Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 9 Utlönd Vöm O. J. Simpsons gekk erfiðlega í réttarhöldunum 1 gær: Blóð Simpsons á mofðstaðnum Sækjendumir í morömálinu gegn íþróttahetjunni O.J. Simpson sögðu viö réttarhöldin í gær aö bráöa- birgöaniðurstööur DNA-rannsóknar á blóði sem fannst á morðstaðnum, þar sem lík Niclole fyrrum eiginkonu 0.J. og vinar hennar fundust, sýndu aö það væri úr O.J. Blóðið fannst á hliöi í bakgarði við lúxusvillu Nicole. Ef það reynist rétt að blóðið sé úr Simpson telja menn það gera vöm hans verulega erfiða ef ekki vonlausa í framhaldinu. Hinir frægu veijendur Simpsons reyndu þó enn aö vefengja blóðrann- sóknina. Sögðu þeir meðal annars að blóðið sem á að vera úr Simpson hefði ekki fundist fyrr en þremur vikum eftir morðið og of langur tími hefði liðið þangað til DNA-rannsókn- in var framkvæmd. Allt benti auk þess til að blóðinu hefði verið komið fyrir á morðstaðnum til þess að koma sökinni á O.J. Sérfræðingar sækj- endanna segja hins vegar að engar reglur séu um það hversu langur tími megi liða frá því blóðið finnist þang- að til DNA-rannsóknin sé fram- kvæmd. Sögðu þeir dæmi um aö DNA-rannsókn á blóði hefði verið framkvæmd allt að tíu mánuöum eft- ir aö blóðið fannst. Verjendurnir urðu líka fyrir öðru áfalli í gær þegar þeir uppgötvuðu að ráðskona í húsinu við hhðina á Simpson, sem átti að geta veitt hon- um fjarvistarsönnun, hafði snúið aft- ur heim til E1 Salvador. Að sögn þeirra hafði konan sagst hafa séð Bronco-bifreið Simpsons fyrir utan hús hans á þeim tíma sem hann átti aðhafadrýgtglæpinn. Reuter LADA SPORT Frá 949.000,- kr. 237.250,- kr. út og 24.101,- kr. í 36 mánuði. 949. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. n z I ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BHINN SÍMI: 553 12 36 Það er alþekkt að George Bush er hættulegur maður og það sannaðist heldur betur i gær þegar forsetinn fyrrverandi tók þátt í golfmóti. Eitt skot- ið hafnaði i tré og skaust kúlan þaðan beint i nefið á konu einni. Gleraugu hennar brotnuðu og henni blæddi mjög. Bush stumrar hér yfir konunni sem er greinilega ekki ánægð með spilamennskuna. Simamynd Reuter Olíutekjur Norömanna stóraukast: Verða 800 milljarðar á ári um aldamótin Ohutekjur Norðmanna munu auk- ast ævintýralega á næstu árum og gera Norðmenn enn ríkari en áætlað hafði verið. í nýrri áætlun er gert ráð fyrir að tekjur rikisins af olíunni verði jafnvirði 800 mihjarða ís- lenskra króna árið 2000. í fyrra voru árstekjumar um 250 milljarðar. Helstu ástæðumar fyrir þessari miklu aukningu eru taldar þær að mun meiri ohu sé að fmna á olíu- svæðum Norðmanna en áður var tahð. Aukin tækni geri ohufyrirtækj- unum hka kleift að vinna meiri ohu úr hafinu á styttri tíma. Þriðja ástæð- an fyrir að olíuvinnslan skilar meiri tekjum er að iönaðurinn þarf ekki að leggja eins mikla peninga í fjár- festingar á tækjabúnaði og öðra slíku eins og þegar verið var að byggja olíuvinnsluna upp. Nórðmenn ætla sér að auka hráol- íuframleiðsluna um 200 þúsund fot á dag á þessu ári og á því næsta á að auka hana um 400 þúsund fót. Þegar því verður náð verður ohufram- leiðslan þrjár milljónir fata daglega. Norðmenn hafa ávallt verið hálf- vandræðalegir yfir öhum þessum ol- íugróða og í raun aldrei vitað hvað þeir ættu að gera viö hann. Ráðherra olíumála, Jens Stoltenberg, reynir líka að vara við of mikilli bjartsýni þó horfurnar séu góðar. Hann segir að það eina sem sé öraggt við olíuiðn- aðinn sé óöryggið. ntb MÁLÞING um menningarmál í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til síðara málþings um menningarmál í Reykjavík. Þar verður fjallað um list- og menningarmiðlun í borginni. Á fyrra málþinginu, sem haldið var 14. janúar sl., var fjallað um hagsmuni og aðstöðu listamanna í Reykjavík. Seinna málþingið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 18. febrúar 1995 og er öllum opið. 10:15 Setning málþings: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 10:20 Árbæjarsafn: Margrét Hallgrímsdóttir. 10:30 Borgarbókasafn Reykjavíkur: Þórdís Þorvaldsdóttir. 10:40 Borgarleikhúsið: Sigurður Hróarsson. 10:50 Gerðuberg: Elísabet B. Þórisdóttir. 11:00 Kjarvalsstaðir: Gunnar Kvaran. 11:10 Kaffihlé. 11:20 Listahátíð í Reykjavík: Þórunn Sigurðardóttir. 11:30 Söfn - miðlun menningar: Ragnhildur Vigfúsdóttir. 11:40 Hlutverk fjölmiðla: Jón Ásgeir Sigurðsson. 11:50 Menningarmálanefnd Reykjavíkur: Guðrún Jónsdóttir. 12:00 Matarhlé. 13:00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir — frummælendur sitja fyrir svörum. 15:00 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005 fyrir 17. febrúar. Þátttökugjald (hádegisverður og kaffi) er kr. 1000. —— Skrifstofa borgarstjóra Dagskrá: 10:00 Skráning þátttakenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.