- frumvarpið og þá ákvöröun meiri- hluta menntamálanefndar að af- greiða það úr nefnd í fyrradag. Kenn- arar reiddust þessu og varð þetta til þess að þeir óskuðu eftir frestun samningafunda. Þeir krefjast þess að jafnhliða afgreiöslu frumvarpsins, sem gerir ráð fyrir að grunnskólinn flytjist til sveitarfélaganna, verði gengið frá öllum réttindamálum sín- um. Ekki er gert ráð fyrir því hjá meirihluta menntamáladeildar. Svavar Gestsson fordæmdi menntamálanefnd fyrir að afgreiða frumvarpið úr nefnd meðan á kenn- arasamningum stendur. „Með þessu er meirihluti nefndar- innar að stefna kjarasamningum vís- vitandi í voða,“ sagði Svavar. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði réttindamál kennara í réttum farvegi í ráðuneytinu. Hann sagði að þingmenn hefðu vitað að hann væri ákveðinn í aö afgreiða frumvarpið á þessu þingi. „Ég er ekki tilbúinn að fresta af- greiðslu frumvarpsins," sagði Ólafur G. Einarsson. Stjómarandstæðingar sem til máls tóku sögðu meirihluta menntamála- nefndar hafa kastað sprengju inn í samningamál kennara með þessu. Stjómarsinnar sögðu afgreiðsluna eðlilega. Finnur Ingólfsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki hafa nokkra trú á því að grunnskólafrumvarpið yrði af- greitt á þessu þingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.