Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 3 Fréttir Suðumesjamenn 1 Þjóðvaka: Tilbúnir í sér framboð Titringur er meöal félagsmanna Þjóövaka í Reykjanesi vegna upp- stillingar á lista fyrir alþingiskosn- ingarnar í vor. Samkvæmt lieimild- um DV eru talsveröar líkur á því aö Suöurnesjamenn neiti að taka sæti á lista Þjóðvaka vegna setu Ágústs Einarssonar prófessors í fyrsta sæti listans og sjávarútvegsstefnu Þjóð- vaka og fari fram með eigin lista. Njálí Harðarson, félagsmaöur í Þjóð- vaka, segir að listinn sé tilbúinn og verði ákvörðun um sérframboð tekin þegar gengið hafi verið frá framboðs- lista Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi. „Við sjáum Ágúst Einarsson ekki sem ímynd Gvendar á Eyrinni. Við sjáum hann sem ímynd þeirra afla sem arðræna þjóðina. Þegar farið var. af stað á Hótel íslandi hélt Ágúst Einarsson ræðu og ég held að það hafi verið reginskyssa því að fólkið sér hann ekki sem sinn mann,“ segir Njáll Harðarson. Þjóðvaki hefur samþykkt að Ágúst Einarsson, prófessor og uppstilhng- arnefndarmaður, skipi fyrsta sæti á framboðslistanum á Reykjanesi og Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari, systir Alfreðs Guðmundssonar upp- stillingamefndarmanns, skipi annað sætið. Hugmyndir um að Guðmund- ur Ólafsson hagfræðingur veröi í þriðja sæti og Sigríðúr Drífa Alfreðs- dóttir húsmóðir, dóttir Alfreðs, verði í 13. sæti eru ekki lengur á borðinu. Þjóðvaki á Reykjanesi: vegna oanægju með listann „Uppstillingarnefnd leitaði eftir mönnum á hsta Þjóðvaka í Reykja- neskjördæmi og ég tilkynnti að ég gæfi ekki kost á mér á hstann. A framboðsfundi á laugardag var stungiö upp á mér úti í sal en ég hélt að öllum væri ljóst að ég gæfi ekki kost á mér og skyndilega var farið að kjósa milli mín og Ágústs Einarssonar í fyrsta sætið þó að ég væri ekki í framboöi. Það voru engin átök milli okkar,“ segir Jón Sæ- mundur Siguijónsson, starfsmaður í heilbrigðisráðuneytinu. Fundur í Þjóðvaka á Reykjanesi ákvað á laugardag að Ágúst Einars- son prófessor skipaði fyrsta sætið á lista hreyfmgarinnar í Reykjanes- kjördæmi í kosningunum í vor og aö Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari yrði í öðru sæti. Síðar í þessari viku verður ákveðið hvernig önnur sæti á listanum verða skipuð. Hilmar Jónsson, rithöfundur í Keflavík, segist vera hættur þátttöku í Þjóðvaka vegna óánægju með starf uppstillingarnefndarinnar í Reykja- neskjördæmi og Ágústs Einarssonar og telur að 20 Suðumesjamenn séu hættir. Hrognafylling að nálgast 15% Jóhann Jóhannssan, DV, Seyðisfirði; Mikh loðna barst hingað í gær af 10 skipum. Loðnan er orðin þokkaleg til frystingar, 48-50 stykki í kílóið, og hrognafylling að ná 15%. Besti sólarhringsaflinn var í gær á vertíö- inni og var unnið hér af fullum krafti á þremur vinnslustöðum. Hjá Vestdalsmjöh lönduðu tvö skip í gær en þar varð það óhapp að færi- band frá löndunarkrana bilaði en viðgerð lauk í gærkvöldi. „Við reynum að hafa listann eins sterkan og hægt er og ættartengsl skipta ekki máh. Nefndarmenn koma með hugmyndir að fólki og menn reyna að kynnast fólkinu. Það má segja að þessi nöfn séu óheppileg- ar tilviljanir en það eru oft vand- kvæði við uppstillingu nýrrar hreyf- ingar. Við búum ekki við gamalgróiö félagskerfi," segir Ágúst Einarsson, oddviti Þjóðvaka á Reykjanesi. Dýna með tvöföldu gormakerfi og stífum köntun. Dýnan sem bakveikir, þungir eða fullorðnir velja. Fæst mjúk eða stíf. Vinsæl dýna með þykkri yfirdýnu. ( margar stærðir) Verðdæmi: 90 x 200cm kr. 42.960.- Húsgagnahöllin -þegai þn vilt sofa vel er unaðarmál Örtölvutækni heldur stórkostlega útsölu á nýjum og notuðum prenturum í heila viku og rúmlega það, frá fimmtudegi til laugardags, 16. til 25. febrúar. OpiÖ á laugardögum kl. 10 - 14. Tilboð dagsins á hverjum degi - og þá erum við ekki bara aö tala um prentara, heldur einnig tónera, hugbúnaö o. fl. Nokkur brosleg verðdæmi: DeskJet frá kr. 19.900. Laser prentarar frá kr. 44.900. HP LaserJet 4L kr. Ó4.900. HP LaserJet 4P kr. 89.900. HP PaintJet 300XL A3 litaprentari frá kr. 99.000 og ýmis aukabúnaöur. Sérstakt Macintosh-horn, þar sem hægt er aÖ fá prentara á ótrúlegu verði. Allskonar aukahlutir á gjafverði, svo sem skannar fyrir PC eða Macintosh tölvur, afritunarstöðvar o. fl. o. fl. Alltaf heitt kaffi á könnunni. Láttu sjá þig, þaö borgar sig! Og ekki orð um það meir..... Þekking - þróun - þjónusta -irr ORTOLVUTÆKNI Skeifunni 17 sími 568 7220

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.