Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Fréttir Sandkom Kyrrstaða í kjaradeilu kennara: Strandar núna á launaliðnum - segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins „Þaö hefur heldur lítið þokast í samningunum. Ég held þó að það væri hægt að ná samkomulagi um alla útfærslu kjarasamnings ef launatilboðið væri viðunandi og rétt mat fengist á því hvers virði þessi breyting á vinnutímanum og fjölgun daga er,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, við DV í gær. Kennarar hafa fengið tilboð um 7 prósenta launahækkun á grunnlaun en því fylgir að vinnutími þeirra lengist. Því hafna þeir alfarið. „Við áttum fund með Ólafi G. Ein- arssyni menntamálráöherra í dag, sunnudag. Á þeim fundi var farið yfir stöðuna í kjaradeilunni. Einnig var rætt um grunnskólafrumvarpið sem hann ætlar að fá samþykkt á Alþingi fyrir þinglok. Við lýstum að sjálfsögðu þeim áhyggjum sem við höfum af réttindamálum kennara varðandi ílutning grunnskólans til sveitarfélaganna," sagði Eiríkur. Hann sagði að menntamálaráð- herra hefði sagst skilja þennan ótta kennara varðandi réttindamálin. Það var rætt um að setja eitthvert öryggisatriði inn í frumvarpstextann hvað þetta varðar, eins og gert var með tekjustofnalög sveitarfélaganna. Samninganefndirnar voru kallaðar til samningafundar í gærkvöld og búist er við að fundahöld haldi áfram í dag. Óhapp á skemmtistað: Kona missti framan affingri Ung kona varö fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa framan af fingri þegár hún var á skemmtistað í Reykjavík sl. föstudagskvöld. Konan var að setjast á stól þeg- ar hún festi baugfingur vinstri handar á milli setu stólsins og grindar hans. Konan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Nánari málsatvik eru óljós en setan á stólnum mun hafa losnað. Innbrot í Esso-stöð: Vaktmanni hótað meðsporjárni Lögreglan í Hafnarfirði leitar tveggja pilta sem brutust inn í olíustöð Olíufélagsins við Hval- eyrarbraut í Hafnarfiröi að morgni sunnudagsins. Vaktmað- ur Olíufélagsins kom auga á pilt- ana, náði að góma annan þeírra en sleppti honum þegar hann tók upp spotjárn og hótaði að stinga vaktmanninn á hol. Þegar vaktmaðurinn sá piltana voru þeir að brjótast inn á verk- stæði olíustöðvarinnar. Voruþeir þá búnir að fara inn i birgöa- geymslu og verslun. Piltamir höföu engan ránsfeng á brott með sér og vaktmanninn sakaöi ekki. Nú er verið að flytja 18 sumarhús eða svokölluð heils árs hús til Súðavíkur. Fimm eru flutt landleiðina ásamt 50 tonna krana sem notaður verður til að hifa hin fjórtán úr skipum Eimskipafélagsins sem flytja þau sjóleiðina. DV-mynd S Stefnuskrá G-listans fyrir alþingiskosningamar í vor: 2.000 ný störf og ráðuneytum fækkað -útilokum ekki samstarf viö neinn, segir formaður Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið og óháðir hafa samþykkt stefnuáherslur G-listans fyrir alþingiskosningarnar í vor. Áhersla er lögö á nýja launastefnu með kjarajöfnun og leiðréttingu í launamálum kvenna, 10-15 þúsunda króna hækkun á lægstu launum og réttlátara skattakerfi með hærri skattleysismörkum, svo nokkuð sé nefnt. Fimm til sjö milljarðar verða fluttir til lág- og miðtekjuhópa og innganga í Evrópusambandið kemur ekki til greina. Það verður forgangs- verkefni næstu ára að vinna nýja markaði í Asíu, Ameríku og Afríku. „Með því að ná fjögurra prósenta hagvexti er hægt að ná ríkissjóðs- hallanum niður