Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 7 I>V Grimnskólafrumvarpið kom kjaraviðræðum kennara 1 uppnám: Fréttir Skrifa ekki undir meðan réttindamálin eru óleyst - nýjan kjarasamning þarf ef ný grunnskólalög taka gildi Eiríkur Jónsson, formaöur Kennarasambands íslands, og Elna K. Jónsdótt- ir, formaður Hins íslenska kennarafélags. Réttindamál kennara varðandi flutning grunnskólans til sveitarfélaganna eru í lausu lofti. issjóði starfsmanna ríkisins og einn- „Mér sýnist afskaplega hæpið af okkar hálfu að loka kjarasamningi meðan réttindamálin eru upp í loft. Við fáum ekkert að frétta af þessum málum. Ráðherra segist vera með frumvarp um þennan réttindatil- flutning uppi í erminni en hvorki við né menntamálanefnd Alþingis höf- um fengið að sjá það frumvarp. Við Fréttaljós vitum í raun og veru ekkert hvað hangir á spýtunni," sagði Eríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands íslands, við DV. Afgreiðsla menntamálanefndar AI- þingis á nýju grunnskólafrumvarpi kom eins og sprengja inn í kjaravið- ræður kennara við samninganefnd ríkisins. Frumvarpið gerir ráð fyrir flutningi alls gnmnskólans yfir til sveitarfélaganna en ný gnmnskóla- lög eiga að taka gildi um áramót. Eins og staðan er nú á alveg eftir að semja um réttindamál kennara vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna og ganga frá nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélag- anna. Ákvæði um gildistöku ogfram- kvæmd nýrra grunnskólalaga er ein- mitt háð því að áður verði búið að samþykkja tekjustofnafrumvarpið og ganga frá réttindamálum kenn- ara, sem verða þá starfsmenn sveit- arfélaga en ekki ríkis. Helstu réttindamálin varða það hvort kennarar verði áfram í Lífeyr- ig ráðningu þeirra og hvemig að henni verður staðið, t.d. hvort kenn- arar veröi áfram settir eftir gamla kerfinu eöa ekki. Umræða um þessi atriði er mjög skammt á veg komin. Eiríkur segir hins vegar að hefði verið búið að ganga frá öllum þáttum varðandi réttindamálin og tekju- stofna sveitarfélaga hefði framlagn- ing grunnskólafrumvarpsins á Al- þingi engu breytt um kjaraviðræð- umar núna. Ráðherra hefur skipað nefnd, svo- kallaða flutningsnefnd, til að vera stjómvöldum til ráðgjafar varðandi einstök framkvæmdaatriði við flutn- ing grunnskólanna yfir til sveitar- félganna. Nefndin hefur einungis haldið tvo fundi, farið í endurskoðun á heildarkostnaði við rekstur grunn- skólans og þá miðað við það frum- varp sem nú liggur fyrir. Tekju- stofnsmáhð og réttindamál kennara em mál sem nefndin á alveg eftir að ræða og af viðræðum við þá sem gerst þekkja til virðist langt í að þau mál veröi leyst. „Það er alveg ljóst að nýjan kjara- samning þarf við kennara þegar ný grunnskólalög taka gildi. Það er ekki verið að reyna að semja á grundvelli frumvarps sem ekki er orðið að lög- um,“ sagði Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður menntamálanefnd- ar Alþingis, við DV. Viðmælendur DV eru sammála Sigríði Önnu um það að verði grunnskólalögin sam- þykkt standi upp á sveitarfélögin að ganga til nýrra samninga við kenn- ara þar sem núverandi kjaraviðræð- ur grundvallist á gildandi grann- skólalögum. Þá verði jafnvel um þrí- hhða viðræöur kennara, ríkis og sveitarfélaga aö ræða. Þegar þetta er skrifað er ekki útht fyrir að kennara- verkfalh verði forðað með samning- um. Þótt takist að seipja virðist gmndvöhur þeirra samninga bresta með nýjum gmnnskólalögum sem taka eiga gildi um áramót. Nýi ökuskólinn hf. Klettagörðum 11 (við Sundahöfn, ET húsið) Meirapróf Atvinnuleysíð í janúar 1994 -'95 *V Vestfirðir ' 1 á <v <í Noröurland Noröurland vestra eystra Vesturland 9 fc O, <t>' v* Austurland Höfuöborgar- svæöiö i_i jan. 1994 ö jan. 1995 Suöurland Suöurnes Atvinnuleysið síðustu þréttán mánuði á landinu öilu 44 3,1 3,2 3,4 ■'f' K#' ^ # .J& <#' ^ & t Atvinnuleysisþróun: Nærtíu prósent færrián - miðað viðjanúar 1994 Samkvæmt tölum frá vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins vom nærri 10% færri atvirmulausir í janúar sl. heldur en í sama mánuði í fyrra. Þá mældist 7,5% atvinnuleysi en núna 6,8% að meðaltah. Þetta jaöigildir því að atvinnuleysisdögum hafi fækkað um 19 þúsund milh ára og atvinnulausum um 885 manns. Ahs vom 8.630 manns án vinnu í jan- úar sl. en 9.515 á sama tíma í fyrra. Sé htið til þróunar mála milli ára í einstökum landshlutum var at- vinnuleysið minna á öllum svæðum nema á Vestfjörðum. Þar jókst at- vinnuleysi úr 3,1 í 4,2% í janúar sl. Ástandið hélst óbreytt á höfuðborg- arsvæðinu en mest dró úr atvinnu- leysi á Vesturlandi. Miðað við sl. desember jókst at- vinnuleysið verulega en það skýrist einkum að venjubundinni árstíðar- sveiflu. Nám til aukinna ökuréttinda VÖRUBÍLL - RÚTA - LEIGUBÍLL Næsta námskeið hefst 27. febrúar. Innritun stendur yfir. Allar upplýsingar í síma 884500. Reykvíkingar! Reglulegum fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn verður-í dag, fimmtudag kl. 17:00, verður útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9. œSkrifstoia borgarstjóra Fjarlægið alla lausa (itu af lærinu. Stingið smá göt (lærið en hafii götin eins lítil og unnt er og ekki djúp heldur rétt aðeins undir him Stingið hvítlauksflís og steinselju í hvert gat. Nuddiö matarolíuna í lærið og kryddiö það með rósmarín, salti og pipar. Lærið er nú c í stofuhita í 2 klst. en best er þó að geyma það í kæliskáp yfir nót Hitið ofninn í 175° C. Steikið lærið í u.þ.b. 11/2-2 klst., snúið því sinni eða tvisvar. 4 hvítlauksrif, skorin eftir endilöngu í þunnar flísar 1 búnt söxuð steinselja 1 msk. matarolfa 2 tsk. rósmarín salt og hvítur pipar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.