Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 27 igur gegn Seattle i Forum í nótt. íhkin á HM? LéreníSvíþjóðl993 . þjóö áriö 1993. Þá kostaöi miði á tvo leiki hjá Svíum í forriðlakeppniimi 3.500 íslenskar krónur. Miði á þrjá leiki íslands í forriðlakeppninni á HM mun kosta 3.100 krónur. skrílslæti og 3 írskar. í kjölfar ólátanna í gærkvöldi má ljóst vera að óvíst er hvort Evrópu- keppnin fer fram í Englandi á næsta ári. Á myndinni sjást ensku áhorfendumir efst á myndinni og einn þeirra hefur hent stórum hlut að írskum áhorfendum neðar í stúkunni. Frank Birkefeldt hjá IHF1 samtali við DV um HM ’95: Skipulagið nákvæmlega á réttri leiðíÉ Frank Birkefeldt, skrifstofustjóri alþjóða handknattleikssambands- ins, IHF, hefur veriö á íslandi und- anfama tvo daga. Tilgangur ís- landsferðar hans var að taka út þá undirbúningsvinnu sem HSÍ og framkvæmdanefnd HM ’95 hafa þegar innt af hendi varðandi heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik sem hefst eftir 80 daga. Hæsta einkunn frá skrifstofustjóra IHF Ef marka má orð Birkefeldts fær HSÍ og framkvæmdanefnd HM ’95 10 í einkunn fyrir störf sín hingaö til. „Ég hef verið hér í tvo daga og sem fulltrúi IHF hef ég rætt máhn við skipuleggjendur keppninnar, Handknattleikssambandið ís- lenska og framkvæmdanefndina. Þá hef ég einnig skoðað ýmis atriði varðandi keppnina, til dæmis keppnisstaðina,” sagði Frank Birkefeldt í samtali við DV í gær- kvöldi. - Er undirbúningsvinnan á réttri leið að þínu mati hjá íslendingum? „Já, það verð ég að segja. Eg hef ekki rekið mig á nein vandamál eða vankanta hér varðandi undirbún- inginn. Ég hef spurt ýmissa spum- inga og fengið góð og greið svör við þeim. Ég tel að öll undirbúnings- vinna og allt skipulag varðandi keppnina sé nákvæmlega á réttri leið.“ Birkefeldt óttast engin vandamál vegna HM ’95 - Það er þá þín skoðun að ekkert sé því til fyrirstöðu í dag að keppn- in á íslandi fari vel fram og þetta verði góö keppni? „Ég get auðvitað ekki fullyrt neitt um að þetta verði góð keppni en ég get fullyrt að ég óttast engin vandamál varðandi keppnina á ís- landi sem verður vonandi skemmtileg og góð fyrir handknatt- leiksíþróttina,” sagði Birkefeldt. Þessi orð skrifstofustjóra IHF, sem er öllu vanur þegar heims- meistarakeppni í handknattleik er I annars vegar, eru mikilvæg fyrir | skipuleggjendur HM hér á landi. Þau staðfesta, þrátt fyrir nokkuð I neikvæða umhöllun undanfarið, að HSÍ og framkvæmdanefnd HM ’95 hafa unnið sína heimavinnu eins og best verður á kosið og við blasir góð staða í öllum þeim atriðum sem | máh skipta. Mikilvægur gæðastimpill frá forráðamanni IHF í dag em um 80 dagar þar til þessi I mesta íþróttakeppni hérlendis frá upphafi hefst. Þegar svo skammur tími er til stefnu er mikilvægt að j fá slíkan gæðastimph sem Birke- feldt gefur skipulagsvinnunni | hingað til. Ánægja eins af forráða- mönnum IHF verður án efa gott I veganesti fyrir skipuleggjendur keppninnar á lokasprettinum sem j nú er hafinn. Atkinson sfjóri Coventry Ron Atkinson gengui* ekki leng- ur um með liendur í vösum siðan hann hahti hjá Aston Villa. Atk-; inson var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri Coventry sem berst fyrir sæti sínu í úrvalsdeild- inni, Hlutverk Atkinsons telst því langt í frá öfundsvert Alþjóðlegt skvassmót, svokall- að Norðurljósamótið, fer fram á föstudag og laugardag í Vegg- sporti við Stórhöfða. Væntanlegir eru erlendir þátttakendur frá Noregi, Danmörku, írlandi, Skot- landi, Luxemborg og Möltu auk bestu spilara íslands. 