Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 Fréttir________________________________________________________________ Tveir grímuklæddir ræningjar áttu við samhenta flölskyldu í sjoppu í Kópavogi: Ræninginn hló er hann gafst upp - móðir og dóttir börðust við „ógeðslega“ sterkan ræningja og urðu undir „Það hlupu héma tveir grímu- klæddir menn inn rétt fyrir lokun. Annar stökk upp á borðið og fór yfir það en hinn hljóp inn fyrir það, þar sem á að fara, og fór beint í peninga- kassann. Sá sem stökk yfir borðið sleit símann úr sambandi en sá sem var við kassann ýtti mér frá svo ég kæmist ekki að peningakassanum. Ég var alveg frosin en náði að átta mig og hljóp hér yfir í næsta pláss þar sem foreldrar mínir og kærasti vom að standsetja nýtt húsnæði sem við erum að flytja í,“ segir Sylvía Arníjörð, 16 ára afgreiðslustúlka í sölutumi við Hlíðarveg í Kópavogi. Laust efdr klukkan hálftólf í gær- kvöld ruddust tveir dökkklæddir menn með grímur inn í sölutum sem foreldrar Sylvíu eiga og reka og hún vinnur í. Sylvía var nýbúin að kveðja vinkonu sína þegar mennimir, sem í raun em 16 ára unglingspiltar og hafa áður komið við sögu lögreglu, raddust inn. „Ég sagði mömmu og pabba og kærasta mínum að verið væri að ræna sjoppuna og þau hlupu öll yfir. Byssumálið á Raufarhöfn um helgina: Sylvía Arnfjörð og Kristbjörg Helga Guðlaugsdóttir, móðir hennar, sem í fyrrakvöld börðust hetjulega við annan ræningjanna en urðu að láta i minni pokann. DV-mynd GVA I þann mund var annar ræningjanna að stökkva yfir borðið og pabbi og kærasti minn náðu að berja hann niður en hann baröist á móti. Þeir reyndu að halda honum niðri en á meðan reyndum við mamma að ná peningunum af hinum, sem var ógeðslega sterkur, með þvi að beija í hendurnar á honum. Hann hrinti mömmu á stand sem var þarna og reyndi að veijast og slapp út,“ segir Sylvia. Pilturinn komst út með nokkur þúsund krónur og hvarf út í myrkr- ið. Pabba Sylvíu og kærasta hennar tókst hins vegar að halda hinum pilt- anna þangað til lögreglan kom. „Ég læsti dyrunum eftir að annar þeirra komst út. Þá róaðist hinn nið- ur og settist á bekk sem er hér inni. Hann fletti grímunni, sem er svona snjógríma, og spurði hvort við ættum sígarettu og hló bara. Svo kom lögg- an og tók hann,“ segir Sylvía. Pilturinn var yfirheyrður af Rann- sóknarlögreglu í gær og í kjölfarið var hinn handtekinn. Þeim hafði báðumveriðslepptímorgun. -pp Mannvirki falin í snjó- sköflum Súnon Sigurmonsson, DV, Görðunu Mikil snjóalög em hér i Snæ- fellsbæ, sunnan heiðar, og viða era mannvirki hálffalin i snjósk- öflum og algjör hagleysa á jörö. Sundlaugin við Lýsuhólsskóla er umkringd háum snjóveggjum en skólanemendur láta það ekki á sig fá við sundnámið, Samgöngur eru samt í góðu lagi. Á síðasta sumri voru fullgerðir siðustu kaflar vegarins um sunn- anvert nesiö og era þctta mikil viðbrigði frá gömlu vegunum. Einu snjóhöftin eru við einbreiö- ar brýr, sem safna snjó, og á veg- um þar sem Vegagerðin hefur lækkað vegarstæðin: í gegnum hæðardrög. Böðvar Jónsson á Hellissandi og starfsmenn Borgarverks í Borgarncsi sjá um að hreinsa veginn frá Ólafsvík yfir Fróðái*- heiði til Borgarness alla daga og hafa þeir alltaf getað opnað leið- ina nema þegar Vegagerðin hefur stöðvað snjómokstur af öryggisá- stæðum. Meðferð útigangshrossa batnar hér ár frá ári. Þó mátti sjá hross híma úti á hagleysu og gaddi í skafrenningi og illviðranum í janúar. Vonandi leggur nýja bæj- arstjórnin þessum þegnum sín- um lið þegar hún fer að festast í sessi þó þeir hafi ekki atkvæðis- rétt til bæjarstjórnarkosninga í Snæfellsbæ. Mál lögreglumannsins sent til Akureyrar - blóðsýnirannsókn óviðkomandi konunum sem kvörtuðu Sýslumanninum á Akureyri hefur verið falið að annast rannsókn á máli vegna kvörtunar kvenna á Raufarhöfn um framgöngu lögreglu- manns í starfi þegar þær óskuðu eft- ir aðstoð hans eftir að maður með byssu hafði ógnað þeim um síðustu helgi. Lögreglumaðurinn fór að gefnu tilefni í blóðrannsókn eftir at- burðinn en það var gert að tilhlutan annarra embættismanna í umdæm- inu. Maðurinn var kallaöur út í fri- tíma sínum. Lögregluembættið á Akureyri mun annast rannsókn málsins enda taldi sýslumaðurinn á Húsavík embætti sitt vanhæft til að rannsaka málið þar sem um er að ræöa starfsmann í lögsagnarumdæmi hans. Konurnar sem kvörtuðu yfir framgöngu lög- reglumannsins, sem ók meintum byssumanni til síns heima eftir að hann hafði haft afskipti af honum, telja að honum hefði átt að koma