Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 Afmæli Torfhildur Hólm Torfadóttir Torfhildur Hólm Torfadóttir, hús- móðir og b. í Geröi í Suðursveit, er fimmtugídag. Starfsferill Torfhildur fæddist að Hóli í Svarf- aðardal en ólst upp á Hala í Suður- sveit. Hún lauk skyldunámi við Hrollaugsstaðaskóla í Suðursveit. Torfhildur og maður hennar hófu sinn búskap á Hala en keyptu Gerði 1966 og hafa búið þar síðan. Torfhildur hefur starfað í kvenfé- lagjnu Ósk frá 1962 og er formaður Sambands austur-skaftellskra kvenna. Hún situr í skólanefnd og hefur starfað í hestamannafélagi, skógræktarfélagi og garðyrkjufé- lagi. Þá stundar hún ritstörf í tóm- stundum en eftir hana hafa birtst greinar og ljóð í blöðum og tímarit- um auk þess sem hún hefur samið talsvert af skemmtiefni sem flutt hefur verið á samkomum. Fjölskylda Torfhildur giftist 17.6.1964 Þor- bergi Emi Bjamasyni, f. 7.4.1939, bónda. Hann er sonur Bjarna Gísla- sonar og Þóru Sigfúsdóttur er bjuggu að Uppsölum, á Kálfafells- stað og loks að Jaðri. Böm Torfhildar og Þorbergs em Björn Borgþór, f. 18.4.1962, búfræð- ingur og b. á Gerði, en sambýhskona hans er Áslaug Lárusdóttir og á hann tvö börn frá fyrri sambúð en hún einn son; Ingibjörg Júlía, f. 31.7. 1963, stúdent og starfsmaður við Búnaðarbankann í Garðabæ, búsett í Hafnarfirði, en maður hennar er Gunnar Öm Steinarsson rafvirki og eiga þau tvö böm; Þóra Bjamdís, f. 8.7.1965, kennari við Hrollaugs- staðaskóla, en maður hennar er Jens Einarsson ritstjóri og eiga þau eina dóttur; Helga Hrönn, f. 4.5.1973, stúdent og starfsmaður við Kópa- vogshæli; Öm Hólm, f. 7.4.1981, nemi; Þórey Harpa, f. 17.12.1984, nemi. Systkini Torfhildar era Steinþór, f. 29.2.1948, b. á Hala; drengur, f. 27.4.1950, d. 28.4. s.á.; Fjölnir, f. 1.10. 1952, rekur ferðaþjónustu við Jök- ulsárlón; Steinunn, f. 1.10.1952, kennari og námsráðgjafi við geð- deild á Dalbraut í Reykjavík; Þór- bergur, f. 12.3.1954, stýrimaður; Zophonías Heiðar, f. 6.7.1956, skóla- meistari við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, búsettur á Sunnuhvoli í Nesjum; Súsanna Björk, f. 2.4.1960, húsmóðir í Lude- ritz í Namibíu; Margrét, f. 16.6.1961, starfsmaður við Lyfjaverslun ríkis- ins; Þórgunnur, f. 24.11.1965, kenn- ariáHöfn. Foreldrar Torfhildar era Torfi Steinþórsson, f. 1.4.1915, fyrrv. skólastjóri við Hrollaugsstaðaskóla og b. á Hala, og k.h., Ingibjörg Zop- haníasdóttir, f. 22.8.1923, húsfreyja ogb. Ætt Torfi er sonur Steinþórs, b. á Hala, bróður meistara Þórbergs. Steinþór var sonur Þórðar, b. á Hala, Steins- sonar, b. á Breiðabólstað, Þórðar- sonar, b. á Kálfafelli, Steinssonar. Móðir Steinþórs var Anna Bene- diktsdóttir, b. á Hala, bróður Þór- unnar, móður Þorleifs alþm., fóður Jóns listmálara og Páls, föður Sig- urðar rithöfundar. Benedikt var sonur Þorleifs, b. á Hólum í Nesjum, Hallssonar. Móðir Önnu var Guðný, systir Stefáns, afa Stefáns Bene- diktssonar þjóðgarðsvarðar og Borghildar, móður Einars Braga skálds. Guðný var dóttir Einars, b. í Brunnum, Eiríkssonar, b. þar, Ein- arssonar. Móðir Eiríks var Þórdís Eiríksdóttir, systir Jóns konferens- ráðs. Ingibjörg er dóttir Zóphóníasar, b. á Hóli í