Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Launamunur kynjanna Kvennalistinn hefur boðaö þjóðarsátt um kjör kvenna. Það var ekki vonum fyrr. Nýjasta könnunin á kjörum karla og kvenna leiðir 1 ljós að kjör kvenna, 1 saman- burði við karla, eru allt upp í 50% lakari. Munurinn eykst með meiri menntun. Eftir því sem konur auka menntun sína og komast framar til ábyrgðar á vinnu- markaðinum, eykst launamunur á milli þeirra og karla, sem vinna sambærileg störf. Þetta er aðeins síðasta könnun af mörgum. Og raunar hefur ekki þurft kannanir til. Öllum sem kæra sig um að vita, hefur mátt vera ljóst að launamunur er áþreifan- legur og áberandi. Undrun vekur að Kvennahstinn taki nú fyrst við sér með blaðamannafundi og stefnumótun um þjóðarsátt um kjör kvenna. Til að allrar sanngimi sé gætt, hafa sumar kvenna- hstakonur haft það á orði að jafnréttið sé htið virt í launa- málum. En það tal hefur hangið saman við aðra jafnrétt- isumræðu og ekki verið sá undirtónn og grundvaharbar- áttumál sem eðlilegt og sjálfsagt hefur verið fyrir stjórn- málalega kvennahreyfingu. í því andvaraleysi felst meðal annars skýringin á því hvers vegna fylgi Kvennahstans hrapar niður úr öhu valdi. Síðasta skoðanakönnunin mælir atkvæðafjölda Kvennahstans innan við 4% meðal kjósenda á öhu land- inu. Þar er ekki síst því um að kenna að konur hafa í vaxandi mæh misst trúna á því að Kvennahstinn og af- mörkuð stjómmálaafskipti kvenna beri þann árangur að konur standi körlum jafnfætis á vinnumarkaðinum. Kvennalistinn hefur margt gott gert og réttindi kvenna og mismunun kynjanna í hinum ýmsu félagslegu mála- flokkum hafa verið lagfærð. Aðahega hefur þó verið merkjanleg breyting til batnaðar á hugarfari í almennum samskiptum karla og kvenna og almenningur er sér bet- ur meðvitandi um fordóma og siði og hlutverk karla og kvenna heldur en áður. Þessi hugarfarsbreyting hefur áhrif í uppeldi, fram- komu og sjálfstæði kvenna og karlamir taka það ekki lengur eins og sjálfsagðan hlut að kynskiptingin sé lög- mál, sem leiði af sér mismunandi viðhorf og hlutverk. En það sem eftir stendur og mestu skiptir, er auðvitað sú staðreynd að meðan konur njóta ekki jafnréttis í störf- um og kjörum heldur óréttlætið áfram að dafna og það misrétti verður miklu áþreifanlegra og augljósara eftir að konur hafa verið vaktar til vitundar um stöðu sína og gera sér grein fyrir mismununinni. Fyrir tiltölulega fáum árum hefði engum þótt mikið né í frásögur fær- andi þótt launamunur væri th staðar milli karla og kvenna, konunum í óhag. Nú þykir það hneisa, einmitt fyrir þá sök að konur em sér meðvitandi og þjóðfélagið aht um þýðingu jafnréttisins. Því verður vart á móti mælt að endurteknar upplýs- ingar um launamismun er mikið áfah fyrir kvenréttinda- baráttuna. Einkum fyrir þann hóp kvenréttindakvenna sem hafa haslað sér vöh á vettvangi stjómmálanna th að rétta hlut kvenna. Sú baráttuaðferð hefur að minnsta kosti ekki skhað konum réttlæti á vinnumarkaðinum og meðan konur hafa minni laun og standa verr að vígi um störfin er jafnréttisbaráttan harla máttlaus. Það er alveg sama hversu mörg jafnréttisráð verða skipuð og það telst vart th tíðinda þótt fleiri eða færri konur sé kosnar th alþingis meðan uppskeran í launabar- áttunni er ekki meiri en raun ber vitni. Og meðal ann- arra orða: hefur einhver minnst á að bæta þennan launa- mun í yfirstandandi vinnudehum? Ehert B. Schram Undanfarnar vikur höfum við orö- ið vitni aö miklum átökum milli lækna, bæði innbyrðis og við heil- brigðisráðherra, varðandi tilvisun- arkeríið. Svo virðist sem mörgum spurningum sé enn ósvarað varð- andi þessa deilu, bæði varðandi kostnaðarþáttinn og geymslu gagna um sjúklinga. Frá heilbrigðisráðuneytinu ber- ast þær upplýsingar að tilvísunar- kerfið muni spara 100 milljónir króna. Sá sparnaður byggist á þeim forsendum að komum til sérfræð- inga muni fækka um 85 þúsund eða úr 270 í 185 þúsund og að meðal- greiðsla Tryggingastofnunar ríkis- ins til sérfræðinga sé 1.700 krónur. Samtals munu því greiðslur til sér- fræðinga lækka um 145 milljónir króna. Á móti mun komum til heimilislækna íjölga um 70 þúsund en fyrir hverja komu greiðir Trygg- ingastofnun 708 krónur að meðal- tali. Viðbótarkostnaðurinn er 50 milljónir króna. Hreinn spamaður ríkisins er því um 100 milljónir króna. Veikleikar í útreikningum Þrír veikleikar eru í þessum út- reikningum sem vert er að taka upp. í fyrsta lagi er spurning hvort Sparnaður til- vísunarkerfis Greinarhöfundur