undir lás og slá til að komast hjá frek- ara ónæði af honum eins og þær segja að raun hafi orðið. Einnig var sterkur grunur um að byssumaður- inn hefði ekið bíl sínum ölvaður. Varðandi blóðprufurannsókn lög- reglumannsins er um að ræða rann- sókn sem lögreglan stendur að og er óviðkomandi kvörtun kvennanna á Raufarhöfn eins og sagt var í DV á mánudagvegnamisskilnings. -Ótt í dag mælir Dagfari Ríkisdagblað Það er góð hugmynd hjá Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Alþýðu- bandalagsins, að hér verði stofnað ríkisdagblað. Satt að segja er þetta einhver snjallasta hugmynd sem sett hefur verið fram eftir að Al- þingi íslendinga var endurreist. í raun og vera kemur ekkert annað til greina en að framkvæma þessa hugmynd. Hún leysir allan þann vanda sem bæði þing og þjóð era komin í. Einkum eftir að íslenska útvarpsfélagið keypti hlut í Fijálsri fjölmiðlun. Þá . fór lýöræöið til Qandans. Þá fór frelsið í hundana. Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa afskaplegar áhyggjur af fjöl- miðlavaldinu og þeirri einokun sem þar er að myndast. Sú einokun birtist þjóðinni í því formi að nú getur hvaða labbakaútur sem er gefið út blað og rekið sjónvarpsstöð og hafið útvarpssendingar. Þetta ástand er algjörlega stjómlaust og það er allt sagt í fréttum sem er í fréttum og líka það sem er ekki í fréttum. Það er allt sagt. Stjómmálamennimir vita ekki sitt rjúkandi ráð og geta búist við því hvenær sem er að hlusta á frétt- ir án þess að vita um það fyrir fram hvað er í fréttum og þeir heyra jafn- vel fréttir sem þeim er á móti skapi. Þær fréttir era jafnvel í fullri and- stöðu við það sem þeir telja rétt og satt og fréttamenn og fréttablöð eru fullkomlega óábyrg gagnvart þeim sem stjóma þjóðinni og bera ábyrgð á því hvað er í fréttum. Þetta er óþolandi og þegar við það bætist að menn úti í bæ, upp á eig- in spýtur, ákveða að leggja eignir sínar í hlutafélög sem reka fjöl- miðla og kaupa svo önnur hluta- bréf í öðram fyrirtækjum sem líka reka fjölmiðla þá er það aðför að lýðræðinu og ekkert frelsi lengur. Þá er frelsið í það minnsta kosti misnotað herfilega í skjóli þess frelsis sem á að umgangast með varúð. Frelsi hugans og frelsi tján- ingar er mikilvægt en menn eiga ekki að geta keypt sér þetta frelsi meðan aðrir geta ekki keypt sér það. Svo mikið er víst. Með vísan til þesarar þróunar er tímabært að stofna ríkisdagblað sem flytur hinar einu sönnu fréttir úr þjóðlífinu og verður hafið yfir alla gagnrýni og allan vafa um að þar standi eitthvað sem er í blóra við það sem stjómmálamenn vilja að sé í fréttum. Blaðið þarf ekki endilega á áskrifendum eða lesend- um að halda, því ríkissjóður mun kosta útgáfu þess. Meira aö segja mætti gera það að skylduáskriftar- blaði alveg eins og Ríkisútvarpið þannig að allir séu skyldugir til að kaupa blaðið hvort sem þeir lesa það eða ekki. Ritstjórar verða kosnir af Alþingi en ekki ríkisstjóm því ríkisstjómin getur verið hlutdræg gagnvart stjómarandstöðunni og blaðið verður að vera hlutlaust og áreið- anlegt og ekki má halla á neinn. Kosning verður því aö fara þannig fram að allir flokkar eigi hver sinn ritstjóra og svo er sennilega rétt til öryggis að kjósa útgáfusfjóm með fulltrúum aÚra flokka, sem gæta þess að starfsmenn og blaðamenn séu hlutlausir og óflokksbundnir eða þá jafn margir frá hveijum flokki til að ekkert hallist á. Ritstjórar, ritnefnd ogblaðamenn munu síðan halda með sér fundi til að greiða atkvæði um það hvaö verði í blaðinu og ef ágreiningur kemur upp skal honum vísað til Alþingis þar sem fram fer ein um- ræða, fyrir og eftir nefndarálit, þar sem flallaö verður um efni blaðsins og þær hlutleysisreglur sem vérða að gilda varðandi birtingar og áreiðanleika. Eðlilegast væri auðvitaö að allt það efni, sem ágreiningm* kann að vera um, birtist ekki, til að ríkis- dagblaðið standi undir því hlut- verki sínu að gæta hlutleysis í fréttaskrifunj. Engar fréttir mega birtast sem orka tvímælis, nema allir flokkar séu um það sammála. Þetta blað mundi tryggja frelsið og lýðræðið og koma í veg fyrir að óvandaðir einstaklingar úti í bæ kaupi og selji fjölmiðla og gefi út blöð sem eru með fréttum sem ekki eru þóknanlegar fréttir. Frétta- flutningur mundi taka stakka- skiptum og almenningur gæti smám saman látið af þeim leiða ósið að lesa önnur blöð og þannig mundi ríkið annast þann frétta- flutning sem þjóðinni er fyrir bestu í hinu eina og sanna ríkisdagblaði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.