Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Útlönd Venstre 1 Danmörku andvígir norrænni rannsókn á færeyska bankamálinu: Breytir engu þétt páfi stæði að rannsókninni TILBOÐ BARNA- KULDASKÓR „Hvort sem það væru Kínverjar, Ástralir eða páfmn sjálfur sem stæðu Verð kr. 2.715 Teg. 9010 Með rennilás Litur: svart leður ■ Stærðir: 28-34 Verð kr. 2.340 Teg. 9008 Með rennilás Litur: brúnt leður Stærðir: 28-34 Verð kr. 2.130 Teg. 5062 Litur: brúnt nubuck Stærðir: 28-34 Teg. 5064 Litur: brúnt leður Stærðir: 28-34 PÓKÐA1Z (£au)t/ Otf- pjOVUAit'CO KIRKJUSTRÆTI8 S I M / 1 4 1 B 1 ecco Laugavegi 41, sími 13570 fyrir rannsókninni mundi það ekki þreyta neinu um afstöðu okkar,“ sagði Thor Pedersen, talsmaður danska stjórnmálaflokksins Venstre, í gær þegar hann vísaði á bug hug- myndum Hans Engells, leiðtoga íhaldsmanna, um að norræn nefnd tæki að sér rannsókn bankamálsins í Færeyjum. Engell sagði í viðtah við danska sjónvarpið í gær að Danir og Færey- ingar yrðu að koma sér saman um skipan rcmnsóknarnefndarinnar. Hann taldi aö lausnin kynni að felast í að biðja sérfræðinga frá Noregi, Finnlandi eða Svíþjóð um að taka þátt í þeirri vinnu. „Það kynni að veröa til þess að lausn fyndist," sagði Hans Engell. Færeyingar hafa krafist þess að dómsrannsókn fari fram á því þegar stærsti banki Danmerkur, Den Danske Bank, losaði sig við meiri- hlutaeign sína í dótturfyrirtækinu Færeyjabanka og komst þannig hjá að greiða milljarðatap af rekstri hans. Ríkissjóður Færeyja situr hins vegar uppi með tapið. Dönsk stjórn- völd hafa hafnað kröfu Færeyinga og vilja að nefnd sérfræðinga rann- saki málið. Thor Pedersen frá Vestre sagði í gær að aðeins dómsrannsókn gæti skyldað vitni til að leysa frá skjóð- unni og tryggt afhendingu nauðsyn- legra gagná. „Ef einhverju sinni hefur verið mál sem krefst dómsrannsóknar, er það þetta,“ sagði Pedersen og vill að for- seti hæstaréttar verði spurður hvort hann vilji standa fyrir dómsrann- sókn. Ath Dam, fyrrum lögmaður í Fær- eyjum, sagði í viðtali viö færeyska blaöið Sosialurin á föstudag að rann- sókn bankamálsins mundi dragast á langinn, sama hvers kyns hún væri. Ritzau Serbneski vígamaðurinn Arkan, sem er á lista Bandaríkjastjórnar yfir stríðsglæpamenn í fyrrum Júgóslavíu, gekk í það heilaga í gær með þjóðlagasöngkonunni Cecu Velickovic. Mikið var um dýrðir og skaut foringinn margoft úr skammbyssu sinni út i loftið í taumlausri gleði. símamynd Reuter Jeanne Calment veröur 120 ára á morgun: Sit á einu hrukkunni sem ég hef f engið „Ég hef bara fengið eina hrukku um ævina og ég sit á henni,“ sagði Jeanne Calment, elsta kona í heimi, og brosti stríðnislega framan í við- mælanda sinn. Calment heldur upp á 120 ára afmælið sitt á morgun. Jeanne Calment, sem nú er blind og næstum heyrnarlaus og bundin jjð hjólastól, hitti listmálarann Vinc- ent Van Gogh þegar hún var fjórtán ára og hún man eftir frumsýningu fyrstu kvikmyndanna en haldið er upp á aldarafmæh þeirra á þessu ári. „Maður á alltaf að brosa. Ég á lang- lífi mitt þvi að þakka. Ég held að ég muni deyja hlæjandi, það er á áætl- uninni," er haft eftir Jeanne Calment í nýrri bók sem hefur verið gefin út um æviárin 120. Jeanne heidur upp á afmæhð á morgun á sama hátt og hún hefur alltaf gert. Hún ætlar að borða kökur með um áttatíu manns og að öllum líkindum mun hún líka raula lög úr óperu Bizets, Carmen, sem var fyrst færð upp áriö sem hún fæddist, eða 1875. í viðtali við franska blaðið Le Fig- Jeanne Calment hitti málarann Van Gogh fyrir rúmri öld. Símamynd Reuter aro í síðustu viku sagði Jeanne að hún hefði átt góða ævi, sér hefði aldr- ei orðið misdægurt og hún byggist við að lifa lengur: „Guð er búinn að gleyma mér,“ sagði hin 120 ára Je- anne Calment. Reuter Stuttar fréttir dv Olíudauðirfuglar Rúmlega tvö þúsund fuglar hafa drepist úr oliumengun í Eyr- arsundi undanfarnar vikur. Vararviðblóðbaði Forseti Búrúndí segir líkur á að þjóöemisátök blossi upp í landinu og að blóðbaðið verði verra en í Rúanda i fyrra. Afnámtil bóta Andrej Koz- yrev, utanríkis- ráðherra Rúss- lands, sagði í gæraðefsiakað yrði á refsiað- gerðum gegn sljómvöldum í Belgrad mundi það verða vopnahléi til fram- dráttar. BurtmeðDehaene Nærri helmingur Belga vih ekki að Dehaene forsætisráð- herra stjórni landinu annað kjör- tímabii. Enginoliusaia Irakar segjast ekki selja oiiu fyrir milligöngu írana og brjóta þannig viðskiptabann SÞ. Stjórn endurkjörin Sijórn græningja og jafnaðar- manna í þýska ríkinu Hessen náöi endurkjöri í gær, samkvæmt tölvuspám. Ráðist á Líbanon ísraelsmenn gerðu árásir á Lí- banon úr lofti og af landi i gær og felldu þrjá, þar af tvo óbreytta borgara. Gegn sjóræningjum Brian Tobin, sjávarútvegs- ráðherra Kanada, og embættismenn segjast ætla að berjast af hörku gegn sjó- ræningjaveið- um skipa ESB á grálúðu undan ströndum Kanada. Nelsoníbað Nashyrningskálfurinn Nelson í Norrköping í Svíþjóð fór í heitt bað í gær en heilsufar hans er enn bágborið. Vígaferli í Alsir Hersveitir Alsírstjómar fehdu 22 bókstafstrúarmenn múslíma um helgina. Átökíaðsigi Sómalskur stríðsherra varar við átökum þegar sveitir SÞ fara á brott eftír nokkrar vikur. Égerhreinn Willy Claes NATO-stjóri segist engan þátt eíga í spillingarmálum í flokki sínum. Balladur á niðurleið Vinsældir Edouards Balladurs, for- sætisráðherra Frakkiands, hafa dalaö að undanfömu en frambjóöandi sósíahsta sækir í sig veðrið og ríkir því mikh óvissa um forsetakosningarnar í vor. Footneifar Michael Foot, fyrrum leíðtogi breska Verkamannaflokksins, neitar tengslum við KGB. Jeltsín Rússlandsforseti hefur bannað auglýsingar fyrir tóbak, áfengiogandalækna. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.