23. bikarglima íslands fer fram á Laugarvatni á sunnudaginn kemur og hefst klukkan 14. Kepp- endur verða 49 frá fimm félögum og samböndum. Sigurvegarar i hveijum flokki hljóta farandbik- ar og aöra minni sem Flugleiðir gefa th mótsins. Búlgarir, sem lentu í fjórða sæti á HM í knattspymu á sl. sumri, steinlágu fyrir Argentínu- mönnum í Buenos Aires í gær, NaumthjáLiverpooí Robbie Fowler tryggði Liver- pool 1-0 sigur gegnCrystal Palaee í fyrri leik hðaima í enska dehda- bikarnum í gærkvöldí. Sigur- markið skoraöi Fowler á 90, mín- útu. Slgurvegarinn mætir Swin- don eða Bolton í úrshtum keppn- innar 2. Sá fjórði til KR KR-ingar hafa fengið fjórða er- lenda leikmanninn th hðs við sig í úrvalsdehdinni í körfuknattleik. Leikmaðurinn sem hér um ræðir er bandarískur og rétt rúmir tveir metrar á hæð. Axel Nikulásson, þjálfari úrvalsdehdarhðs KR, vhdi ekkert tjá sig um máhð í gærkvöldi. Hann sagöi þó að umræddur leik- maður hefði ekkert minnkað á leið sinni th landsins, en sem kunnugt er var sá síðasti mun styttri er hann birtist hér á landi en umboðsmaður hans hafði greint frá. Ekki er enn ákveðið hvort nýi erlendi leikmaður- inn leikur með KR en þeir munu skoða hann næstu daga. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem kemur th KR-inga, hinir þrír hafa ekki náö að festa sig í sessi hjá vest- urbæjarhðinu. Sydneyhópur FRÍ 2000: „Stef nan er að við eigiim toppfólk í 5-8 greinum" A blaöamannafundi sem Frjáls- íþróttasamband íslands efndi th í gær var kynntur svokallaður Sydneyhóp- ur FRÍ 2000. Þetta er afreksáætlun til undirbúnings afreksunglinga fram að ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu sem fram eiga að fara árið 2000. Níu einstaklingar hafa verið valdir í Sydneyhópinn og gildir valið fram á haust 1995 en þá verður þaö endur- skoðað. Hópinn skipa: Vigdís Guðjóns- dóttir, HSK (spjótkast), Sunna Gests- dóttir, USAH (200 m hlaup), Magnús Aron Hallgrímsson, HSK (tugþraut), Halldóra Jónasdóttír, UMSB (spjót- kast), Hanna Lind Ólafsdóttir, UMSB (kringlukast), Ólafur Sveinn Trausta- son, FH (100 m hlaup), Sigmar VU- hjálmsson, FH (spjótkast), Stefán R. Jónsson, Breiðabliki (kringlukast) og Vala Flosadóttir, ÍR (hástökk). Áætl- aður kostnaður vegna Sydneyhópsins í þessi 5 ár fram að leikunum er 18,6 miUjónir króna í úrvalshópi FRÍ 2000 eru karlar og konur sem skipa landshðið. í þessum hópi eru um 55 einstakhngar sem munu taka þátt á smáþjóðaleikunum, Evrópukeppni bikarhafa, Evrópubik- arkeppni landshða og á Reykjavíkur- leikunum. Úrvalshópur FRI 2000 sem í eru unglingar 19-20 ára. í þessum hópi eru 20 unglingar, sem eru efnUeg- astír