og greiða niður skuldir ríkisins. Ef sá hagvöxtur næst ekki er erfitt eða jafnvel útilok- að aö greiða skuldirnar niður og því er höfuðatriðið að ná íslensku at- vinnulifi í gang. Viö viljum ekki dæma ísland til að sitja í öftustu sætunum með gömlu Evrópuríkjun- um,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaöur Alþýðubandalagsins, í gær og sagöist ekki útiloka samstarf við neinn eftir kosningar. Alþýðubandalagsmenn og óháðir vilja endurskoða verkaskiptingu ráðuneyta, fækka ráðuneytum, semja fjárlög til tveggja ára og koma á fót samræmdum fjárlögum þar sem fjárveitingar til vegamála, flugmála og hafnamála yrðu felldar í eina heild. Þá eru uppi kröfur um sam- ræmdar aðgerðir til að skapa 2.000 störf á fyrsta starfsári nýrrar ríkis- stjómar og minnka greiðslubyröi húsnæðislána svo hún verði innan við 20 prósent af heildarlaunum. Stefnuáherslur Alþýðubandalags og óháðra voru samþykktar einróma á stefnuþingi G-listans um helgina. Miðstjóm Alþýðubandalagsins stað- festi stefnuskrána í gærmorgun. Hákon í tíma? Þnulétuckki ásérstanda, viðbrögðinvið vísunni suin HákonAðal- steinssonhag- yrðingurorti ogDVbírtiá dögunumþar semHákon gerðiaðum- talsefniaö Framsóknar- flokkurinn í Reykjavik flaggar kynldsfræðingn- um Ingibjörgu Jónu á miðjum fram- boðslistasinum. Framsóknarblaðið Austri á Austfjörðum fékk strax tvær limrar vegna þessara vísukoma Há- konar oghljóða þær þannig: Hákon legur sig í líma, leikinn er kariinn að ríma. Éggeriþvískóna aðlngibjörgJóna með ánægju taki hann í tíma. Þá lífsins listir í ranni lært fengi Konnimeð sanni. Þ ví sitthvað hún kann semgertgætihann aö glóðheitum framsóknarmanni. Háttatimi Þeirtóku heldurbeturtil máls þing- Jmennirnirum grunnskóla- : frumvarpiðsl. : fimmtudagá Alþingiogvoru greinilegaað niðurlotum komnirsumir þegarkomið varframyfir miönætti. í ræðustól skundaði þá „utan dag- skrár“ Kristín Ástgeirsdóttír k vennalistakona og var vægast sagt mæðuleg á svip þegar hún tilkynnti að hún þyrftí að mæta á nefndarfund um morguninn og hvort ekki væri mögideiki á að hún íæri að komast heim. Þá spurði hún þingforseta hvort ekki væri kominn tírni tii að hátta en leiðrétti sigstrax og spurði hvort ekki væri kominn tími til að hætta svo hægt væri að fara heim að hátta. Þurfa þrjársólir Ádögunum var sagtfráþvi aðMývetning- arliefðn séð þijársölirá loftí samtimis. Súmirhöfðuá orðiaðþétta vaminúeftir öðruhjáþeim Mývetningum eníVíkurblað- inuáHúsavík komskýringá þessu fyrirbæri i vísukorni sem mun vera eför Geir Garðarsson og er þar að sjálfsögðu vísað til ósættis Mý- vetninga um hin ýmsu mál: í hásveitum er himinninn blár, i heiðrikjunni margar sólir skina. Mývetningar þurfa þrjár, Þeir geta ekki sameinast um eina. Gúmmískómir SteindórHar- iddsson.kratiá Norðurlandi vestrasem skipar3.sætiá lista flokksins þar,segirþing- mennkjör- dæmisins ótrú- lega aftur- haldssamaog þröngsýna " endaeiga kratarengan þingmann úr kjördæminu. Hann seg- ir að þegar Pálmi Jónsson, sem oft hafi verið ótrúlega þröngsýnn, hafi ákveðið að hætta hafi sj álfstæðis- menn ekki borið gæfu til að taka hinn víðsýna Vilhjálm Egdsson í 1. sætið heldur hafi þeir haldið sig við sömu gúmmískóna og afgreiðir þar með séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki sem „gamlan gúmmiskó". Gerast þeir nú ærið framlegir í málflutn ingi, kratarnir, svoekki sé meira sagt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.