Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 26
38 Fréttir MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 DV Kostnaöur við tvo raforkusæstrengi og virkjanir: Jafngildir þreföldum fjárlögum ríkisins - flórir aðilar vilja kaupa raforku á íslandi um sæstreng Útflutningur á raforku um sæstreng frá íslandi er hugmynd sem hefur veriö uppi um áratuga skeið. Fyrir sjö árum geröi Landsvirkjun fyrst ítarlega athugun á kostum og göllum slíks útflutnings. Niöurstaöan var jákvæö og síðan hafa fjölmargir aöil- ar sett sig í samband við Landsvirkj- un og stjórnvöld. Nýjasta málið er mikill áhugi breska orkufyrirtækis- ins Western Electric en þrír aðrir aöilar hafa einnig sýnt áhuga. Það eru Rafveita Hamborgar í Þýska- landi, Scottish Hydro Electric í Skot- landi og Ice-net hópurinn sem er samstarfsverkefni íslendinga og þriggja hollenskra fyrirtækja. Fulltrúar Westem Electric voru staddir hér á landi um síðustu helgi og áttu fundi með fulltrúum Lands- virkjunar og iðnaðarráðuneytisins. Áhugi Bretanna er mikill en hann er aðallega tilkominn vegna frelsis í orkukaupamálum sem kemst á í Bretlandi 1. apríl nk. Þá verður einkaaðilum heimilt að keppa við ríkisrekin orkufyrirtæki um kaup- endur raforku. 315 milljarða framkvæmd Western Electric starfar sem nokk- urs konar umboösaðili við að koma orku í lóg og afla markaða. Fyrirtæk- ið hefur uppi stórtækar hugmyndir um að áuka framboð raforku og hef- ur ísland sterklega í huga í því sam- bandi. Western Electric hefur reikn- að þaö út að lagning tveggja sæ- strengja frá íslandi til Bretlandseyja og bygging orkuvera á íslandi til að sinna þeirri þörf kosti um 3 milljarða sterhngspunda, eða um 315 milljarða íslenskra króna. Það jafngildir þre- foldum fjárlögum ríkisins þannig að hér er ekkert smámál á ferðimti. En stóra máhð er orkuverðið. Stjómvöld ætla ekki að selja orkuna á neinu tombóluverði og að sjálfsögðu vill Western Electric ná sem hagstæð- ustu samningum. Þótt samningar takist um verð er ljóst að útflutning- ur á raforku um sæstreng hefst ekki fyrr en upp úr aldamótum í fyrsta lagi. Nýir virkjanakostir Tveir sæstrengir frá íslandi kalla á nýja virkjanakosti. Landsvirkjun er með virkjanir norðaustan við Vatna- jökul í huga í því sambandi. Þar hafa fariö fram viðamiklar umhveríis- rannsóknir. „Þetta er spurning um að veita vatni til virkjunar í Fljótsdal úr Jök- ulsá á Brú eða Jökulsá á Fjöllum, allt eftir því hvort við erum að tala um einn streng eða tvo. Jökulámar bjóða upp á stórar virkjanir sem myndu vera í samræmi við stærð orkuútflutningsins. Virkjanakostir hér sunnanlands t.d. eru smærri og myndu frekar þjóna innanlands- markaði," segir Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar. Fleiri en Westem Electric em að spá í raforkukaup frá íslandi um sæstreng. Ice-net hópurinn er sam- starfsverkefni íslenskra aðila og þriggja hohenskra fyrirtækja sem staðið hefur yfir undanfarin tvö ár. Þar er verið aö kanna möguleika á lagningu sæstrengs frá íslandi til Hollands auk byggingu sæstrengs- verksmiðju í Reykjavík. Ice-net hefur gert samstarfssamning við Lands- virkjun og ætla þessir aðilar að ljúka hagkvæmniathugun síðar á þessu ári. Þá hefur Landsvirkjun verið í sam- Smáauglýsingar DV skila árangrii Hríngdu núna síminn er 563-2700 Opið: Virka daga kl. 9 - 22, laugardaga kl. 9 - 14, sunnudaga kl. 16 - 22. Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum starfi við rafveitu í Skotlandi, Scott- ish Hydro Electric, um lagningu sæ- strengs til Skotlands. Samstarfiö hef- ur verið á tæknilegum forsendum, t.d. hvernig raforkukerfi landanna virka saman. Fjórði aðilinn er Rafveita Ham- borgar en fulltrúar hennar komu til Fréttaljós landsins á síðasta ári að kanna að- stæður. Hamborg er fríriki í Þýska- landi og hefur ákveðið að loka kjarn- orkuveri sem átti að sjá borginni fyr- ir raforku. Auk þess að ræða við ís- lendinga hafa Hamborgarar rætt við Norðmenn um raforkukaup um sæ- streng. Einn strengur tvöfaldar raforkuframleiðsluna Iðnaðarráðuneytið hefur haft frumkvæði að því að koma á nokk- urs konar samstarfi þessara íjögurra aðila. Fulltrúar þeirra hafa hist þannig að enginn er að bauka hver í sínu horni í þessum málum. Með Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi: Þegar gæsir flugu á braut á Uðnu hausti urðu fimm ungar eftir á túni við Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi. Einhveijir héldu að þeir tryðu svo í blindni á íslenska heilbrigðiskerfið að þeir vildu ekki missa sjónar af sjúkrahúsinu en líklegri skýring er sú að þeir hafi verið svo ungir þegar foreldrar og frændur flugu til heitari þessu er verið að koma í veg fyrir tvíverknað í undirbúningi. Eins og staðan er í dag liggur ekki fyrir hversu margir strengir verða lagðir eða hverjir leggja út í slíkar framkvæmdir. TU marks um um- fangið fer jafn mikil orka á ári um einn sæstreng og framleidd er á ís- landi í dag. Einn sæstrengur myndi því tvöfalda raforkuframleiðslu á ís- landi. Hagkvæmast er þó talið að leggja tvo strengi samhliða, fyrst einn og síðan hinn tveimur til þrem- ur árum síðar. Jafnvel gæti niður- staðan orðið sú að leggja strengi til Skotlands og þaðan frá Bretlandseyj- um um Ermarsundið til meginlands Evrópu. Auk þeirra aðila sem hafa verið nefndir hefur Landsvirkjun veriö í sambandi við fjölmarga erlenda sæ- strengsframleiöendur og innlend og erlend ráðgjafarfyrirtæki. Fyrst er að telja Pirelli á Ítalíu sem gerði viða- mikla athugun fyrir Landsvirkjun, þá Alcatel í Frakklandi, ABB í Sviss, Wattenfah í Svíþjóö, Statnet í Noregi og Verkfræðistofuna Afl í Reykjavík. landa að þeir hafi ekki átt kost á að verða þeim samferða. Góðhjartaður bóndi í nágrenninu, Magnús Kristinsson á Kleifum, sá að unganna biði ekkert annað en dauð- inn. Tók hann því ungana heim í gamalt fjós og þar hefur hann gefið þeim í vetur. Dafna þeir vel og stækka enda éta þeir vel hjá Magn- úsi. í vor ætlar Magnús að sleppa þeim út á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.