í þessum aldursflokki en eru ekki í Sydneyhópnum. Sams konar hópar eru fyrir fyrir unghnga 17-18 ára en í honum er 25 einstaklingar og í 15-16 ára hópnum er 35 unglingar. „Við settum ströng lágmörk fyrir þá sem eru í Sydneyhópnum. Þessir níu sem hafa verið valdir veröa að sanna sig á þessu ári. Þeir fá allra bestu þjálfun sem völ er á og sálræni þátturinn verður bættur hjá þeim. Eftir þrjú ár getum við vonandi farið að greina einhvem árangur. Stefnan er að eiga toppfrjálsíþróttamenn í 5-8 greinum sem eiga að geta verið á meðal 10 fremstu á hvaöa stórmóti sem er, þar á meðal ólympíuleikun- um,“ sagði Þráinn Hafsteinsson landshðsþjálfari. íþróttir Tuttugutonnaf mat Keppendur og starfsmenn HM þurfa vitanlega að nærast vel á meðan á keppninni stendur. Á meðan HM stendur yfir munu keppendur og starfsmenn borða um tuttugu tonn af mat. 17 þúsunddiskar Þjónustufólk veit hvað það hef- ur að gera í þann hálfa mánuð sem HM stendur yfir. Til gamans má geta þess að þjónustufólkið þarf að bera fram um 17 þúsund diska af mat á meðan á keppninni stendur. Mikið skúrað Þaö verður nóg að gera við hreingemingar í íþróttahúsun- um á HM. Alls þarf að skúra um 166.400 fermetra og jafngildir það því að skúra þurfi tæplega 22 stóra knattspyrnuvelli þá 14 daga sem keppnin fer fram. 20 þúsund bæklingar Áhugi íslendinga fyrir HM í handknattleik virðist vera að kvikna verulega þessa dagana. Á dögunum voru prentaðir 20 þús- und bæklingar þar sem var að finna upplýsingar um verð og annað í forriðlakeppninni. Bækl- ingarnir hurfu á skömmum tíma. Þjóðverjar hugsa málið Mörgum hefur ofboðið verðið hér á gistingu á HM-tímanum og á meðal þeirra er hópur þýskra blaðamanna, 15-20 manna hópur, sem ekki treystir sér sem stendur að koma hingað á keppnina vegna okurverös á gistingu. Hafa þeir þegar kannað möguleika á heimagistingu. Herðarnar eru lausar Að mestu er frágengið hvaða aðilar auglýsa á búningum ís- lenska landshðsins á HM. IHF á réttinn á auglýsingum á herðum búninganna en hefur nú gefið hann frá sér til allra handknatt- » leikssambandanna sem eiga kep- endur á HM. Hverjir hreppa hnossið? HSÍ hefur uppi ýmsar hug- myndir varðandi auglýsingarnar á herðum búninganna. Víst má telja að fyrirtæki hafi áhuga á að auglýsa á búningunum og vænt- anlega mun það skýrast á næstu dögum hver hreppir hnossið. Tveir forsetar mæta Nú er ljóst að tveir mætir menn munu koma á HM í maí. Þegar hefurveriðgreintfráþvíaðJuan Antonio Samaranch, forseti al-l v þjóða ólympíunefndarinnar kem-v ur og nú er frágengið að forseti ólympíunefndar Evrópu mætir einnig til íslands. 380 íþróttagallar Adidas hefur gefið 380 íþrótta- galla á sjálfboðaliða vegna HM. Þar er meðal annars um að ræða starfsmenn íþróttahúsanna, sóp- ara, bílstjóra og öryggisverði. Pantiðforkólfana Forráðamenn HM-nefndarinn- ar og HSÍ eru reiöubúnir að mæta á fundum hjá félagasam- tökum, hópum og fyrirtækjum og ræða rnn heimsmeistarakeppn- ina. Hægt er að hafa samband við skrifstofu HSÍ og panta forkólfa HM á fund og hlýða þeim yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.