Svarfaðardal, bróður Friðriku, móður Bjarka Elíassonar, skólastjóra Lögregluskólans. Zóp- hónías er sonur Jóns, b. á Hóh, Bjömssonar, b. á Jarðbrú, Bjöms- sonar. Móðir Jóns á Hóli var Krist- ín, systir Ingibjargar sem var móðir Jóns, b. í Sauðaneskoti, móðurafa Þráins Guðmundssonar, forseta Skáksambandsins, og móðir Sig- tryggs, móðurafa Aðalsteins Júhus- Torfhildur Hólm Torfadóttir. sonar vitamálastjóra. Móðir Zóp- hóníasar var Ingibjörg Jónsdóttir. Móðir Ingibjargar er Súsanna Guðmundsdóttir, b. í Óslandi, Gísla- sonar, b. í Sauðaneskoti, Ólafssonar. Móðir Súsönnu var Ingibjörg Magn- úsdóttir. Torfhhdur verður með heitt á könnunni laugardagskvöldið 18.2. nk. 90 ára Hinrik Jóhannsson, Skólastíg 14 A, Stykkishólmsbæ. Sigsteinn Pálsson, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Albert Ágúst Hahdórsson, Skíðbakkal, Austur-Landeyj- um. Eiginkona hans er Sigríður Oddný Eriends- dóttir. Þaueruaðheim- an. Eskihhð 20 A, Reykjavík. Elinbjörg Þorsteinsdóttir, Byggðavegi 96, Akureyri. Hermann Bjainason, Auðsholtil, Hrunamannahreppi. Guðjón Sigurðsson, Reykjahlíö 12, Reykjavík. BOára Hólmfriður Þorbjörnsdóttir, Lyngbrekku 7, Kópavogí. Guóbjörg Daníelsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafharfirði. S vanhildur Sigurðardóttir, Aöalstræti37, Þingeyri. Þórhallur Stefánsson, Ránargötu lO,Grindavík. MatthíasÓlason, Hamarlandi, Reykhólahreppi. Jón Atli Gunnlaugsson, Sólvöllum 1, Egilsstöðum. Ásthildur Einarsdóttir, Fifumýri2,Garðabæ. Sigurdís Sigurbergsdóttir, Dverghömrum22, Reykjavík. Ingibjörg Valdimarsdóttir handavinnukennari, Lundarbrekku6, Magnús Guðmundsson, Kvígindisdal, Reykdælahreppi. Ólafúr Samúelsson, FannborgB, Kópavogi. Bjðrgheiður Andrésdóttir hú$- Miðvangl 22, EgUsstöðum. Eigmmaður hetmar er BSalti Pét- ursson, fyrrv. bóndi. Ingibjörgtekurá mótigestumíLi- onsheimilinu Lundi,Auð- brekku25,Kópa- vogi,miUÍkl.l9 og22áafmælis- daginn, 40 ára 70 ára Pétur BlöndalSnæbjörnsson vél- virki, Kvistalandi 24, Reykjavik. Eiginkona hans er Frlða Kristín Gísladóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu, laugardaginn 18.2. nk. kl. ■ 17.00. 60 ára Hjarðarholti 11, Selfossi. Hólmfriður Guðrún Sveinsdóttir, Gerðhomrum 1, Reykjavík. Sigurður Halidór Bergsson, Ártröð2, Egilsstöðum. Hildur Traustadóttir, FremstafeUi2, Ijósavatnshreppi. Guðmundur Guðmundsson, Hagaseli 13, Reykjavik. Ólafia Þórdís Gunnarsdóttir, Eyrarvegi 25, Grundarflrði. Albert Klahn Skaftason, Grettisgötu 29, Reykjavík, Birna Þorsteinsdóttir, Stóru-Hildisey II, Austur-Landeyj* um. Guðrún R. Aðalsteinsdóttir, Múlasíðu 6, Akureyri. Helga Svava Bjarkadóttir, Heiðarbrún 10, Hveragerði. Þórólfur Jónasson, Þóra Sigurðardóttir Þóra Sigurðardóttir húsfreyja, Arn- arvatni I, Mývatnssveit, er sjötíu og fimmáraídag. Starfsferill Þóra fæddist á Amarvatni og ólst þar upp. Hún lærði í foreldrahúsum, var tólf vikur í farskóla og tvo mán- uði í unglingaskóla hjá Hermanni Hjartarsyni, presti á Skútustööum. Þóra hefur verið húsfreyja á stóru heimili á Amarvatni í hálfa öld þar sem hún gekk í öll störf, innan heimilis sem utan. Þóra hefur sungið í kirkjukór Skútustaðakirkju frá 1946 og starf- aði í mörg ár í