Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ASKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 Kl. &8 LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995. Vopnað rán f Breiðholti Lögreglan leitar tveggja manna, sem ruddust grímuklæddir inn í sö- luturn í neöra Breiðholti í gærkvöld. Mennirnir voru vopnaðir .hnífum og var 16 ára afgreiðslustúlka þar ein við störf en 17 ára kærasti hennar í heimsókn. Mennimir ruddust inn í söluturn- inn á'ellefta tímanum í gærkvöld og hljóp þá afgreiðslustúlkan á bak við og lokaði sig inni í herbergi. Kærast- inn hennar var hins vegar frammi og skipuðu ræningjamir honum að opna sjóðsvéhna í söluturninum og otuðu aö honum hnífunum. Hann sagðist ekki kunna það og fór svo að óbótamennirnir brutu upp vélina með hnífunum og jafnframt slitu þeir símann úr sambandi. Hlupu þeir síðan út í myrkrið. Lögreglan leitaði mannanna með sporhundi í gærkvöld og rakti hann slóðina niður í Mjódd. Ræningjamir voruófundnirímorgun. -pp Áhrifverkfalls: Viðskiptahalli og gengissig „Ekki er ástæða til að ætla aö kenn- araverkfall hafi í bráð neikvæð áhrif á gengi krónunnar. Verkfall á al- mennum markaði gæti hins vegar haft mun meiri áhrif, einkum ef það yrði til sjós,“ segir Yngvi Harðarson hagfræðingur m.a. í ritinu Gjaldeyr- ismálum í gær. „Vemlegur hluti afgangs á vöru- skiptum gæti reynst í hættu og það þýtt viðskiptahalla. Þannig mætti gera ráð fyrir sigi krónunnar á verk- fahstímanum ef Seðlabanki íslands gripi ekki tii sérstakra aögerða. Sem stendur verður þó ekki séð að gengis- fall sé yfirvofandi," segir Yngvi enn fremur. Ágæt loðnu- veiði í morg- unsárið „Það er ágætisveiði núna í morg- unsárið en það var lélegt í nótt. Þetta er vonandi að koma,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU, þar sem hann var staddur á mið- unum suðaustur af Hrollaugseyjum. í morgun voru nokkur skip á land- leið með fullfermi. Loðnan er nú við það að verða frystingarhæf, þó vottar enn fyrir átu í henni. Hvahr hafa gert vart við sig á slóð- inni og hamlað veiðum nokkurra skipa. -rt Kjarasamningarnir: Sáttahljóðí samningum Það er ljóst eftir samningafund aöila vinnumarkaðarins, sem stóð frá miðjum degi í gær og fram und- ir morgun, að sáttahljóð er komið í samningamenn. Flóabandaiagsfé- lögin höfðu ákveðið að haida stjórnar- og trúnaðarmannaráðs- fundi í gær. Var búist við að þar myndu þau boða verkfall en félögin hættu öh við aö halda þessa fundi. í gær var farið af fullum krafti í að ganga frá sérkjarasamningum hinna ýmsu félaga og landssam- banda innan ASÍ. Flóabandalagsfé- lögin köhuöu til aukinn mannskap inn á samningafundinn í gær til að vinna í hinum Qóknu sérkjara- samningum. Þvihefur oft verið lýst yflr að ekki verði gengið frá nýjum kjarasamningi fyrr en samiö hefur verið um sérkjörin. Eftir mikið streð frá þvi fyrir áramót um þau virðist sem nú séu málin farin að ganga fyrir alvöru. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins, sagði seint í gærkvöldi að þetta væri fyrsti fundurinn í þessari lotu þar sem einhver skriður kæmi á samningana. Nú liggur orðið mikið á að það komist á hreint hverjar kröfur verkalýðsfélaganna veröa á hend- ur ríkinu. Ástæðan er sú að th þess að hægt sé að verða viö sumum þeirra þarf lagabreyting að koma til. Tíminn er orðin afar naumur því að Alþingi lýkur störfum eftir viku. Helstu kröfurnar á hendur ríkinu sem nefndar hafa verið eru hækk- un persónuafsláttar í staðgreiðsl- unni, aðgerðir í húsnæðismálum og breytingar á lánskjaravisi- tölunni Nýr samningafundur hefur verið boðaður kiukkan 14 í dag. Eru menn að vonast til að á honum ljúki sérkjarasamningum og aö menn fari þá að ræða launaliðina. Þar hafa vinnuveitendur nefnt 6 th 7 prósenta kauphækkun á tveimur árum. Því hafna verka- lýðsfélögin og halda sig við kröfuna um að öll laun hækki um 10 þúsund krónur á mánuöi. Tölvusamstæðurnar eru komnar inn f Karphús enda þarf mikið að reikna við kjarasamningagerð. Hér fara Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Ágúst Elíasson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, yfir málin. DV-mynd BG LOKI Bara að það sé ekki vírus í tölvunni hjá Þórarni! Veöriö á morgun: Frost um alltland « t 'rí ■ Jh % ( Á morgun verður norðankaldi eða stinningskaldi og él um norð- anvert landið en hægari og víðast léttskýjað syðra. Frost um allt land. Veöriö í dag er á bls. 36 'Áí é 4 ’ Kennaradeilan: Ekkert þokaðist ínótt - verkfall á miðnætti „Við höfum einungis fengið htið brot af okkar kröfum í gegn og stóru máhn eru alveg óleyst; vinnutíma- skilgreiningar á vikulegum grunni og hækkun grunnlauna. Viö fengum aðeins betur unnin tilboð en í raun voru það sömu tiiboð og áður, bara í öðrum búningi. Útlitið er ekki gott,“ sagði Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður Kennarafélags Reykjavík- ur, við DV í morgun. Sáttafundur í kennaradeilunni stóö th um klukkan eitt í nótt án þess að nokkuð þokaðist í samkomulagsátt. Annar fundur var boðaður klukkan tíu í morgun. Lagði sáttasemjari til aö þá settu deiluaðilar hlutina öðru- vísi upp í von um samkomulag. Leysist kennaradeilan ekki í dag hefst boðað verkfah kennara á mið- nætti. Þjóðvaki: Tveir höf nuðu sæti á lista Gengið var frá átta efstu sætunum á framboðshsta Þjóðvaka í Reykja- neskjördæmi í gær og segir Agúst Einarsson, ritari Þjóðvaka, að nú sé búið að setja niður deilurnar í kjör- dæminu. Athygli vekur aö Kári Jónsson, sjó- maður úr Sandgerði, og Kristján Pét- ursson, fyrrverandi rannsóknarlög- reglumaður, eru ekki á listanum. Samkvæmt tillögu að framboðslista var gert ráð fyrir þeim í sjötta og sjö- unda sæti. „Við gáfum ekki kost á okkur en erum enn í Þjóðvaka," segir Kristján Pétursson, fyrrverandi rannsóknar- lögreglumaður. Efstu sæti hstans eru þannig skip- uö: 1. Ágúst Einarsson prófessor. 2. Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari. 3. Jörundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri. 4. Bragi Sigurvinsson, starfsmaöur álversins. 5. Sigríður Sigurðardóttir kennari. 6. Þorbjörg Gísladóttir húsmóðir. 7. Benedikt Kristjánsson sjómaöur. og 8. Jan Ingimundarson deildarstjóri. Flugfreyjur: Verkfallsheimild Flugfreyjufélag íslands hefur feng- ið heimild til verkfallsboðunar. Heimhdin var samþykkt á fundi á þriðjudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.