telur tvo óvissusþætti fylgja hinu nýja kerfi; líkurnar á auknum rekstrarkostnaði göngudeilda sjúkrahúsa og viðbrögð sérfræði- lækna. hægt sé að nota meðalverðið 1.700 krónur sem TR greiðir sérfræðing- um nú eftir að komum til þeirra hefur fækkað um 85 þúsund. Ljóst er að komur til sérfræðinga eru misdýrar fyrir ríkið eftir eðh þjón- ustunnar. Þannig kostar t.d. ein- fóld vitjun til háls-, nef- og eyrna- læknis aðeins um 200 krónur fyrir ríkið. Flóknar rannsóknir geta hins vegar hlaupið á tugum þúsunda. Ekki er hægt að gefa sér að öU þjónusta sérfræðinga sé óþörf, því eru líkur á að þær 85 þúsund kom- ur sem faUa burt hjá sérfræðingum séu í ódýrari kantinum. Meðalverö á komu ætti því að hækka. Veröi meðalverðið rúmar 2.200 krónur er spamaðurinn horfinn. í öðra lagi er talað um að komum til heimiUslækna muni íjölga um 70 þúsund eða 10% af núverandi komufjölda. Þá er gert ráð fyrir að viðbótarkostnaðurinn muni aðeins koma fram hjá TR með 708 kr. greiðslu á komu. Nú er hins vegar vitað að allar heilsugæslustöðvar era á föstum fjárlögum og að á ár- inu 1993 nam rekstrarkostnaður þeirra í kringum 1.850 miiljónum króna. HeUdargreiðslur Trygg- ingastofnunar tU heimiUslækna voru aftur á móti vel innan við 500 mUljónir króna. Af þessu er ljóst að fastur kostnaður á komu til heilsugæslulæknis er þó nokkuð hár. Viðbótarkostnaður Að halda þvi fram að 10% aukn- ing í komum til heimiUslækna kalU ekki á neinn fastan kostnað er KiaJlarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur varla raunhæft. Vitað er að þær 700 þúsund komur í dag til heimilis- lækna dreifast yfir allt landið. Einnig er vitað að sérfræöingar starfa að mestu leyti a Suð-Vestur- hominu. Því er Uklegt að þessar 70 þúsund viðbótarkomur munu að stærstum hluta koma fram hjá heimUislæknum á því svæði. Á ár- inu 1992 var komufjöldinn þar í kringum 300 þúsund. Vafasamt er því að líta framhjá fóstum viðbót- arkostnaði eins og gert er. Að síðustu er rétt að nefna tvo óvissuþætti. Sá fyrri varðar líkurn- ar á auknum rekstrarkostnaði göngudeUda sjúkrahúsa með til- komu þessa kerfis. Sá síðari varðar viðbrögð sérfræðilækna. Mun verð á þjónustu þeirra þróast í þá átt að verða hlutfallslega hærra en það er í dag, svipað því og gerst hefur með öðram þjóðum. Af ofangreindu má ljóst vera að hér eru fjölmargir lausir endar sem gætu hæglega gert tUvísunarkerfið mun dýrara en núverandi kerfi. En eftir stendur spurningin: Hvað er það sem rekur menn til þess að kollvarpa núverandi skipan mála sem flestir virðast ánægðir með og veitir sjúkhngum fúllt valfrelsi þegar árangurinn er jafn óljós og hér er tíundað? Jóhann Rúnar Björgvinsson „Hvað er það sem rekur menn til þess að kollvarpa núverandi skipan mála, sem flestir virðast ánægðir með og veit- ir sjúklingum fullt valfrelsi, þegar ár- angurinn er jafn óljós og hér er tíund- að?“ Skoðanir annarra Samkeppni í hugbúnaði „Gagnrýni Samtaka hugbúnaðarfyrirtækja er enn eitt dæmi um að það er ekki liðiö lengur að opinber- ir aðUar séu að vasast í ýmiss konar starfsemi, sem betur væri komin í höndum einkaaðila. Um slUít er ef til vUl ekki að ræða í öUum tUvikum, sem samtök- in gagnrýna, en það er eðlileg krafa að yfirvöld beit sér fyrir því að samkeppnisaðstaða fyrirtækja sé með eðUIegum hætti.“ Úr forystugrein Mbl. 17. febr. Hátækni í upplýsingum „Sú spuming er hugsandi mönnum ofarlega í huga hver verði staða smáþjóöar eins og íslendinga í fram- tíðarþjóðfélagi sem byggist meðal annars á hátækni í upplýsingum.... Tölvur eru orðnar almennings- eign á íslandi og bæði einstakhngar og fyrirtæki hafa fiárfest mjög grimmt í þessum tæknibúnaði. Jarðvegurinn ætti því að vera fyrir hendi að nýta hann sem best og sækja fiam á ný svið. Á því er full þörf, því neikvæði þátturinn er að tölvutæknin leysir mannshöndina af hólmi og fækkar störfum í ýmsum greinum." Úr forystugrein Tímans 16. febr. Öfgar í ríkisafskiptum „Hér á landi hafa afskipti ríkisins af landbúnaði gengið út í hreinar öfgar. Stutt er síðan hætt var við að ákveða miðstýrt verð á öUum búvöram í smá- sölu, en verðlagning til framleiðenda er enn ákveðið af nefnd. Samkeppni er ekki til staðar í þessari at- vinnugrein, meðal annars vegna óeðUlegs banns við innílutningi búvara. Þetta hefur leitt til offiárfesting- ar og mikils milUliðakostnaðar. Þetta sovéska verð- lagningarkerfi hefur leikið landbúnaðinn og neyt- endur grátt.“ Úr forystugrein Alþ.bl. 16. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.