Ungmennafélaginu Mývetningi. Hún hefur haft ánægju að lestri góðra bóka og fylgst með pólitískum hræringum á hverjum tíma. Fjölskylda Þóra giftist 24.12.1945 Jóni Krist- jánssyni, f. 17.5.1920, bónda og fyrrv. starfsmanni Kísiliðjunnar hf. Hann er sonur Kristjáns Jónssonar og Guðrúnar Friðfinnsdóttur á Sveinsströnd í Mývatnssveit. Böm Þóra og Jóns eru Þórhildur, f. 14.8.1947, búsett á Amarvatni; Sigurður, f. 30.4.1949, starfsmaður Alþingis í Reykjavík, kvæntur Bryndísi Gunnarsdóttur kennara; Sólveig Hólmfríður, f. 24.11.1951, kennari á Amarvatni, en dóttir hennar er Sólveig Hólmfríðardóttir; Guðrún, f. 8.9.1953, húsmóðir og nemi á Ákureyri, gift Sveini Hjálm- arssyni skipstjóra og era böm þeirra Bjöm, Áuður Úa, Þóra Ýr og HildurEy; Sólveig, f. 23.11.1956, kennari og námsráðgjafi í Reykja- vík; Áshildur, f. 10.9.1962, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, gift Benedikt Ingvasyni, heildsala og pípulagningamanni. Alsystkini Þóra: Amheiður, f. 25.3.1921, mag. art. í Reykjavík; Jón, f. 26.9.1923, vegaverkstjóri og deild- arstjóri KÞ á Húsavík; Málmfríður, f. 30.3.1927, húsmóðir, fyrrv. alþm. og bókavörður á Akureyri; Eysteinn Amar, f. 6.10.1931, b. á Arnarvatni. Hálfsystkini Þóra, samfeðra: Freydís, f. 11.4.1903, d. 3.3.1990, húsfreyja í Álftagerði; Ragna, f. 19.3. 1906, húsmóðir í Kópavogi; Heiður, f. 24.12.1909, f. 22.3.1987, húsmóðir áHúsavík; Amljótur, f. 23.6.1912, b. á Arnarvatni; Huld, f. 20.10.1913, húsmóðir á Húsavík; Sverrir, f. 4.2. 1916, húsameistari á Akureyri. Foreldrar Þóra vora Sigurður Jónsson, f. 25.8.1878, d. 24.2.1949, skáld og bóndi á Arnarvatni, og k.h., Sólveig Hólmfríður Pétursdóttir, f. 17.12.1889, d. 1.2.1974, húsfreyja. Ætt Sigurður var hálfbróðir Jóns, alþm. í Múla, föður Áma, alþm. frá Múla, foður Jónasar, rithöfundar og fyrrv. alþm., og Jóns Múla tón- skálds Ámasona. Sigurður var son- ur Jóns, skálds og þ. á Helluvaði, þróður Olgeirs, langafa Guðmundar Bjamasonar, fýrrv. ráðherra. Jón var sonur Hinriks, b. á Heiðarbót í Aðaldal, Hinrikssonar, b. á Tungu- hálsi í Skagafirði, Gunnlaugssonar. Móðir Hinriks á Heiðarbót var Katr- ín Sigurðardóttir. Móðir Katrínar var Þórunn Jónsdóttir, harðabónda í Mörk í Laxárdal, ættföður Harða- bóndaættarinnar, Jónssonar. Móðir Þóra Sigurðardóttir. Sigurðar á Amarvatni var Sigríður Jónsdóttir, b. á Arnarvatni, Jóns- sonar. Hólmfríður var dóttir Péturs, alþm. og ráðherra á Gautlöndum, bróður Kristjáns ráðherra, Stein- gríms alþm. og Rebekku, móður Haralds ráðherra, og ömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. Hálf- systir Péturs var Sigrún, móðir Steingríms Steinþórssonar forsæt- isráðherra. Pétur var sonur Jóns, alþm. á Gautlöndum, Sigurðssonar og Sólveigar, systur Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Sólveig var dóttir Jóns, ætt- föður Reykjahliðarættarinnar, Þor- steinssonar. Móðir Hólmfríðar var Þóra Jónsdóttir, b. á Grænavatni í Mývatnssveit, Jónassonar. Móðir Jóns á Grænavatni var Hólmfríður Helgadóttir, b. á Skútustöðum og ættföður Skútustaðaættarinnar, Ás- mundssonar. AUGLYSINGAR 563 2700 markaðstorg tækifæranna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.